Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 37 FERÐALÖG Morgunblaðið/Silli EXPLORER í Húsavíkurhöfn. Skemmtiferða- skip á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. Skemmtiferðaskipið Explorer, sem siglir undir bandarískum fána, lagð- ist að bryggju á Húsavík síðastlið- inn miðvikudag, eftir að hafa farið til Grímseyjar og farþegar séð mið- nætursólina á siglingu á Skjálfanda í hinu fegursta veðri. Farþegamir, sem eru um 100, bandarískir og enskir, notuðu dag- inn til að skoða Mývatnssveit, en nokkrir af áhöfninni, sem eru um 70 manns, skruppu í Asbyrgi. Skipið er á vegum ferðaskrifstof- unnar Nonni Travel á Akureyri, en forstjóri hennar er Helena Dejak. Hún skipulagði þessa ferð þannig að komið er til ísafjarðar, Akureyr- ar, Grímseyjar, Húsavíkur og þaðan siglt til Seyðisfjarðar. Húsvíkingum fínnst að meira mætti gera af því að láta skip, sem koma til Akureyrar, hafa viðkomu á Húsavík og skipuleggja landgöng- una þannig, að farið væri í land á Akureyri, ekið að Goðafossi og í Mývatnssveit, það niður Kísilveg og komið við á Hveravöllum í Reykja- hverfi og Ystihver látinn gjósa, en hann gýs allt að 30 m ef sett er í hann sápa. Komið til Húsavíkur og farið þar aftur um borð eftir að hafa ekið um 155 km leið. Morgunblaðið/Guðrún Vala HÓTEL Eldborg verður opið í allt sumar. Hótel Eldborg formlega opnað Ejga- og Miklaholtshrcppi. Morgunblaðið. HÓTEL Eldborg hefur nú tekið til starfa á ný í Laugargerðisskóla. Þórdís Eiríksdóttir og Margrét Jó- hannsdóttir leigja skólahúsnæðið til hótelhalds. Ópnað var fyrstu helgina í júní en formleg opnunar- hátíð fór fram föstudagskvöldið 11. júní. Auk vina og vandamanna, var ýmsum aðilum sem að ferðamálum standa, boðið að koma og kynna sér sveitina og hótelið. Öllum íbú- um í Kolbeinsstaðahreppi og Eyja- og Miklaholtshreppi var líka boðið. Borinn var fram grillmatur og létt- ir drykkir við undirleik píanóleik og harmonikkutóna. A sama tíma var opnuð sýning listakvenna frá galleríi Listakoti. Um 90 manns nýttu sér gestristni Þórdísar og Margrétar. Hótelið verður opið í allt sumar fyrir gesti og gangandi. Sundlaug er á staðnum og stutt að fara til að skoða frábærar náttúruperlur eins og Gerðuberg og Rauðamelsölkeldu, Gullborgarhelli og Löngufjörur, auk þess sem gönguleiðir eru á Eld- borgu og Rauðukúlu þar sem hægt er að fá útsýni yfír sveitina. Bjartar nætur í Húnaþingi vestra FERÐAMALAFELAG Vestur- Húnavatnssýslu, í samvinnu við þjónustufyrirtæki á svæðinu, hefur gefið út bæklinginn Bjart- ar nætur. Bæklingurinn inni- heldur handhægar upplýsingar fyrir hinn almenna ferðamann, m.a. eru taldir upp áhugaverðir staðir. Einnig er bent á hvar ýmsa þjónustu er að finna, t.d. hvar er hægt að komast í sil- ungsveiði eða hvar sveitaböllin eru haldin þetta sumarið. Einnig er listi yfir uppákomur héraðs- hátíðarinnar Bjartra nátta sem nú er haldin í sjötta sinn. Nánari upplýsingar fást í Upplýsinga- miðstöð ferðamála í Staðarskála. Frábær samleikur TONLIST Salurinn SAMLEIKSTÓNLEIKAR Sigurbjörn Bernharðsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir fluttu verk eftir Janácek, Dvorák, Schönberg og Beethoven. Þriðjudagurinn 29. júní, 1999. SVO virðist sem ýmsar breytingar séu að verða á tónleikahaldi, er eink- um birtist í því að einleikstónleikum hefur smátt og smátt fækkað en kammertónlist orðið æ vinsælli, öf- ugt við það sem var fyrir nokkrum áratugum, þegar kammertónlist var aðeins fárra manna viðfang. Líklega má að nokkru rekja þessa þróun til þess að hljóðfæraleikarar leiti meira til samspils en að halda einleikstón- leika. Sigurbjörn Bernharðsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir stóðu fyrir samleikstónleikum í Salnum s.l. þriðjudagskvöld og hófu tónleikana á sónötu eftir Leos Janáeek, sem sam- in var á árunum 1914 til 1921, og annar þátturinn, ballaðan, var sam- inn sem sér verk 1915. Eftir 1916 mun mestur tíminn hafa farið í gerð óperu og hljómsveitarverka og því er endanleg gerð sónötunnar skrásett 1921-22. Tónstíll Janácek er órjúfan- lega tengdur móðurmáli hans, en auk tengsla hans við tékknesk þjóð- lög var hljómskipan mjög oft byggð á 4undum, 5undum og 2undum og tónferlið ber einnig oft merki heiltónaskipunar, t.d. með stækkaðri 4und. Það sem gerir tónlist Janácek nokkuð sérstæða er eins konar sam- talsstíll, sem birtist með ýmsum hætti og þá sem ósamstæðar tónhug- myndir, jafnvel truflandi andstæður, sem rjúfa samhengi tónmálsins, eins og heyra mátti í síðasta kaflanum sérstaklega greinilega, er stuttar bergmáls“athugasemdir“ í einleiks- fiðlunni rufu samhengið í ljúfsáru tónmáli píanósins. Þetta skemmti- lega verk var mjög vel flutt og sam- talsleikurinn sérlega skýrt mótaður af Sigurbirni og Önnu Guðnýju. Annað verk tónleikanna voru elskuleg smálög eftir Dvorák, Fjög- ur rómantísk lög, óp.75, sem samin voru 1887 og var flutningur þeirra leikandi fallega mótaður. Á eftir þessum þýðu lögum kom verk af annarri gerð, nefnilega Fantasían fyrir fiðlu og píanó, samin 1949, eftir Schönberg og er það síðasta kamm- erverk hans. Þeir sagnfræðingar sem lesið hafa í handrit Schönbergs, telja að hann hafí fyrst samið fiðlu- röddina og jafnvel að verkið hafi upphaflega verið hugsað sem ein- leiksverk, enda er fiðluröddin alls- ráðandi og píanóhlutverkið oftar hreinn undirleikur, sem er í raun andstætt viðhorfum Schönbergs. Á þessum tíma er hann farinn að fjar- lægjast 12 tóna-aðferðina og jafnvel árið 1934 semur hann svítu í G-dúr og í Óðnum til Napóleons (1942) ger- ir hann margvísleg frávik frá aðferð- inni og viðurkennir þrá sína eftir aft- urhvarfi í ritgerðinni Stíll og hug- myndir (1951). I Fantasíunni má merkja ýmislegt sem minnir á „atónal“-tímabilið hjá Schönberg fyrir 1923. Þetta verk var afburðavel leikið og dregið sérlega skýrum dráttum, svo að glæsileiki þess bók- staflega blómstraði í höndum Sigur- björns og Önnu Guðnýjar. Lokaverk tónleikanna var síðasta fiðlusónatan eftir Beethoven op.96 og er þessi fallega og leikandi létta sónata sérkennileg andstæða við fiðlusónötuna á undan, Kreutzer- sónötuna, enda nærri 50 ópusar þar á milli. Yfir G-dúr-sónötunni ríkir sérkennileg sátt en eitt af því sem einkennir mjög síðustu verk meist- arans er að „trillan" er ekki lengur ástríðufull en orðin friðsæl og upp- hafin, og einnig að lagferlið er á stundum einfalt og syngjandi og minnir jafnvel á æskuverk höfund- ar, þótt torráðið tónmál sé þar í mót ráðandi í stærri verkunum. Flutningur Sigurbjörns og Önnu Guðnýjar var á friðsælu nótunum og ekki gerð tilraun til að „æsa“ verkið upp og var t.d. hægi þáttur- inn mjög fallega fluttur og ekki síð- ur skersóið, „sem snertir ekki jörð- ina“, er var látlaust en fallegt og skýrt í frábærum flutningi Sigur- björns og Önnu Guðnýjar. Lokakaflinn er ótrúlega einfalt verk og til að rjúfa þennan einfald- leika bætti Beethoven við hægum þætti, eins konar tónlesi og síðar stuttri fúgu, framsögu sem setur sérkennilegan svip á þennan annars sérlega saklausa „söngþátt". í heild voru þetta skemmtilegir tónleikar bornir uppi af sterkri tilfinningu fyrir tónmáli og formi verkanna og unnir í einstaklega gott samspil, sem var tilþrifamest í áhrifamiklu verki Schönbergs. Jón Ásgeirsson Kirkjusýning’ á Hólahátíð HEYR himnasmiður er yfirskrift sýningar á skagfirskum kirkjum og skrúð sem opnuð verður á Hólum í Hjaltadal á laugardaginn. Sýning- in er sett upp í tilefni 1000 ára af- mælis kristni á íslandi og er sam- starfsverkefni Kristnihátíðar- nefndar Skagafjarðarprófasts- dæmis, Hólastaðar, Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns ís- lands. Sýndir verða dýrgripir úr skag- firskum kirkjum og kirkjuleg hlut- verk þeirra kynnt. Tilgangur sýn- ingarinnar er að vekja áhuga á sögu og hlutverki kirkjunnar í þús- und ár. Kortlagðir eru yfir 100 kirkjustaðir í Skagafirði, getið um skólahald á Hólum og prentverk, og m.a. fjallað um hin vígðu emb- ætti kirkjunnar, liti hennar, kirkju- skrúða, messusöng og sálmaskáld og um guðshúsin sjálf. Dagskráin hefst á helgistund kl. 14 í Hóladómkirkju í umsjón sr. Bolla Gústavssonar. Hallgrímshóp- urinn flytur sálma eftir Hallgrím Pétursson og Gerður Bolladóttir flytur sálm Kolbeins Tumasonar frá 1208. Undirleikari er Sveinn Arnar Sæmundsson. Séra Dalla Þórðardóttir prófast- ur opnar sýninguna í skólahúsinu og hr. Karl Sigurbjörnsson biskup, og Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur flytja ávörp. Karlakórinn Heim- ir syngur nokkur lög. Sýningin verður opin alla daga til 15. ágúst, en sá dagur markar upphaf Hólahátíðar, sem er hin formlega opnun kristnihátíðarárs- ins í Hólastift. Vágakórinn syngur í Reykholti VÁGAKÓRINN frá Vágum í Færeyjum mun halda söng- skemmtun í Reykholti í Borg- arfirði í dag, fimmtudag kl. 17. Á söngskránni er bæði kirkju- leg og veraldleg tónlist. Kórinn syngur einnig nokkur íslensk lög. Stjómandi kórsins er Jon- vor Joensen. J\LLTAf= €=!TTH\/V\LD . LUXEMB0RG Frá upphafí: Besta leiðin til Evrópu Luxair býður upp á beint flug til Lúxemborgar með þægilegri og hraðskreiðri þotu. Frá Lúxemborg liggja vegir til allra átta. Keflavík 0.45 Lúxemborg 6.25 Lúxemborg fþ 22.20 Keflavík 0.05+1 LUXAIR THE WINGS OF CHANGE www.luxair.lu Nánari upplýsingar og bókanir hjá öllum helstu ferðaskrifstofum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.