Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
*
+
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og frænka,
FANNÝ EGILSON,
lést 25. júní á Landakoti.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni mánu-
daginn 5. júlí kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Barnaspítala Hringsins.
Guðrún Högnadóttir Ansiau,
Charles Ansiau,
Erla Egilson,
Skarphéðinn Loftsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁGÚSTA AMALÍA FRIÐRIKSDÓTTIR,
Dvalarheimili aldraðra,
Siglufirði,
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn
29. júní.
Sigurbjörn Víðir Eggertsson, Katrín K. Karlsdóttir,
Friðrik Eggertsson, Una Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR BJARNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á Dvalarheimilinu Lundi 30. júní. Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Birna Garðarsdóttir,
Kristinn Guðmundur Garðarsson,
Brynja Fríða Garðarsdóttir.
+
Ástkær systir okkar og frænka,
JÚLÍANA EINARSDÓTTIR
kjólasaumsmeistari,
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð,
sem lést þriðjudaginn 15. júní, verður jarð-
sungin frá Digraneskirkju í Kópavogi, föstu-
daginn 2. júlí kl. 15.00.
Indriði Einarsson, Haraldur Einarsson,
Arndís Einarsdóttir, Finnbogi Einarsson
og systkinabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
EVA SVANLAUGSDÓTTIR,
Stórholti 14,
sem lést aö morgni sunnudagsins 27. júní á öldrunardeild Landspítalans,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 2. júlí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna.
Svanlaugur Magnússon,
Ragnheiður Magnúsdóttir, Friðgeir Hallgrímsson,
Eva Friðgeirsdóttir, Bjarni Gunnarsson,
Hallgrímur Friðgeirsson, Þorbjörg Dögg Árnadóttir,
Sesselja Friðgeirsdóttir,
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa
og langalangafa,
FRIÐGEIRS ÞORSTEINSSONAR,
Árbæ,
Stöðvarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu
í Hafnarfirði fyrir góða umönnun hans.
Örn Friðgeirsson,
Víðir Friðgeirsson,
Þórólfur Friðgeirsson,
Guðríður Friðgeirsdóttir,
Björn Reynir Friðgeirsson,
Ásdís Magnúsdóttir,
Hallbera ísleifsdóttir,
Nanna Ingólfsdóttir,
Kristín Halldórsdóttir,
Björn Pálsson,
Ásta Gunnarsdóttír
og aðrir afkomendur.
SIGRÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR
+ Sigríður Sigurð-
ardóttir fæddist
á Dalshöfða í Hörg-
landshreppi 23. des-
ember 1911. Hún
lést í Reykjavík 20.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þórunn Kára-
dóttir og Sigurður
Sigurðsson. Fóstur-
foreldrar hennar
voru Guðrún Hans-
dóttir-Wiium og
Sigurður Jónsson á
Maríubakka í Fljóts-
hverfi. Fóstursystk-
ini hennar eru Jón, Sigurður,
Sólveig og Lovísa Sigurðarbörn.
Hálfsystur hennar (samfeðra)
eru Sigþrúður og Elín Sigurðar-
Fótmál dauðans fljótt er stigið
fram að myrkum grafarreit,
mitt er hold til moldar hnigið
máskefyrrenafégveit.
Þetta upphaf eins hinna mörgu
sálma sr. Björns Halldórssonar,
prófasts í Laufási, kom í hug minn,
þegar bróðurböm mín, Sigrún og
Kristján, hringdu til mín sunnudag-
inn 20. júní til að segja mér lát
móður sinnar og mágkonu minnar,
Sigríðar Sigurðardóttur.
Þessi fregn kom mér mjög á
óvart. Daginn áður kom hún í heim-
sókn til mín og dvaldi hjá mér
nokkrar klukkustundir. Erindið var
að færa mér muni sem hún hafði
unnið með eigin höndum og áttu að
fara á basar Kristniboðsfélags
kvenna á komandi hausti til að afla
fjár fyrir kristniboðsstarfið í
Eþíópíu og Kenýa.
Við sátum lengi og ræddum sam-
an þennan dag. Hún virtist vel frísk
og rifjaði upp ýmsar gamlar minn-
ingar. Nefndi meðal annars hve
lánsöm hún hefði verið að fá strax
sem hvítvoðungur fóstur og uppeldi
á mjög góðu heimili, Maríubakka I
Fljótshverfi, þegar leið foreldra
hennar lá ekki saman. Hjónin á
Maríubakka, Guðrúnu og Sigurð,
kallaði hún ætíð mömmu og pabba
og börn þeirra systkini sín. Hún
talaði líka um þann tíma þegar hún
ung að árum kom til Reykjavíkur.
Uppeldisáhrifin frá Maríubakka
fylgdu henni þá og voru mikiivæg
er hún valdi sér braut í lífinu. Að
lokum ræddi hún um hve mikilvægt
það væri henni nú að geta farið í
Hallgrímskirkju hvern sunnudags-
morgun og verið þar við guðsþjón-
ustu. Þó að hún heyrði ekki alltaf
hið talaða orð nógu vel, þá væri
söngurinn yndislegur og kirkjan
sjálf helgidómur, fullur af friði
Drottins. Þessar stundir á sunnu-
dagsmorgnum væru sér ákaflega
dýrmætar.
Að morgni næsta dags, sunnu-
dætur. Hálfbróðir
hennar sammæðra
er Guðvarður
Magnússon í
Kanada.
Maki Sigríðar var
Sigurjón Krislján
Kristjánsson, f. 10.
september 1907, d.
31. júlí 1982. Börn
þeirra eru Sigrún
Lovísa og Krislján
Tryggvi, bæði gift
og eiga afkomend-
ur. Sigrún á sex
börn og fimm
barnabörn. Kristján
á fjögur börn og þijú stjúpbörn.
Útför Sigríðar fer fram frá
Ffladelfíukirkjunni í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
dagsins 20. júní, fór Sigríður eins
og venjulega gangandi til Hall-
grímskirkju, í helgidóminn, þar
sem hún naut nærveru Drottins. Sú
ganga var hennar síðasta hér á
jörð. Meðan guðsþjónustan stóð yf-
ir og lesið var guðspjallið um týnda
soninn, sem faðirinn fagnaði svo
mjög við heimkomu hans, var sál
hennar sótt og flutt inn í himin
Drottins hennar og frelsara, í þann
helgidóm, þar sem guðsþjónustan
tekur aldrei enda.
Ég var ung að árum er ég sá
Sigríði fyrst. Hún og systur mínar
kynntust hér í Reykjavík. Sá
kunningsskapur leiddi til þess, að
hún kom í kaupavinnu norður í
Svarfaðardal. Á því sumri hittust
hún og Sigurjón bróðir minn oft.
Þau kynni leiddu síðar til hjóna-
bands. Áður höfðu Svanfríður,
systir mín, og Sigríður stundað
nám samtímis á biblíuskóla í Ósló.
Nokkru síðar fór hún í Kennara-
skólann og lauk þar námi vorið
1946. Sama ár giftist hún bróður
mínum og tók þá við húsmóður-
störfum á bernskuheimili mínu,
Brautarhóli í Svarfaðardal.
Tvö næstu sumur vann ég sveita-
störf á heimilinu og kynntist Sigríði
því vel. Samband okkar hefur ætíð
verið gott. Hún var hjálpsöm og
bóngóð, svo að auðvelt var að leita
til hennar, ef ég þurfti á að halda.
Sigríður var lagviss með snotra alt-
rödd. Spilaði hún dálítið á gítar á
þessum árum og á orgelið sitt allt
til hinstu stundar.
Vegna heilsubrests Sigurjóns
urðu þau hjónin að hætta búskap á
Brautarhóli vorið 1955 og fluttust
þá til Akureyrar. Nokkrum árum
seinna lá leiðin suður yfir heiðar.
Sigurjón andaðist 31. júlí 1982. Síð-
an hefur Sigríður búið til skiptis hjá
börnum sínum eða í nánd við þau.
Nú síðast var hún búsett hjá dóttur
sinni í Reykjavík.
Þó að heilsa Sigríðar væri ekki
sterk var hún sátt við lífið og lagði
EINAR
KARLSSON
+ Einar Karlsson
fæddist í
Reykjavík 7. mars
1939. Hann lést á
Landspítalanum 23.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Margrét Tóm-
asdóttir ljósmóðir
og Karl Guðmunds-
son, rafvélavirkja-
meistari og sýning-
arstjóri í Tjarnar-
bíói og síðar Há-
skólabfói. Þau eru
bæði látin. Systkin
Einars eru: Ásta
2.1. 1932, látin;
Margrét Björk, f.
15.1. 1933, látin;
Kristinn, f. 18.2.
1935, járnsmiður í
Reykjavík; Tómas,
f. 20.2. 1937, látinn,
og Ragnar, f. 22.4.
1942, búsettur í
Reykjavík.
Ötför Einars fer
fram frá Fella- og
Hólakirkju f dag og
hefst athöfnin
klukkan 15.
Guðrún, f. 6.10. 1926, látin;
Guðmundur, f. 2.10. 1927, lést
15. júní síðastliðinn; Hrefna Sig-
ríður, f. 25.1. 1930, húsmóðir í
Reykjavík; Anna Kristjana, f.
Mig langar að minnast vinar
míns, Einars Karlssonar. Við
kynntumst á heimili fyrir veikt fólk,
nánar tiltekið í Norðurbrún 34. Við
höfðum sést áður á Kleppsspítalan-
bæði sjálfa sig og ástvini sína, börn,
tengdabörn og fjölskyldur þeirra, í
hendur Drottins. Hún unni málefni
hans og vildi leggja því lið á allan
þann hátt sem hún gat. Hún bað
þess líka að þegar ævidagurinn
væri að kvöldi kominn fengi hún að
fara héðan án langvarandi þján-
inga, helst skyndilega. Sú bæn var
heyrð í Hallgrímskirkju sunnudag-
inn 20. júní í miðri guðsþjónustu.
Þá fékk hún að ganga inn til fagn-
aðar herra síns.
Skyndileg burtför hennar ætti að
vera okkur, fjölskyldu hennar og
vinum, áminning um að vera viðbú-
in þegar kallið, sem enginn fær um-
flúið, kemur til okkar fyrr eða síð-
ar.
Ég þakka áratuga samfylgd og
bið öllum ástvinum hennar og ætt-
ingjum blessunar Guðs.
Lilja S. Krisljánsdóttir.
Mig langar að minnast vinkonu
minnar og trúsystur, Sigríðar Sig-
urðardóttur. Hún var gift heiðurs-
manninum Sigurjóni Kristjánssyni
og þau eignuðust tvö börn, Sigi’únu
og Kristján, sem nú lifa móður sína.
Við Sigríður kynntumst fyrst á
okkar unglingsárum er við sóttum
kristilegar samkomur bæði í
KFUM og í Kristniboðshúsinu Bet-
aníu og einnig kom hún oft heim á
æskuheimili mitt. Við áttum það
sameiginlegt að fá að mæta Jesú
Rristi sem lifandi upprisnum Frels-
ara strax á æskuárum okkar. Og
vita að Jesús þekkti okkur með
nafni, við vorum hans heimamenn.
Við máttum tala um allt við Jesú,
vitandi að hann á allt vald á himni
og jörðu og hann heyrir bænakvak-
ið okkar. Ein lítil stund með Jesú
getur fært allt í lag, Jesús er dýrð-
legri en allt.
í Jóh. 8:12 sagði Jesús: „Ég er
ljós heimsins. Sá sem fylgir mér,
mun ekki ganga í myrkri, heldur
hafa ljós lífsins." Sigríður skein
eins og ljós í heiminum. Hún hélt
fast við orð lífsins og var góðilmur
Krists. Hún var mikilhæf kona og
gædd margvíslegum hæfileikum.
Hún söng mjög vel og spilaði á gít-
ar, hún söng lofsöngva um náð
Guðs og um Jesú nafnið. Hún var
bænakona og vitnaði um Frelsara
sinn í orði og verki.
Dýrðlegast nafn, sem er nefnt hér á jörð.
Jesús, Jesús.
Trúuðum safnar í hólpinna hjörð,
Jesús, Jesús.
Það hefir styrkt mig í þrautannadal,
það hefur glatt mig í hátíðarsal.
Duga mér einnig í dauðanum skal.
Jesús, Jesús.
(Magnús Runólfsson)
Ég kveð Sigríði með þökk fyrir
allt og allt. Nú er hún friði skírð í
örmum Jesú. Guði sé lof fyrir von-
ina um endurfundi heima á himn-
um.
Ég bið Guð að styrkja og blessa
alla hennar ástvini.
Kveðja.
Anna Guðrún Jónsdóttir.
um þar sem við vorum bæði í endur-
hæfingu. í fyrstu leist mér ekkert á
þennan miðaldra mann en það átti
eftir að breytast. Við urðum
kærustupar sem átti eftir að endast
á sjötta ár. Við höfðum þó alltaf
samband og vildum fylgjast hvort
með öðru.
Síðustu mánuðina hefur Einar
dvalið á Kleppsspítala mikið veikur
á sál og líkama.
Hann bar sig alltaf vel og var
hægt að hafa gaman af því að heim-
sækja hann og vil ég minnast þess
sérstaklega þegar hann átti sex-
tugsafmæli í vetur. Honum var
haldin stór veisla og bornar fram
tertur og allt mögulegt annað. Þar
var alveg yndislegt.
Ég gleymi þessari stund aldrei
meðan ég lifi.
Ég vil þakka öllu því góða fólki
sem annaðist hann og um leið vil ég
þakka fyrir mig og þá hlýju sem
mér var sýnd er ég var að fást við
hann Einar minn Karlsson.
Blessuð sé minning hans.
Guðbjörg Albertsdóttir.