Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BISKUP flytur hugleiðingu í gamla kirkjugarðinum við Kapelluna á Kirkjubæjarklaustri.
Morgunblaðið/Sverrir
Prestastefnu á Kirkjubæjarklaustri lauk með guðsþjónustu og altarisgöngu
Söfnuðurinn verði virk-
ari í fermingarstarfínu
Prestastefnu var slitið á Kirkjubæjar-
klaustri síðdegis í gær. Jafnréttismál og
fermingarfræðsla voru meðal umræðuefna.
Kristín Sigurðardóttir og Sverrir Vil-
helmsson fylgdust með umræðunum.
FULLTRÚAR á prestastefnu greiða atkvæði.
PRESTAR gerðu sér glaðan dag og mikið var sungið þegar Árni
Johnsen alþingismaður mætti með gítarinn. Sr. Gunnþór Ingason
lék á munnhörpu.
PRESTASTEFNUNNI var slitið í
Kapellunni með guðsþjónustu og alt-
arisgöngu þar sem biskup íslands,
hr. Karl Sigurbjörnsson, kvaddi
presta sína og sendi heim með bless-
un. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir,
formaður prestafélagsins, þjónaði
með biskupi íyrir altari. Guðsþjón-
ustunni lauk með því að kirkjufólk
myndaði hring og söng „Son Guðs
ertu með sanni“.
Afkomandi sr. Jóns Steingríms-
sonar eldklerks, hr. Karl Sigur-
björnsson, biskup íslands, flutti hug-
leiðingu í gamla kirkjugarðinum við
Kapelluna á Kirkjubæjarklaustri í
fyrrakvöld. Jón átti dóttur sem hét
Katrín, hún átti son sem hét Þorlák-
ur, hann átti son sem hét Magnús,
hann átti dóttur sem hét Rannveig,
hún átti dóttur sem heitir Magnea og
er Þorkelsdóttir. Magnea er gift dr.
Sigurbirni Einarssyni.
Biskupi til aðstoðar voru þau sr.
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir og sr.
Hreinn Hákonarson. Margt manna
var samankomið til að hlýða á guðs-
þjónustuna á Jónsmessunótt. Prest-
ar, djáknar, vígslubiskupar og bisk-
up íslands gengu í prósessíu frá fé-
lagsheimilinu og inn í kirkjugarðinn.
Biskup nýtti sér tæknina og
hljómaði hugvekja hans í hátölurum
í garðinum og fjöllin tóku undir. Gol-
an lék í trjánum og það var þurrt í
veðri þó ský væru á lofti.
Biskup minntist þess að hann
stæði á rústum kirkjunnar þar sem
sr. Jón Steingrímsson hefði flutt sína
svonefndu eldmessu og hraunflóðið
stöðvast. Að guðsþjónustunni lokinni
gengu biskup og föruneyti í prósess-
íu úr garðinum undir ljósbleikum
miðnæturhimninum.
Aukin ábyrgð safnaða
fermingarfræðslunni
Sú saga flaug meðal nokkurra
presta á prestastefnu af vandkvæð-
um þriggja danskra presta vegna
mikils ágangs krákna í kirkjunni.
Einn þeirra reyndi að leysa vandann
með því að taka haglabyssu og
skjóta á fuglana. Þeir flugu burt en
voru óðara komnir aftur. Annar
presturinn brá á það ráð að góma
fuglana í kassa og ferðast með þá
langar vegalengdir. Þar sleppti hann
þeim lausum. Þegar hann kom aftur
heim voru krákurnar komnar í
kirkjuturninn. Þeim þriðja tókst að
losna við krákurnar - hann fermdi
þær. Þó sagan sé sögð í gamni lýsir
hún vanda sem kirkjan hefur glímt
við og kom fram í erindi sr. Maríu
Ágústsdóttur. Hún sagði að þegar
börn væru fermd væri nánast eins
og þau hefðu verið útskrifuð úr
kirkjunni því að þau sæktu hana svo
lítið eftir fermingu.
„Við leggjum til að söfnuðurinn
verði virkari í fermingarfræðslunni,
að stofnuð verði fermingarstarfa-
nefnd á hverjum stað sem prestur
stýrir. Þessi hópur myndi setja safn-
aðamámskrá sem tæki yfir alla
skírnarfræðslu safnaðarins frá
vöggu til grafar.“ Þetta sagði sr.
María að væri helst nýtt í nýrri
námskrá fermingarstarfanna sem
lögð var fram á prestastefnu í gær.
Ennfremur er í námskránni ítrek-
aður jafnréttisboðskapurinn á annan
hátt en gert hefur verið áður. sr.
María sagði að mikilvægt væri að
fermingarfræðarar gæti þess að
gera kynjunum ekki mishátt undir
höfði. Einnig væri mikilvægt að bæði
konur og karlar komi að fermingar-
fræðslunni. Ennfremur er í
námskránni sérstakur kafli um
fermingarfræðslu þroskaheftra.
Engin kona sóknarprestur
í Reykjavík
Sólin tók að skína eftir hádegið í
gær þegar jafnréttismálin voru
rædd. Markmið jafnréttisáætlunar
kirkjunnar sem samþykkt var á
kirkjuþingi síðastliðið haust eru
fyrst og fremst „að stuðla að jafnri
stöðu karla og kvenna í íslensku
þjóðkirkjunni og jöfnum möguleik-
um kynjanna til að nýta sér það jafn-
rétti sem tryggt er að lögum“. Dr.
Arnfríður Guðmundsdóttir er for-
maður jafnréttisnefndar kirkjunnar.
Hún fór yfír síðasta synodusár í er-
indi sínu á prestastefnu í gær.
Hún byrjaði á að nefna þau atriði
sem henni fundust jákvæð og nefndi
þá fyrst kosningu konu_ í stól for-
manns í prestafélagi Islands, að
þrjár konur skyldu hafa verið settar
prófastar, að kona skyldi vera kosin í
eitt embætti af fímm í kirkjuráði og
að samþykkt skyldi hafa verið jafn-
réttisáætlun kirkjunnar.
Af svartari punktum liðins syn-
odusárs nefndi dr. Arnfríður að af 21
fulltrúa á kirkjuþingi skuli bara vera
ein kona. Ennfremur nefndi hún það
að frá júní 1996 til ársloka 1998 var
skipað í 41 embætti presta, konur
hefðu fengið rúm 29% embætta og
karlar 71%. Hún sagði ennfremur að
ef þetta væri skoðað nánar kæmi í
ljós að af þeim stöðum sem bæði
kynin hefðu sótt um hefðu konur
fengið þrjú embætti af sextán. Arn-
Tókst betur
en ég þorði
að vona
„ÞAÐ var strax mjög ofarlega í
mfnum huga að þessi presta-
stefna yrði með sérstökum hætti
tengd kristnitökuminningu á
næsta ári og þess minnst að tvö
þúsund ár eru frá fæðingu frels-
arans,“ sagði hr. Karl Sigur-
björnsson, biskup fslands, í sam-
tali við Morgunblaðið við lok
prestastefnu.
Hann sagði hugmyndina hafa
verið að selja þetta upp eins og
pflagrímsferð þar sem vitjað
væri helgistaðar sem tengdist _
upphafi kristninnar á íslandi. Á
þessu svæði séu svo skýr tákn,
eldurinn, sandurinn og vötnin,
sem minni á lífsbaráttuna í þessu
landi og glímuna við náttúruöflin
og lífsháskann.
Hr. Karli finnst hafa tekist af-
ar vel til með prestastefnu og
miklu betur en hann hafi þorað
að vona. Göngurnar og ferðirnar
sem farnar voru hafi hrist fólk
vel saman sem sé mjög mikilvæg-
ur þáttur prestastefnu. Með þeim
sé allur líkaminn og skynfærin
virkjuð miklu betur en ef fólk sit-
ur einvörðungu og hlustar. Meg-
ináhersla hafi verið lögð á að efla
samkenndina og vitundina fyrir
því að prestar og þjónar kirkj-
unnar séu samferða á samleið
þjóðar og kirkju með Kristi.
Messan á Jónsmessunótt var eins
og ítrekun á þeirri áherslu. Nýtt
merki kirkjunnar sé liður í því að
styrkja sjálfsmynd kirkjunnar
sem er að öðlast aukið sjálfstæði
sem stofnun. Kirkjan þarf að
skýra sína mynd fyrir sjálfri sér,
sagði hr. Karl ennfremur.
Erfitt að binda
hendur valnefnda
Jafnréttismál bar mikið á
góma á prestastefnu. Hr. Karl
sagði að þó svo að kirkjan væri
skuldbundin af jafnréttisáætlun
sinni þá væri erfitt að binda
hendur valnefnda. Hins vegar
þurfi að hafa skýrar leiðbeining-
ar fyrir nefndirnar að vinna eftir
svo að þær geri sér grein fyrir
skyldum sínum hvað það varðar
að tryggja jafnrétti kvenna og
karla. Hefðin fyrir flilutunarrétti
safnaðarins er svo sterk á Islandi
að ekki sé rétt að hnekkja henni.
Hr. Karl segir að lofa verði drop-
anum að hola steininn. Við höf-
um haft presta í landinu í þúsund
ár en konur í prestastétt í 25 ár.
Það taki tíma fyrir fólk að átta
sig og tileinka sér viðhorf jafn-
réttis.
fríður benti ennfremur á að engin
kona væri sóknarprestur í Reykjavík
og einungis ein kona á höfuðborgar-
svæðinu.
Undir dagskrárliðnum önnur mál
á prestastefnu var lagt fram til
kynningar bréf sem hefur verið látið
ganga á milli kvenna. I því er lagt til
að „þjóðin gefi íslenskum konum þá
gjöf að stofna Maríusetur, táknrænt
hús með sögulega dýpt ... Maríuset-
ur standi á Kirkjubæjarklaustri af
því að þar stóð annað af tveimur
kvennaklaustrum landsins í hálfa
fjórðu öld.“ Tekið var fram að um 70
konur hafi tilkynnt þátttöku í stofn;
fundi þessara samtaka í Viðey. I
undirbúningshópnum eru meðal ann-
arra sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og
sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Tillaga um að gerð verði athugun
á stöðu presta, djákna og guðfræð-
inga var samþykkt samhljóða. Sr.
Auður Eir sagðist vonast eftir um-
ræðu um þennan vanda sem er milli
presta og sóknarpresta og milli
djákna og presta. Hún sagðist telja
að allir prestar sem starfi við eina og
sömu kirkju eigi að hafa sömu stöðu
og fella eigi niður embætti aðstoðar-
presta. Hún sagði að prestar ættu að
starfa á jöfnum grundvelli og skipta
með sér forystunni. Tillagan var
samþykkt samhljóða.