Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 71
STUÐMENN leika í íþróttahúsinu Blönduósi föstudagskvöld og í Flugskýlinu Borgamesi laugardags-
kvöld. Á Blönduósi verður sérstakt svið sett. upp í tilefni þess að hljómsveitin leikur þar í fyrsta sinn. í
Borgarnesi er fyrirhugað íþróttamót um helgina og reiknað með mörgu aðkomufólki. Af því tilefni var
flugskýlið valið sem dansstaður.
■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ Dansleikur
sunnudagskvöld frá kl. 20. Hljóm-
sveitin Caprí-tríó leikur.
■ CATALÍNA, Hamraborg Á laugar-
dagskvöld leikur hljómsveitin Þotulið-
ið.
■ Á EYRINNI, ísafirði Hljómsveitin
Buttercup leikur fóstudags- og laug-
ardagskvöld og er þetta í fyrsta sinn
sem hún leikur á ísafirði.
■ FJÖRUKRÁIN Gleðisveitin KOS
leikur föstudags- og laugardagskvöld.
■ FÓGETINN Á fimmtudagskvöld
leika þau Andrea Gylfadóttir og Ed-
ward Lárusson og á föstudags- og
laugardagskvöld leikur Rúnar Júlíus-
son. Á sunnudagskvöld verða tónleik-
ar með Sigga Bjöms og hijómsveit.
■ FÉLAGSHEIMILIÐ
PATREKSFIRÐI Hljómsveitin 8-vilIt
leikur fyrir dansi. Aldurstakmark 16
ára.
■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtu-
dagskvöld leikur hljómsveitin 8-villt á
Go-kvöldi í samvinnu við Stjörnubíó.
Á fóstudags- og laugardagskvöld leik-
ur ballsveitin Hunang og á sunnu-
dagskvöld leikur Botnleðja. Á mánu-
dagskvöld er komið að dönsku rokki
þar sem hljómsveitin Weed leikur en
áhrifavaldar hennar eru allt frá
Ramones og Smashing Pumpkins til
Lou Reed. Á þriðjudagskvöld er
Stefnumótakvöld í boði Undirtóna nr.
13. Að þessu sinni verður fönk-rokk í
fyrirrúmi þar sem Sljörnukisi, Stolía,
Sinn Fein og ps. Bubbi koma fram. Á
miðvikudagskvöld leikur síðan Sól
Dögg órafmagnað.
■ GRÆNI HATTURINN, Akureyri
Hljómsveitin Sixties leikur fóstudags-
°g laugardagskvöld í boði Corona og
Warsteiner.
■ GRAND ROKK Á fimmtudags-
kvöld leikur hljómsveitin Blues Ex-
press frá kl. 22.30 og á laugardags- og
sunnudagskvöld leikur hijómsveitin
Kókos.
■ GULLÖLDIN Þeir félagar Svensen
jr. og Hallfunkel leika um helgina. Það
efast enginn um stemninguna þegar
þessir heiðursmenn skemmta og ekki
eru afkomendumir af lakara taginu,
segir í tilkynningu. Stór á 350 kr.
■ HLÖÐUFELL, Húsavík Hljóm-
sveitin O.fl. frá Selfossi leikur laugar-
dagskvöld.
■ HÖFÐINN, Vestmannaeyjum
Hljómsveitin Á móti sól leikur laugar-
dagskvöld þar sem hr. Captain Morg-
an leikur stórt hlutverk.
■ INGHÓLL, Selfossi Hljómsveitin
Fiðringurinn leikur föstudags- og
laugardagskvöld. Von er á góðum
gesti því Pétur W. Kristjánsson verð-
ur á svæðinu í fjölgrýlna jakkanum
sínum.
Frá A til Ö
■ KAFFI REYKJAVÍK Hljómsveitin
Hálft í hvoru leikur fimmtudags-^
föstudags- og laugardagskvöld. Á
sunnudag og mánudag tekur hljóm-
sveitin Blátt áfram við og á þriðju-
dags- og miðvikudagskvöld leika þau
Ruth Reginalds og Magnús Kjartans-
son.
■ KAFFI THOMSEN Plötusnúðar
helgarinnar eru Sóley á fimmtudags-
kvöld, Þossi föstudagskvöld og Herb
Legowitz með 3-deck á laugardags-
kvöld.
■ KAFFILEIKHÚSIÐ Tónleikaröðin
Bræðingur hefst fimmtudagskvöld kl.
21 þegar hljómsveitin Botnleðja hefur
upp raust sína. Bræðingur verður
fastur liður á dagskrá Kaffileikhússins
það sem eftir lifir sumars. Á fóstu-
dagskvöld halda eðalfunkgrúppan
@texti:Jagúar og hljómsveitin Big
band Brútal tónleika sem hefjast kl.
22.
■ KNUDSEN, Stykkishólmi Hljóm-
sveitin O.fl. frá Selfossi leikur fóstu-
dagskvöld. Á laugardagskvöld leikur
hljómsveitin Stykk.
■ NAUSTIÐ er opið alla daga frá kl.
18 fyrir matargesti. Reykjavfkurstofa
er opin frá kl. 18.
■ LEIKHÚSKJALLARINN Á fóstu-
dagskvöld verður Gæsagleði í
algelymingi. Hljómsveitin Á móti sól
leikur og Gummi Gonzalez verður í
búrinu en hann leikur einnig á laugar-
dagskvöld.
■ MIKLIGARÐUR, Vopnafirði
Hljómsveitin Sóldögg leikur á föstu-
dagskvöld og er 16 ára aldurstak-
mark.
■ NAUSTKRÁIN Hljómsveitin Upp-
lyfting leikur á föstudags- og laugar-
dagskvöld, Kristján á nikkuna, Hauk-
ur á gítar og Magnús á trommur.
■ NÆSTI BAR Á fimmtudagskvöld
leikur Dægurlagapönkhljómsveitin
Húfa gullpoppkorn liðinna ára í eigin
útsetningu.
■ NÆTURGALINN heldur upp á af-
mæli sitt um þessar mundir. Á föstu-
dags- og laugardagskvöld leikur
hljómsveitin Cantabile frá Akureyri.
Opið kl. 23-3 á föstudagskvöld, laug-
ardag kl. 22-3. Á sunnudagskvöld
verður afmælisdansleikur frá kl. 22
með þeim Hilmar Sverrissyni og
Onnu Vilhjálms.
■ PÉTURS PÖBB, Höfðabakka 1 Á
föstudagskvöld spila Tvennir tímar til
kl. 3. Á laugardagskvöld er opið til kl.
3. Stór á 350 kr.
■ RAUÐA LJÓNIÐ Helgina 2. og 3.
júlí skemmtir hljómsveitin Hot ‘n
Sweet með Hermann Inga í farar-
broddi.
■ RÉTTIN, Úthlíð Á fóstudagskvöld
verður diskóball og á laugardags-
kvöldið verður ekta sveitaball með
hljómsveitinni Karma. Frítt á tjald-
stæðin.
■ SIGGI BJÖRNS og félagar eru á
tónleikaferðalagi um helgina. Á
fimmtudagskvöld leika þeir í Hótel
Flókalundi, Vatnsfirði, fóstudags-
kvöld í Hópinu, Tálknafriði, laugai’-
dagskvöld í Víkurbæ, Bolungarvík og
á sunnudagskvöld leika þeir á Fóget-
anum, Reylgavfk. Með Sigga í för eru
þeir Þorleifur Guðjónsson bassaleik-
ari, Roy Pascal, slagverksleikari og
Keith Hobcroft gítarleikari. Þetta eru
síðustu tónleikar Sigga Bjöms á ís-
landi í bili.
■ SJALLINN, Akureyri Hljómsveit-
in Skítamórall leikur á föstudags- og
laugardagskvöld. Tveir dansarar
verða með í för, þær Yasmine Olson
og Nanna Jónsdóttir. Einnig mun
stíga á stokk nýskipuð hljómsveit rót-
ara hljómsveitarinnar og hþ'óðmanns
hennar en það eru þeir Viktor Hólm,
Þórður Möller, Helgi Halldórs og
Steinar Örn.
■ SKUGGABARINN Á föstudags-
kvöld verður Föstudagsfjör með
Mono 87,7 og Ballantines. Húsið opn-
að kl. 22.53. Boðsmiðar verða gefnir á
Mono og einnig dreift í helstu tísku-
verslanir bæjarins. Aldurstakmark er
22 ár og skilríki eru skilyrði. Plötu-
snúðar eru Nökkvi og Áki.
■ STUÐMENN leika á föstudags-
kvöld í Iþróttahúsinu, Blönduósi og á
laugardagskvöld í Flugskýlinu í Borg-
amesi. Með í för verða gógómeyjarn-
ar Abba og Dabba, Úlfur skemmtari,
Addi rokk og plötusnúðamir mark-
vissu Sérfræðingar að sunnan. For-
sala aðgöngumiða er halfin hjá útsölu-
stöðum Olís og verða sætaferðir í boði
frá helstu stöðum í námunda við bæði
Blönduós og Borgarnes.
■ TALTÓNLEIKAR Hins hússins og
Rásar 2 Hljómsveitirnar Quarashi og
Skítamórall leika miðvikudaginn 7.
júlí nk. kl. 17. Quarashi-menn em ný-
búnir að gefa út lög í útvarpsspilun og
eru að undirbúa nýja plötu en Skíta-
mórall gaf nýlega út sína fjórðu plötu
sem heitir Skítamórall.
■ VALASKJÁLF, Egilsstöðum
Hljómsveitin Sóldögg leikur á laugar-
dagskvöld og er aldurstakmarkið 18
ár.
■ VIÐ POLLINN, Akureyri Á
fimmtudagskvöld verða tónleikar með
Helga og hljóðfæraleikurunum og er
ókeypis aðgangur. Á föstudags- og
laugardagskvöld leikur danssveitin
SÍN.
Kanadískir
kúrekar
KÚREKASÝNING kvenna var
haldin í Kanada um síðustu helgi
og mátti þar sjá marga góða
takta. Að hanga á baki nauts er
ekki eins auðvelt og það sýnist
og Hannah MacLean átti í fullu
fangi með að halda sér á baki.
Samt tókst henni að vera í 8 sek-
úndur á baki hins tryllta tudda
og sigraði í þeirri grein. Yngsti
keppandinn á mótinu var aðeins
sex ára en sá elsti var sextugur
og aðeins konur fengu að taka
þátt.
Bíótónlistarveisla á Gauknum í kvöld
8-villt í
sumarskapi
í KVÖLD geta áhugamenn um
kvikmyndir og tónlist safnast sam-
an og haldið upp á áhugamál sín því
Go-kvöld er á Gauknum í tilefni af
frumsýningu samnefndrar myndar í
Stjörnubíói á föstudagskvöldið.
Hljómsveitin 8-villt mun leika fyrir
gesti af sínum frumsömdu lögum,
auk þess sem leikin verða nokkur
lög úr myndinni Go.
Cecilia Magnúsdóttir er ein fjög-
urra söngkvenna í 8-villt en eins og
nafnið gefur til kynna er átta manns
í hljómsveitinni. „Þetta verður rosa-
legt stuð enda er dagskráin hjá okk-
ur fjörug blanda af rokki og dans-
tónlist. Lögin úr Go eru mjög
skemmtileg og eitt lagið, No Doubt,
er orðið mjög vinsælt og mikið spO-
að í útvarpi," segir Cecilia.
Aðdáendur 8-villt þurfa samt ekki
að örvænta yfir því að sveitin láti
frumsömdu lögin sín bíða heima því
nýja lagið, Hver er ég?, mun verða
spilað fyrir gesti. „Hver er ég? er
talsvert rokkaðra lag en fólk á að
venjast frá okkur,“ segir Cecilia og
rifjar upp að vinsælasta lagið með
þeim í fyrra, Betra líf, var meira
danslag en nýja lagið.
Gaukurinn mun taka mið af kvik-
myndaþema kvöldsins og verða
miðar, húfur, sólgleraugu og bolir
merktir sýningunni gefnir og þeir
sem koma snemma fá léttar veiting-
ar meðan birgðir endast.
Aðspurð hvemig samstarfið
gangi í hljómsveitinni segir Cecilia
hlæjandí að það gangi upp og ofan
en endi alltaf vel. „Margar skoðanir
eru á lofti þegai’ mæ'gir eru í sama
hópnum og ekki eru allir alltaf sam-
mála, en þannig fæðast líka fleiri
hugmyndir," segii’ Cecilia hress í
bragði.
- Vilja strákarnir ekki öllu ráða?
„Strákagreyin? Nei, nei,“ segir
Cecilia hlæjandi. „Við dillum bara
rassinum og þá verða þeir ljúfir eins
og lömb.“
Hljómsveitin hefur ferðast víða í
sumar og mestmegnis spilað á böll-
um úti á landi. „Við höfum verið
mikið á Norðurlandi undanfarið og
spilum á Patreksfirði um næstu
helgi og síðan á Húsavík og Siglu-
firði. Við verðum bara út um allt í
sumar,“ segir Cecilia í sumarskapi. -«r
Væntanlegt er nýtt lag með 8-villt í
haust og „vonandi plata í kjölfarið,"
segir Cecilia að lokum.
STRÁKAGREYIN? Nei, nei við dillum bara rassinum.
Sagan endurtekur sig
í ÞRIÐJA skipti á 47 áruni eru
fimm liðir í ætt þessara kvenna á
Þingeyri. Myndin var tekin í
Þingeyrarkirkju þegar séra Guð-
rún Edda Guðmundsdóttir skírði
þá yngstu, en þann dag átti sú
elsta áttræðisafmæli. Þær heita í
aldursröð Unnur Þórarinsdóttir,
Erla Ebba Gunnarsdóttir, Soffía
Steinunn Jónsdóttir, Erla Ebba
Gunnarsdóttir og Soffía Sóley
Árnadóttir.
RÝM1MGARSALA
30-50% afsláttur aföllum vörum