Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Stefán Gunnlaugsson um þær
hugmyndir að Akureyringar tefli fram
einu knattspyrnuliði á nýjan leik
Enginn sann-
fært mig um
að kostir séu
fleiri en gallar
Hver er framtíð knattspyrnuliða íþróttafé-
laganna á Akureyri? I blaðinu í gær ræddu
formenn knattspyrnudeilda KA og Þórs
um lélega æfíngaaðstöðu í bænum og fé-
lagslega stöðu, sem væri ekki nógu
góð. Skapti Hallgrímsson heldur
hér áfram samtali við Stefán Gunn-
-
_____laugsson í KA og Arna
Oðinsson í Þór.
Morgunblaðið/Skapti
SANAVOLLURINN, helsta æfingasvæði knattspyrnumanna í höfuðstað Norðurlands vetur og vor, hefur ver-
ið tekinn undir hafnarstarfsemi. Ekkert hefur komið í staðinn, og harma forystumenn knattspymumála það
mjög. Færeyska dýpkunarskipið Vitin sést hér dæla efni úr Fiskihöfninni.
FJÁRHAGUR knattspyi-nudeilda
íþróttafélaganna á Akureyri er
bágur, eins og fram kom í blaðinu í
gær og gengið hefur verið slakt
undanfarið. KA er neðariega I
næstefstu deild og Þórsarar um
miðja næstu deild þar fyrir neðan.
Háværar raddir hafí verið á Akur-
eyri þess efnis að best væri að sam-
eina knattspyrnulið félaganna; tefla
fram einu, sterku liði frá höfuðstað
norðurlands. Formennirnir voru
innth’ álits á þeirri umræðu.
Rígnrinn léttvægt atriði
Ámi Óðinsson Þórsari segist
telja að ef sú hugmynd yrði farin að
búa til eitt öflugt lið, til dæmis að
stofnað yrði hlutafélag um það,
yrðu til önnur lið í skjóli þess. „Hér
er fullt af mönnum sem hafa áhuga
á að spila fótbolta. Hugsanlega
gæti orðið til eitt úrvalsdeildarlið
en við stæðum uppi með tvö til þrjú
neðrideildarlið sem myndu togast á
um aðstöðu líka og fjánnagn að ein-
hverju leyti. Það er alveg klárt.“
Og Stefán KA-maður segir:
„Enginn hefur getað sannfært mig
um að kostirnir við það að sameina
séu miklu meiri en gallarnir. Eg hef
sagt að þá yrði að leggja niður
meistaraflokka KA og Þórs og
stofna alveg nýtt félag og ég sé
ekki að menn sem eru ekki tilbúnir
að vinna fyrir Þór og ekki fyrir KA,
vinni frekar fyrir IBA. Þeim er að
fækka sem eru tilbúnir að fórna
tíma sínum og peningum í þetta.
Eg hugsa að það sé rétt að auðveld-
ara yrði að fá fjármagn frá bænum
ef hér yrði eitt lið, en ég er ekki bú-
inn að sjá að það verði auðveldara
að sækja í fyrirtækin í bænum,
nema einstaka. Eg sé þess vegna
miklu frekar gallana við þetta.“
Stefán telur að rígurinn milli félag-
anna, sem oft er talað um, sé létt-
vægur í þessari umræðu. „Ef annað
væri jákvætt við það að sameina
fyndist mér félagarígurinn mjög
léttvægt atriði gegn sameiningu.
En ég vil minna á, þegar allir tala
um gömlu dagana, að starfið síð-
ustu árin í ÍBA var ekki öflugt.“
Enda efast enginn um það í dag
að skiptingin 1975 var rétt á sínum
tíma, held ég.
„Hún reif upp félögin, starfið í
yngri flokkunum og bæði félög
eignuðust svæði. Eg tek fram að ég
var á móti skiptingunni en breytti
fljótlega um skoðun,“ segir Stefán.
„Ög þó menn tali illa um ríginn má
ekki gera lítið úr honum. KA kom
malarvelli sínum upp einu eða
tveimur árum á eftir; en í það var
farið einfaldlega vegna þess að Þór
var komið með malar-
völl. Við urðum svo á
undan með okkar fé-
lagsheimili en Þór fór
auðvitað á fullt og
kom sér upp félags-
heimili nokkrum ár-
um eftir það. Þannig
að það má ekki bara
sjá hið neikvæða við
þessa keppni, ríginn eins og þetta
er stundum kallað, því það er ýmis-
legt jákvætt við hann.“
Árni segist sammála Stefáni um
að ef sameiginlegu liði yrði komið á
fót yrði líklega erfitt að fá menn til
starfa, „að minnsta kosti á sömu
forsendum og við höfum verið að
starfa. Við þyrftum að ráða fólk á
launum til að sinna því starfi. Það
þyrfti að sækja peninga til þeirra
verka þannig að þó meiri peningar
kæmu inn gæti svo farið að þeir
færu að miklu leyti í umgjörðina.
Við vinnum þarna á félagslegum
forsendum fyi’st og fremst, af því
að við erum áhugamenn um knatt-
spyi'nu.“
Flestir leikmenn vilja nú fá pen-
inga fyrir að spila og því er dýrara
að reka deildirnar en áður. Mikið
hefur verið rætt um það hin síðari
ár að atvinnuástand sé erfítt hér á
svæðinu og meðal annars af þeirri
ástæðu hefur verið rökstutt að
betra yrði að gera út eitt lið héðan;
að hreinlega séu ekki peningar til á
svæðinu, til að gera út tvö lið. Eruð
þið ósammála því?
„Við þurfum bara að verja okkar
hagsmuni betur,“ segir Árni. „Það
kom berlega í ijós þegar Þór féll í 2.
deild að allir leikmannasamningar
runnu út. Það þýddi að hver einasti
leikmaður, þó hann hafi skrifað
undir tveggja til þriggja ára samn-
ing, gat labbað í burtu og félagið
fékk ekkert fyrir hann nema fé-
lagaskiptagjald. Og það er ekki við
neina aðra að sakast en okkur
sjálfa; við erum hluti af KSÍ og
verðum að gæta okkar betur þar.
Eg veit ekki hverra hagsmuna ver-
ið er að gæta, þó sýnist mér að
þetta sé fyrst og fremst svona fyrir
úrvalsdeildarliðin og það sé hrein-
lega hægt að traðka á neðri deildar
liðunum.
Við lentum í þessu; misstum
fjóra mjög frambærilega leikmenn
sem eru sumir hverjir að sanna sig
í úrvalsdeildinni nú, sem segir okk-
ur að við eigum góða einstaklinga
þó okkur hafi ekki tekist að búa til
lið úr þeim ennþá.
Ég taldi sjö leikmenn frá Akur-
eyrarfélögunum í leik Leifturs og
KR á Ólafsfirði á sunnudaginn. Þar
^ Árni
Óðinsson
Stefán
Gunnlaugsson
og
voru þrír spilandi í KR-liðinu
fjórir í Leiftursliðinu."
Stórfyrirtæki styrkja okkur
alltof lítið
Árni heldur áfram, snýr sér að
fjármálunum og segir: „Mér finnst
það mjög umhugsunarvert að við
erum með gríðarlega sterk fyrir-
tæki hér í bænum, okkur er að
minnsta kosti sagt það, til dæmis í
sjávarútvegi, en mér vitanlega
styrkja þessi félög okkur óveru-
lega. Ég er ekki að gera lítið úr því
sem þau gera en að mínu mati gera
þau alltof lítið af því; ég get alveg
nefnt þau: Samherji, Utgerðarfé-
lagið, Krossanes. Þessi fyrirtæki
birta tölur tvisvar á ári um geig-
vænlegan hagnað og ég held að þau
gætu lagað ímynd sína gagnvart
bæjarbúum, að ég tali nú ekki um
áhugafólki um íþróttir, með því að
verða sýnilegri í íþróttunum. Ég
held að það sé rétt hjá mér að bæði
suður í Grindavík og úti í Ólafsfirði
séu það fyrst og fremst útgerðir
sem beri þessi félög uppi. Lands-
byggðarliðin virðast hreinlega ekki
ná sér upp nema útgerðin komi að
þeim. Það er ekki flóknara en það.“
Neikvæð umræða einkenndi
ástandið á Akureyri lengi vel en
góður árangur KA í handbolta varð
til þess aðjákvæð umræða um bæ-
inn varð mikil á tímabili. Ef til vill
má segja að ímynd bæjarins hafí
breyst og örugglega hefur birt til í
hugum margra. Skiptir þetta ekki
miklu máli?
„Jú. Það er ekki nokkur spurning
að við þurfum að ná bænum, upp
bæði íþróttalega, í listum og á fleiri
sviðum. Þá yrði bærin miklu byggi-
legri,“ segir Stefán. „Ég held
reyndar að alltof mikið sé gert úr
þessu svartnættistali hér og við
bæjarbúar berum mesta ábyrgð á
því sjálfir. Ég veit ekki um marga
iðnaðarmenn sem eru ekki á kafi í
vinnu, en þeir eru yfírleitt aldrei
ánægðir nema hafa að minnsta
kosti verkefni ár fram í tímann og
geta ekki staðið við neitt af því sem
þeir lofa! En ég held að það sé ekki
nokkur spurning að bærinn fengi
miklu jákvæðari umræðu ef við
næðum góðum árangri í sem flest-
um íþróttagreinum og við bæjarbú-
ar þurfum að vinna í því; við þurf-
um að styðja miklu meira við bakið
á stóru íþróttafélögunum, KA og
Þór, og öðrum félögum í bænum.
Það eru þeir bakhjarlar sem þykj-
ast stundum vera til staðai’ sem
hafa fyrst og fremst brugðist, að
mínu mati. Og eins og Árni benti á
[í fyrri hluta samtalsins, sem birtist
í blaðinu í gær], skilið Þór eftir,
næstum því munaðarlausan, og
ástandið var næstum því orðið jafn
slæmt hjá KA þó það hafi verið að-
eins skárra; kannski fyrst og
fremst vegna þess að handboltinn
hefur verið í umræðunni og liðið
hefur staðið sig vel. Auðvitað er
þetta rosalega mikil vinna og kost-
ai’ peninga en ég held að sú tíð sé
liðin að við getum reiknað með að
menn séu í þessu af áhugamennsku
eingöngu; það gengur ekkert frek-
ar hér en annars staðar, hvort sem
það er í Reykjavík, Akranesi eða
Ólafsfirði."
Öfundin í garð KR
Stefán víkur svo að þeirri öfund
sem hann segir áberandi í garð
KR-inga í Reykjavík. „Hún er fyrst
og fremst til komin vegna þess að
KR hefur algera sérstöðu; á þeim
bæ styðja menn sitt félag á hverju
sem gengur. Það myndu ekki mörg
prósent detta úr þeirra félagaskrá
jafnvel þó liðið félli úr úrvalsdeild-
inni, einfaldlega vegna þess að KR-
ingar vita að í íþróttum, eins og
annars staðar, eru menn ekki alltaf
á beinu brautinni."
Árni segir Þórsara vera í myrkr-
inu, „en við þykjumst sjá ljósið og
erum á leiðinni þangað,“ segir
hann, og bætir við að ástandið eigi
ekki bara við um knattspyrnuna á
Akureyri heldur flestallar íþróttir:
„Blakið hefur sett niður, karfan
hefur sett niður, skíðin hafa sett
gríðarlega niður, við getum ekkert í
sundi - með fullri virðingu fyrh’
fólkinu sem er að æfa það. Við er-
um hvergi á kortinu, nema hand-
boltalið KA.“
Stefán nefnir þá íshokkí, en Árni
svarar að bragði. „Mér finnst ekki
farið að reyna á það fyrir alvöru.
Nú fyrst er orðin aðstaða til
skautaíþrótta og hún varð til í
Reykjavík, enda sáu allir hvað
gerðist síðastliðinn vetur.“ Skauta-
félag Reykjavíkur varð þá íslands-
meistari.
Fjárhagurinn
Knattspyrnudeild KA skuldar 20
milljónir, eins og haft var eftir Stef-
áni í Morgunblaðinu í gær, og
íþróttafélagið Þór fór í nauðasamn-
inga fyrir nokkrum misserum. Árni
segir ljóst að Þórsarar hafi verið á
einhvers lags peningafylleríi, nú sé
runnið af þeim og „við erum í timb-
urmönnunum núna. Og allir sem
hafa farið þann feril vita að það lag-
ast! Við eigum eftir að rísa upp.
Menn voru að eyða um efni fram og
settu félagið, meðvitað eða ómeðvit-
að - ég ætla þeim að hafa gert það
ómeðvitað - í gífurlegar skuldh’.
Það er ekki bara knattspyrnudeild-
in sem á í hlut, en þetta er hluti
skýringarinnai’ á því hvernig staðan
er í dag.“
Stefán bendir á að Þór hafi náð að
lækka skuldir félagsins um 40 millj-
ónir með 20 milljóna króna framlagi
bæjarins, þegar félagið fór í nauða-
samninga. ,Að því leyti fóruð þið
betur út úr þessu við,“ sagði hann,
en Árni sagði að vegna umræddra
samninga væri Þórsurum ekki vel
tekið hjá ýmsum fyrirtækjum. „Við
eigum erfitt með að stofna til við-
skipta hjá ákveðnum fyrirtækjum
vegna fyrri sögu, við höfum ekki
traust þannig að við erum að reyna
að keyra þetta á því litla fjármagni
sem við höfum. Þar með erum við að
fara ódýru leiðina, þá erfiðustu í
mörgum tilfellum. Sem dæmi keyr-
um við í alla útileiki; fengum bónda
framan úr ftrði til að keyra okkur til
Reykjavíkur og spöram 50 til 70
þúsund krónur á hverri ferð, miðað
við að fljúga. Lagt er af stað á há-
degi í kvöldleiki og komið aftur
hingað heim á milli klukkan fjögur
og fimm á morgnana, þannig að
mepn leggja ýmislegt á sig.“
Árni segist telja jákvætt fyrir
Stefán og félaga að sleppa við
nauðasamninga, „og ég skora á
hann að reyna að halda sjó því fé-
lagslega fer félag mjög langt niður
við það að fara í svona nauðasamn-
inga. Það er okkar reynsla; menn
hreinlega hverfa og koma ekki aftur
th starfa þrátt fyrir að það sé aug-
lýst efth- þeim.“
Stefán svarar: „Ég heyri að það
fer vel á með okkur Árna, enda er
hann fæddur og uppalinn KA-mað-
ur, og ég fæddui’ og uppalinn í Þórs-
hverfinu, þannig að þetta getur ekki
verið betra. Ég væri ekkert hrædd-
ur um að vinna með Árna Óðins-
syni; við gætum þess vegna tekið
upp sameiningarviðræður, og það
er allt í lagi að skoða það mjög al-
varlega, ef hann segðist tilbúinn að
vinna að þessu með mér í einhvern
ákveðinn tíma, og ef ég væri tilbú-
inn til þess líka, sem ég er alls ekki
til í að lofa í dag, en ég tel að fyrst
og fremst þurfum við að byggja upp
félögin; byggja upp félagsandann
hjá báðum félögum vegna þess að
eitt sameiginlegt félag verður aldrei
sterkt nema baklandið sé sterkt
líka.“
Og Árni segh’ að lokum: „Það
sem ég ímynda mér að geti gagnast
okkur Þórsuram er þessi stóri ungi
leikmannahópur okkar. Þar eru
leikmenn sem eiga þónokkra ung-
lingalandsleiki að baki, við þykj-
umst nú vera búnir að festa þá á
samningum, það er verið að líta eft-
ir þeim frá útlöndum og þar sjáum
við einhverja auravon. Það þarf ekki
að selja marga slíka til að geta gert
ýmislegt, reynslan hefur sýnt okkur
það. Við þurfum bara fyrst og
fremst að vera á verði sjálfir. Það er
okkar hlutverk."