Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 55 *r FÓLK í FRÉTTUM Jerry Seinfeld kærður ÞAÐ ER daglegt brauð að á borð dómara í Bandaríkjunum berist skemmtilegar en oft á tíðum fá- ránlegar kærur frá fólki sem finnst sér á einhvem hátt misboð- ið. Harold Tompkins, hæstaréttar- dómari í New York, vísaði á dög- unum frá kæm manns sem hélt því fram að Jerry Seinfeld og framleiðendur þátta hans hefðu notað sig sem fyrirmynd persón- unnar George Costanza. Dómarinn sagði að málið væri allt hið hégómlegasta en á öðm máli er ákærandinn, Michael Costanza. Hann er fasteignasaii sem býr á Long Island og telur að á sér hafi verið brotið því í þættin- um er nafn hans notað og eftir honum líkt, bæði í útliti og hegð- un, við sköpun persónunnar Geor- ge. Michael teiur ennfremur að í þættinum sé dregin upp neikvæð mynd af sér og hann niðurlægður á ýmsa vegu. Hann varð einnig fyrir sámm vonbrigðum er einn höfunda þátt- arins, Larry David, kallaði hann lygara og svívirðilegan tækifæris- sinna. Harold dómara fannst kær- an á engu byggð og ákvað að í stað þess að Michael fengi greidd- ar 7.000 milljónir í skaðabætur skyldu hann og lögmaður hans sjálfir greiða tæpar 20 þúsund krónur. JERRY Seinfeld getur verið sæll og glaður, enda fijáls allra mála. ÁLFABAKKA Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓR Hrafn Jónsson býst ekki við að dotta yfir tólf sýningum í röð á Kvikmyndinni Matrix. Tólf sinnum á Matrix í einum rykk Hættu að raka á þér fótleggina! Notaðu One Touch 4-6 vikna vaxmeðferð - One Touch á íslandi í 12 ár. FLESTIR láta sér nægja að fara á eina bíósýningu hverju sinni og tvær í röð heyra til undantekninga. Hall- dór Hrafn Jónsson blæs á öll fyrri viðmið um hóflega bíóástundun því hann ætlar að sitja sleitulaust tólf sýningar á Bíóferð sleitulaust í 35 klukku- stundir myndinni Mat- rix sem sýnd er í Sambíóunum. Blaðamanni þótti þetta furðu sæta og hafði samband við kappann sem að sögn er alger bíófíkill. „Ég ætla að vera samfleytt frá klukkan þrjú í dag fram til klukkan tvö aðfaranótt sunnudags að horfa á myndina í Kr- inglubíói,“ segir Halldór Hrafn sem er 18 ára gamall. Kvikmyndin Matrix verður frum- sýnd í dag en Halldór Hrafn hefur samt séð hana áður á forsýningum. MYNDBÖND Töfrar framandi menningar Baðhúsið (Humuw) „Myndin er gífurlega áhrifamikil og að mínu mati besta mynd aldarinn- ar,“ segir hann. „Umfjöllunarefnið og tæknin í myndinni eru mjög heill- andi,“ bætir hann við. Halldór Hrafn segist ekki búast við að verða leiður á myndinni eftir tólf sýningar heldur væntir þess að sjá sífellt eitthvað nýtt og áhuga- vekjandi. „Ég á frekar von á því að vilja fara aftur á hana strax við fyrsta tækifæri,“ segir hann ákveðið. Óvanalegt uppátæki Aðspurður um hví hann vilji sjá myndina svo oft segir hann erfitt að útskýra það. „Mig langaði til að gera þetta einu sinni á ævinni og myndin kallar á uppátæki af þessu tagi.“ Matrix er sýnd tólf sinnum sleitu- iaust frá klukkan þrjú á föstudegi en síðan er gert hlé fram á sunnudag. Hann segist hafa verið búinn að ákveða að fara á þrjár til fjórar sýn- ingar en svo frétti hann að þær yrðu tólf og ákvað að slá til og fara á þær allar. „Þetta er óvanalegt uppátæki,“ segir hann „en ég býst við að það sé alls ekki óeðilegt miðað við hvað myndin er góð.“ Halldór Hrafn segist ekki búast við að verða syfjaður enda sé hann rnikill nátthrafn og þurfí lítið að sofa. „Ég ætla bara að vera þarna eins og venjulegur áhorfandi en ég veit að sumir eru búnir að frétta af þessu og ætla að mæta og heilsa upp á mig,“ segir hann en bætir við að hann ætli samt aðallega að einbeita sér að myndinni. „Ég er viss um að ég eigi eftir að fara létt með þetta og mun ekki dotta,“ segir hann. Hann veit ekki til þess að nokkur hafí áður horft jafn oft á sömu kvik- myndina í einni lotu í kvikmynda- húsi. Hann ætlar því að hafa sam- band við heimsmetabók Guinnes eft- ir bíóferðina. Sambíóin ákváðu að bjóða Halldóri Hrafni í bíó þegai- þau fréttu af þessu og þeim vill hann færa þakkir sínar. D r a m a ★★V!z Leikstjórn: Ferzban Ozpetek. Aðal- hlutverk: Alessandro Gassman og Francesca D’Aloja. 90 mín. Itölsk/tyrknesk. Háskólabíó, júní 1999. Aldurstakmark: 12 ár. AFSKAPLEGA lítið berst að jafnaði af tyrkneskum myndum til Islands og því er það ágæt tilbreyt- ing að horfa á „Baðhúsið" þótt myndin skari ekki beinlínis fram úr á afgerandi máta. Myndin fjallar um framandi menn- ingarheima og töfra þeirra. Sagan er áhugaverð og skemmtileg að mörgu leyti, en nokkuð vantar upp á að hún grípi mann mjög sterkum tökum. Það er heiilandi að fá dálitla innsýn í líf tyrkneskrar fjölskyldu og dregst áhorfandinn inn í þennan framandi heim um leið og aðalper- sóna myndarinnar, sem er Itali nokkur að vitja um arf eftir ókunna frænku sína. Jafnframt því að tákna hefðbundna tyrkneska menningu tengist baðhúsið, miðpunktur mynd- arinnar, samkynheigð og ef marka má kynningarefnið sem fylgir mynd- inni þótti hún í djarfara lagi í heima- landi sínu. Hér ætti hún þó ekki að fara fyrir brjóstið á neinum hvað þetta varðar og mæli ég með mynd- inni við þá sem vilja kíkja inn í fram- andi veröld stutta stund. Guðmundur Ásgeirsson Svo einfalt er það Hitið vaxið í tækinu og rúllið því yfir hársvæðið. Leggið strimil yfir og kippið honum næst af. Húðin verður mjúk, ekki hrjúf! One Touch er ofnæmisprófað Fæst í apótekum og stórmörkuðum. YFIR 20.000 ÁHORFENDUR MAFA SÉ EINA FLOTTUSTU STORMYND ARSINS Sýnd í Regnboganum í alla nótt Sýnmgar í dag: 16: tS. 18:50. 21:00, 23:-+5 og 1 -4:()() (laugardag). Sýningar i nótt: 2:45 og 5:30. REGNBOGIMNi SAM £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.