Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
SÓLBOÐI - Osteospermum.
SÓLBOÐI
- Osteospermum
Á UNDANFÖRNUM árum
hafa mörg ný og spennandi
sumarblóm litið dagsins ljós á
Islandi. Islenskir garðyrkju-
menn virðast óhræddir við að
prófa nýjar tegundir íyrir ís-
lenskar aðstæður. Árangurinn
af þessari tilraunastarfsemi er
auðvitað misjafn eins og gengur
en alltaf tínist ein og ein tegund
inn í sumarblóma-
flóru landans. Ein
þessara tegunda er
Osteospermum, sem
nefnd hefur verið
sólboði á íslensku.
Planta þessi er af
körfublómaættinni
eins og svo margar
aðrar garðplöntur
okkar. Osteosperm-
um eru fremur við-
kvæmir sígrænir
hálfrunnar sem
njóta töluverðra vin-
sælda í nágranna-
löndum okkar. Þar
eru þeir einnig
ræktaðir sem sum-
arblóm því þeir þola ekki mikið
frost.
Blómin eru stór körfublóm
sem opnast í sól og bjartviðri en
lokast aftur í dimmviðri og rign-
ingu. Nafnið sólboði er því svo
sannarlega réttnefni. Blómlitim-
ir eru frá dökkbleiku/fjólubláu
yfir í hvítt og einnig eru til af-
brigði með ljósgul blóm. Blómg-
unartíminn er allt sumarið, sól-
boðinn byrjar að blómstra í lok
maí og heldur strikinu fram yfir
miðjan júlí, þá er eins og hann
taki sér eins og viku til tveggja
vikna sumarfrí en kemur svo
aftur með góðan blómgunar-
endasprett í lok sumars og
stendur fram í frost. Hæð
plantnanna er nokkuð misjöfn
eftir því um hvaða afbrigði er að
ræða. Sunny-serían, sem enn
sem komið er er algengust í
ræktun á Islandi, inniheldur lág-
vaxnar tegundir, hæðin á þeim
er yfirleitt 30-40 cm. Hávaxnari
tegundir eru einnig komnar til
sögunnar og er ekki óalgengt að
þær séu 60-80 cm háar.
Eitt af því sem gerir þessa
tegund svo skemmtilega er að
sumar tegundir skarta mjög
óvenjulegum blómum. Blóm
plantna af körfublómaætt eru
þannig samsett að í miðjunni
eru örmjóar pípukrónur, oftast
gular og utan um pípukrónurn-
ar raðast svo misbreiðar tungu-
krónur sem geta verið í ýmsum
litum. Tungukrónurnar eru
venjulega beinar og nokkurn
veginn jafnbreiðar frá upphafi
til enda. Hjá sumum sólboðum
er eins og einhver hafi tekið um
miðja tungukrónu og kreist
hressilega þannig að hún fær
nokkurs konar stundaglasa-
vöxt. Hvert blóm minnir því dá-
lítið á hjól reiðhjóls, þetta eru
hálfgerðar hjólkrónur. Heildar-
áhrifin eru fínleg og skemmti-
leg blóm sem eru svo sannar-
lega frábrugðin öðrum blóm-
um.
Sólboðarnir þurfa frekar
bjartan vaxtarstað, það gefur
augaleið að blóm sem opna sig í
bjartviðri þrífast ekkert sér-
staklega vel í
skugga. Þeir geta
þó þrifist ágætlega
þar sem þeir fá ekki
sól nema hálfan
daginn. Jarðvegur-
inn má gjarnan
þorna vel á milli
þess sem hann er
bleyttur, rætur sól-
boðanna þola illa að
liggja í bleyti. Ekki
hefur verið sýnt
fram á það á vís-
indalegan hátt að
plöntur þoli vind
eitthvað betur eftir
að breytt var úr
vindstigum í metra
á sekúndu en sólboðinn stendur
sig þokkalega á vindasömum
stöðum. Það er helst ef vindur-
inn er mjög kaldur að blómin
lokast eins og í dimmviðri og
rigningu.
Notkunarmöguleikarnir eru
óþrjótandi. Þetta eru plöntur
sem fara vel margar saman í
beði og þá má gjaman blanda
saman mismunandi litum af sól-
boðum. Einnig henta þeir vel í
ker og potta, hærri sortirnar má
nota í miðju á keri og setja aðr-
ar lægri tegundir af sumar-
blómum í kring. Lægri tegund-
irnar af sólboða geta verið einar
sér í potti og sóma sér þá vel á
hvaða garðborði sem er.
Engin sérstök vandamál eru
fylgjandi ræktun á sólboða.
Blaðlús sækir ekki mikið á
plöntumar því þær gefa frá sér
daufa lykt sem lýsnar virðast
ekki ýkja hrifnar af. Blöðin em
líka dálítið límug viðkomu
þannig að plönturnar virðast
gefa frá sér einhvers konar
„fjandafælu" sem dregur úr
ásókn óvelkominna gesta. Snigl-
ar sneiða hjá sólboðanum vegna
þess að blöðin eru frekar seig og
því lítt samkeppnishæf við mjúk
blöð annarra safaríkari plantna.
Það er helst að sólboðinn fari
illa ef hann stendur í of rökum
jarðvegi en þá gulna elstu blöðin
neðst á plöntunni og plantan
verður öll slöpp.
Planta sem ber sæmdarheitið
sólboði hlýtur að eiga auðvelt
uppdráttar hjá sólþyrstum Is-
lendingum. Hún gefur von um
betri tíð með blóm í haga og sól
17. júní...
Guðríður Helgadðttir
garðyrkjufræðingur.
BLOM
VIKUMAR
410. þáttur
llmsján Sigríð-
ur Hjartar
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-13
frá mánudegi til föstudags
íslensk sjón-
menning og
þjóðararfur
HVAÐ er að gerast hjá
þessari þjóð, sem lætur gera
íslenskan kvenþjóðbúning
sinn í Taílandi, lætur það
gerast að ullariðnaður h'ður
undir lok á Akureyri, lætur
það gerast að verslun með
íslenskan heimilisiðnað
hverfur af sjónarsviðinu?
Islenskir þjóðbúningar
framieiddir í Taílandi er
þvílík hneisa fyi'ir þessa
annars framsæknu þjóð að
ég get ekki annað en tekið
mér penna í hönd og skorið
upp herör. Hvað hefur orð-
ið um gildi íslenskra sjón-
mennta í kennslukerfinu
hjá okkur? Unglingar hafa
lokið grunn- og framhalds-
skóla og vita lítið sem ekk-
ert um íslensk sérkenni í
útsaumi og vefnaði.
Hvemig finnst fólki að
sjá íslenskan þjóðbúning
eins og þeir birtast f aug-
lýsingabæklingum gerðum
í Taílandi?
Hvar er íslenskur út-
saumur og sérkenni í gull
og silfursmíði? Það er eins
og eina skrautið í búning-
um kvenna hafi verið silfur.
Ætla má að í aldanna rás
hafi konur skreytt fatnað
sinn með ýmiss konar
spjaldofnum böndum úr ís-
lenskri ull og einnig skreytt
þá með fallegum útsaumi.
Þó að listmálarinn og karl-
maðurinn Sigurður Guð-
mundsson hafi endurvakið
íslenskan þjóðbúning og
hafið hann til vegs og virð-
ingar bera þeir mest ein-
kenni gulls og silfurs en
minni rækt var lögð við sér-
kenni í útsaumi eins og ref-
ilsaumi eða íslenska
krossaumnum eða borða-
leggingum með glitvefnaði
og flosi.
Frændur okkar Norð-
menn eru að gera hátíðar-
búninga þar sem þeir
leggja áherslu á gömul
munstur, þeir hafa gert
kvenbúning sem nefnist
Víkingabúningur kvenna,
sem byggir á refilsaumuð-
um borðum og mittislindum
þar sem saumgerðum og
gömlum hefðum er gert
hátt undir höfði. Islenskir
gull og silfursmiðir hafa
gert mjög áhugaverða
kynningu á serkennum á
búningasilfri. íslenski bún-
ingurinn í London á Viktor-
ía og Albert-safninu er ger-
semi sem við ættum með
stolti að endurvekja.
íslenskar konur, vaknið
til vitundar um fslenska arf-
leifð sem liggur í handverki
kvenna. Gerum aldamótaár-
ið að hvatningarári til að
móta nýja stefnu um gerð
ísienskra þjóðbúninga fyrir
konur gerða af konum fýrir
konur á öllum aldri með
þátttöku á öllu landinu. Efl-
um til samkenndar og þjóð-
arvitundar með því að nota
íslenska arfleifð í útsaumi
og vefnaði á okkar búninga
og færum komandi kynslóð-
um þessa arfleifð. Hvemig
væri að sýslur landsins
efndu til samkeppni um
sinn sérstaka hátíðarbúning
þar sem lögð yrði sérstak-
lega áhersla á fagurt hand-
verk og að þetta yrði ekki of
dýrt þannig að sem flestir
gætu átt kost á að eignast
slíka búninga?
Þórey Eyþórsdóttir.
Sköpum börnunum
viðunandi starfs-
aðstöðu
ÉG LAS grein í Morgun-
blaðinu 17. júní 1999 um
póstkassa og frágang póst-
og blaðbera á þeim. Það rifj-
aði upp fyrir mér auglýsingu
sem birtist nokkrum sinnum
í vetur frá einhveijum
banka. I auglýsingunni var
mynd af stúlku að taka tölvu
út úr bíl fyrir utan íbúða-
blokk. Póstkassamir á
blokkinni í baksýn, vom allir
n\jög neðarlega og úti. Sonur
minn er að bera Morgun-
blaðið í þessa blokk. Einn
daginn tók ég að mér að
bera út fyrir hann, úti var
hvasst og rigning. Það hafði
snjóað nokkram dögum fyrr.
Þegar ég kom út var enn
rigning, en það hafði kólnað.
Það var helgi og blöðin
vora tvö. Mogginn er kom-
inn með vél sem kaliast
innskotsvéi og þennan dag
var skotið inn í aðalblaðið
einhverju stóra og hörðu
blaði. Nú á stéttinni fyrir
framan póstkassana hafði
safnast snjór þegar snjó-
aði, sem nú var orðið að
rennandi blautu krapi. Ég
var með báðar töskurnar
troðfullar, ekki var hægt að
leggja þær frá sér því ég
vildi ekki prófa hversu
vatnsheldar þær voru, ég
vildi heldur ekki að vatnið
læki úr þeim niður í stíg-
vélin. Þama stóð ég með
tvær þungar töskur á sitt-
hvorri öxlinni, tók blöðin
upp, braut þau saman og
beygði mig niður, án þess
að töskumar færu í krapið.
Blöðin komust alls ekki inn
um lúguna. Sumar lúgum-
ar vora bognar og erfitt að
opna þær, svona kaldur á
höndunum. Ég ætlaði að
reisa mig við! Ég treysti
mér ekki til að reyna að
lýsa þessum aðferðum. Þið
þama á Mogganum hafið
aðgang að töskum og blöð-
um, ég skora á ykkur að
prófa þessar æfingar. Ef
stytt er í böndunum þá
verður maður eins og í
spennutreyju. Þegar minna
blaðið var komið í kassann
þá var hann fullur. Ég veit
ekki enn hvernig mér tókst
þetta en ég skal segja þér
að þetta voru erfiðar æf-
ingar og ekki hollar fyrir
bakið. I hans hverfi em
fjórir stigagangar þar sem
allir póstkassamir eru út-
búnir eins og kassarnir í
auglýsingunni og í þeim
öllum era margir áskrif-
endur, aðstæður vora allar
eins. Ekki ein einasta lúga
í hans hverfi gat tekið við
blöðunum þennan dag, eins
og ætlast var til að blaðinu
væri dreift. Á einum stað
var nafnspjaldið boltað á
lúguna og hún opnaðist út,
ég var orðinn svo loppinn á
höndunum þegar þangað
var komið að ég reif mig til
blóðs á boltunum. Það gróf
illilega í því, það tók sex
vikur að gróa.
Síðastliðið sumar leysti
hann af í öðru hverfi. Þar
er Fjárfestingarbanki at-
vinnulífsisns og Kaupþing
til húsa. Póstlúgan þar er
rúmgóð en alveg niður við
stétt, það neðarlega að
maður verður að krjúpa til
að koma blaðinu inn. Ég
leysti hann einnig af þar,
einu sinni. Ég verð að
segja það alveg satt, ég gat
ekki gert sjálfum mér það
að krjúpa fyrir framan
slíkar peningastofnanir.
Ég er ekkert sérstaklega
spar á að krjúpa en ég veit
að fyrir mörgum er það
helg athöfn að krjúpa.
Tákn um auðmýkt og und-
irgefni. Ég veit ekki
hvemig gyðingi eða
múslima yrði við, tækju
þeir að sér að bera út póst
eða blöð í slíka póstkassa.
Ég hef alltaf unnið erfiðis-
vinnu bæði til sjós og í
landi. Bæði á bátum með
stíur í lest og síðutroli og
skuttoguram. Ég lenti oft í
miklu fiskiríi. Ég var á
Hampiðjutorginu fyrstu
árin og fiskuðum við þar
einn mánuð 1000 tonn af
grálúðu, trollið var alltaf í
henglum. Ég hef unnið við
landanir úr skipum með 90
lítra kassa. Dregið mjög
stóra loðnunót í nótakassa,
þar sem ekki var færanleg-
ur triplex og hann illa stað-
settur, upp í átta sinnum á
dag. Svo ég veit vel hvað
erfið vinna er. Ég skal
segja þér að mér þótti
þessi vinna mjög erfið.
Þetta er vinna sem ung-
lingar og stundum börn
eru að vinna. Börn sem
ekki þora að kvarta. Við
skulum skapa þeim viðun-
andi starfsaðstöðu.
Með fyrirfram þökk til
þeirra sem bregðast við
með úrbótum á póstköss-
um, þar sem þess er þörf.
Faðir blaðbera.
Tapað/fundið
Gullhálsfesti tapaðist
GULLHÁLSFESTI
með hjarta, ankeri og
krossi, Tráin og kærleik-
ur, tapaðist fyrii'
skömmu annaðhvort við
Bústaðaveg eða í Kópa-
vogi. Finnandi vinsam-
legast hringi í síma
5542307.
Giftingarhringur
tapaðist
GIFTINGARHRINGUR
tapaðist á Hverfisgötu að-
faranótt sunnudags. Hring-
urinn er með höfðaletri að
utan en inn í stendur 1999.
Ef einhver hefur fundið
hringinn þá vinsamlega
hringið í síma 6950475.
Dýrahald
Kettlingar fást gefins
FIMM fallegir kettlingar
fást gefins á góð heimili.
Upplýsingar í síma
5675420.
Kettlingur í óskilum
HÁLFVAXIN svartur
kettlingur með hvítar lopp-
ur, hvítt trýni og hvítt á
hálsi er í óskilum í Hafn-
arfiarði, Fögrukinn. Upp-
lýsingar í síma 5653859.
Víkverji skrífar...
VÍKVERJA finnst undarlegt að
fylgjast með fréttum af brott-
rekstri skólastjóra og aðstoðarskóla-
stjóra í Mýrarhúsaskóla. Ekki vegna
þess að hann hafi hugmynd um
ástæðurnar fyrir uppsögnunum frek-
ar en aðrir óinnvígðir heldur kemur
enn einu sinni á óvart hvemig vinnu-
brögð tíðkast hér á landi.
Viðkomandi einstaklingar reyndust
óhæfir að mati viðkomandi stjóm-
valda sem studdust að sögn við
skýrslu ráðgjafarfyrirtækis en íyrir-
tækið neitar nú að hafa lagt til brott-
rekstur.
Ef til vill á málið sér langa forsögu
alls konar samskiptavandræða sem
ekki hafa verið gerð að fjölmiðlaefni
og stundum getur verið nauðsynlegt
að taka af skarið með aðferðum sem
virka harkalegar. En þegar það er
óhjákvæmilegt verður að upplýsa
mikilvægustu atriði þess strax en
ekki láta það veltast fram og aftur í
ölduróti upphrópana dögum saman
eins og nú hefur gerst. Það er mis-
skilningur að þá lognist þetta bara út
af. Þótt ekki kæmu aðrir til hljóta
þeir sem missa starf sitt að verja sig
eftir bestu getu og ekkert við því að
segja.
Skólar em stofnanir sem hljóta í
eðli sínu að vera viðkvæmar, velferð
barnanna skiptir fólk meira máli en
lakkið á bflnum. Ef menn ætla að lag-
færa og gera róttækan uppskurð á
skólastarfinu þarf vandlegan undir-
búning. Fara þarf yfir reksturinn, ár-
angur af kennslunni, samstarf í
starfsliðinu, samstarf við foreldra og
kanna jafnvel viðhorf nemenda þótt
þar verði að stíga varlega til jarðar.
Var látið nægja að fá launaða ráð-
gjafa, skýrsla þein-a túlkuð í snatri og
viðkomandi tveim einstaklingum til-
kynnt að talið væri hentugast að þeir
færa og búið væri að ákveða það?
Skoðanir era sagðar skiptar á Sel-
tjamarnesi um embættismennina tvo
enda algengt að þær séu það um
kennara og skólastjórnendur. En
Víkverja finnst að kynna þyrfti þessi
mál miklu betur meðal foreldra til
þess að málið kæmi ekki eins og
þrama úr heiðskíru lofti og, sem er
enn mikilvægara, til þess að hafa
hagsmuni barnanna í huga.
Ástæðulaust er að efast um að þeir
sem nú viija reka telji sig líka vera að
gæta hagsmuna bamanna, þetta sé
skásta lausnin til að bæta skólastarf-
ið. En börn eru alveg einstaklega
íhaldssöm að sumu leyti og þótt
mörgum þeirra finnist öragglega
gaman að svona hasar hjá fullorðna
fólkinu, fyrirmyndunum, era þau
fleiri sem fyllast óöryggi og botna enn
síður í hátterni okkar hinna. Böm era
oft heimtufrek og krefjast allra
mögulegra hluta en þrá innst inni að
festa sé í lífínu, að fullorðnir kunni að
segja nei og haldi sínu striki. Mikil-
vægast er þó að þeir glati ekki reisn
og virðingu.
Börnum finnst líka gott að við get-
um hlegið með þeim og jafnvel gert
stöku sinnum gi-ín að okkur sjálfum.
En fullorðnir sem missa tökin á at-
burðarásinni, rífast eins og litlir
krakkar í sandkassa, þeir eiga ekki á
góðu von. Þeir geta ekki með góðum
rétti krafist virðingar af hálfu bam-
anna. Þess vegna er það örþrifaráð að
grípa umsvifalaust til aðgerða eins og
gert var í umræddum skóla. Og sé
það gert verður að útskýra vel hvers
vegna það var gert.