Morgunblaðið - 26.06.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 26.06.1999, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Skipan Gregs Dykes í yfírmannsstöðu BBC hefur vakið harðar deilur í Bretlandi Hafnar gagnrýni og lofar að gæta hlutleysis í starfi London. AFP, The Daily Telegraph. GREG Dyke, nýr yfirmaður breska ríkisútvarpsins, BBC, reyndi í gær að lægja öldur, sem urðu þegar til- kynnt var um skipan hans í starfið á fimmtudag. Dyke lýsti því yfir á fréttamannafundi í London að hann hefði slitið öll tengsl við breska Verkamannaflokkinn og lofaði hann jafnframt að gæta ýtrasta hlutleysis í starfi. „I dag gekk ég úr Verka- mannaflokknum," sagði Dyke og kvaðst ekki telja að hann myndi eiga erfitt með að aðskilja starf sitt hjá BBC frá stjómmálaskoðunum sínum. Farið var hörðum orðum um sldpan Dykes, sem er 52 ára, í leið- urum breskra dagblaða í gær og breska stjómarandstaðan brást einnig ókvæða við, en Dyke hefur alla tíð verið stuðningsmaður breska Verkamannaflokksins og þykir skipan hans nokkuð vafasöm í ljósi þess að sú krafa hefur jafnan verið gerð að ekki félli blettur á pólitískt hlutleysi yfirmanns BBC. Dyke viðurkenndi í gær að í gegnum tíðina hefði hann saman- lagt styrkt Verkamannaflokkinn um sex milljónir íslenskra króna en einnig hefur verið greint frá því að Dyke sé persónulegur vildarmaður Tonys Blairs forsætisráðherra, og styrkti hann kosningasjóði Blairs um rúmlega fimm hundrað þúsund krónur þegar Blair bauð sig fram sem leiðtoga Verkamannaflokksins árið 1994. Ekki deilt um hæfni Dykes Þetta mun vera í fyrsta sinn sem maður, sem aldrei hefur komið ná- lægt rekstri BBC, er ráðinn í æðsta embætti stofnunarinnar. Dyke hef- ur getið sér gott orð fyrir frammi- stöðu sína í rekstri Pearson-stöðv- arinnar, en einnig hefur hann starf- að hjá LWT, GMTV og Stöð 5. Athygli vekur að flestir virðast sammála um að Dyke sé í raun hæf- astur þeirra sem til greina komu í stöðu yfirmanns BBC. Hann þykir vel í stakk búinn til að takast á við þær áskoranir sem bíða BBC á nýrri öld, útbreiðslu stafrænnar tækni í ljósvakamiðlun, deilna um skylduáskrift Breta að BBC og til- raunum tíi að hagræða í rekstri stofnunarinnar. En þótt kunnugir segi Dyke með skipan Dykes að gera, en það er tólf manna útvarpsráð sem velur yfirmanninn, hikuðu bresku dag- blöðin í gær ekki við að kalla Dyke „skjólstæðing" Tonys Blairs. Jafn- vel The Guardian, sem er til vinstri í stjómmálum, kallaði skipan Dykes „áfaU“. Mun Hugo Young, stjómarfor- maður Scott-sjóðsins sem á The Gu- ardian, hafa sagt nýlega að ef Dyke fengi starfið jafngilti það yfirlýs- ingu stjómenda BBC um að gott orðspor BBC skipti þá engu máli lengur. „Þeir myndu þá hafa horft til stjómarherra Verkamanna- flokksins og sagt auðmjúkir „verði ykkar vilji“. Megi fjandinn hafa þá geri þeir það.“ Dagblaðið The Times, sem er í eigu fjölmiðlarisans Ruperts Mur- dochs, og hefur barist gegn skipan Dykes, gekk harðast í gagnrýni sinni í gær en í leiðara blaðsins var lýst áhyggjum um framtíð BBC. Var þess getið að fréttamenn hjá BBC óttist nú mjög að með Dyke við stjómvölinn falli blettur á starfsheiður þeirra. Jafnframt er lögð áhersla á þá skoðun margra að það góða orðspor, sem af BBC fer víða um heim, byggist á þeirri vissu að stofnunin sé hafin yfir gagnrýni um hlutdrægni. Fulltrúar í útvarpsráðinu höfn- uðu allri gagnrýni í gær og sögðu að þeir hefðú „einróma" samþykkt skipan Dykes í embættíð. Lét Sir Christopher Bland, formaður út- varpsráðsins, hafa eftir sér að Dyke væri „rétti maðurinn til að stýra BBC inn í nýtt árþúsund". Reuters GREG Dyke fyrir framan aðalstöðvar BBC í London í gær. harðan í hom að taka, óhræddan við að taka áhættur, snjallan stjórn- anda og færan um að láta ekki eigin persónulegu skoðanir hafa áhrif á dómgreind sína hafði verið talið að tengsl hans við Verkamannaflokk- inn gerðu út um möguleika hans á að hreppa stöðuna. William Hague, leiðtogi íhaldsflokksins, gekk fyrr í mánuðinum svo langt að segja að skipan Dykes yrði „algerlega óvið- unandi" vegna tengsla hans við Verkamannaflokkinn. Fór Hague þegar á fimmtudag, þegar fréttir af skipan Dykes láku út, fram á einkafund með Dyke, sem tekur við starfinu af Sir John Birt í aprfl á næsta ári, í því skyni að fá loforð Dykes fyrir því að hann muni gæta fyllsta hlutleysis. Michael Ancram, flokksformaður Ihaldsflokksins, lýsti áhyggjum sín- um í gær þegar hann sagði að engu skipti hversu hæfur Dyke værí 'í starfið, erfitt yrði fyrir BBC að hrista af sér yfirbragð hlutdrægni með Dyke við stjómvölinn. „Fari svo að menn kvarti yfir því að BBC hygli ríkisstjóm Verkamanna- flokksins munu menn vitaskuld út- skýra það með því að benda á stjómmálaskoðanir yfirmanns stofnunarinnar," sagði Ancram. „Þetta tel ég afar miður fyrir BBC.“ Harðorður leiðari dagblaðsins The Times Þótt talsmenn ríkisstjórnar Verkamannaflokksins hafi reyndar fullyrt í gær að þeir hafi ekkert haft Efnismeira Dagskrárblaö Hafðu Dagskrárblaó Morgunblaósins alltaf til taks nálægt sjónvarpinu! Jflor Jtmtíabiíi (MK Dagskrárþlað Morgunblaðsins inniheldur dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva í hálfan mánuð. í blaðinu er einnig að finna viðtöl, greinar, kvikmyndadóma, fræga fólkið og stjörnurnar, krossgátu, yfirlit yfir beinar útsend- ingar frá íþróttaviðburóum og fjölmargt annað skemmtilegt efni. Walter Schwimm- er næsti aðal- framkvæmdastjóri Strassborg. Morgunblaðið. ÞING Evrópuráðsins hefur ákveðið að Austurrfldsmaðurinn Walter Schwimmer verði næstí aðalfram- kvæmdastjóri ráðsins. Hinn 1. september næst- komandi tekur Schwimmer við embættinu úr höndum Daniel Tarschys frá Svíþjóð og mun gegna því í fímm ár. I annarri um- ferð kosninganna um embætti að- alframkvæmdastjóra Evrópuráðs- ins var kosið á milli Bretans Terry Davis og Walter Schwimmer og hafði Austurríkismaðurinn betur. Walter Scwimmer er fimmtíu og sjö ára að aldri og lögfræðingur að mennt. Hann hefur gegnt þing- mennsku í Austurríki fyrir OVP, flokk kristilegra demókrata, síðan 1971. Hann hefur átt sæti í austur- rísku sendinefndinni á þingi Evr- ópuráðsins síðan 1991 og verið for- maður þingflokks frjálslyndra og kristilegra demókrata frá árinu 1996. Síðan þá hefur hann einnig gegnt starfi varaforseta þings Evr- ópuráðsins. Höfuðstöðvar framkvæmda- stjórnar Evrópuráðsins era í Strassborg í Frakklandi og í starfsliði hennar eru nú um 1.300 manns. Aðalframkvæmdastjórinn er kosinn til fimm ára af þinginu og hefur yfiramsjón með stjórnsýslu- störfum Evrópuráðsins. I þakkar- ræðu sinni fyrir þinginu varð Schwimmer tíðrætt um þróun Evr- ópuráðsins og aukið vægi í alþjóða- kerfinu eftir stjómarfarsbreytíng- arnar í Austur-Evrópu. Hann sagðist staðráðinn í að styðja þá já- kvæðu þróun sem átt hefði sér stað á þessum áratug því samrani Evr- ópu sé eina leiðin til að halda megi Reuters. Walter Schwimmer friðinn í álfunni. Samfara örri stækkun Evrópu- ráðsins á þessum áratug hefur póli- tískt vægi aðalframkvæmdastjór- ans aukist tíl muna. Evrópuráðið hefur reynt að móta sér stöðu sem eitt helsta pólitíska afl samranaþró- unar álfunnar síðan eftir seinni heimsstyrjöld. Á sama hátt og kalda stríðið markaði störf stofnunarinnar er hún í dag vettvangur nýn-a stjórnmálasambanda og mikilvæg- ur hlekkur í samstarfi austurs og vesturs. Evrópuráðið hefur ekki að- eins veitt sautján ríkjum Austur- Evrópu inngöngu heldur styður það og hefur eftírlit með stjórnai’fars; breytingunum í þessum löndum. I ljósi þess hversu lítil stofnunin er í samanburði við starfsfjölda og fjár- lög ESB er stækkunin til austurs mikill árángur. Aukið pólitískt vægi Evrópu- ráðsins samfara þessum mikilvægu verkefnum kemur einnig fram í nýjum starfssviðum aðalfram- kvæmdastjórans. Síðan á fjöratíu ára starfsafmæli Evrópuráðsins árið 1989 hittir aðalframkvæmda- stjórinn ásamt formanni ráðherra- nefndarinnar forseta fram- kvæmdanefndar sem og starfandi forseta ráðherraráðs Evrópusam- bandsins á ráðstefnu þar sem farið er yfir sameiginleg markmið, verk- efni og hagsmunamál. Næsta ráðstefna verður haldin sjötta október í Reykjavík í boði Halldórs Ásgriímssonar sem fer um þessar mundir með for- mennsku ráðherranefndar Evr- ópuráðsins. í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.