Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Sýnt í Loftkastatanum kt. 20.30: RENT — Skuld — söngleikur e. Jonathan Larson LAU. 3/7 nokkur sæti laus. SÍÐASTA SÝNING LEIKÁRSINS. Mlðasala Þjóðleikshússlns lokar vegna sumarleyfa frá og með 1. júlí. Opnar aftur í. september. Sala áskriftarkorta auglýst í lok ágúst. iife'jiilSDOLj. ) sm Gamanleikrit Ileikstjórn Siguröar Sigurjónssonar Fös 2/7 kl. 20 uppselt Fös 9/7 kl. 20 örfá sæti Lau 10/7 kl. 20 örfá sæti Fös 16/7 kl. 20 Lau 17/7 kl. 20 Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 10 lau. 3/7 kl. 20.30 nokkur sæti laus Síðasta sýning leikársins HIRÐFÍFL HENNAR HÁTIGNAR Uppselt. Aukasýn. 15., 16. 17. og 18.7 Miðasala í s. 552 3000. Opið virka daga kl. 10 — 18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir allan sólarhringinn. trLEIKFÉLAG^aá REYKJAVÍKURJ® _ 181)7 1997 BORGARLEIKHUSIÐ Á SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: litk khyttwýíbúSut eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. fös. 2/7, ath. kl. 21.00, lau. 3/7, uppselt, sun. 4/7, aukasýning. fim. 8/7, fös. 9/7, lau. 10/7. U í 5VtfI Sindrabæ Höfn í Hornafirði í kvöld fim. 1/7 Egilsbúð Neskaupstað Fös. 2/7 Herðubreið Seyðisfirði Lau. 3/7. Forsala á aðrar sýningar í síma 568 8000 Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Simi 568 8000, fax 568 0383. 5 30 30 30 Mðasab optn Irá 12-18 og Iran að sýifngu sýitBardaBa. Otfð Irá 11 lyrf hadegsiefctiiúð ICI HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00 Mið 30/6 UPPSELT Rm 1/7 UPPSELT Fös 2/7 örfá sæti laus Mið 7/7 örfá sæti laus Rm 8/7 örfá sæti laus Fös 9/7 örfá sæti laus TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afsláttur af mat fytir leikfiúsgesti í Iðró. Borðapantanir í síma 562 9700. I kvöld fim. 1/7 kl. 21 Bræðingur/Botnleðjutónleikar Fös. 2/7 kl. 22: Tilraunaeldhúsið/ Jaguar og Big band Brutal. Lau. 3/7 kl. 21.00: Blái engillínn Sif Ragnhildardóttir syngur lög Marlene Dietrich Seremóníumei stari: Arthúr Björgvin Bollason. Miðapantanir í símum 551 9055 og 551 9030. Eiturlyfin að baki hjá Eric Clapton Beitti konu sína ofbeldi í VIÐTALI við blaðið Sunday Times játar gítarleikarinn Eric Clapton að hafa beitt eiginkonu sína, Pattie Boyd, ofbeldi er þau voru gift á níunda áratugnum. „Eg var gjörsamlega háður áfengi og eiturlyfjum. Fólk tiplaði á tánum í kringum mig því það vissi ekki hvort ég var í góðu skapi eða slæmu,“ sagði Clapton. „Stundum neyddi ég eigin- konu mína til samræðis af því að mér fannst ég eiga heimtingu á því,“ bætti hann við. „Ég sýndi öðrum alls enga tillitssemi og ég held að í slíkum fjöl- skyldum fari allir í ákveðin hlutverk til að gera hið daglega líf bærilegt." Viðtalið var tekið á eyjunni Antigua í Karíbahafmu þar sem 1 Clapton setti meðferðarheimili fyrir eiturlyfja- og áfengissjúklinga á laggirnar. Hann er enn ókvæntur eftir að þau Pattie skildu árið 1988. Tvær flöskur á dag Þegar Clapton var listanemi árið 1969 neytti hann í fyrsta skipti eitur- lyfja og fljótlega var hann farinn að drekka tvær vodkaflöskur á dag og eyða tæpum 200 þúsund krónum á viku í heróín. Eftir að fjögurra ára sonur hans beið bana árið 1991, er hann féll út um glugga, fór Clapton til Antigua. „Fyrir áfengis- sjúkling var Antigua himnaríki því þar var auð- velt að nálgast hvers kyns eiturlyf og allir sem þú hitt- ir voru einnig áfengissjúk- lingar,“ sagði hann um veru sína á eyjunni. Árið 1982 fór hann fyrst í meðferð en það var ekki fyrr en 1987 sem hann var að fullu læknaður. Meðferðarheimilið, sem heitir Cross- roads, er opið öllum eyjaskeggjum að kostnaðarlausu en aðrir þurfa að borga rúmar 600 þúsund krónur fyr- ir meðferðina. Clapton segist ekki líta lengur á sig sem tónlistarmann, því ef hann þurfí áfengi til að semja lag, eins og áður, þá sé sennilega betra að vera ekki tónlistarmaður. A dögunum seldi hann flesta gítarana sína og safnaði um 350 milljónum króna fyr- ir meðferðarheimilið. Eric Clapton. FÓLK í FRÉTTUM STJARNA er fædd; Hulot kom fyrst fram á sjónar- sviðið í Herra Hulot fer í frí. HULOT ráfar um stórborgina í Playtime. JACQUES TATI FRANSKI háðfuglinn Tati er einn þeirra manna sem illmögulegt er að sjá fyrir hugskotssjónum. Einna helst man maður eftir pfpunni og frakkanum. Á sinn cinstaka hátt tókst honum að gera atburðarás- ina að þungamiðju mynda sinna en halda sér sjálfum til hlés - þó hann sé í' nánast hverju einasta atriði. Ætli galdurinn sé ekki sá að hon- um tekst að halda athygli áhorf- andans sökum þessa makalausa skopskyns í stað þess að láta töku- manninn vera sýknt og heilagt að hafa sig í nærmynd eða forgrunni. Þökk fyrir það, herra Tati, þetta mættu hinir fjölmörgu kollegar þínir og lærisveinar um allar jarð- ir gjarnan hafa að leiðarljósi. Tati kom í heiminn í október 1908 og stæði því á níræðu, hefði honum enst ævi og heilsa til, en hann lést 1982. Tati var fjölþjóð- legur í orðsins fyllstu merkingu, hann notaði ekki aðeins myndmái sem aliir skildu, heldur var hann af rússnesk/hol- lensk/fransk/ítölsku bergi brotinn, afinn sendiherra Rússakeisara í París. Faðir hans rak vel metna innrömmun í heimsborginni, sem beið sonarins. Hann valdi hins veg- ar þann kostinn að fylla út f myndramma filmunnar og gerði það á annan og skemmtilegri hátt en flestir aðrir. Áður en hann gekk kvikmyndalistinni á hönd lék Tati með Racing Club, hinu fræga rugbyliði borgarinnar. Þaðan lá leiðin í skemmtanaheiminn. Fyrst sem leikari og leikstjóri við revíu- leikhúsin þar sem hann skopaðist að vinum sfnum, helstu íþrótta- mönnum landsins, við mikinn fögn- uð gestanna. Sitthvað var kvik- myndað af þessum uppákomum, sem urðu stuttmyndir, þær fyrstu sem tengjast nafni spaugarans. Á tfmum seinna heimsstríðs dvaldi Tati úti á landsbyggðinni og kvik- myndaferillinn lá niðri uns hann lék í Sylvie et le Phantóme, (‘45), undir stjórn Claude Autant-Lara. 1947 leikstýrði Tati, skrifaði handrit að og fór með aðalhlut- verkið í stuttmyndinniL’Eeofe de facteurs, þar varð til bréfberinn, sem varð svo feikivinsæll að Tati gerði hann að aðalpersónu f fyrstu löngu myndinni sinni, Jour de fete, (‘49). Margir telja hana tímamótaverk í franskri kvik- myndasögu og væri ekki ónýtt að fá að sjá hvað er hæft í því á ein- hverri sjónvarpsstöðinni - annars held ég að ég geti fullyrt að allar myndir meistarans séu til á þeim leigum borgarinnar sem sérhæfa sig f klassfkinni. Myndin vann til fjölda verðlauna og færði leikar- anum/leikstjóranum/handritshöf- undinum Tati frægð um hinn vest- ræna heim. Hér kom fyrst fram á sjónarsviðið notkun kvikmynda- gerðarmannsins á alls kyns hljóð- um sem samtfminn tekur annars lítið eftir en hann gerir að ótrú- lega fyndnum þætti, líkt og svo ótal margt annað sem við teljum sjálfsagða hluti, svo sem raf- magnstæki, flutningatæki, arki- tektúr. Nánast hvað sem er úr firrtri samtfðinni verður háðfugl- inum að aðhlátursefni. Þetta er aðalsmerki Tatis, sem hann held- ur áfram að ffnpússa í arftaka póstmannsins; herra Hulot, sem kemur fyrst fram í næsta verki MEISTARI Jaqcues Tati á sfnum stað. hans, Herra Hulot fer í frí, (‘53). Ekki var að sökum að spyrja, hinn nýi talsmaður leikstjórans, af- káralegur og eilíflega utan við sig, utanveltu með pípu sína, hatt og regnhlíf, í heimi á allt annarri bylgjulengd, með öllum sínum hraða, þægindum og tækninýj- ungum, varð á svipstundu sfgild persóna í kvikmyndasögunni. Þessi seinheppni og fámáli furðu- fugl varð upp frá þessu aðalper- sónan í myndum Tatis. En þrátt fyrir allt, oftast eina heila brúin í nútímafirrunni. Hulot er með eft- irminnilegri persónum gaman- myndanna, gefur á sínum bestu augnablikum flækingnum hans Chaplin, Laurel og Hardy, per- sónum Keatons og fleiri góðra manna ekkert eftir. Hulot þarfnaðist mikils tíma og yfirlegu enda nauðsynlegt að skoða myndir Tatis oftar en einu sinni, maður finnur jafnan eitthvað nýtt og skemmtilegt í hvert sinn sem horft er. Nostrið og þaulhugsuð mynd- byggingin gerði það að verkum að langt Ieið uns næsta Hulot-myndin, Frændi minn - Mon Oncle, (‘58), leit dagsljósið. Hún vann til földa verðiauna og naut mikillar hylli kvikmyndahúsgesta. Nú leið tæpur áratugur, næst birtist Hulot á tjaldinu 1967, í Playtime. Karlinn sveik engan en meðgöngutíminn var alltof langur og skaðaði feril leikstjórans verulega. Myndin fékk alls ekki þá aðsókn sem henni bar, kolféll, og Tati bar ekki sitt barr eftir þetta. Fjórði og sfðasti gim- steinninn með herra Hulot, Trafic, (‘71), fór því miður fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi. Plagaður af fjárskorti og van- metakennd lauk Tati við aðeins eina mynd eftir þessar hrakfarir. Parade, (‘74), var að mestu tekin á myndband og hefur ekki farið víða. Hann tilkynnti að undirbún- ingsvinna væri hafín við Confusion árið 1974, en lengra komst hann ekki með það verkefni. Maðurinn sem mætti kalla nútfmameistara þöglu myndanna og látbragðs- leiksins, lauk því aðeins við sex myndir á ferlinum. Slík voru gæði þeirra og frumkvæði að þær settu hann á stall með útvöldum. Sígild myndbönd PLAYTIME (‘68) ickick Tvímælalaust ein fyndnasta myndin frá Frakklandi á sjöunda áratugnum. Hr. Hulot (Tati) á dæmalausu ferðalagi um illþekkjan- lega París samtímans; gler, stál og plast teygir sig til himins. Hrak- fallabálkurinn, í skondnum félags- skap bandarískra ferðalanga, er í vandræðum alla myndina með að ná fundi sem hann hefur boðað sig á og myndin ein allsherjar skopstæling á umhverfinu. Nánast þögul, mikill látbragðsleikur, mikið fjör þó at- burðarásin sé í hægari kantinum. Hápunkturinn opnun á veitingastað þar sem hvert axarskaftið rekur annað. TRAFFIC, (‘71) ickick Síðasta myndin um Hulot gerist á undan og á stórri alþjóðlegri bíla- sýningu þar sem flest fer úrskeiðis. Osvikinn brandarabanki frá upphafi til enda, troðfull af meinfyndnum þáttum um viðskipti regnhlífa- mannsins við alla mögulega og ómögulega hluti sem flækjast fyrir honum. T.d. þarf hann að laga O-ið í AUTO SHOW, þar sem það snýr ekki rétt! Hljóðin skipta meira máli en hið talaða orð, líkt og í öðrum myndum Tatis, sem að mínum dómi hefur aldrei verið betri. HERRA HULOT FER í FRÍ - VACANSES DE MONSIEUR HULOT (‘53) ickick Tati heldur áfram þróun þöglu myndanna og kynnir til starfans herra Hulot í geggjaðri, fáorðri og nánast söguþráðslausri mynd þar sem ósköp hversdagsleg hegðun mannskepnunnar verður allt í einu aðhlátursefni fyrir töfra Tatis. AJlt sem hann gerir verður meinfyndið. Hvort sem hann er að lesa dagblað, borða rjómaís eða situr í sandinum. SpaugOeg nærskoðun leikstjór- ans/leikarans/handritshöfundarins á ósköp venjulegu fólki og atburðum - gestum á sólarstrandarhóteli, er fyrsta og frumlegasta stórvirki Tat- is á einstæðum ferli. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.