Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MICHAEL Milunivoe fremur gjörninginn „Verit- as“ í Feneyjum. 30 ára reynsla VERK Igors Antic „Humanitarian" eins og hann setti það upp í Feneyjum. Ljósmynd/Hulda Stefánsdóttir VERK Finns Arnars, Icelandic Vikings, sem er um þessar mundir á sýningu í Galleríi Ronald Feldman í New York. Það voru Nýlistasafnið í Reykja- vik og art.is sem höfðu milligöngu um þátttöku Finns Arnars og er hann einn af 21 listamanni frá stöðum eins og Kaíró, Nýju-Dehli, Tókíó, Málmey og Mexíkó en einnig London, Berlín, París og New York. er röð sex portrettljós- mynda af víkingum nútímans þar sem ummerkjum „hetjudáða" eins og slagsmála, óhappa í umferð eða brottnámi hálskirtla eru gerð skil. Verk Finns Arnar hefur nú verið selt listaverkasafnara í Þýska- landi. Sýningin stendur yfir til 9. júlí nk. Morgunblaðið/Friðrik SIGRIÐUR Gísladóttir myndlistarkona í umhverfi vélaviðgerðanna sem hafa orðið uppspretta nýrrar gerðar olíumálverka, þar sem not- aðar eru margs konar hreyfiolíur. Nýr fram- kvæmdasljóri Leikfélags Reykjavíkur Árni Möller hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur frá 1. júlí næstkom- andi. Ami hefur um árabil rekið svínabúið að Þórustöðum í Ölfusi en á árum áður var hann framkvæmda- stjóri og fjár- málastjóri Hins Leikhússins sem Árni Möiicr m.a. sviðsetti Litlu hryllings- búðina í Gamla Bíói. Arni sagði í samtali við Morgun- blaðið að nýja starfið legðist vel í sig þó vissulega væri það frábrugðið því sem hann hefði fengist við und- anfarin ár. „Ég hef þó alltaf verið viðloðandi ýmis verkefni í gegnum árin samhliða búrekstrinum sem hefur verið mitt aðalstarf. Nú verð- ur breyting á því þar sem fram- kvæmdastjórastarfið í Borgarleik- húsinu verður aðalstarfið og ég geri því ráð fyrir að fá ráðsmann að bú- inu.“ Sambýliskona Áma er Signý Páls- dóttir sem nýlega var ráðin menn- ingarstjóri Reykjavíkurborgar. --------------- Fimm hljóta framhalds hand- ritsstyrki KVIKMYNDASJÓÐUR íslands hefur úthlutað fimm framhalds- styrkjum til handritsgerðar. Um er að ræða annan áfanga í handrits- þróun Kvikmyndasjóðs árið 1999, sem hófst með styrkjum til tíu kvik- myndahandrita í janúar sl. Nú hef- ur þátttakendum í handritaþróun- inni verið fækkað um helming og hljóta fimm þeirra framhaldsstyrki, hver að upphæð kr. 300.000. Styrkþegar em, ásamt vinnuheit- um handrita þeima: Erlendur Sveinsson, fyrir Vorar skuldir, Hall- dór E. Laxness, fyrir Vefarann mikla frá Kasmír, Hallgrímur Helgason, fyrir Ég á eftir að kyssa 37 stelpur áður en ég finn þá einu réttu, Illugi Jökulsson og Baldur Hrafnkell Jónsson, fyrir Silfur- krossinn og Einar Már Guðmunds- son og Páll Steingrímsson, fyrir Brimblóð. Þriðji áfangi handritaþróunar- innar hefst nú þegar og skulu styrkþegar vinna nýja útgáfu að handriti sínu í samvinnu við hand- ritaráðgjafa Kvikmyndasjóðs. Verkefninu lýkur svo með því að tveir höfundar hljóta lokastyrki í haust. Nútíma vrking’- ar nema land New York. Morgunblaðið. MYNDLISTARMAÐURINN Finn- ur Amar Amarsson tekur um þess- ar mundir þátt í sýningu í galleríi Ronalds Feldmans, sem staðsett er í hjarta Soho-hverfisins í New York. Galleríið fer með sölu verka yfir 30 velþekktra listamanna á borð við Andy Warhol, Joseph Beyus og Honnu Wilke ásamt núlifandi lista- manna svo sem Komari og Melamid, Roxy Paine og listakonunnar Idu Appelbroog. Ásamt því að sýna og kynna lista- menn sem galleríið hefur á sínum snæram gengst það fyrir ýmiskonar sýningum í líkingu við það sem nú er uppi og ber yfirskriftina „Sampling" eða Sýnishom. Leitað var til yfir 25 gallería og minni safna víða um heim í því augnamiði að kynna verk eftir áður óþekkta listamenn er starfa utan listastór- borganna í Evrópu og vestanhafs. „Ég var að leita eftir listamönnum sem ég hafði ekki heyrt af áður og frá stöðum sem vom mér framandi," segir sýningarstjóri gaOerísins, Martina Batan. „þetta var skemmti- legt ævintýri sem að mestu fór fram um Netið og ég held að þessi sýning sanni að gæði nútímamyndlistar em alls ekki síðri utan við miðju list- heimsins eins og hún hefur verið skilgreind í stórborgum á borð við New York, London, Berlín og París.“ Þá segist hún vonast til að sýningin megi verða til þess að vekja athygli a óeigingjömu starfi lítt þekktra gallería sem styðji við bakið á framsækinni samtímamyndlist. Hreyfíolíur í myndlist Ólafsvík. Morgunblaðið. SIGRÍÐUR Gísladóttir, myndlistar- kona á Bjamarfossi í Staðarsveit, yrkir myndrænan óð til karlmanna með vegasýningu, „Road show“ sem opnuð verður í Snæfellsbæ, nánar tiltekið í Staðarsveit, laugar- daginn 26. júní, en sýningin er helguð Jónsmessunóttinni og karl- mönnunum í lífí hennar. Kveikjan að þessum verkum Sigríðar er sótt í umhverfí véla- viðhaldsins, þar sem ægir saman mjúku og hörðu, en hreyfiolíur af ýmsum gerðum og þykktum eru grundvöllur þess, með fleiru, að stálin stinn þjóni tilgangi sínum og flytji fólk og hluti úr stað. Sig- ríður hefur að undanförnu gert tilraunir með endingu efnanna, sem hafa sannað sig í því að vera þeim „mobiI-“ og „essolub-“furst- um til sóma, auk þess sem lita- dýrðin vekur athygli. Sýning Sigríðar er sett upp á fimm girðingar í Snæfellsbæ og dreifist á tuttugu kílómetra svæði með þjóðveginum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Sýn- ingarstaðirnir eru syðst, þar sem ekið er inn í Snæfellsbæ, við Staðastað og við Kirkjuhól fyrir ofan Fúluvík. Þá við Vatnsholt og vestast við Bjarnarfoss. Sýningin samanstendur af þrettán olíumálverkum máluðum á striga. Verkin eru hreyfiverk, vind- og veðurverk, mitt á milli flugdreka og fána, unnin með hverskonar hreyfíolíum, svo sem smurolíum, matarolíum og yfir- leitt allri þeirri olíu sem kemur hlutunum á hreyfingu. Myndimar eru hvatning til ferðalanga, sem aka frá einum stað til annars, oft á allt of miklum hraða, um að nema staðar og njóta umhverfisins og hugleiða hvað á sér stað í byggðum landsins, svo sem matvælaframleiðsla af öllum toga, þjónusta og uppfræðsla, auk vélaviðgerðanna. Hvatning til að virða náttúmna og umhverfið allt, njóta og neyta af list lffsins. Sigriður Gísladóttir útskrifaðist úr málaradeild MHÍ 1993 og nam eftir það sem gestanemi við Kunst Akademíuna í Ósló 1994 og Semin- ar on Art MHI og HÍ ‘97 og ‘98, auk annarra styttri námskeiða. Sigríður hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum. Þess má geta að Sigríð- ur er nú að halda sína þriðju úti- sýningu, sú fyrsta var í skógi við Gardemoen í Noregi, og í vetur var málverkasýning fyrir Ríkis- sjónvarpið undir bemm himni. Til þess að af sýningunni gæti orðið þurfti margháttaðan undir- búning og er sýningin sett upp í samstarfi við og með leyfi Vega- gerðarinnar og samþykki Snæ- fellsbæjar. Áætlað er að sýningin standi til 24. ágúst. Verkin em fremur ómeðfærileg en samt til sölu. 1969-1999 Hleðslugler Speglar GLERVERKSMIÐJAN Santverk Eyjasandur 1 • 850 Hella * 487 5888 • Fax 487 5907 Pólitísk verk í Nýlistasafninu MICHAEL Milunovic og Igor Antic opna sýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu í dag, föstudag. Mich- ael og Igor eru frá Júgóslavíu en þeir hafa verið búsettir í París um árabil. Verk þeirra eru hluti sýning- arinnar Polylogue sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu, en lýkur á sunnudag. Verk Micahel og Igor standa áfram út næsta sýningar- tímabil, en á sunnudag verður Igor með geming í Nýlistasafninu og Michael Milunovic mun fremja gjörning í miðbænum. Báðir listamennirnir frömdu sams konar gerning á Tvíæringnum í Fen- eyjum í sumar og er Island annar staðurinn þar sem verkin verða sýnd. Þeir munu halda áfram að setja upp sömu verk á nýjum stöðum og á öðrum forsendum. Þetta eru pólitísk verk segir í fréttatilkynningu frá Nýlistasafn- inu. Verk Igors Antic nefnist „Humanitarian" eða mannúð og fjallar um brennandi spurningar um hlutverk og tilveru, sem snúa að öllu mannkyni. Michael Milunovic sýnir tvö verk; Mobile“ og „Veritas“ eða sannleikur. Þar notar hann bíl- númperaplötur, en Veritas er áritun á fána og setur Milunovic fram beinskeytt spurningarmerki við þá merkingu, sem þessum hlutum er tengd, segir í fréttatilkynningu frá Nýlistasafninu. Eftir listnám í Novi Sad stundaði Igor Antic framhaldsnám í París og hefur hann unnið til verðlauna og m.a. tekið þátt í sýningum í Japan, Frakklandi, Júgóslavíu og víðar. Mlchael Milunovic lauk listanámi við málaradeild Listaháskólans í Belgrad 1995 og lagði stund á fram- haldsnám í myndlist í París. Hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir list sína, á að baki nokkrar einkasýning- ar og hefur tekið þátt í samsýningum í Júgóslavíu, Frakklandi og Suður- Afríku. Sýningin er opin frá kl. 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.