Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lög um starfsemi lífeyrissjóða banna fjárfestingar sjóðanna í óskráðum erlendum félögum LÖGIN ÓTVÍRÆÐ? Vangaveltur eru uppi um að lífeyrissjóðir séu hluti þeirra fagfjárfesta sem nefndir eru til sögunnar sem hugsanlegir kaupend- ur hlutabréfa í DeCODE Genetics, móður- fyrirtæki Islenskrar erfðagreiningar. Steingerður Olafsdóttir ræddi við aðila málsins og skoðaði fjárfestingarákvæði í lögum um skyldutryggingu lífeyrisrétt- inda og starfsemi lífeyrissjóða. Geir H. Haarde Páll Gunnar Pálsson Víglundur Þorsteinsson Jóhannes Siggeirsson TÖLUVERÐAR sviptingar hafa orðið undanfarið vegna hlutabréfa- viðskipta í DeCODE Genetics, móð- urfyrirtæki Islenskrar erfðagrein- ingar. Hof, FBA, Búnaðarbankinn og Landsbankinn íjárfestu í 17% hlut í fyrirtækinu og bankarnir þrír hafa nú selt fagfjárfestum tæpan helming af því sem þeir keyptu. Lög um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi lífeyrissjóða tóku gildi 1. júlí 1998 en ekki eru all- ir á eitt sáttir um hvort allir lífeyris- sjóðir starfi samkvæmt lögunum og þá helst fjáiTestingarákvæðum þeirra. Fjárfestingar lífeyrissjóða í ís- lenskum hlutafélögum utan skipu- legs markaðar eru heimilar sam- kvæmt lögunum, enda séu ársreikn- ingar viðkomandi félaga öllum að- gengilegir. I lögunum segir enn- fremur að fjárfestingar sjóðanna í óskráðum íslenskum hlutafélögum skuli ekki fara yfir 10% af hreinni eign sjóðanna. Fram kemur að fjár- festingar lífeyrissjóða í erlendum verðbréfum þurfí að fara fram á skipulegum verðbréfamarkaði innan OECD, m.ö.o. erlend hlutafélög sem fjárfest er í, þurfa að vera skráð á markaði, sem DeCODE er ekki. Vangaveltur á fjármálamarkaði Heimildarmenn Morgunblaðsins í fjármálaheiminum voru ekki á eitt sáttir um hvort lífeyrissjóðir sem starfa eftir eldri reglugerðum hefðu heimild til að fjárfesta í óskráðum erlendum félögum eins og DeCODE. Sumir voru á þeirri skoð- un að þeir þyrftu alls ekki að fara eftir fjárfestingarákvæðum nýju laganna fyrr en þeir hefðu hlotið starfsleyfi samkvæmt þeim. Aðrir sögðu fjárfestingarákvæði laganna í fullu gildi hjá öllum lífeyrissjóðum, hvað sem eldri reglugerðum liði. Sumir telja fjárfestingu af þessu tagi í lagi vegna þess að DeCODE verður að öllum líkindum skráð á hlutabréfamarkað innan tíðar og hugsanlegar fjárfestingar lífeyris- sjóða verði þá heimilar. Sjóðsstjórar lífeyrissjóðanna gætu hugsað sem svo að þeir vildu ekki láta tækifæri af þessu tagi ganga sjóðsfélögum úr greipum. Gerð framvirkra samninga getur einnig samrýmst lögunum að margra mati. Samningarnir tækju þá gildi þegar hlutafélagið hefur verið skráð á markað, annað hvort með kauprétti eða kaupskyldu. Bann við slíkum samningum kemur ekki fram í lögunum og einhverjir gætu því talið þá heimila. Staða íslenskra fjárfesta styrkt Það er mál manna að DeCODE hafi engan beinan ávinning af því að koma fyrirtækinu í meirihluta- eigu Islendinga eins og raunin er nú, þó mikilvægt sé að styrkja stöðu íslenskra fjárfesta. Hugsan- legt er að hlutabréf í DeCODE verði keypt upp þegar þau verða boðin erlendis samhliða skráningu á erlendan markað og því hafi hag- ur íslenskra fjárfesta verið tryggð- ur með nýgengnum viðskiptum hér heima. Getum er hægt að leiða að því að stjórnum lífeyrissjóða þyki ókostur að geta ekki fjárfest í því eilenda, óskráða félagi sem DeCode Genetics er. Ef og þegar Islensk erfðagrein- ing hlýtur starfsleyfi fyrir rekstri gagnagrunns á heilbrigðissviði er ljóst að verðmæti fyrirtækisins eykst til muna. Hlutabréf í DeCODE á markað innan tíðar Fram kemur í Morgunblaðinu í gær að ekki hefur verið ákveðið hvenær hlutabréf DeCODE Genet- ics verða skráð á markaði. Að sögn Axels Nielsen, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Islenskrar erfðagrein- ingar, er stefnt að skráningu fyrir árslok en markaðsaðstæður ráði þar miklu. Undirbúningur skráningar DeCODE á verðbréfamarkað er- lendis er þó vel á veg kominn. Ymsir hafa leitt að því getum að íslensk erfðagreining og DeCODE verði í fyllingu tímans skráð samhliða á ís- lenskum verðbréfamarkaði. Fjárfestingar sjóðanna í óskráð- um erlendum félögum óheimilar Talsmenn tveggja stórra lífeyris- sjóða eru sammála um að nýleg lög um starfsemi lífeyrissjóða banni fjárfestingar lífeyrissjóða í móður- fyrirtæki Islenskrai' erfðagreining- ar DeCODE Genetics, sem og öðr- um óskráðum erlendum fyrirtækj- um. I samtali við Morgunblaðið stað- festi Víglundur Þorsteinsson, stjórn- arformaður Lífeyrissjóðs verslunar- manna, að sjóðurinn hefði ekki keypt hlutabréf í DeCODE í ný- gengnum viðskiptum með bréf fé- lagsins. „Lögin eru ótvíræð og banna líf- eyrissjóðum að kaupa bréf í óskráð- um erlendum fyrirtækjum," segir Víglundur. „Það varð einróma niður- staða stjórnar Lífeyrissjóðs verslun- armanna að lögin væru ótvíræð og ekki væri undan þeim vikist.“ Víglundur segir jafnframt aðferðir til að fara í kringum lögin, eins og að semja um kaupskyldu, óheimilar. „Stjórn Lífeyrissjóðs verslunar- manna hefur ekki fjallað um DeCODE vegna þess að íslensk lög meina okkur að fjár- festa í óskráðum er- lendum fyrirtækj- um, þar með talið DeCODE Genetic.s," segir Víglundur. „Við tökum á málum þegar þau eru raun- hæf og liggja fyrir. Stjórnin fjallar um félög almennt til þess að sjóðsstjórar Lífeyrissjóðsins geti átt viðskipti með hlutabréf í félögun- um og það er gert þegar að því kemur. Á meðan DeCODE er óskráð erlent fé- lag, er ekki komið að umfjöllun um það hjá stjórninni," segir Víglundur. Aðspurður um fjárfestingarstefnu Lífeyrissjóðs versl- unarmanna hvað er- lendar fjárfestingar varðar, segir Víglundur sjóðinn hafa fjárfest nokkuð erlendis undanfarin ár og koma til með að halda því áfram jafnt og þétt. Hann segir hlutfall erlench’a fjár- festinga hjá sjóðnum verða um fimmtung í lok þessa árs. „Lífeyrissjóðir hafa frest til 1. júlí til að sækja um starfsleyfi til að geta uppfyllt það að vera lífeyrissjóður sem býður samtryggingu og ævi- langan lífeyri. Fresturinn gengur út á það en ekki fjárfestingarákvæðin," segir Víglundur ennfremur. „Akvæði laganna um fjárfestingar lífeyrissjóða eru í fullu gildi fyrir alla lífeyrissjóði, hvort sem þeir hafa hlotið starfsleyfi frá Fjármálaeftir- litinu eða ekki.“ I því sambandi má nefna að t.a.m. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins, sem starfa eftir sérstökum lög- um þurfa að fylgja fjárfestingará- kvæðum laga um samtryggingu líf- eyrisréttinda og starfsemi lífeyris- sjóða, að sögn framkvæmdastjóra lífeyrissjóðanna tveggja. Jóhannes Siggeirsson, fram- kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris- sjóðsins, segir það vinnureglu hjá sjóðnum að gefa ekki upplýsingar um viðskipti sjóðsins með hlutabréf frá degi til dags. „Það er hins vegar mín skoðun að gildandi lög um starf- semi lífeyrissjóða heimila lífeyris- sjóðum ekki kaup á hlutabréfum í erlendum fyrirtækjum nema þau séu skráð á markaði,“ segir Jóhann- es. Fjármálaeftirlitið fylgist með Fjármálaeftirlitið gegnir stóru hlutverki í þessu máli. Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði skal Fjár- málaeftirlitið hafa eftirlit með starf- semi lífeyrissjóða og hafa aðgang að öllum gögnum og upplýsingum sem það telur nauðsynlegt vegna eftir- litsins. Páll Gunnar Pálsson, fram- kvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins, segir stofnunina hafa ákveðið svig- rúm til að ákveða hvernig eftirlitinu skuli háttað. Páll vill hvorki játa því né neita að að óskað verði sérstak- lega upplýsinga um hugsanlegar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í DeCODE. Lífeyrissjóðir veita Fjár- málaeftirlitinu reglulegar upplýs- ingar um fjárfestingar en að sögn Páls berast þær eftirlitinu iðulega eftir á. „Það er alltaf möguleiki á að kalla eftir upplýsingum um sérstök tilvik en ég vil ekki staðfesta á þessu stigi hvemig að málinu verður stað- ið,“ segir Páll. „Við fylgjumst að sjálfsögðu með þessu máli eins og öllum málum sem snúa að lífeyris- Veggjakrotið tiltölu- lega nýtt vandamál í UPPHAFI vikunnar var úðað á nýmálaða veggi bílskýla við Keilu- granda að næturlagi og telur íbúi við Keilugranda að verknaðurinn verði kærður til lögreglu. Að sögn Karls Steinars Vals- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá forvama- og fræðsludeild lög- reglunnar í Reykjavík er veggjakrot tiltölulega nýtt vanda- mál hérlendis en hefur þó ekki farið vaxandi síðasta árið. í fyrra var um tugur ungmenna á tvítugs- aldri staðinn að veggjakroti í um- dæmi Reykjavíkurlögreglunnar og sektaður fyrir athæfi sitt. Að sögn Guðmundar Guð- mundssonar, yfirleiðbeinanda hjá Vinnskóla Reykjavíkur sem feng- ist hefur við þrif á veggjum sem hafa orðið fyrir barðinu á veggjakroturam, er besta ráðið gegn hinu hvimleiða kroti að eiga umframbirgðir af málningu og mála yfir krotið um leið og það birtist. Reynslan sýni að sífellt lengra líði á milli þess sem krotað sé á veggina ef málað er yfir krot- ið jafnóðum. Best sé því að láta veggjakrotið aldrei í friði eftir því sem tök eru á. Krotið spillir fyrir veggjaskreytingum Ása Hauksdóttir, verkefnis- stjóri menningarsviðs Hins húss- ins, sem starfað hefur með ungu fólki sem leggur stund á svokallað „graffiti" eða veggjaskreytingar, segir að svokallað „tagg“ eða veggjakrot, sem stundað sé í óleyfi, hafi afar neikvæð áhrif á starf „graffiti" listamanna sem m.a. hafa unnið verk sín sums staðar á veggi í borginni með fullu samþykki og leyfi borgaryfir- valda. „Ef uppgangur „taggsins" held- ur áfram með skemmdarverkum á eigum annarra getur það orðið til þess að það gangi af „graffiti" verkunum dauðum. Meirihluti fólks er sammála um það að gott „graffiti“ listaverk á réttum stað geti fegrað og bætt umhverfið og verið skemmtilegur þáttur í borg- arlandslaginu," segir Ása. sjóðum og öðrum aðilum sem era undir eftirliti okkar.“ „í lögunum segir að fram til þess tíma að starfsleyfi er veitt skuli um starfsemi lífeyrissjóðs gilda sú stað- festa reglugerð sem í gildi er við gildistöku laganna,“ segir Páll. Sum- ir sjóðirnir era búnir að fá þetta starfsleyfi, aðrir ekki. Páll vill á þessu stigi ekki útiloka að Fjármála- eftirlitið geri athugasemd við fjár- festingar lífeyrissjóðs, sem ekki hef- ur hlotið starfsleyfi, í óskráðu er- lendu félagi. Niðurstaða þess ráðist m.a. af aðstæðum. „Við höfum þá reglu að taka tilvik til skoðunar þeg- ar þau koma upp,“ segii- Páll. Séreignarlífeyrissjóðir hafa lítið komið við sögu í þeirri umræðu sem spunnist hefur um hugsanlega fjár- festa í DeCODE. Að sögn Páls gilda fjárfestingarákvæði lífeyrissjóðslag- anna einnig um séreignarlífeyris- sjóði og þeim því óheimilt að fjár- festa í óskráðu, erlendu hlutafélagi. Fjármálaráðherra hlynntur lagabreytingum Það er mál manna í fjármálaheim- inum að hlutabréfamarkaður sé ekki svarthvítur ef svo má segja. Það séu engin sannindi að fjárfestingar í óskráðum erlendum félögum séu slæmar en skráð félög, helst inn- lend, séu besta fjárfestingin. Fjár- málaráðherra, Geir H. Haarde, hef- ur enda lýst því yfir á síðum Morg- unblaðsins að hann sé opinn fyrir hugmyndum um breytingar á fjár- festingarreglum lífeyrissjóðanna. Geir hefur lýst ánægju með fjár- festingar lífeyrissjóða erlendis þar sem þeir tryggi hag sjóðsfélaga og styrki auk þess stöðu íslenska þjóð- arbúsins með því að byggja upp eignir í útlöndum. I samtali við Morgunblaðið sagði fjái-málaráðherra það vel koma til greina að breyta lögunum, jafnvel á næsta þingi. „Reglurnar hafa þótt fullþröngar og spurning hvað á að binda þetta mikið í lögum til að byrja með,“ segir Geir. „Nákvæm- lega hvernig lögunum yrði hugsan- lega breytt vil ég ekkert segja um á þessu stigi málsins en engin ákvöi’ð- un hefur verið tekin. Kjarni málsins er sá að reglurnar eiga ekki að hamla því að lífeyrissjóðirnir geti fjárfest með skynsamlegum hætti." Sumir telja að lífeyrissjóðir sem ekki hafa fengið starfsleyfi sam- kvæmt nýju lögunum þurfi ekki að fara eftir fjárfestingarákvæðum þeiraa en fjármálaráðherra vill ekki skera úr um það. Aðspurður hvort fjárfestingar líf- eyrissjóða yrðu hugsanlega alveg frjálsar, segir fjármálaráðherra svo ekki verða í fyrstu umferð, reglurn- ar yrðu rýmkaðar en framhaldið verði svo að ráðast. Geir segir málið allt á frumstigi og varla nauðsynlegt að skipa nefnd til að fjalla um það. „Ég er tilbúinn að hlusta á hug- myndir allra hlutaðeigandi og beita mér fyrir breytingum á lögunum ef þess telst þörf.“ Lífeyrissjóðir fjárfesta fyrst og fremst í skuldabréfum Lífeyrissjóðir hafa undanfarin ár fjárfest erlendis í auknum mæli, en markmiðið er alltaf að bæta ávöxt- un. I lögum um lífeyrissjóði segir: „Stjórn lífeyrissjóðs skal móta fjár- festingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best era boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu." Líf- eyrissjóðirnir hafa dreift áhættunni þar sem mest áhersla er yfirleitt lögð á ríkisskuldabréf en minnst á hlutabréf, a.m.k. hérlendis. í fjárfestingarstefnu Sameinaða lífeyrissjóðsins fyrir árið 1999, sem birt er í ársskýrslu sjóðsins, segir m.a. að stjórn sjóðsins hyggist fjár- festa í innlendum verðbréfum fyrir 70-90% af ráðstöfunarfé en í er- lendum verðbréfum fyrir 10-30%. Innlendar fjárfestingar era að mestu leyti í skuldabréfum eða 85-95% á móti 5-15% í hlutabréf- um. Aftur á móti snúast erlendar fjárfestingar aðallega um hlutabréf og hlutdeildarskírteini eða 75-100% á móti 0-25% í erlendum skulda- bréfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.