Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
___________________FRÉTTIR____________________
VEÐURBLÍÐAN LÉTTIR LANDSMÖNNUM LÍFIÐ
SÓLDÝRKENDUR létu ekki framkvæmdirnar fyrir framan Alþingishúsið aftra sér frá
því að flatmaga á Austurvelli í gær. Þessar stúlkur kunnu sannarlega að meta góðviðrið,
(f.v.) Edda Ósk Gísladóttir, Líberta Óskarsdóttir, Anna Guðrún Konráðsdóttir og Katla
Rós Völudóttir. Katla og Líberta urðu reyndar líka á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins
fyrr um daginn í Laugardalslauginni.
RÓSA Birgitta Sigríðardóttir leyfði ljósmyndara Morgunblaðsins að sjá leikni sína á
snáknum, eins og hún kallar farartækið, þar sem bún brunaði um Ingólfstorg í gær.
INGIBJÖRG Kolbeins, deildarstjóri á endurhæfingar- og
taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagði að aldrei hefði
viðrað jafn vel í árlegri grillveislu deildarinnar. Stundum
hefði verið svo kalt að vefja hefði þurft fólk inn í teppi.
Grillmeistarinn er Stefán Yngvason yfirlæknir.
EINHVERJIR urðu að vinna í gær þrátt fyrir góða
veðrið. Sigurður Sólmundsson var að saga hellurnar sem
lagðar verða fyrir framan Alþingishúsið.
ÞRÁTT fyrir átján stigin í höfuðborginni í gær passaði
Andrea Gunnarsdóttir sig á því að vera leðurklædd á
mótórfáknum sínum. Berglind Óskarsdóttir tyllti sér á
fákinn hjá vinkonu sinni. A bifhjólinu á bak við þær situr
Guðmundur Guðlaugsson, svellkaldur, að sjálfsögðu í
hlífðarklæðnaði.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
AUÐUNN Orri var ekki hræddur í Laugardalslauginni í gær þrátt fyrir sinn unga aldur, en hann er átta mánaða gamall.
Það er því ekki nema von að móðir hans, Kristín Steingrímsdóttir, sé stolt af honum.
heimilisbankinn
www.bi.is
Þú velur greiðsludaginn - Heimilisbankinn borgar reikninginn
®BÚNAÐARBANK3NN ©
Traustur banki s k í m a
mánaða
internettenging fylgir
Bros á
hvers
manns
vörum
HELDUR birti yfir borgarbúum
þegar langþráð sólin fór loks að
sýna sig. Fólk lét ekki segja sér
það tvisvar að drífa sig út og
njóta veðurblíðunnar. Það hafa
áreiðanlega bæst margar freknur
á andlit flestra landsmanna í gær
því bjartviðri var alls staðar nema
á Austurlandi, þar var alskýjað.
Hitinn hefur ekki verið eins
mikill á árinu og í Reykjavík í
gær og á mánudag en hann varð
mestur 18 stig um klukkan þijú í
gær. Mestur hiti á landinu var þó
á Þingvöllum, en þar mældist
hann 24 stig. Veðurspáin er svip-
uð fram á þriðjudag.
Urkoman í júní hefur verið yfir
meðallagi, að sögn Haraldar Ei-
ríkssonar, veðurfræðings á Veð-
urstofu Islands. „Gærdagurinn er
með því besta sem gerist í Reykja-
vík því að hitastigið fer sjaldan
yfir 18 stig,“ sagði hann ennfrem-
ur. Mestur hiti hefur mælst í
borginni 24,3 stig 1976.
Starfsfólk í Laugardalslauginni
sagði í samtali við Morgunblaðið
að aðsóknin hefði verið mjög góð
í gær og þetta hefði verið besti
dagurinn í sumar hvað það varð-
ar. Straumur sundlaugargesta
var orðinn mikill um ellefu í gær-
morgun en um fimmleytið var að-
eins farið að draga úr honum.
Borgarbúar nutu veðurblíðunn-
ar, en fyrirtækjum var víða lokað
í gær til að starfmenn gætu notið
hins langþráða sumarveðurs.
Meginþorri landsmanna getur
glaðst áfram ef spá veðurstofunn-
ar gengur eftir því spáð er svip-
uðu veðri áfram, en hlýjast verð-
ur f innsveitum. Spáð er 8 til 18
stiga hita en upp úr helgi má bú-
ast við rigningu öðru hvoru við
suðausturströndina. Spáð er
sæmilcgu veðri á Austurlandi.