Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 74
74 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Snyrtivöruverslunfn SPES 2
Háaleitisbraut58-60jReyk!avík
Laugardngur 3. júlí kl. 14-17
Snyrtivöruverslunin SANDRA
SmáratorgMCópavogi^i^^^
FÓLK í FRÉTTUM
ÞAÐ voru samheldnar konur sem hittust á Tálknafirði.
QL öiie t SuWíIVer
á McD°N3|dSf
Hinn eini sanni
Big Ma<
á ótrúlegu
sumarverðil
/Y\
||McDonald-s
Austurstræti 20 Aðeins í takmarkaðan tíma.
Suðurlandsbraut 56 Sjáumst Sem fyrst!
Veöur og færð á Netinu
Útskríftarafmæli á Tálknafirði
A vit óræðra drauma
FYRIR skömmu komu 22 konur
saman á Tálknafirði til þess að
fagna 43 ára útskriftarafmæli frá
Húsmæðraskólanum á Laugalandi
í Eyjafirði. Þær komu víðsvegar
að, m.a. frá Bandaríkjunum. Hóp-
urinn hefúr komið saman reglu-
lega, fyrst með tíu ára millibili, þá
liðu fimm ár á milli endurfúnda og
nú hefúr verið miðað við að ekki
líði meira en tvö ár milli þess sem
þær hittast. Ákveðið var að hittast
í Grikklandi að tveimur árum liðn-
um, en þar á ein kvennanna f hús
að venda.
Það voru 27 ungar konur, sem
útskrifúðust og eins og áður sagði
voru þær 22, sem sáu sér fært að
koma til Tálknafjarðar að þessu
sinni. Að vet\ju var glatt á hjalla
og margt að ræða. Haft var eftir
einum af kennurum hópsins, að
# Mormnb
RÓMEO og Júlía mættu
á staðinn.
Þarftu
að skipta
um þurrku-
blöð?
enginn annar árgangur frá skólan-
um, hefði haldið eins vel sambandi
og hist reglulega.
Á árshátíð, sem var haldin í
skólanum, iyrir mörgum árum síð-
an, var settur upp söngleikurinn
Rómeó og Júh'a í n\jög styttri út-
gáfu. Þegar hópurinn sat að snæð-
ingi á veitingahúsinu Hópinu, birt-
ust þau skötuhjúin og tóku nokkr-
ar aríur við ósvikinn fögnuð
kvennanna. Var ekki örgrannt, að
fjarrænt blik sæist í augum, þegar
elskendurnir siungu svifú á braut
á Gráskjónu, sem siðan var sett í
farangursrými þýsks eðalvagns,
sem flutti parið ástfangna á vit
óræðra drauma.
MYNPBÖNP
Dauft
diskótek
Miðja alheimsins
m______________
D iskódrama
★ lk
Leikstjórn og handrit: Mark
Christopher. Kvikmyndataka: Alex-
ander Gruszynski. Aðalhhitverk: Mi-
ke Myers, Ryan PhiIIippe, Salma Ha-
yek og Neve Campbell. (96 mín.)
Bandaríkin. Skífan, júní 1999. Bönn-
uð innan 16 ára.
Samhliða endumýjuðum vinsældum
diskótónlistar á dansgólfum víða um
heim hafa diskókvikmyndir af ýmsu
tagi sprottið upp eins og gorkúlur.
Miðja alheimsins reynir að höfða til
nostalgíunnar í gömlum og nýjum
diskókempum með
því að gera
skemmtistaðinn
„64“, víðfrægan
diskósuðupott sem
staríræktur var í
New York undir lok
áttunda áratugar-
ins, að viðfangsefni
sínu. Staðurinn
mun hafa verið sá
heitasti í heimi, en hann sóttu staerstu
stjömumar og flottasta fólkið.
Framsetning kvikmyndarinnar á
þessu kræsilega viðfangsefni er hins
vegar flöt og hjákátleg. Atburðarásin
líður hjá án þess að ná flugi og til-
raunir til að lýsa dekkri hliðum gla-
morlífsins verða asnalegar og allt að
því hlægilegar. Illa er farið með
sæmilega leikara, Mike Myers verður
mjög óræð útfærsla á fyrirmyndinni,
Steve Rubell (sem var annar eigenda
staðarins), og Salma Hayek gerir sig
að fífli í brussulegu dans- og söngat-
riði. Aðalleikarinn, nýstimið Ryan
Phillippe, er nógu glæsilegur til að
halda athygli margra áhorfenda, en
leikurinn hjá honum er ekki upp á
marga fiska. Það er a.m.k. ljóst að
fleira þarf til en dúndrandi diskóslag-
ara og aðalleikara sem lítur út eins og
gríski guðinn Eros, til að búa til góða
kvikmynd.
Heiða Jóhannsdóttir