Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 15 AKUREYRI Uppsagnir 37 starfsmanna hjá Skinnaiðnaði á Akureyri Sæplast tekur við í Kanada og Noregi SÆPLAST hf. á Dalvík tók í gær formlega við rekstri tveggja verk- smiðja sem fyrirtækið keypti á dög- unum af norska fyrirtækinu Dynoplast A/S. Nýju verksmiðjurn- ar eru í St. John í Kanada og Sa- langen í Noregi. Verksmiðjur Sæplasts eru þar með orðnar fjórar; fyrir er sú upphaflega á Dalvík og önnur á Indlandi. I frétt frá Sæplasti segir að stjórn fyrirtækisins hafi að undanförnu leitað leiða til að stækka fyrirtækið og gera það áhugaverðara fyrir fjár- festa. Eftir slaka afkomu ársins 1997 hafi verið gripið til róttækra aðgerða til að snúa við rekstrinum og það hafi tekist vel. Góður hagnað- ur hafí orðið af rekstrinum 1998 og horfur fyrstu mánuði ársins 1999 séu vænlegar. Aðaláherslan í framleiðslu og vöruþróun Sæplasts hefur verið gerð einangraðra kera fyrir fiskiðn- að og aðra matvælavinnslu og oftast hefur meira en helmingur fram- leiðslunnar farið á erlenda markaði. Fyrirtækið framleiðir einnig troll- kúlur og vörubretti og hafa fram- leiðsluvörur þess þótt mjög góðar og eru eftirsóttar um heim alian, skv. frétt frá fyrirtækinu. Helsta vanda- mál við að koma þeim til fjarlægra markaða sé að þær eru afar rúm- frekar og flutningskostnaður því oft stór hluti söluverðsins. „I kaupum Sæplasts hf. á verk- smiðjum Dyno í Kanada og Noregi felast miklir möguleikar," segir í frétt frá fyrirtækinu. „Sæplast hf. stækkar, framleiðslan verður fjöl- breyttari, þróunarmöguleikar aukast, nálægð við stóra markaði eykst, áhættudreifíng verður meiri og hagnaðarvonin mun meiri. Fyrir- tækið mun framvegis starfa að mestu á erlendum markaði og má ætla að um 80% tekna félagsins komi erlendis frá. Skuldsetning vegna kaupanna er hófleg. Ef vel tekst til munu sóknarfæri félagsins eftir tvö til þrjú ár hafa aukist veru- lega.“ I dag verða hlutabréf Sæplasts skráð á aðallista Verðbréfaþings Is- lands en að undanförnu hafa þau verið skráð á vaxtarlista þingsins. Þarf kraftaverk til að eitthvað breytist ÞRJÁTÍU og sjö starfsmönnum Skinnaiðnaðar á Akureyri var sagt upp í fyrradag, eins og fram kom í blaðinu í gær, og þurfa þeir, að öllu óbreyttu, að fínna sér aðra vinnu í byrjun október. I gærumóttöku var öllum starfsmönnum sagt upp og eru þeir ekki bjartsýnir á fram- haldið. Þeir segjast vonast til að eitthvað fari að rofa^ til, en til þess þurfi kraftaverk. Ástandið muni ekki skána þegar enginn kaupi af þeim vöruna. Þeir segja að ekki sé hægt að kvarta undan framleiðsl- unni hjá fyrirtækinu, hún sé afar góð, en ekki sé hægt að keppa við verksmiðjur í fjarlægum heimsálf- um sem bjóði framleiðsluna á kostnaðarverði. Valdemar Thorarensen, 55 ára, hefur unnið hjá Skinnaiðnaði frá árinu 1988, en þar áður var hann hjá Gefjun. Á næsta ári hefði hann því verið búinn að vinna á svæðinu í 40 ár, en ekki er útlit fyrir að hann muni geta fagnað þeim tíma- mótum. Valdemar segir að menn hafi hálft í hvoru átt von á þessum uppsögnum, alténd hafí hann sjálf- ur búist við þeim. Hann kveður fyrirtækið hafa orðið fyrir áföllum, sem vonlegt sé, þegar ekki fáist kaupendur að framleiðslunni. „Maður vonar auðvitað að bjartari tímar séu framundan, en ég sé það ekki sjálfur eins og staðan er í dag,“ sagði Valdemai- við Morgun- blaðið í gær. Um framtíðina, sem við honum sjálfum blasir, segir Valdemar: „Ég fer héðan í haust, það er alveg klárt, það þarf algert kraftaverk til að koma í veg fyrir það.“ Erfitt að keppa við Asíu Valdemar segir að menn ráði ekkert við samkeppni ef hægt sé að fá gærur á lágmarksverði, sama hvernig þær eru. „Það er ekkert að hráefninu hérna, það er alveg fyrsta flokks og framleiðslan mjög Morgunblaðið/Kristján FIMM starfsmannanna 37 sem sagt var upp störfum hjá Skinnaiðnaði; frá vinstri: Valdemar Thorarensen, Arnar Stefánsson, Gunnar Gunnarsson, Jðn Aðalsteinn Hermannsson og Sigursveinn Hallsson. góð og ekkert út á hana að setja. Hins vegar er erfítt að keppa við framleiðsluna frá Asíu og markað- imir hafa verið að lokast. Það þarf að selja vöruna til að hægt sé að halda fyrirtækinu gangandi," sagði Valdemar. Amar Stefánsson er jafnaldri Valdemars og hefur unnið hjá fyr- irtækinu í 19 ár. Hann segir að framhaldið líti illa út hjá sér. „Það hlýtur að líta illa út hjá öllum, það er alveg ljóst,“ sagði hann. „Þegar maður er kominn á þennan aldur er erfitt að finna önnur störf.“ Arn- ar sagði ennfremur að ekki bætti úr skák að eiginkona hans hefði verið án atvinnu síðastliðið ár. Gunnar Gunnarsson hefur unnið hjá Skinnaiðnaði í fjögur ár. Hann kveðst vonast til að finna eitthvað annað að gera á Akureyri, það sé ekki á stefnuskránni að flytja úr bænum. „Ég finn eitthvað, það hlýtur að vera, ég er svo ungur,“ sagði Gunnar. Hjónin fengu bæði uppsagnarbréf Sigursveinn Hallsson hefur unn- ið hjá Skinnaiðnaði í 24 ár en hann er orðinn 49 ára gamall. „Ég sé ekkert nema svart framundan, maður verður að fara að leita sér að einhverju öðm. Konunni minni var einnig sagt upp, þannig að það er ekki annar fóturinn heldur báðir farnir,“ sagði Sigursveinn. Allir era þeir sammála um að uppsagnirnar hafí áhrif víðar í at- vinnulífinu, til dæmis muni áhrifa gæta í bændastéttinni. Verðið á gæram hefur líka verið í lágmarki, segja þeir. Núna fást um 100 krón- ur fyrir hvíta gæru, en síðastliðið haust var verðið rúmar 200 krónur og var það talið algert lágmark, en annað hefur komið á daginn. Nýir rekstr- araðilar í Blómavali AKUREYRINGARNIR Halla Einarsdóttir og Jón Bjarnason taka í dag, 1. júlí, við rekstri Blómavals í Glerhúsinu svokallaða við Hafnarstræti á Akureyri. Að sögn Jóns verður verslunin rekin með svipuðu sniði áfram en þó með nýju nafni, sem ekki hefur verið ákveðið enn. Stefán Jeppesen, fráfarandi framkvæmdastjóri Blómavals á Akureyri, sagði að eigendur fyrir- tækisins ætluðu að einbeita sér að rekstrinum í Reykjavík en eftirláta heimamönnum reksturinn fyrir norðan. Stefán sagði þó að náin samvinna yrði á milli Blómavals og hinna nýju rekstraraðila. Hann sagði að reksturinn hafi gengið vel en verslunin var opnuð í mars árið 1996 og þá í samvinnu Hölds og Blómavals. í byrjun árs tók svo Blómaval alfarið yfir reksturinn. Bjartsýnn á . framhaldið Um 12 manns hafa unnið í Blómavali og nýir rekstraraðilar taka við þeim skyldum sem fyrri eigendur höfðu gagnvart starfs- fólki sínu og verður engum sagt upp. Jón hefur komið víða við í rekstri á Akureyri og síðast var hann með Morgunblaðið/Kristján JÓN Bjarnason og Halla Ein- arsdóttir taka í dag við rekstri Blómavals á Akureyri og munu reka verslunina með nýju nafni. Sjónvarpsdagskrána, auglýsinga- blað, sem kemur út vikulega. Hann sagði að aðdragandinn að þessum breytingum væri mjög stuttur en hann og Halla eru bjartsýn á fram- haldið og þau ætla bæði að starfa í versluninni. „Reksturinn kemur til með að breytast eitthvað í framtíðinni en það mun ekki gerast með neinum látum. Við ætlum að gefa okkur tíma til að komast inn í reksturinn og viðskiptavinir verslunarinnar koma ekki til með að verða varir við miklar breytingar þótt við tök- um hann yfir,“ sagði Halla. Sjónvörp, hljómtæki, myndbandstæki, faxtæki og Ijósritunarvélar GAMEBOY Handleikjatölvur ftílasCopco Rafmagnsverkfæri FINLUX Sjónvörp ffiAEG 1 1 | 'Vj Heimilistæki AAKUREYRI 1 .-3. JÚLÍ Radionaust hefur tekið við söluumboði á öllum vörum frá Bræðrunum Ormsson ehf. Hljómtæki ffa . NINTENDO.64 Leikjatölvur Pottar, pönnur og raftæki OLYMPUS Myndavélar P5D|QpjS| Geislagötu 14 • Sími 462 1300 .„(D mDesn Kæliskápar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.