Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ætlað að torvelda hug-
myndamál samtímans
Rafritið Kistan, vefrit um hugvís-
indi, verður opnað á veraldarvefn-
um í dag, fímmtudaginn 1. júlí,
en í því er fengist við stöðu og
gildi mannlegrar hugsunar við
aldarlok - hið síðnútímalega
ástand sem svo kallast, aðstæður
sem margir hafa numið sem fár,
hnignun eða farg á undanförnum
árum. Þröstur Helgason lagðist í
Kistuna meðan Matthías Viðar
Sæmundsson, ritstjóri hennar,
þuldi yfír honum boðskapinn.
VEFRIT UM HUGVÍSrNDI
FORSIÐA vefritsins Kistunnar sem á meðal annars að vera vettvangnr umræðu um
menningarmál í víðum skilningi - listir, siðfræði, menntun og heimsmynd við aldarlok.
BÚAST má við því að hið
nýja vefrit, Kistan, sem
formlega verður opnað á
veraldarvefnum í dag, eigi
eftir að verða líflegur vettvangur
umræðu um menningu og íræði
þrátt fyrir nafnið. Asetningur ritsins
er, að sögn Matthíasar Viðars Sæ-
mundssonai- ritstjóra þess, þríþætt-
ur. „Það á í fyrsta lagi að vera vett-
vangur umræðu um menningarmál í
víðum skilningi - Iistir, siðfræði,
menntun og heimsmynd við aldar-
lok. Því er í annan stað ætlað að
birta eftir fræðimenn sérhæfðar
greinar og þýðingar sem fást ekki
eða seint birtar í íslenskum menn-
ingartímaritum. I þriðja lagi verður
ritið gagnabrunnur sem styrkja á
kennslu í ýmsum greinum hugvís-
inda auk þess sem hver og einn get-
ur sótt þangað fróðleik og afþrey-
ingu eftir eigin vild.“
I Kistunni eru núna 45 frumsamd-
ar greinar, viðtöl og þýðingar eftir
26 höfunda og þýðendur auk áður
óbirts efnis úr íslenskri bókmennta-
sögu. Þar er um að ræða hluta af
óprentaðri ærslaskáldsögu frá nítj-
ándu öld, Föstuinnganginum 1861,
níðskáa smásögu eftir Sölva Helga-
son lista- og fræðimann og hin al-
ræmdu Messulæti á Leirgerðar-
messu frá um átjánhundruð. Af öðru
efni má nefna nýjar þýðingar á rit-
smíðum eftir heimspekingana Jean-
Paul Sartre, Walter Benjamín og
Michel Foucault, viðtal Hjálmars
Sveinssonar við ítalska hugsuðinn
Gianni Vattimo og fjölmargar grein-
ar um hugsun, listir og menningará-
stand við lok árþúsunds: Gestur
Guðmundsson skrifar um rokk-
menningu samtímans, Sigurður
Gylfi Magnússon bregst við gagn-
rýni á einsögu, Bima Bjamadóttir
ritar gi'einar um aldarlokasýn
Baudrillards, fagurfræði og franskai'
bókmenntakenningar, Hugrún
Hrönn Olafsdóttir um skáldskap
Sölva Helgasonar, Eiríkur Guð-
mundsson um kraftaskáldið Bólu-
Hjálmar og fleiri, Garðar Baldvins-
son um tvo af höfuðspekingum tutt-
ugustu aldar, Heidegger og Demda,
Sveinn Yngvi Egilsson skrifar um
sálgreiningu og íslenska sálma,
Matthías Viðar Sæmundsson á tvær
greinar um Ijótleika og úrkynjun í
kvikmyndum og Dagný Kiástjáns-
dóttir skrifar um hinseginfræði. Aðr-
ir sem leggja ritinu lið eru Vilhjálm-
ur Árnason, Páll Skúlason, Torfi H.
Tulinius, Halldór Guðmundsson,
Ami Óskarsson, Friðrik Rafnsson,
Þröstur Helgason, Hjörtur Mar-
teinsson, Jón Yngvi Jóhannsson, Jón
Özur Snorrason, Hugnín Hrönn
Ólafsdóttir og Hermann Stefánsson.
Á tímum Auðveldra hugsana
Það er athyglisvert að Matthías
Viðar aðgreinir Kistuna frá íslensk-
um menningartímaritum á skýran
hátt og segir hana munu birta
greinar sem fáist ekki eða seint
birtar í íslenskum menningartíma-
ritum. Eg bið hann að segja aðeins
nánar frá ritstjómarstefnunni og
spyr hann hvort hann sé að tala um
að íslensk menningartímarit útiloki
ákveðinn anga af menningarlegri og
fræðilegri umræðu?
„Eg er ekki að tala um vísvitandi
útilokun. Þessi rit takmarkast hins
vegar óhjákvæmilega af útgáfuformi,
markaðsvild og dreifingarkostnaði
auk þess sem ritstjóm þeirra hlýtur
að setja skorður við efnisvali, lengd
greina og efnistökum. Hér er um
beina og óbeina ritskoðun að ræða
sem bitnar oft og tíðum hart á fræði-
legum verkum sem krefjast heila-
brota og þekkingar - seinlesnum
verkum sem era ólíkleg til vinsælda
og falla ekki öllum í geð.
Menn segja stundum í hálfkær-
ingi að við séum uppi á tímum Auð-
veldra hugsana, Augljósra setninga
og Einfaldra lesenda. Það kann að
vera ofmælt en manni flýgur óneit-
anlega í hug að svo sé ef horft er til
hnignunar íslenskra fjölmiðla á
seinni áram. Því hún líkist sannast
sagna harmrænum skopleik: Séð og
heyrt í stað Helgarpósts, Fókus í
stað Fjölnis og svo framvegis. Menn
virðast hafa talið sjálfum sér trú um
að enginn markaður sé fyi'ir gagn-
rýnið og vitrænt vikublað, svo dæmi
sé tekið, með þeim afleiðingum að
mikill fjöldi lesenda fær sáralítið við
sitt hæfi; Morgunblaðið eitt hefur
ekki gefíst upp fyrir flæðandi inni-
haldsleysinu enda vita menn þar á
bæ að til er líf eftir tvítugt."
Eftír erfíðum leiðum um
menningu samtimans
- Er Kistunni stefnt gegn þessari
deyfð?
„Fræðilegt vefrit veldur engum
jarðskjálftum. Fjölmiðlafólk þarf að
gægjast í eigin gaupnir og gera sér
ljóst að það sjálft hefur búið til áður-
nefnd viðhorf um hugsun og þarfu’
landsmanna. Það þarf að spyija sjálft
sig af hverju metnaðarfullri blaða- og
tímaritaútgáfu hefur hnignað á fáein-
um áram og varpa ekki sökinni á les-
endur, markað eða útgefendur eins
og lenska er. Því hugmyndir um ein-
feldni lesenda og ofríki markaðsafla
era lítið annað en skálkaskjól.
Vefritinu er að hluta beint gegn
þessu ástandi því í því er reynt að
leiða hugann eftir erfiðum leiðum
um menningu samtímans. Fengist
er við skoðanir sem við höfum heyrt
tíuþúsund sinnum og berast um
þjóðlífið sem sjálfsögð þekking, sem
skapalón á rétta hugsun og breytni,
þótt þær séu í raun reistar á átak-
anlegu hugsunarleysi, jafnvel for-
dómum og menntafjandskap.
Því hugsunin getm' sannast sagna
týnst, breyst í ekki neitt,
sjálivirknin étur hana
upp líkt og trúna, ef
menn rækta ekki efa-
blandna undrun and-
spænis flóknu tónalífi
orða og hugmynda,
hljómfalli þeirra og
stefjaleik um hugi og
heima, jafnvel inn í sorta
og myrkur. Ritinu er
með öðram orðum ætlað
að torvelda hugmynda-
mál samtímans, stöðva
tómlátt rennsli þess um
það sem séð er og heyrt
- sé þess yfirleitt nokkur
kostur.
Hugmyndin með
vefritinu er einnig að brjóta upp hið
gamla form tímaritsins, ekki aðeins
með samspili orða, mynda, hljóða og
slóðamynstra (þegar fram í sækir),
heldur verður reynt að eyða niður-
stikuðum mörkum innan fræði-
greina og milli fræða og skáldskap-
ar. Það er sjálfsagt merki um „póst-
módemíska" hnignun að mati sumra
en kannski er um afturhvarf að
ræða því til grundvallar liggur mun
víðara bókmenntahugtak en ráðið
hefur ríkjum um stundarsakir."
Tæplega um útfarar-
þjónustu að ræða
- Þetta hljómar nánast eins og
bylting. Verður þetta uppreisnar-
fullt rit? A ef til vill að jarða ein-
hvem (eitthvað) í Kistunni?
„Sé þetta bylting þá er hún senni-
lega löngu um garð gengin. Ég held
til dæmis að finna megi svipað bók-
menntahugtak í tímaritum Magnús-
ar Stephensens um aldamótin
átjánhundrað, enda er margt líkt
með okkar tímum og tímabili upp-
lýsingarmanna: ný öld í upplýsinga-
tækni vekur upp gamlar minningar,
glatkistur opnast og hafa fjársjóði
að geyma þeim til mikillar furðu
sem héldu að allt væri splunkunýtt
nú á dögum. Það á ekki aðeins við
um hugmyndir heldur líka skáld-
skap. Ég held að þeir sem lesa
Messulæti á Leirgerðarmessu, leik-
verk sem samið var um átjánhund-
ruð en birtist fyrst núna í heild
sinni, fái aðra mynd af lífsháttum
fyrri tíma en algengust er -
sprúðlandi sköpun, ærslum, alvöra-
leysi og beittri, niðurrífandi gaman-
semi sem hin alvöruþrangna bók-
menntasagnfræði hefur að mestu
horft framhjá. Hið sama gildir um
Föstuinnganginn 1861, ærslafulla
hópskáldsögu sem útgefendur hafa
ekki sinnt einhverra hluta vegna,
grófyrta níðsögu eftir Sölva Helga-
son og fleira; þessir textar hafa sætt
útilokun til þessa enda hefur
grótesk gleðimenning aldanna yfir-
leitt verið hunsuð.
Hér er því tæplega um útfarar-
þjónustu að ræða þótt
mynd grafarans,
mannsins sem mokar
úr jörðu, sé ágæt. Eða
áttirðu kannski við yf-
irmokstur dauðra hug-
mynda? Hvaða hlut-
verki skyldu höfund-
amir og greinar þeirra
gegna við slíka kistu-
lagningu?
Það skal hins vegar
tekið fram að ritið
snýst öðra fremur um
yfirvofandi aldamót -
hið síðnútímalega
ástand sem svo kallast,
aðstæður sem margii'
hafa numið sem fár eða
farg, einkum þeir sem ekki hafa gef-
ist sýndarveruleika fjölmiðla á vald -
árþúsundamót sem nú fella síðan
skugga yfir allt mannlíf, eða eins og
það hefur verið orðað: „I loftinu
liggur kynngimögnuð eftirvænting,
lík þeirri sem ríkti fyrir þúsund ár-
um: Framundan er ái'þúsund, þótt
guðlaust sé, til hliðar - eða handan
við söguna?" Fjölmargar greinar
ritsins fjalla um vandamál af þessu
tagi: merkingu „söguleysis" og
„guðleysis" við aldarlok sem sumh-
telja raunar að séu um garð gengin
séu þau ekki einber ímyndun."
Hvar skal setja mörk?
- Aldamótin hafa valdið mönnum
erfiðum heilabrotum.
,jHdamót era hugtak sem menn
hafa komið sér saman um að marki
skil eða hvörf í tíma en í rauninni er
vísun þess óljós og margræð eins og
sjá má af endalausri umræðu um
hvort ný öld taki við um næstu ára-
mót eða þau þamæstu. Málin flækj-
ast enn frekar þegar hugtakið er
þanið út yfir menningu, fræði og
stjórnarfar því hvar skal setja
mörk, hvar hefjast endalok og
hvenær lýkur þeim, hvernig tekur
ný byi-jun við og hvað felst í henni?
Spyrja má hvort hér sé ekki um
ímynduð mót að ræða, hvort þau séu
ekki merkingarlaust hugtak líkt og
ýmis aldahugtök sem skipta eiga
sögunni í afmarkaðar heildir; siða-
skiptaöld, lærdómsöld, galdraöld,
upplýsingaröld, hin langa nítjánda
öld, nútíminn (tuttugasta öldin)? Hér
er ekki um hlutlæg tímaviðmið að
ræða enda takmarkast þau ekki við
mörk raunverulegra alda auk þess
sem hvert og eitt er þrangið auka-
merkingu, sögulegri túlkun sem hef-
ur stundum svip óbrigðuls sannleika.
Það vita til dæmis ekki allir að hug-
tak lærdómsaldar varð til í huga Sig-
ui'ðar Nordals fyrir nokkram árum,
að það nær yfir tvær aldir og varð
líkt og svipuð hugtök til í stríði and-
stæðra túlkana á meðal fræðimanna.
Við ættum með öðram orðum að
spyrja um merkingu „aldar“ hverju
Matthías Viðar
Sæmundsson
sinni rétt eins og við hljótum að
spyrja hvað síðari hluti hugtaksins, „-
mót“, feli í sér. Er hægt að hugsa sér
rof í tímanum, gat eða geil, fullkomin
umskipti þai' sem gömlum gildum er
kollvarpað og nýr tími rís í gullnu
upphafi? Og sé svo hljótum við að
spyija um skilin sjálf: hvað gerist á
milli dauða og fæðingar, gamals og
nýs, þess sem var og hins sem verð-
ur? Kistunni er meðal annars ætlað
að fást við dellu af þessu tagi.“
Hvar byijar upphaf hins nýja?
- Það breytist kannski ekkert
nema í höfðinu á okkur. Þú átt sem
sé ekki von á stórbrotnum breyting-
um á þessum tímamótum?
„Svo virðist sem næstu aldamót
verði gjörólík þeim síðustu en svip-
aðar goðsagnir eru þó á reiki. Okk-
ur hefur verið kennt að áramót feli í
sér mikilvæg hvörf, skil, umskipti,
endi og byrjun, en kannski era þau
einungis teiknibóla á tímakortinu -
eða svo vitnað sé í Jón Helgason
prófessor: „Áramót era í sjálfu sér
eins og hver önnur mannaverk sem
ekki er ástæða til að taka með mikl-
um hátíðleik. Þau tákna ekki annað
en það að mönnum hefur komið
saman um að á þessari tilteknu
stundu skuli breytt um tölustaf í ár-
talinu." Þetta á enn frekar við um
aldamót þótt þeim sé oft og tíðum
lýst sem upphafi stórkostlegs ævin-
týris. „Aldar á morgni vöknum til að
vinna/ vöknum og tygjumst, nóg er
að sinna“ orti Hannes Hafstein.
Það er að minnsta kosti nauðsyn-
legt að fara sér hægt því þegar
reynt er að aðgreina hvað gerðist
frá því sem á undan fór þá er sem
merking hugtaksins skreppi undan
eða leysist upp. Hvar byrjar upphaf
hins nýja? Atburður felur ævinlega í
sér orsakir sem eiga sér undanfai'a
svo upphaf hlýtur að vera tObúning-
ur, huglægur punktur í tímanum; en
hvaða merkingu hefur hugtak upp-
hafs: er það hliðarspor eða frábrigði
frá hinu venjulega og fyrirsjáanlega,
rof eða skurður; hvaða öfl breyta
stefnu sögunnai', hvaða ástæður
móta það sem á eftir gerðist?
Eftir fréttum að dæma verða
næstu aldamót meira en bóla í tím-
anum; goðsagnir síðustu aldamóta
um hnignun og endurfæðingu þjóð-
ar birtast okkur á nýjan leik í
draumum um genaauð, poppfrægðir
og tölvumusteri. Aldamótaljóðin
flæða upp úr mönnum sem fyrirlíta
ekkert frekar en gamla ættjarðar-
hallærið; ljóð um endurnýjun aldar
á morgni, árdagsins stund sem gef-
ur dollara í mund, splunkunýja kyn-
slóð á tölvuöld. Tímabólan er jafnvel
gædd merkingu með líkingum sól-
arhrings, árs, æviskeiða, ljóss og
myrkurs - líkt og í gömlum kvæð-
um; en allar þessar myndir tengjast
eins og hjá Hannesi Hafstein líkam-
legri reynslu svefns, svefnrofa og
myrkurs.
Hlálegt, ekki satt? Mér líður hins
vegar eins og Indriða Einarssyni
leikritaskáldi sem lá í gallsteinum
aldamótanóttina og missti af öllu
saman.“
Opin upp á gátt
- En aftur í Kistuna. Er hún opin
öllum?
„Já, það skal tekið sérstaklega
fram að Kistan er opin upp á gátt
hefðarsinnum, hugmyndapoppurum
og póstmódemistum, enda er allri
ritskoðun haldið í lágmarki. Þetta á
að vera opið og líflegt rit þar sem
menn geta bragðist við hugmynd-
um annarra, birt skissur, drög á
ýmsum stigum, brot úr fyrirlestrum
og hugleiðingar, efni sem er í sköp-
un eða „á leiðinni" ef svo má kalla -
ekki aðeins ritgerðir í fullbúnu og
endanlegu formi. Því þetta rit er
gagnstætt prentuðum tímaritum
gætt þeim undarlega eiginleika að
geta breyst og þanist út eftir vild
þeirra sem að því koma. Það er ekki
þrælbundið af blaðsíðufjölda eða
spássíustærð heldur getur það lok-
ist upp nær endalaust, enda er
markmiðið að þróa ákveðna
fjölvíddartækni innan þess þannig
að hver lesandi geti notað og tengt
einstaka texta með sínum hætti.“
Vefari Kistunnar er Hugrún
Hrönn Olafsdóttir. Slóðin er
http://www.hi.is/~mattsam/Kistan/