Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. JIJLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ AdstoðarSlv ÉG vona að þú sért með réttu græjurnar, Einar minn, ég þarf á góðu pólitísku veðri að halda á Eyjabakkasvæðinu. „Næstum of gott til að geta haldið áfram“ GLAÐHLAKKALEGIR veiðimenn á bökkum Ytri Rangár. ÞVERÁ ásamt Kjarrá hefur gefið nærri 550 laxa það sem af er vertíð og er vel á annað hundrað löxum á undan næstu verstöð sem er Norð- urá. Óstöðugt vatnsmagn hefur þó, eins og víðar, staðið veiðiskap fyrir þrifum og gerir aflatöluna enn glæsi- legri. „Við leigutakarnir erum að sjálf- sögðu bæði undrandi og ánægðir yfir þessari veiði. Þetta hefur nefnilega ekki verið tóm hamingja, það hafa verið erfiðir dagar vegna gruggs og vatnavaxta. En maður spyr sig núna hvenær þessu ljúki. Vonandi aldrei en þetta er næstum of gott til að geta haldið áfram,“ sagði Jón Ólafs- son, einn leigutaka Þver- ár og Kjarrár, í samtali við Morgunblaðið. Jón sagði jafnframt að aflinn væri bæði smár og stór lax. Eins og venja er til var laxinn nánast allur stór framan af mánuðin- um en síðan fór að bæta í smálaxinn. „Um síðustu helgi var þessu nokkuð misskipt. Það er farið að bera verulega á smálaxi en enn sem komið er veiðist mest af honum neðarlega. Um helgina voru menn mest í stórum fiski í Kjarrá en smáum fiski í Þverá. Þetta á svo eftir að blandast,“ bætti Jón við. Fimmtíu úr Brennunni „Síðasti hópur í Brennunni fékk aðeins fjóra laxa en heildarútkoman er þó bærileg, það eru komnir eitt- hvað um 50 laxar á land af svæðinu,“ sagði Dagur Garðarsson, einn leigu- taka Brennunnar í Borgarfirði, en sá veiðistaður er vatnamót Þverár og Hvítár. Stærsti laxinn til þessa var 17 pund, að því er Dagur taldi, og farið er að bera á smálaxi. Aldrei betra í Álftá Tíu fiskar veiddust í Álftá fyrsta daginn, 25.júní, sex laxar og fjórir sjóbirtingar. Síðan hefur reyst eitt- hvað flesta daga, m.a. 6 punda sjó- birtingur. Leigutakar og fleiri kunn- ugir telja að aldrei fyrr hafi veiði verið jafn lífleg í júní, en Álftá er „síðsumarsá". Mest hefur veiðst í Kerfossi, en nýlega hafa menn séð göngur neðarlega í ánni. Góður gangur í Vatnsdal Pétur Pétursson leigutaki Vatns- dalsár sagði í gærdag að „góður gangur“ væri í veiðiskapnum. „Síð- asta grúppa var með 29 laxa og það eru líka komnir tíu laxar af silunga- svæðinu. Þar hefur líka verið að veiðast hörkuvæn bleikja. Það er víða lax í ánni og haugur af honum í Hólakvörn. Hann er þó ekki að bunkast þar upp, því við erum að fá lúsuga laxa á báðum efri svæðunum á hverri vakt, alveg upp í Stekkjar- foss,“ sagði Pétur. OLYMPUS Oiympus mju II Alsjálfvirk I Linsa 35 mm Ljósop F 2,8 O^y. Framúrskarandi linsa, ein þynnsta 35 mm linía^^ju.y^ á markaðnum All-Weather Sérstök landslagsstilling 5 flassstillingar Hægt að nota^jarstýringu. éTi, BRÆÐURNIR íelORMSSON iSfSSlVí'VSÍSOTo 2800 www.ormsson.ls Harmonikuhátíð á Siglufirði A A annað hund- rað harmoniku- leikarar hittast SIGLFIRÐINGAR búast við allt að þúsund gestum á Siglufjörð um helgina sem hittast þar í tengsl- um við sjöunda landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda. Óm- ar Hauksson er formaður Félags harmonikuunn- enda á Siglufirði. „Landsmót íslenskra harmonikuunnenda er haldið á þriggja ára fresti og verður hjá okkur á Siglufirði að þessu sinni dagana 1.-4. júlí. Við er- um að vonast eftir allt að þúsund gestum á lands- mótið sem hefst í kvöld, fimmtudag, með aðal- fundi landssambandsins. Um kvöldið verður dúndrandi harmoniku- leikur um allan bæ og m.a. á veitingastöðum bæjarins. Þá spilar hver sem betur getur en gert er ráð fyrir að hér hittist hátt á annað hundrað harmon- ikuleikarar.“ - Er svo veríð að spila á harmoniku alla helgina? „Á morgun, fóstudag, eru tón- leikar í íþróttahúsi staðarins og þar koma sveitir hinna ýmsu fé- laga fram og sýna snilli sína á nikku. Um kvöldið verðum við svo með uppákomur við Síld- arminjasafnið þar sem boðið verður upp á síldarsöltun, varð- eld og harmonikuleik auk þess sem fólki gefst kostur á að skoða Síldarminjasafnið. Þetta kvöld verða einnig dansleikir á þremur stöðum í bænum þar sem auðvitað verður dansað við harmonikuleik fram eftir nóttu.“ Ómar segir að á laugardegin- um verði áframhaldandi tónleik- ar félaga í íþróttahúsi og síðdeg- is verði boðið upp á tónleika með rússneskum gestum. „Gest- ir okkar eru mjög færir rúss- neskir tvíburar sem heita Yuri og Vadim Fjodorov. Þeir eru við nám í Þýskalandi og kunna ýmsar brellur með nikkuna. Um kvöldmatarleytið á laugardag- inn má segja að hápunkturinn verði þegar allir harmonikuleik- ararnir á svæðinu koma saman á Ráðhústorginu og leika fyrir vegfarendur. Við gerum ráð fyr- ir því að a.m.k. 150 harmoniku- leikarar komi saman og þá verða líka ýmsar óvæntar uppá- komur.“ Ómar segir að á laug- ardagskvöldinu verði lokahóf í íþróttahúsinu og dansað fram undir morgun. -Það hefur kostað mikinn undirbúning að standa fyrir móti sem þessu? „Já, þetta er í fyrsta skipti sem við höldum landsmótið hér á Siglufirði og við hlökkum mikið til að fá þessa gesti til okkar. Það hefur hinsvegar þýtt ómælda vinnu. Við þurftum til dæmis að breyta íþróttahúsinu okkar í tónleika- höll og dansstað. Þá höfum við aukið við hreinlætisaðstöðu á tjaldstæðum og þurft að gera ráð fyrir öllum þessum fjölda hvað snertir gistingu og fæði.“ - Er mikil gróska í harmon- ikuleik hér á landi? ►Ómar Ilauksson er fæddur á Siglufirði hinn 28. desember ár- ið 1950. Hann starfaði hjá ríkis- endurskoðun í Reykjavík um skeið, en flutti síðan aftur á Siglufjörð árið 1974 og var skrifstofustjóri hjá Þormóði ramma í' nokkur ár. Ómar rak fyrirtækið Isafold um árabil en hefur að undan- förnu verið skrifstofustjóri hjá rækjuvinnslunni Pólar hf. Eiginkona hans er Kristín Jónasdóttir, sem starfar hjá rækjuvinnslunni Pólar hf., og eiga þau Ijögur börn og þrjú barnaböm. „Það er óhætt að segja það. Harmonikuleikur er nú kenndur í flestum tónlistarskólum á land- inu og það er töluvert af ungu fólki sem sýnir harmonikunni áhuga, enda um mjög skemmti- legt hljóðfæri að ræða.“ Ómar segist ekki spila sjálfur á harmoniku en vera einlægur aðdáandi þessa hljóðfæris. „Harmonikan er skemmtileg, ekki síst vegna þess hvað hún er meðfærileg og hægt að spila margt á hana. Þótt ég spili ekki á nikku leik ég á bassa með harmonikuhljómsveitinni á Siglufirði og hef mjög gaman af.“ -Eru það jafnt konur og karlar sem spila á harmoniku? „Konur eru í auknum mæli famar að spila á þetta hljóðfæri og almennt eru þær þátttakend- ur í öllum okkar sveitum enda þótt á Siglufirði sé engin kona sem spilar á harmoniku. Það er tímanna tákn að for- maður Landssam- bands íslenskra harm- onikuleikara er kona, Sigrún Bjarnadóttir.“ - Það hefur löngum loðað við harmoniku- leikara að léttleikinn sé allsráðandi þegar þeir hittist. Er eitthvað til íþví? „Já þeir sem spila eitthvað að ráði hittast margir hverjir reglulega yfir árið og gera sér glaðan dag. Margir eru komnir með tjaldvagna eða húsbíla og mæla sér mót víða um landið á sumrin til að spila saman á nikku og skemmta sér. Félags- skapurinn skiptir tvímælalaust miklu máli og er öflugur og gef- andi. Það verður mikið líf og fjör á Siglufirði um helgina." Rússneskir tvíburar ætla að leika fyrir gesti lands- mótsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.