Morgunblaðið - 26.06.1999, Síða 19

Morgunblaðið - 26.06.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 19 Fjármunaeign erlendra aðila í atvinnurekstri á íslandi Stærsti hluti fjárfest- ingar í stóriðnaði STÆRSTI hluti erlendrar fjármuna- eignar á íslandi er í stóriðnaði, s.s. járnblendi- og áliðnaði, eða 63%, að því er fram kemur í grein í júníhefti Hagtalna mánaðarins. Erlendir fjár- festar hér á iandi eru flestir frá Sviss og Bandaríkjunum. Bein fjármunaeign erlendra aðila í íslenskum atvinnurekstri jókst um 7,9 milljarða króna á árinu 1998 og var í lok þess árs 31,7 milljarðar, að því er segir í greininni. Samsvarandi bein fjárfesting erlendra aðila var um 8,7 milljarðar króna á ári á bilinu 1996-1998. Mikil aukning á erlendum fjárfestingum í heiminum Bein erlend fjárfesting í OECD- ríkjunum var í sögulegu hámarki ár- ið 1998 en hún nam um 462 milljörð- um bandaríkjadaia og jókst um 70% frá árinu á undan, að því er fram kemur í greininni. Fyrstu fímm mánuði þessa árs námu beinar fjárfestingar erlendra aðila hérlendis um 4,5 milljörðum króna og er í greininni áætlað að bein erlend fjárfesting ársins 1999 verði svipuð og síðustu ár, eða að meðaltali 8,7 milljarðar á ári. Fjármunaeign erlendra aðila í at- vinnurekstri hérlendis jókst mikið á árunum 1996-1998, eins og segir í Hagtölum mánaðarins. Bein fjár- munaeign á árinu 1998 jókst um 2,2 milljarða króna í fjármálastarfsemi, í iðnaði um 1,6 milljarða króna og í Bein fjármunaeign erlendra aðila eftir atvinnugreinuni verslun um 1,1 milljarð króna. Fjár- festingar utan stóriðnaðar eru því að aukast eins og sést á liðnum „annað“ á myndinni. Ávinningur beggja af fjárfestingum I greininni segir að m.a. megi skýra aukna beina erlenda fjárfest- ingu í heiminum undanfarin ár með aukinni einkavæðingu, auknu frjáls- ræði, fjölþjóðlegum samningum um aukið frelsi í viðskiptum og nokkuð stöðugum hagvexti. Markmið er- lendra fyrirtækja sem fjárfesta á ís- landi séu einkum þau að nálgast framleiðsluþætti og eignir og auka skilvirkni með því að nýta sér ódýra framleiðsluþætti. Avinningur ríkis sem nýtur er- lendrar fjárfestingar er einkum sá, að því er segir í greininni, að fjár- magnsstofn vex og tenging fæst við alþjóðleg markaðs- og sölunet. Enn- fremur ávinnst tækni- og verkþekk- ing, ásamt skipulags- og stjórnunar- þekkingu. I greininni segir að í framtíðinni megi búast við aukinni erlendri eign- araðild í fyrirtækjum á Verðbréfa- þingi. Fjárfestingar Lúxemborgara hafa aukist á Islandi og má rekja það til kaupa þarlendra fjárfestingarfé- laga á hlutum í Baugi og FBA. Lúx- emborgarar eru nú í þriðja sæti yfir helstu erlenda fjárfesta á íslandi, ásamt Norðmönnum. Tekjur eriendra aðiia af fjár- festingum hérlendis aukast Tekjur erlendra aðila af fjárfest- ingu í íslensku atvinnulífi voru um 2,3 milljarðar króna árið 1998 en voru að meðaltali um 1,6 milljarðar króna árin 1994-1998. Síðustu fimm ár hefur ávöxtun fjár- munaeignar erlendra aðila í atvinnu- rekstri á Islandi verið jákvæð um 11,7% að meðaltali, en ávöxtunin árið 1998 var 8,4%. í árslok 1998 höfðu er- lendir aðilar fjárfest í 87 íslenskum fyrirtækjum, af þeim skiluðu 64 hagnaði og 23 voru rekin með tapi, að þvi er segir í Hagtölum mánaðarins. Flugleiðum svarað 1 Morgunpunktum Kaupþings Skuldasamsetmng end- urspegli tekjumynstur I MORGUNPUNKTUM Kaupþings í gær er gagnrýni Flugleiða á stað- hæfingar Kaupþings í fyrradag, um óhagstæð áhrif gengisþróunar evru og dollars á afkomu Flugleiða, svarað. Þar segir að Kaupþing hafi ekki verið að deila á Flugleiðir hvað varð- ar vamaraðgerðir vegna gengisþró- unar dollars og evru. Þá segir að Flugleiðir hafi vissulega verið að bæta sig í varnaraðgerðum, en að Kaupþing hafi talið „heppilegra að félagið breytti skuldasamsetningu sinni þannig að hún endurspeglaði tekjumynstur félagsins betur.“ I Morgunpunktunum segir enn- fremur að Kaupþingsmenn hafi, til skamms tíma litið, áhyggjur af áhrif- um gengissveiflna á afkomu félags- ins; I frétt Morgunblaðsins í gær segir Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri stefnumótunar- og stjómunar- sviðs Flugleiða, þessa þróun ekki hafa veruleg áhrif á afkomu fyrir- tækisins þótt gengisþróun hafi alltaf áhrif á fyrirtæki sem selji þjónustu sína á alþjóðamarkaði. Flugleiðir hafi unnið að vörnum sem felast í áhættustýringu og kaupi nú dollara á góðu verði. í Morgunpunktum Kaupþings í gær er því samsinnt að Flugleiðir hafi markvisst unnið að því að draga úr áhrifum gengissveiflna með því að auka tekjur félagsins í dolluram og sú stefna hafi skilað félaginu góðum árangri. Vægi dollarsins í tekjum fé- lagsins á síðasta ári hafi verið 39% á móti 53% vægis í gjöldum. Kaupþing telur upplýsingagjöf Flugleiða, hvað þessi mál varðar, hafa verið til fyrir- myndar. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Flugleiðir birta svo ítarlega sundurliðun á tekjum sínum, að því er segir í Morgunpunktunum. Einar Sigurðsson segir einnig rangt hjá Kaupþingsmönnum að gengi annarra mynta, sem máli skipta í tekjum félagsins, hafi mikla fylgni við evruna, hið rétta sé að pundið, sænska og norska krónan hafi meiri fylgni við dollar. Þetta samþykkja Kaupþingsmenn, en segja dönsku krónuna fylgja evr- unni. ' : Tilboð til sunnudags' Sumarbústaðaþnenna kRT/ Bergtoppur „Blátoppur* Lonlcera caerulea var. altalca Blaðfallegur runni. Verður um 100-150cm. LJósgræn blöð og gul blóm á vorin. Góður í limgerði. Harðgerð. • Afgreiðslutími: Virkadaga kl. 9.00-21.00 Umhelgar kl. 9.00-18.00 * Tilboðið gildir tii sunnudags eða á meðan birgðir endast 'Wr.i............ CD Helldarverð áður 1.690,- Nú 1.120,- Ellnorsýrena Syringa x prestoniae „Ellnor" Stórvaxlnn runnl. Verður um 200cm. Bleikir blómklasar I júni-júlí. MJög blómsæll og harðgerður. Stafafura Plnus contorta Fagurgrænt barrtré, fljótvaxin og harðgerð pianta. Verður um 3-6m. Hentar I sumarbústaðaland. GRÓÐRARSTÖÐIN STJÖRNUGRÓF18, SÍMI581 4288, FAX58I 2228 Sækið sumarið til okkar Pöntunarþjónusta fyrir landsbyggöina —-................... assDane í sumar Opnir tímar 2x -3x 1 viku. Byrjendur og framhald Innritun hafin - leitið upplýsinga í símum 5813730 - 5813760 Veður og færð á Netinu éjjmbl.is ! ’ Barbecue lambalæri Boggý systir Gauja litla hafði ekki hitt systkini sín á íslandi í 31 ár þegar hún kom frá Ameríku á dögunum með fjölskylduna. Til að fagna endur- fundunum var slegið upp veislu og að sjálfsögðu var hið sígilda íslenska lambalæri á borðum. Gaui glaður í bragði piparsósa úr sýrðum rjóma pipar frá Wyomíng, lagður til af Boggý systur. Rauðvfn: Totres Gran Coronas

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.