Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þurrt syðra um helgina en væta nyrðra VINDUR verður allhvass um sunnan- og vestanvert landið í dag, eða milli 8 og 13 metrar á sekúndu á Vesturlandi en 13 til 18 m/s á Suðurlandi. Attin er að mestu austlæg og nokkur rigning verður víða. Heldui' hægari vind- ur verður norðanlands og austan en þurrt að mestu. Hiti er víðast á bilinu 7-13 stig. A morgun og sunnudag verður vindur hins vegar hægari og snýst hann smám saman til norð- urs. Veðurstofan gerir þá ráð fyrir þurru veðri sunnan- og vestanlands en nokkur væta verður hins vegar fyrir norðan og austan. Á miðhálendinu er sömuleiðis gert ráð fyrir úrkomu norðan jökla en þurru veðri sunnan þeirra. Morgunblaðið/Arnaldur NÆR áttatfu konur skunduðu upp frá bryggjunni í Viðey til að rita nöfn sín undir yfirlýsingu um að stjórnvöld veiti fé til stofnunar Maríuseturs. Olía lak í Hafnar- fjarðarhöfn MILLI 2.000 og 2.500 lítrar af voru í höfninni þegar lekans varð gasolíu láku í Hafnarfjarðarhöfn, vart. í rannsókninni verður kannað við suðurbakka hafnarinnar, síðdeg- is í fyrradag. Starfsmenn fyrirtæk- isins Uppdælinga luku hreinsunar- störfum í gærkvöldi með aðstoð hafnarstarfsmanna, sem grafast fyrir um orsakir lekans. Ekki er ljóst úr hvaða skipi olían lak, en 4-5 skip, þar af einn græn- lenskur togari og einn rússneskur, hvort olían gæti hafa komið frá báti sem sökk í höfninni fyrir skömmu. Starfsmenn Hafnarfjarðarhafnar munu leggja áherslu á að komast að því hver var valdur að olíulekanum þar sem kostnaður við hreinsunar- störf er talsverður, en þann kostnað þarf höfnin að bera ef ekki fæst úr því skorið úr hvaða skipi olían lak. Yfírlýsing kvennafundar í Viðey í gærkvöldi Stjórnvöld veiti fé til stofnunar Maríuseturs Heitar umræður á prestastefnu á Kirkjubæjarklaustri Starfshættir val- nefnda verði bættir NÆR áttatíu konur söfnuðust saman til fundar í Viðey í gærkvöldi og rit- uðu þar nöfn sín undir opinbera yfirlýsingu þess efnis að þær leggi til að stjómvöld standi skil á gamalli skuld við íslenskar konur og veiti fé til stofn- unar Maríuseturs á Kirkjubæjarklaustri, seturs sem yrði hugsað sem mið- stöð fyrir skapandi vinnu kvenna af öllum þjóðum. „Þangað geti konur [...] skundað til dvalar, til að hugsa, vinna, kenna og læra hver af annarri [...],“ segir m.a. í yfirlýsingunni sem væntanlega verður afhent dóms- og kirkju- málaráðherra, Sólveigu Pétursdóttur, innan tíðar. „Við teljum að konur eigi rétt á að eignast Maríusetur hér á landi, í staðinn íyrir klaustur og klaustra- eignir, sem voru ólöglega af konum teknar, með þeim afleiðingum að útilokun kvenna frá opinberu lífi varð algjör á síðari öldum. Hug- myndin er ekki sú að stofna í Maríu- setri kristna reglu, heldur óreglu og skapandi óreiðu í takt við þá tíma sem nú eru,“ sagði Þórunn Valdi- marsdóttir ríthöfundur m.a. í ræðu sinni í Viðeyjarkirkju í upphafi fund- arins í gær. Gert er ráð fyrir því að TILLAGA um að prestastefnan á Kirkjubæjarklaustri áteldi harðlega vinnubrögð valnefndar við val á sóknarpresti í Grenjaðarstaðarsókn í Suður-Þingeyjarsýslu var felld með 29 atkvæðum gegn 11. Þá var borin upp tillaga um að beina þeim tilmælum til kirkjuþings að ræða og bæta starfshætti valnefnda í ljósi jafnréttislaga. Tillagan var sam- þykkt með 33 atkvæðum gegn sex. Áður en gengið var til atkvæða um það hvort vinnubrögð valnefnd- ar skyldu gagnrýnd harðlega, minnti biskup á að í umræddu tilviki hefði val á sóknarpresti í fyrsta skipti farið fram eftir nýjum reglum, þetta hefði því verið í fyrsta sinn sem valnefnd valdi sóknarprest. Hann sagði ennfremur að það væri hlutverk prófasts og vígslubiskups að halda stefnumörkuninni eins og tíundað er í leiðbeiningareglum. Þarna hafi því miður eitthvað farið úrskeiðis og hann harmaði að fyrsta valnefndin skyldi hafa brugðist. Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup í Skálholti, sagði að í þeim fjórum tilvikum sem hann hefði átt sæti í valnefnd hefði verið farið að reglum að því leyti að hann hefði kynnt jafnréttislög og jafnréttis- áætlun fyrir nefndarmönnum. Hann átti ekki sæti í valnefndinni í Grenj- aðarstaðarsókn. I valnefnd eiga sæti, auk sóknar- nefndarmanna, vígslubiskup og pró- fastur. Áður réðu sóknarnefndir vali á sóknarpresti og þar áður var almenn prestskosning. Umsækjendur um Grenjaðar- staðarprestakall voru fjórir, þrír karlar og ein kona, og fékk karl- maður embættið. Sr. Sigríður Guð- marsdóttir greindi frá rökstuðningi valnefndar en hún komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði búið yfir meiri starfsreynslu. Hins vegar hefði hún hvorki búið í prestakallinu né væri reynsla hennar sem sveita- prestur sambærileg reynslu karls- ins sem kaupstaðarprestur. Rökstuðningur talinn ófullnægjandi Jafnréttisnefnd kirkjunnar skil- aði úrskurði í júníbyrjun og taldi rökstuðning valnefndar algerlega ófullnægjandi og að flest benti til þess að annars vegar hefðu íslensk jafnréttislög verið brotin og hins vegar brotið gegn jafnréttisáætlun kirkjunnar, þar sem konan hefði bæði verið með meiri reynslu og menntun en karlmaðurinn. Dr. Amfríður Guðmundsdóttir, formaður jafnréttisnefndar kirkj- unnar, sagði að konunni hefði verið greint frá þeim tveimur leiðum sem hún gæti farið; annars vegar að vísa málinu til úrskurðamefndar kirkj- unnar og hins vegar til kærunefnd- ar jafnréttismála. ■ Prestastefnu lokið/10 hlutkesti ráði því hvaða umsækjend- ur komast að á Maríusetri. Beið bana í bílveltu NÍTJÁN ára gömul stúlka frá Randers í Danmörku lést í bílslysi í fyrrinótt við bæinn Torfufell í Eyjafjarðarsveit, þegar bifreið, sem hún var far- þegi í, valt á veginum. Fimm aðrir farþegar auk bílstjóra meiddust lítilsháttar. Stúlkan sat í framsæti bif- reiðarinnar ásamt öðmm far- þega og var ekki í bílbelti þeg- ar slysið varð. Hún var stödd á Akureyri í vinabæjarheimsókn ásamt hópi danskra ung- menna. „Það væri stórkostlegt ef stjórn- völd gætu sagt frá stofnun Maríuset- urs og loforði um fjárhagslegan stuðning á alþjóðlega kvennaþinginu hér í haust, sem dregur heimspress- una hingað vegna þátttöku forseta- frúar Bandaríkjanna, Hillary Clint- on,“ sagði Þómnn ennfremur. „Stjórnvöld gætu á þessu sögulega þingi tilkynnt að til Maríuseturs væri stofnað til þess að bæta fyrir sögulegt misrétti kynjanna. Það væri söguleg stund og gott fordæmi. Það væri alveg bráðsniðugt." Hugmyndin um stofnun setursins kviknaði meðal nokkurra kvenna á kristnisöguþingi sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri um miðjan mars sl. og í júní tók sá hópur sem mestan áhuga sýndi á málinu að funda og undirbúa framhaldið. Þær konur koma úr ýmsum áttum og hef- ur Þórunn Valdimarsdóttir verið rit- ari hópsins. Níu Kosovo- Albanar komu í gær NÍU Kosovo-Albanar komu til lands- ins í gærkvöld en þeir eru ættingjar Albana sem hér hafa verið búsettir lengi. Ættingjar þeirra sjá að öllu leyti um móttöku þeÚTa. Sigríður Guðmundsdóttir, deildar- stjóri hjá Rauða krossi íslands, sem skipulagði för þeirra, sagði að nokkum tíma hefði tekið að fá ferða- skilríki þar sem fólkið hafði ekki vegabréf en lengst hefði þó biðin ver- ið eftir að fá öruggt far fyrir hópinn alla leið. Komu þau í gær frá Kaup- mannahöfn og með þeim í för var fuíl- trúi Rauða krossins. Sérblöð í dag ■ iNIÖTTUHÓd I fORTIO OO RÚTlftfJ » KUIUUI Hll vmmi • tuujyUu o«ömu>i»w«i*;4 ■ rríii»««uw~íi Bruðkaup heldri manna á Íítlandi *••••••••••••••••••••••••••••« • Man. Utd. mætir Everton á ! Goodison Park í fyrsta leik/C1 J ••••••••••••••••••••••••••••< • Nýjasta tennisstjarnan æfir • alltaf með pabba sínum / C8 A FOSTUDOGUM líf Iþróttaskór f fortíð og nútíð .—^ Úr veitinga- í fortíð | * rekstri í skútusiglingar Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.