Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JOHANN KARL
SIGURÐSSON
+ Jóhann Karl
Sigurðsson
fæddist í Neskaup-
stað 14. maí 1925.
Hann lést á heimili
sínu í Neskaupstað
15. júní síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Norðfjarð-
arkirkju 22. júní.
Með Jóhanni Karli
Sigurðssyni í Neskaup-
stað er fallin frá ein
styrkasta stoð samfé-
lagsins á Norðfirði um
marga áratugi. Frá 1960 að telja
hafði Jóhann á hendi framkvæmda-
stjóm fyrir aðalútgerð í kaupstaðn-
um, fyrst Nesútgerðinni 1960-64 og
síðan útgerð Sfldarvinnslunnar um
30 ára skeið. Jóhann átti ásamt
framkvæmdastjórum Sfldarvinnsl-
unnar hf. drýgstan þátt í að byggja
upp þetta öfluga fyrirtæki sem frá
upphafi hefur verið burðarásinn í
atvinnulífi staðarins. Þegar á ung-
um aldri hafði Jóhann stundað sjó-
mennsku og aflaði sér réttinda sem
stýrimaður og skipstjóri. Með hon-
. um byggðist upp hin öfluga útgerð
*Síldarvinnslunnar, fyrst með síðu-
togurum og frá 1970 með kaupum á
fyrsta skuttogaranum Barða og
mörgum happafleytum sem á eftir
fylgdu.
Ohætt er að fullyrða að Jóhann
lagði sig allan fram sem útgerðar-
stjóri og afraksturinn talar sínu
máli. Hann bar hag allra sem í hlut
áttu fyrir bijósti, áhafna skipanna
og ekki síður landverkafólks og
byggðarlagsins í heild. Þar fór sam-
an stefna stjómar Sfldarvinnslunn-
-^ir og útgerðarstjórans sem var
jafnframt bæjarfulltrúi samfellt frá
1958 til ársins 1982. Jóhann hafði
einnig gegnt trúnaðarstörfum fyrir
Verkalýðsfélag Norðfjarðar á sjötta
áratugnum og sem slíkur kynnst
baráttunni fyrir að tryggja fulla at-
vinnu í bænum. Samþætting veiða
og vinnslu var honum mikið hjart-
ans mál en til að það tækist þurfti
oft flóknar málamiðlanir sem geng-
ið gátu gegn skammtíma rekstrar-
hagsmunum útgerðar-
innar.
Jóhann hafði ótrú-
lega góða yfirsýn yfir
allt er laut að hag fyr-
irtækisins og útgerðar
þess sérstaklega. Hann
lá ekki á upplýsingum
og heimsókn til hans á
skrifstofuna skildi
mann eftir með kynst-
ur af fróðleik og hug-
myndum um það sem
betur mætti fara. Þar
var ekki aðeins horft til
byggðarlagsins heldur
stöðu sjávarútvegsins í
heild. Um sjávarútvegsmál hafði Jó-
hann fastmótaðar skoðanir og hag-
ur Norðfjarðar og nágrannabyggða
var þar mælikvarðinn sem gilti. Á
fjölmörgum Fiskiþingum sem hann
sat og á vettvangi LIÚ lét hann til
sín taka og naut virðingar fyrir
þekkingu og árangur í starfi. Hann
setti mál sitt fram skorinort og
kryddaði það með frumlegum orð-
um og orðatiltækjum sem orðið
höfðu til í smiðju hans eða í samtöl-
um við sjómenn.
Ég kynntist Jóhanni vel í félags-
starfi í Alþýðubandalaginu í Nes-
kaupstað í ein 15 ár áður en ég var
kosinn á Alþingi. Hann hafði setið 5
ár í bæjarstjóm þegar við Kristín
fluttumst til Neskaupstaðai- 1963,
kjörinn af lista Alþýðubandalagsins
1958 eftir að samstarf tókst með
sósíalistum og hluta félagsmanna úr
Alþýðuflokknum. Hafði Jóhann ver-
ið starfandi í Alþýðuflokknum og
varabæjarfulltrúi af hans lista frá
1954. Samstarf hans við forystu-
menn sósíalista varð strax heil-
steypt. Jóhann gerðist stofnfélagi í
ABN 1965 og átti um tíma sæti í
stjóm þess. I bæjarmálum lét hann
atvinnumál og hafnarmál sérstak-
lega til sín taka og var formaður
hafnamefndar Neskaupstaðar um
langt skeið. Sem þingmaður átti ég
margháttuð samskipti við Jóhann
og á góðar minningar af öllum okk-
ar samskiptum.
Þrátt fyrir erilssamt starf
gleymdi Jóhann ekki fjölskyldu
sinni og niðjum. Ég hygg að leitun
hafi verið að jafn nærfærnum fjöl-
skylduföður. Eftir að hann lét af
starfi útgerðarstjóra fyrir nokkrum
ámm fjölgaði þeim stundum sem
hann átti með Stínu sinni og mann-
vænlegum og stækkandi hópi af-
komenda. Öll eiga þau um sárt að
binda nú er hann er fallinn frá.
Neskaupstaður kveður mikinn at-
orkumann sem lengi mun minnst
fyrir verk sín og framlag í almanna-
þágu. Við Kristín sendum eigin-
konu, bömum þeirra og öðrum í
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Hjörleifur Guttormsson.
Jóhann Karl Sigurðsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri í Neskaup-
stað, er látinn 74 ára að aldri. Það
var ljóst fyrir örfáum vikum að
hverju stefndi, en samt eru menn
óviðbúnir þegar slík tíðindi berast,
því það er svo erfitt að sætta sig við,
að jafn kraftmikill og lifandi maður,
sem sett hefur svo mikinn svip á
umhverfi sitt, skuli skyndilega horf-
inn af sjónarsviðinu.
Jóhann - eða Jói Sig. eins og við
félagar hans nefndum hann - var
einn þeirra manna sem völdust til
forystu hvar sem hann var. Hann
fór ungur til sjós, fyrst sem háseti,
síðar stýrimaður og loks skipstjóri
og þótti það skipsrúm jafnan vel
skipað sem hann var í. Hann fékk
einnig snemma áhuga á félagsmál-
um, starfaði mikið að verkalýðsmál-
um, gekk ungur tfl liðs við Alþýðu-
flokkinn og var varabæjarfulltrúi á
hans vegum 1954-1958. Það ár var
mikfl ólga og uppstokkun í pólitík-
inni og Jói gekk tfl liðs við nýtt afl,
Alþýðubandalagið, og sat í bæjar-
stjóm Neskaupstaðar sem fulltrúi
þess frá 1958-1982 eða í 24 ár og sat
287 fundi.
Kynni okkar Jóa hófust fyrst að
einhverju marki þegar ég tók sæti í
bæjarstjóm 1966 og ég ætla að rifja
upp í stuttu máli þátttöku hans í
bæjarmálum og atvinnulífinu frá
þeim tíma. Jói var mjög starfsamur
bæjarfulltrúi, en aðaláhugasvið
hans vom þó atvinnumál og hafnar-
mál. Hann sat í hafnamefnd í 24 ár
og var formaður hennar lengst af. Á
þeim tíma vom gerðar hér miklar
hafnarbætur, enda var hann óþreyt-
andi í að benda á, að höfnin væri líf-
æð byggðarlagsins og undirstaða
framfara í útgerð og fiskvinnslu.
LEGSTEINAR
í rúmgóðum sýningarsölum okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða úr
íslenskum og erlendum steintegundum
Verið velkomin til okkar eða
hafið samband og fáið myndalist;
IB S.HELGASON HF
ISTEIIUSMIÐ J A
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410.
mbl.is
>
LLTAf= G/TTH\SAÐ NÝTT
AUGLYSINGADEILD
Sími: 569 1111. Bréfsimi: 569 1110
Netfang: augl@mbl.is
oma!
v/ Possvogskir'kjwga^ð
s. Símii 554 0500^
jliiiix rxxxxxxxxxjn
Erfísdrykkjur
H
H
H
h
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H Sími 562 0200
^iixixixiixxiixrril
P E R L A N
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Otsen,
útfararstjóri
Svemr Einarsson,
útfararstjóri
Útfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Sjómennirnir og öryggi þeirra voru
einnig hans hjartans mál og að hans
mati var það skylda bæjaryftrvalda
gagnvart þeim að bæta hafnarskfl-
yrðin.
Hann var stórhuga í atvinnumál-
um ekki síður en hafnarmálum og
þegar þau voru tfl umræðu í bæjar-
stjóm lét hann vel í sér heyra.
Hann var góður ræðumaður, ör í
skapi og náði sér best á strik ef fauk
aðeins í hann. Ég minnist þess tfl
dæmis, að einhveiju sinni þegar at-
vinnumálin voru til umræðu fannst
honum minnihlutinn lítið leggja til
málanna annað en aðfinnslur. Hann
þrumaði yfir þeim á kjarnyrtri ís-
lensku, ásakaði þá fyrir að draga
lappimar og vera á móti öllum
framförum og klykkti svo út með að
segja eitthvað á þessa leið: „Hvað
vfljið þið svo gera til að efla atvinnu
í bænum, reisa hnappagataverk-
smiðju?" Við þessu átti minnihlut-
inn ekkert svai'. En þótt hann gæti
verið fljótur upp vai’ hann jafnfljót-
ur niður og erfði aldrei við neinn
þótt í odda skærist. Af öðmm mála-
flokkum, sem hann lét sig miklu
varða, má nefna heflbrigðismál, um-
hverfismál og félagsmál. Samstai'f
okkar öll þessi ár í bæjarstjórn var
mjög gott og ég tel mig hafa lært
mikið af því.
Þegar Síldarvinnslan hf., sem
upphaflega var stofnuð til að „reisa
og reka sfldarverksmiðju, sfldar-
verkun og annan skyldan rekstur í
Neskaupstað", hóf rekstur útgerð-
ar samþykkti stjórnin að útgerðin
yrði rekin sem reikningslega sjálf-
stætt fyrirtæki undir nafninu Út-
gerð hf. Síldarvinnslunnar. Enn-
fremur var samþykkt að ráða henni
sérstakan framkvæmdastjóra.
Stjómin samþykkti að ráða Jóhann
K. Sigurðsson í starfið frá 1. des-
ember 1964 að teija og þessu starfi
gegndi hann síðan í 30 ár. Það kom
fljótt í ijós, að þarna var Jói svo
sannarlega á réttri hillu. Verkefnin
voru næg og strax í mars árið eftir
kom fyrsta skipið, Barði NK-120
nýr til Nes- kaupstaðar. Og skipun-
um fjölgaði. Bjartur kom í maí
sama ár, Börkur árið eftir og Birt-
ingur 1967. Allt ný og glæsileg skip,
fyrst og fremst ætluð tfl síldveiða,
en einnig notuð til loðnuveiða og
veiða með botnvörpu, þorskanet og
línu. Það var því í nógu að snúast
hjá útgerðarstjóranum. En svo
hvarf síldin og þá þurfti að bregð-
ast við nýjum aðstæðum. Jói og fé-
lagar hans voru djarfhuga menn og
óhræddir við að fara ótroðnar slóð-
ir. Árið 1970 var Barðinn seldur og
í desember sama ár kom annar
Barði til heimahafnar í Neskaup-
stað. Þetta var þriggja ára gamalt
franskt skip, fyrsti skuttogari í eigu
Islendinga. Og ævintýrið hélt
áfram. I ársbyrjun 1973 kom nýr
Börkur, langstærsta loðnuveiðskip
flotans og það fyrsta sem borið gat
yfir 1.000 tonn, og mánuði seinna
nýr Bjartur, nýr skuttogari smíðað-
ur í Japan. Þáttur Jóa í þessari
uppbyggingu verður ekki ofmetinn.
Kraftur hans og trú á viðfangsefnið
var óbilandi, en auðvitað var hann
ekki einn. Hjá fyrirtækinu var ein-
vala lið og þegar Jói var löngu
seinna spurður um ástæður fyrir
velgengni útgerðarinnar var hann
ekki í vafa. Fyrst og fremst góðir
sjómenn, bæði yfir- og undirmenn,
sagði hann. Mest heimamenn, sem
starfað hafa lengi hjá útgerðinni.
Og þróunin hélt áfram. Skip voru
seld og önnur komu í staðinn. Síð-
asta skipið sem keypt var í tíð Jóa
var Blængur NK-117, sem kom nýr
í september 1993. Þau hjónin, Jói
og Stína, sigldu með honum heim
frá Vigo á Spáni. Ég var þarna um
borð og fann glöggt hvað skip, sjór
og sjómenn voru Jóa kær. Hann
naut sín svo sannarlega vel í þess-
ari síðustu löngu siglingu sinni en
hann lét af störfum hjá Síldar-
vinnslunni hf. í árslok 1994 eftir 30
ára farsælt starf. En þó að stjórnun
útgerðarinnar hafi verið ærinn
starfi kom Jói víðar við. Hann sat í
stjórn Olíusamlags útvegsmanna
frá 1968-1986, þar af sem formaður
stjórnar frá 1975 og í stjórn Sam-
vinnufélags útgerðarmanna frá
1975 og tók þar við formennsku af
Lúðvík Jósepssyni 1984 og gegndi
henni til dauðadags. Samstarf okk-
ar var því áfram náið þótt hann
hætti í bæjarstjóm, því örlögin
höguðu því þannig að ég tók við
starfi framkvæmdastjóra beggja
þessara félaga 1981 og stjómarfor-
mennsku í Síldarvinnslunni hf.
þrem árum seinna. Á þetta sam-
starf bar aldrei skugga og hann var
ætíð reiðubúinn að veita af reynslu
sinni og þekkingu. Ég sótti oft í
þann sjóð og nýtti mér líka ótrúlegt
minni hans, ekki síst á tölur og dag-
setningar.
Þessu skeiði er nú lokið, en að
endingu langar mig tfl að fara örfá-
um orðum um manninn Jóhann K.
Sigurðsson eins og hann sneri að
mér. Hann var afar heflsteyptur
maður, alvöramaður sem trúði á hin
gömlu gildi í þjóðfélaginu; fjölskyld-
una, heimflið, samhjálp, vinnusemi,
heiðarleika, nýtni og orðheldni. En
hann gat líka verið manna kátastur,
höfðingi heim að sækja og undi sér
vel í glaumi með góðum vinum.
Hann hélt fast á skoðunum sínum,
talaði sig stundum heitan, en var
alltaf fús að hlusta á rök annarra og
taka þeim ef verkast vfldi. Þessa
hlið hans þekkja m.a. þeir fjölmörgu
sem sátu með honum í ýmsum
stjómum og á þingum LIÚ og
Fiskifélagsins. Þegar Jói tók til
máls var ævinlega hlustað því hann
kom beint að efninu, talaði
tæpitungulaust og enginn þurfti að
velkjast í vafa um skoðanir hans.
Hann var raunsæismaður í öllu sem
viðvék starfinu og atvinnumálum al-
mennt, en hann var líka hrifnæmur
og gat verið allt að því bamslega
einlægur þegar eitthvað tók hug
hans. Að sjálfsögðu var hann úr
mun fleiri þáttum ofinn, en að öllu
samanlögðu tel ég, að hann hafi get-
ið sér þann orðstír að vera drengur
góður.
Nú er komið að kveðjustund. Við
félagar hans og samstarfsmenn í
SÚN og Síldarvinnslunni þökkum
áratuga samstarf og vináttu. Konu
hans, Kristínu Marteinsdóttur,
bömum þeirra Marteini, Sigrúnu,
Sigurði Karli og Magnúsi, svo og
öðmm ástvinum, sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Kristinn V. Jóhannsson.
Nú þegar Jóhann Karl Sigurðs-
son er látinn langar mig til að minn-
ast hans og kveðja með nokkrum
orðum.
Ég hóf störf hjá Síldarvinnslunni
í Neskaupstað árið 1965 sem tækni-
fræðingur. Þá var Jói framkvæmda-
stjóri útgerðarinnar. Starf sem
hann gegndi allt til ársloka 1995 eða
í 31 ár. Síðan var ég ráðinn fram-
kvæmdastjóri Sfldarvinnslunnar
1968, aðeins 28 ára gamall. Það var
mikið lán fyrir mig stráldinginn að
hafa Jóa mér við hlið. Þekking hans
á útgerð var einstök og aldrei lét
hann mig finna fyrir reynsluleysi
mínu í þeim efnum. Það var ekki
bjart framundan 1968. Síldin sem
allt hafði byggst á að hverfa og
vandséð hvað ætti að koma í stað-
inn. Obilandi bjartsýni Jóa hjálpaði
mikið tfl. Hafist var handa við að
laga útgerðina að nýjum aðstæðum.
Farið á botnfiskveiðar og síld í
Norðursjónum.
Við sáum fljótt að þetta var ekki
nóg. Fyrsti skuttogari landsins,
Barði, var keyptur 1970 og þegar
loðnan var farin að veiðast var
langstærsta nótaskip landsins,
Börkur, keypt 1973. Jói minntist
gjaman þessara tímamóta í rekstri
félagsins, enda ráð hans við kaup á
þessum svo og öðrum skipum fé-
lagsins ómetanleg. Jói var í nánu
sambandi við áhafnir skipanna og
ég veit að honum leið hvað verst
þegar átök voru um kaup og kjör
við sjómennina.
Á ýmsu gekk þessi ár sem ég
vann með Jóa. Loðnubann, snjóflóð
o.fl. o.fl. Á milli komu léttari ár, en
það var aldrei nein lognmolla í
kringum Sfldarvinnsluna. Allt þetta
stóð Jói af sér með glæsibrag, en
vissulega tekur 31 ár í svona starfi
sinn toll.
Við Helga sendum Stínu, bömum
og bamabörnum innflegar samúðar-
kveðjur.
Ólafur Gunnarsson.
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/