Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ1999
MORGUNBLAÐIÐ
Karpov verður með
í Las Vegas
SKAK
Las Vegas
HEIMSMEISTARAKEPPNIN
í SKÁK
30. júlí - 29. ágúst
ANATOLY Karpov, heimsmeist-
ari FIDE, hefur nú sent frá sér bréf
þar sem hann staðhæfir að hann
verði meðal þátttakenda í heims-
meistarakeppninni í Las Vegas.
Bréfið var birt á nýrri heimasíðu
FIDE. Þetta eru óvænt tíðindi eftir
gagnrýni hans á stjómendur FIDE
og undirbúning heimsmeistara-
keppninnar.
I bréfinu segir Karpov að á und-
anfömum mánuðum hafi hann gefið
ákveðnar yfirlýsingar um heims-
meistarakeppnina 1999 og fram-
göngu FIDE og embættismanna
þess varðandi þennan viðburð og
önnur málefni. Frá því að hann lét
þessi ummæli falla segist hann hafa
orðið þess var að þau hafi skaðað
FIDE og ákveðna aðila innan sam-
bandsins, sem vinni af heilum hug
og á allan hugsanlegan hátt með sér
að því markmiði að auka veg skák-
íþróttarinnar. Til þess að fyrir-
byggja allan misskilning, segir Kar-
pov, og gera skákhreyfingunni
kleift að vinna að framgangi skákar-
innar, FIDE og Ólympíuhreyfing-
arinnar, þá hef ég ákveðið í dag að
binda enda á allt ósamkomulag við
FIDE og taka þátt í heimsmeistara-
keppninni í Caesars Palace í Las
Vegas.
Þótt þessi ákvörðun komi á óvart
miðað við fyrri yfirlýsingar Kar-
povs, þá hafa sumir aldrei hvarflað
frá þeirri skoðun að
Karpov mundi taka
þátt í keppninni. Þeir
hafa rökstutt þá skoð-
un sína með því, að
einn af kostum Kar-
povs sé sá að hann hafi
alltaf áhuga á því að
tefla. T.d. leysti hann
Kasparov af hólmi í ný-
afstöðnu einvígi við An-
and, þar sem skák-
mennimir máttu nota
skákgagnagrunna og
skákforrit sér til að-
stoðar. Þetta hafi Kar-
pov gert þrátt fyrir að
hann væri varla fær um
að nýta sér kosti þess-
ara hjálpartækja.
Þátttaka Karpovs í heimsmeist-
arakeppninni gefur henni óneitan-
lega aukið vægi, þótt varla geti
hann talist sigurstranglegur miðað
við taflmennskuna að undanförnu.
Eins og fram kom í
síðasta skákþætti vann
Hannes Hlífar Stefáns-
son, stórmeistari, sér
rétt til þátttöku í
heimsmeistarkeppn-
inni. Hann hefur að
undanfömu unnið að
því að undirbúa sig fyr-
ir þessa erfiðu keppni.
Kasparov og Kar-
pov gera jafntefli
Frankfurt skákmótið
er nú hafið. Blaða-
mannafundur var hald-
inn með keppendum á
mánudaginn. Sam-
kvæmt indverska dag-
blaðinu Hindu var Kasparov ekki í
góðu skapi á blaðamannafundinum
og ekki léttist á honum brúnin þegar
fyrstu spumingunni á fundinum var
beint til Karpovs. Þegar spurt var
hvort atskákin mundi leysa hefð-
bundna kappskák af hólmi var Ka-
sparov fljótur að grípa orðið og sagði
að þessari spumingu gætu eingöngu
hann og Anand svarað og átti þá við
að hvorki Karpov né Kramnik ættu
neitt erindi með að svara henni.
Fleiri svör Kasparovs voru í þessum
dúr, en þeir Anand og Karpov svör-
uðu af öllu meiri yfirvegun.
Einnig var rætt við „minni spá-
mennina" í meistaraflokknum á
blaðamannafundinum. M.a. var rætt
um þátttöku Fritz forritsins í
keppninni. Enski stórmeistarinn
Michael Adams sagði að Fritz ætti
góða möguleika, ekki síst þar sem
allt áð fjórar umferðir væm tefldar
á dag og skákmennirnir væri orðnir
nokkuð þreyttir eftir tvær fyrstu
skákimar og það mundi hafa áhrif í
skákunum við Fritz, sem auðvitað
ber ekkert skynbragð á það hversu
margar skákir það hefur teflt.
Fyrstu þrjár umferðirnar á mót-
inu vom tefldar á þriðjudaginn. Að
þeim loknum var staðan í Siemens
risaflokknum þessi:
1.-2. Vladimir Kramnik og Gary
Kasparov 2 v.
3.-4. Viswanathan Anand og
Anatoly Karpov 1 v.
Mesta athygli í þessum flokki
vakti að sjálfsögðu skák þeirra Kar-
povs og Kasparovs í fyrstu umferð.
Karpov hafði hvítt. Eftir skákina
sagði Kasparov að mikil spenna
hefði einkennt skákina. Svartur hafi
staðið aðeins betur í miðtaflinu. Síð-
an hafi svo virst sem það hafi verið
sjónhverfing og síðustu fimm leikina
hafi svartur þurft að leita eftir leið-
um til að jafna taflið. Kasparov bauð
síðan jafntefli þegar hann átti innan
við mínútu eftir og Karpov tæpa
hálfa mínútu. Karpov þáði boðið.
Allar skákirnar í fyrstu tveimur
umferðunum enduðu með jafntefli,
en í þeirri þriðju sigraði Kasparov
Anand og Kramnik sigraði Karpov.
Kasparov virðist á góðri leið með að
staðfesta enn einu sinni að hann er
sterkasti skákmaður heims um
þessar mundir.
I Siemens meistaraflokknum er
staðan þessi eftir þrjár umferðir:
1. Judit Polgar .................2Vt v.
2. -4. Peter Leko, Peter Svidler
og Fritz skákforritið..............2v.
5.-6. Michael Adaras,
Veselin Topalov ..................P/2 v.
7. Alexander Morozevich..............'k v.
8. Christopher Lutz...................0 v.
Jón Viktor sigrar
á Jónsmessumóti
Taflfélagið Hellir hélt Jóns-
messumót félagins í þriðja sinn
ÞAK-0G
VEGGKLÆDNINGAR
ÍSVrXL-öOKGA Erlr.
HÖFÐABAKKA 9. 1 12 RfYKJAVIK
SIMI 887 8/50 rAX 587 8/51
Opin samkeppni um hönnun á merki fyrir Samtök atvinnulífsins
Vinnuveitendasamband ísiands (VSÍ), Vinnumálasambandiö
(VMS), Samband íslenskra viðskiptabanka og öll aðildarfélög
VSÍ hafa að undanförnu unnið að áætlunum um nýskipan
hagsmunasamtaka atvinnurekenda. Samkvæmt þeim renna
VSÍ og VMS saman og ný sterk samtök - Samtök atvinnulífsins
(skammstafað SA) - munu líta dagsins Ijós 15. september
næstkomandi.
Félög, sjálfseignarstofnanir og einstaklingar sem stunda
atvinnurekstur öðlast aðild að Samtökum atvinnulífsins með
inngöngu í aðildarfélag innan SA. Þau verða: Landssamband
íslenskra rafverktaka; Landssamband íslenskra útvegs-
manna; Samtök ferðaþjónustunnar; Samtök fiskvinnslu-
stöðva; Samtök fjármálafyrirtækja; Samtök iðnaðarins og
Samtök verslunar og þjónustu.
Samtök atvinnulífsins eiga sem sterk heildarsamtök íslenskra
atvinnurekenda að þjóna fyrirtækjunum og gæta almennra
hagsmuna þeirra á innlendum og erlendum vettvangi. SA á
að styrkja starfsumhverfi frjáls athafnalífs og stuðla að
samkeppnishæfum og arðsömum atvinnurekstri. SA mun
annast samskipti við stéttarfélög og gera kjarasamninga fyrir
hönd aðildarfyrirtækja sem falið hafa samtökunum umboð
til þess.
Undirbúningshópur að stofnun Samtaka atvinnulífsins gengst
fyrir opinni samkeppni í samráði við FÍT, Félag íslenskra
teiknara, og samkvæmt keppnisreglum þess um hönnun
merkis fyrir hin nýju samtök. Öllum er heimil þátttaka, jafnt
félögum innan FÍT sem öðrum.
Verklýsing og hlutverk:
1. Merkið skal minna á markmið SA og standa fyrir traust
og verðug heildarsamtök atvinnulífsins. Merkið þarf
að geta staðið eitt og sér án heitisins Samtök
atvinnulífsins. Útfærsla hönnunar þarf að uppfylia eitt
af þremur eftirfarandi skilyrðum:
Það má vera tákn eingöngu.
Það má vera skammstöfunin SA eingöngu.
Það má vera tákn og skammstöfunin SA.
2. Heimilt er að notast við allt að fjóra liti við hönnun
merkisins (CMYK) en jafnframt skal það geta staðið í
einum lit í grunni, án þess að tapa stíl eða táknrænni
merkingu. Tillögum skal skilað á arkarstærð DIN A4
(29,7 x 21,0 sm). Merkið skal vera í tveim stærðum,
15 og 2 sm í þvermál, bæði í litum og svörtu. Æskilegt
er að skila inn tillögu að notkun merkis á bréfsefni,
umslögum og reikningum.
3. Auk þess að vera merki Samtaka atvinnulífsins er gert
ráð fyrir að það verði notað til margvíslegrar kynningar
hérlendis og erlendis, á pappír og í stafrænni útgáfu.
Aðildarfyrirtæki SA munu verða hvött til að nota merki
samtakanna.
4. Tillögur skal senda í pósti eða koma til undirbúnings-
hóps að stofnun Samtaka atvinnulífsins merktar:
Samtök atvinnulífsins
Hugmyndasamkeppni
Garðastræti 41
101 Reykjavík
Hver tillaga skal merkt dulnefni, en nafn höfundar,
ásamt heimilisfangi og símanúmeri hans, skal fylgja í
ógegnsæju, lokuðu umslagi, merktu dulnefninu.
5. Skilafrestur er til mánudagsins 16. ágúst 1999 kl.
17:00. Dómnefnd mun gefa sér u.þ.b. viku til að fara
yfir innsendar tillögur.
6. Þriggja manna dómnefnd hefur verið skipuð og í henni
sitja Davíð Stefánsson, stjórnsýslufræðingur VSÍ, Bjöm
Jónsson, grafískur hönnuður og formaður FÍT og
Elísabet Cochran grafískur hönnuður FÍT. Dómnefndin
velur þær tillögur sem hljóta verðlaun. Henni er heimilt
að hafna öllum tillögum ef þátttaka og gæði þeirra
merkja sem send verða í keppnina teljast, að mati
dómnefndar, vera ófullnægjandi. Þær þrjár tillögur sem
hljóta verðlaun dómnefndar verða síðan lagðar fyrir
undirbúningsnefnd SA til samþykktar sem merki SA.
7. Þegar endanlegt val á merkjum liggur fyrir, verða
umslögin opnuð, vinningshöfum tilkynnt úrslit og
verðlaun afhent við sérstakt tækifæri þar sem öll þau
merki sem berast í samkeppnina munu verða til sýnis
á sýningu sem efnt verður til í tengslum við stofnun
SA15. september nk.
8. Veitt verða þrenn verðlaun:
1. verðlaun 500.000 kr.
2. verðlaun 100.000 kr.
3. verðlaun 100.000 kr.
9. Samtök atvinnulífsins áskilja sér ótímabundinn
notkunar- og ráðstöfunarrétt á því merki sem hlýtur
verölaun í samkeppninni og notað verður án þess að
aukagreiðslur komi til.
10. Allar nánari upplýsingar veitir Davíð Stefánsson,
stjórnsýslufræðingur VSÍ, í síma 511 5000.
Æskilegt er að senda fyrirspurnir á netfangið
David.Stefansson@vsi.is.
Jón Viktor
Gunnarsson