Morgunblaðið - 25.06.1999, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.06.1999, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 9 FRÉTTIR * I Þróunarsetri Vestfjarða starfa fímm stofnanir undir einu þaki Háskóli Islands boðar rannsóknastöðu við setrið ÞRÓUNARSETUR Vestfjarða tók nýlega til starfa. Háskóli Is- lands ætlar að koma á fót rann- sóknastöðu í tengslum við starf- semi setursins, segir Aðalsteinn Óskarsson, formaður stjórnar set- ursins. I Þróunarsetri Vestfjarða eru saman komnar undir einu þaki fimm stofnanir með 18 starfsmenn sem sameiginlega og hver í sínu lagi vinna að ýmsum verkefnum sem tengjast Vestfjörðum. Þetta eru Hafrannsóknastofnunin, Rannsóknastofnun fískiðnaðarins, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Aðalsteinn Óskarsson er for- maður stjórnar Þróunarseturs Vestfjarða og framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Hann segir að þrátt fyrir að stofn- anirnar fimm sinni áfram sínum sjálfstæðu verkefnum hafi þær nú sameiginlega ritaraþjónustu og ýmis sameiginleg verkefni að vinna að. „Atvinnuþróunarfélagið skarast á við hina aðilana," segir hann. „Við erum með rannsóknarverk- efni, tengd sjávarútvegi með Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Hafrannsóknastofnun stundar veiðarfærarannsóknir og hug- myndir eru uppi um frekari rann- sóknir á vannýttum stofnum, eins og ýmsum botndýrum, svo og rækju. Fjórðungssamband Vest- firðinga vinnur meira á hinum pólitíska vettvangi fyrir sveitar- stjórnarmenn en við fáum rekstr- arframlag frá þeim vegna okkar starfsemi í Atvinnuþróunarfélag- inu og erum að vinna verkefni fyr- ir þá. Svæðisvinnumiðlunin er mest út af fyrir sig. Hennar hlut- verk er dagleg atvinnuleysisskrán- ing og vinnumiðlun, en í lögum er gert ráð fyrir þátttöku vinnumiðl- ana í atvinnuþróunarstarfi og við erum í sameiginlegum verkefnum t.d. varðandi styrkleika og veik- leikagreiningu varðandi Vestfirði þar sem, að þeirra tillögu, er litið á félagslega þáttinn." Eignarhaldsfélag stofnað Hann sagði að við opnunina hefði því verið lýst yfir að í þróun- arsetrinu væri unnið að stofnun eignarhaldsfélags fyi-ir Vestfirði, í tengslum við nýsamþykkta byggðaáætlun Alþingis, líkt og gert hefur verið á Austurlandi. Byggðastofnun muni væntanlega leggja fram allt að 40% af stofn- framlagi eignarhaldsfélagsins. „Þetta verður hlutafjársjóður, sem við vonumst til að stofna í ágúst - september og hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun og koma að fyrirtækjum sem eru með nýjar hugmyndir sem hafa verið þróaðar í þessu setri en vant- ar fjármagn til að þróa áfram yfir á nýtt stig.“ Þá var því lýst yfir við opnunina að Háskóli Islands ætli að setja upp rannsóknastöðu í tengslum við setrið á svipaðan hátt og í Ný- herjabúðum á Höfn í Hornafirði. „Þetta er hluti af nýrri stefnu há- skólans að tengja sig atvinnulífi og nýsköpunarstarfi," sagði Aðal- steinn. Hann sagði að forstjóri Hafrannsóknastofnunar hefði einnig lýst því yfir að fengjust auknar fjái’veitingar væri ofarlega á blaði að auka umsvifin í útibúi stofnunarinnar á Vestfjörðum. Prologic EINSTAKT FÆÐUBÓTAREFNI AFSLÁTTUR ÞEGAR ÞÚ VILT SNÚA VORNí SOKN fæst í flestum apótekum og lyfjaverslunum um land allt. Heldur þú að B-vítamm sé nóg ? NATEN - er nóg! 1/1 QJ *-> ca c £ £ 30-70% afsláttur 5/ssa t-ískuhús mmmn «, sím ssa s„o £>jssa ^ískuhÚS LAUGAVE6I 87, SÍMI 562 5112 Opið til kl. 22 í kvöld og um helgina. Franskir opnir sumarskór * ” V^eðst vi& Dunhago, simi 562 2230. Opið virka daga 9- laugardaga 10- -18, -14. NvÉsending af FUBU (barnastæröir) . m mi - Kringíunni, sími 568 3242 LIHGÁkNI LAUGAVEGI 35, SÍMI 552 1033 HVERAFOLD 1-3 SÍMI 567 6511 Utsalan er hafin 15-50% afsláttur Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vib hreinsum: Rimla, strimla, plíseruö og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúft. Sækjum og sendum ef óskaó er. 41 Níí0 íL tækníhreinsunin Sólhelmar 35 • Sími: 533 3634 • GSM: 897 3634
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.