Morgunblaðið - 25.06.1999, Síða 9

Morgunblaðið - 25.06.1999, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 9 FRÉTTIR * I Þróunarsetri Vestfjarða starfa fímm stofnanir undir einu þaki Háskóli Islands boðar rannsóknastöðu við setrið ÞRÓUNARSETUR Vestfjarða tók nýlega til starfa. Háskóli Is- lands ætlar að koma á fót rann- sóknastöðu í tengslum við starf- semi setursins, segir Aðalsteinn Óskarsson, formaður stjórnar set- ursins. I Þróunarsetri Vestfjarða eru saman komnar undir einu þaki fimm stofnanir með 18 starfsmenn sem sameiginlega og hver í sínu lagi vinna að ýmsum verkefnum sem tengjast Vestfjörðum. Þetta eru Hafrannsóknastofnunin, Rannsóknastofnun fískiðnaðarins, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Aðalsteinn Óskarsson er for- maður stjórnar Þróunarseturs Vestfjarða og framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Hann segir að þrátt fyrir að stofn- anirnar fimm sinni áfram sínum sjálfstæðu verkefnum hafi þær nú sameiginlega ritaraþjónustu og ýmis sameiginleg verkefni að vinna að. „Atvinnuþróunarfélagið skarast á við hina aðilana," segir hann. „Við erum með rannsóknarverk- efni, tengd sjávarútvegi með Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Hafrannsóknastofnun stundar veiðarfærarannsóknir og hug- myndir eru uppi um frekari rann- sóknir á vannýttum stofnum, eins og ýmsum botndýrum, svo og rækju. Fjórðungssamband Vest- firðinga vinnur meira á hinum pólitíska vettvangi fyrir sveitar- stjórnarmenn en við fáum rekstr- arframlag frá þeim vegna okkar starfsemi í Atvinnuþróunarfélag- inu og erum að vinna verkefni fyr- ir þá. Svæðisvinnumiðlunin er mest út af fyrir sig. Hennar hlut- verk er dagleg atvinnuleysisskrán- ing og vinnumiðlun, en í lögum er gert ráð fyrir þátttöku vinnumiðl- ana í atvinnuþróunarstarfi og við erum í sameiginlegum verkefnum t.d. varðandi styrkleika og veik- leikagreiningu varðandi Vestfirði þar sem, að þeirra tillögu, er litið á félagslega þáttinn." Eignarhaldsfélag stofnað Hann sagði að við opnunina hefði því verið lýst yfir að í þróun- arsetrinu væri unnið að stofnun eignarhaldsfélags fyi-ir Vestfirði, í tengslum við nýsamþykkta byggðaáætlun Alþingis, líkt og gert hefur verið á Austurlandi. Byggðastofnun muni væntanlega leggja fram allt að 40% af stofn- framlagi eignarhaldsfélagsins. „Þetta verður hlutafjársjóður, sem við vonumst til að stofna í ágúst - september og hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun og koma að fyrirtækjum sem eru með nýjar hugmyndir sem hafa verið þróaðar í þessu setri en vant- ar fjármagn til að þróa áfram yfir á nýtt stig.“ Þá var því lýst yfir við opnunina að Háskóli Islands ætli að setja upp rannsóknastöðu í tengslum við setrið á svipaðan hátt og í Ný- herjabúðum á Höfn í Hornafirði. „Þetta er hluti af nýrri stefnu há- skólans að tengja sig atvinnulífi og nýsköpunarstarfi," sagði Aðal- steinn. Hann sagði að forstjóri Hafrannsóknastofnunar hefði einnig lýst því yfir að fengjust auknar fjái’veitingar væri ofarlega á blaði að auka umsvifin í útibúi stofnunarinnar á Vestfjörðum. Prologic EINSTAKT FÆÐUBÓTAREFNI AFSLÁTTUR ÞEGAR ÞÚ VILT SNÚA VORNí SOKN fæst í flestum apótekum og lyfjaverslunum um land allt. Heldur þú að B-vítamm sé nóg ? NATEN - er nóg! 1/1 QJ *-> ca c £ £ 30-70% afsláttur 5/ssa t-ískuhús mmmn «, sím ssa s„o £>jssa ^ískuhÚS LAUGAVE6I 87, SÍMI 562 5112 Opið til kl. 22 í kvöld og um helgina. Franskir opnir sumarskór * ” V^eðst vi& Dunhago, simi 562 2230. Opið virka daga 9- laugardaga 10- -18, -14. NvÉsending af FUBU (barnastæröir) . m mi - Kringíunni, sími 568 3242 LIHGÁkNI LAUGAVEGI 35, SÍMI 552 1033 HVERAFOLD 1-3 SÍMI 567 6511 Utsalan er hafin 15-50% afsláttur Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vib hreinsum: Rimla, strimla, plíseruö og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúft. Sækjum og sendum ef óskaó er. 41 Níí0 íL tækníhreinsunin Sólhelmar 35 • Sími: 533 3634 • GSM: 897 3634

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.