Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Eðalvagn í bæinn
Grindavík - „Royal limousine“-
þjónustan er nafnið á nýjasta fyr-
irtækinu í Grindavíkurbæ. Það eru
þau Sigmar Edvardsson, Linda
Kristín Oddsdóttir, Hjalti Allan
Sverrisson og Ragna Kristín Ragn-
arsdóttir sem eiga þessa glæsilegu
bifreið. Að sögn þeirra félaga, Sig-
mars og Hjalta, hefur fyrirtækið
farið vel af stað; fyrsti túrinn var
kl.19 hinn lö.júní, en þar var á
ferðinni óvænt afmælisgjöf fyrir
afmælisbarn sem varð sjötugt. Þá
hafa verið farnar ferðir með hina
og þessa, m.a. milljónamæring,
brúðhjón og nú síðast með hóp af
hörðum stuðningsmönnum Grinda-
víkur í knattspymu á leik sem
fram fór á Akranesi. Þetta er því
bíll fyrir öll tækifæri, enda mikil
lúxusbifreið. Þessa dagana er
einmitt verið að markaðssetja lúx-
usferðir í Bláa lónið og Grindavík,
að sögn þeirra félaga.
í bflnum eru tvö sjónvörp, leð-
urhornsófi, myndbandstæki, bar
og allt sem vera á í bfl af þessu
tagi, en hann er af gerðinni Ford
Lincoln, Town Car, árgerð 1994.
Á númeraplötunni er nafnið
ROYAL 1. Ekki voru þeir félagar
tilbúnir að gefa upp verðið á far-
artækinu, sögðu einungis að
þetta væri dýr bfll.
Morgunblaðið/Garðar Páll
FÉLAGARNIR Sigmar Edvardsson og Hjalti Allan, eigendur
limosínunnar.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Leiðin út í Dyrhólaey
opnuð ferðamönnum
Fagradal - Leiðin út í Dyrhólaey
hefur verið lokuð allri umferð nú í
vor af umhverfisástæðum, en var
opnuð 25. júm'.
Að sögn Sigrúnar Lilju Einars-
dóttur, starfsmanns upplýsinga-
miðstöðvarinnar í Vík, hefur mikið
verið spurt um Dyrhólaey það sem
af er sumri og er því opnunin kær-
komin fyrir ferðamenn þessa
lands.
Þegar fréttaritari Morgunblaðs-
ins var á ferð í Dyrhólaey nú um
helgina var hópur af Frökkum að
skoða eyjuna og tók hann þá þessa
mynd af gatinu í Dyrhólaey.
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson
STJÓRN Golfklúbbs ísafjarðar hafði ástæðu til að brosa á laugardaginn er nýr golfskáli klúbbsins var form-
lega tekinn í notkun. F.v. Kristín Karlsdóttir, Kristinn Kristjánsson, Tryggvi Guðmundsson formaður, Birgir
Valdimarsson, Finnur Magnússon, Guðríður Sigurðardóttir, Sigurjón Guðmundsson, Gylfí Guðmundsson,
framkvæmdastjóri golfklúbbsins, og Pétur Bjarnason varaformaður.
Nýr golfskáli í
r
Isafirði - Vígsluhátíð eins glæsileg-
asta golfskála landsins var haldin í
Tungudal í Skutulsfirði á laugar-
dag. Og skálinn er ekki aðeins
glæsilegur, heldur veldur tilkoma
hans gjörbyltingu í þeirri þjónustu
sem Golfklúbbur Isafjarðar getur
veitt. Hér er vissulega um að ræða
stærstu þáttaskil í tuttugu og eins
árs sögu hans.
Hátíðin var skemmtileg og vel
heppnuð og voru milli 90 og 100
manns í samkvæminu. Formaður
Golfklúbbs Isafjarðar, Tryggvi Guð-
mundsson lögfræðingur, ávarpaði
gesti og fór lauslega yfir byggingar-
söguna en fyrir hönd ísafjarðarbæj-
ar flutti Birna Lárusdóttir klúbbn-
um heillaóskir.
Efri hæðin var áður einbýlishús
Skálinn er á tveimur hæðum og
grunnflötur um 130 m2 fyrir utan
verönd sem er um 100 m2. Neðri
hæðin er steinsteypt og var lokið við
að steypa hana upp nálægt síðustu
áramótum. Efri hæðin er aftur á
móti einbýlishúsið sem áður var að
Fitjateigi 6 í Hnífsdal, eitt af upp-
kaupahúsunum svonefndu. Það var
flutt í heilu lagi á sinn stað í byrjun
ársins og sett ofan á neðri hæðina.
Nýi skálinn leysir af hólmi bláa
VIÐ vígsluathöfnina á laugardag fékk Gunnar Pétur Ólason afhent
gjafabréf frá Flugleiðum upp á Evrópuferð fyrir tvo fyrir að hafa far-
ið holu í höggi á golfmóti fyrir stuttu. Gunnar Pétur (t.v.) er hér ásamt
formanni GÍ, Tryggva Guðmundssyni.
skúrinn sem keyptur var af Hafn-
arnefnd ísafjarðar árið 1985 og
var áður vigtarskúr. Nú getur
Golfklúbbur Isafjarðar boðið fé-
lagsmönnum sínum og gestum upp
á glæsilega og rúmgóða veitinga-
aðstöðu og geymslur fyrir áhöld
og tæki, auk margs annars sem
ekki var fyrir hendi í gamla skál-
anum.
Um kvöldið var síðan haldið hið
hefðbundna Jónsmessumót, sem er
raunar nokkuð óhefðbundið í fram-
kvæmd þó að það sé hefðbundið.
Ekki er venja að greina frá högga-
fjölda á Jónsmessumótum GI.
Morgunblaðið/J6n Sigurðsson
„BIRNURNAR“ á Blönduósi afhenda Pétri Amari Péturssyni, formanni bæjarráðs Blönduóss, varamanna-
skýlin. I baksýn má sjá sigurreifa meistaraflokksmenn knattspyrnuliðs Hvatar inni í öðru varamannaskýlinu
eftir leik við Kormák úr Húnaþingi vestra. Frá vinstri: Hjördís Blöndal, Guðrún Blöndal, Heiðrún Bjarkadótt-
ir, Sigríður Bjarkadóttir og Pétur A. Pétursson.
• •
Oflugar „birnur(< á Blönduósi
Gáfu varamannaskýli á völlinn
Blönduósi - Birnurnar, en svo heitir Iítill samhentur
kvennahópur sem styður við bakið á knattspyrnu-
mönnum í Hvöt á Blönduósi, afhentu á dögunum
bæjaryfirvöldum ný og glæsileg varamannaskýli
sem komið hefur verið upp við íþróttaleikvangiiin á
Blönduósi.
Pétur Arnar Pétursson, formaður bæjarráðs, veitti
varamannaskýlunum móttöku fyrir hönd bæjaryfir-
valda. Að sögn Guðrúnar Blöndal „bimu“ þá hafa
þær stöllur safnað fyrir þessu mannvirki með ýmsu
móti og hefur dósasöfnun verið þar dijúg á metun-
um. Þær bimur vildu koma á framfæri sérstöku
þakklæti til fyrirtækisins Léttitækni á Blönduósi sem
lagði þeim dijúgt lið við að hrinda þessu í fram-
kvæmd. Með tilkomu þessara skýla væsir ekki um
varamenn á Blönduósi.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
FRÁ undirritun samstarfssamningsins.
Fjarnám fyrir sjómenn
Neskaupstaður - Undirritaður
hefur verið samstarfssamningur á
milli Stýrimannaskólans í Reykja-
vík, Verkmenntaskóla Austur-
lands, Hraðfrystihúss Eskifjarð-
ar, Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað, Skipakletts á Reyðarfirði og
Farmanna- og fiskimannasam-
bands Islands um fjarnám fyrir
sjómenn.
Samstarfið tekur til þess náms
sem heyrir undir sjávarátvegs-
braut skólanna. Námsefninu verð-
ur komið fyrir í tölvutæku formi á
disklingum eða í möppu. Verkefna-
skil verða m.a. með faxi og tölvu-
pósti.
Verkefnastjórn samstarfsins er
skipuð fulltrúum frá skólanum og
útgerðarfyrirtækjum auk eins full-
tráa sjómanna úr Fjarðabyggð og
fulltrúa frá Farmanna- og fiski-
mapnasambandinu.
Áætlað er að fjarnámið hefjist í
haust með áhöfnum skipa útgerða í
Fjarðabyggð.