Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Afram sam- starf við Japani HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN og MAR Co. Ltd. í Japan hafa gert samning um áframhald samstarfs um tilraunaveiðar á túnfiski innan íslenskrar efnahagslögsögu á þessu ári. Samningurinn er sambærilegur við samninga sem gerðir hafa verið sl. þrjú ár samkvæmt sérstakri heimild sjávarútvegsráðuneytisins. Gert er ráð íyrir að fímm japönsk túnfiskveiðiskip veiði innan lögsög- unnar 1. ágúst til 30. nóvember í ár. Skipunum er gert að fara um skil- greint svæði sunnan og suðvestan við landið og safna með skipulögð- um hætti upplýsingum um gang veiða og umhverfisþætti. Um borð í skipunum verða íslenskir rann- sóknamenn sem kanna afla og taka sýni til rannsókna aldurssamsetn- ingu og fæðuvistfræði túnfisks á Is- landsmiðum. Enn fremur tryggir samningurinn áframhald erfðarann- sókna, sem ætlað er að varpa ljósi á stofngerð túnfisks í Norður-Atl- antshafi. Samkvæmt ákvæðum samnings- ins er gert ráð fyrir að Japanirnir aðstoði íslensk skip sem hug hafa á að ná tökum á túnfiskveiðum. Norð- ur-Atlantshafsráðið, ICCAT, fer með stjórn túnfiskveiða á Norður- Atlantshafi og er gert ráð fyrir að öllum rannsóknaniðurstöðum verði jafnóðum komið á framfæri á vett- vangi vísindanefndar ICCAT. --------------- Veiðarfæragerð 2 milljóna námsstyrkur HAFRANNSÓKNASTOFNUN auglýsti fyrir skömmu styrk til meistara- eða doktorsnáms í veiðar- færafræðum og nemur styrkurinn að hámarki tveimur milljónum króna á ári í allt að þrjú ár. Svona hár styrkur er nýmæli hjá Hafrannsóknastofnun en að sögn Jóhanns Sigurjónssonar forstjóra var ákveðið að fara þessa leið vegna mikilvægis menntunar á umræddu sviði og á næstunni yrði a.m.k. einn annar ámóta styrkur auglýstur. „Við teljum mikilvægt að stuðla að því að það komi vel menntað fólk til starfa á þessu sviði og viljum gera það með þessum hætti,“ sagði Jó- hann við Morgunblaðið. Umsækjendur þurfa að hafa lokið fyrri hluta prófi á háskólastigi í verkfræði, tæknifræði eða skyldum greinum raunvísinda, líffræði eða öðrum undirbúningi sem hentað getur framhaldsnáminu. Gert er ráð fyrir að námsverkefnið verði unnið í samráði við sérfræðinga Hafrann- sóknastofnunai-innar og er umsókn- arfrestur til 15. júlí. ------♦-♦-♦---- Fá kvóta í Máritaníu RÚSSAR fá 250.000 kvóta í Márit- aníu í ár samkvæmt samningi sem þjóðirnar gerðu með sér fyrir skömmu en 1996 gerðu þær samn- ing varðandi fiskveiðar sem gildir út líðandi ár. Pað sem af er samnings- tímabilinu hafa Rússar veitt meira en 500.000 tonn í lögsögu Máritaníu og greitt Máritönum 20% aflans fyrir kvótann. Mikil samvinna er á milli þjóð- anna í sjávarútvegsmálum. Rúss- neskir sérfræðingar hafa reglulega fylgst með stofnstærð tegunda í lög- sögu Máritaníu og ráðlagt hvernig eigi að verja þá og byggja þá upp auk þess sem þeir hafa kennt heimamönnum á þessu sviði. I stað- inn hafa rússneskir sjómenn fengið ákveðin réttindi í Máritaníu, Márit- anar hafa séð um viðgerðir á togur- um þeirra og útvegað þeim fæði og eldsneyti. st'ríp' Þjónustu og ábyrgðaraðilar eru: Gleraugnaverslunin í Mjódd • Gleraugnaverslun Keflavíkur • Gleraugnaversiun Suðurlands Nýr Gandí til Vest- mannaeyja NÝR Gandi sigldi inn í Vest- mannaeyjahöfn á þriðjudags- morgun. Um er að ræða 10 ára gamalt skip, 34 metra að lengd og 8,20 metra á breidd, sem út- gerðarfyrirtækið Gandí ehf. í Vestmannaeyjum keypti í Ala- sundi í Noregi fyrir 250 milljón- ir króna. „Við erum að endurnýja og yngja upp,“ sagði Gunnlaugur Olafsson útgerðarstjóri við Morgunblaðið og bætti við að til stæði að selja dragnóta- og netabátinn Guðjón VE sem áður hét Gandí. Hann var smíðaður í Noregi 1961, yfirbyggður 1981 og Iengdur 1990. „Við vorum á netum og snurvoð en verðum eingöngu á línu,“ sagði Gunn- laugur. Morgunblaðið/Sigurgeir GANDÍ VE 171 kom til Vestmannaeyja í fyrsta sinn á þriðjudag. Að sögn Gunnlaugs er nýja skipið sérbyggt línuskip með frystingu. „Við ætlum að róa með línu og frysta aflann um borð,“ sagði hann. Gandí er með 900 hestafla vél og sagði Gunn- laugur að vel hefði farið um menn á leiðinni heim. „Það var blíðskaparveður og því reyndi lítið á skipið en okkur leið vel.“ Níu manns voru í áhöfn á eldra skipinu og 11 þegar það var á netum en 14 .verða í áhöfn nýja skipsins, undir stjórn Stef- áns Sigurðssonar skipstjóra. Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Sími: 425 0500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.