Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 57 Urð og grjót ÞEGAR þessi grein er skrifuð er komið fram yfir Jónsmessu, en samt bólar ekkert á sumrinu, á þessu horni landsins að minnsta kosti. Þetta minnir mann óneitan- lega á þá staðreynd, að oft er ákaf- lega lítill munur á sumri og vetri á íslandi og við búum sannarlega á mörkum hins byggilega heims. A tyllidögum og þegar hæfileikafólk okkar stendur sig vel á erlendri grund fyllast menn þjóðarstolti og samkenndin blómstrar. Stað- reyndin er hins vegar sú, að þjóð- ernisvitund Islendinga fer þverr- andi með aukinni alþjóðavæðingu fyrir því að þetta geti gerst, öllum landsmönnum og ekki síst Aust- fírðingum til góðs? A síðustu vikum og mánuðum hafa ýmis samtök og áhrifamiklir einstaklingar komið með yfirlýsingar um að nú sé stefnt í aðgerðir sem séu óréttlæt- anlegar, ekki síst með tilliti til komandi kynslóða, sem erfa eiga landið. Ég segi á móti að ef við ætl- um okkur að stöðva nú allar frekari virkjanaframkvæmdir, en þær sem þegar hafa verið ákveðnar, þá megum við allt eins eiga von á því að það verði engar kynslóðir hér á landi til að njóta þessarar víðáttu. Við höfum nú þegar fullnýtt fiskistofnana í kringum landið svo þaðan verður ekki meira tekið. Ekki geta allir landsmenn unnið við hugbúnaðargerð eða selt hver öðrum pappíra. Við eigum hins vegar gnægð orku í landinu, bæði í auð- lindum og í fólkinu og hana verðum við að nýta. Ekki er þó nóg að fólk hafi atvinnu ef byggðimar eru það smáar að ekki er hægt að halda þar uppi því menningar- og skóla- starfi sem orðin er ein helsta for- senda fyrir búsetuvali fólks. Stór- iðja, t.d. á Austur- landi, getur orðið grundvöllur að öflug- um byggðakjarna sem fullnægir þessum þörfum og getur stöðvað fólksflóttann frá þessum landshluta. A næstu árum bíða okkar mörg spennandi verkefni í umhverfis- málum, bæði stór og smá. Umhverfismál skipa æ stærri sess í huga fólks en menn verða að bera gæfu til að forðast allar öfgar í þeim efnum. Við erum búin að friða hvalina, og allir vita innst inni að hvalveiðar verða aldrei stundaðar hér aftur, Kristján Kristinsson þótt stjórnmálamenn kjósi að draga þjóðina á asnaeyrunum í þeim efnum enn um sinn. Við horf- um með velþóknum á að hval sé haldið föngnum í kví við Vest- mannaeyjar og viðurkennum þar ± með að við erum orðin hluti af firr- ingunni sem skilyrðislaus vemdun- arstefna getur leitt af sér. Gemm ekki sömu vitleysuna varðandi urð og grjót. Við eigum fullt af nátt- úruperlum sem full samstaða er meðal þjóðarinnar um að vemda og aldrei verður hróflað við. Hins vegai' skulum við bera gæfu til að nýta þær auðlindir sem Guð gaf okkur, núverandi jafnt sem fram- tíðar kynslóðum til hagsbóta. Höfundur er efmtverkfræðingvr og býr á Seltjarnnrnesi. Auðlindir Við eigum gnægð orku í landinu, bæði í auð- lindum og í fólkinu, segir Kristján Kristins- son, og hana verðum við að nýta. og sérstaklega er þetta áberandi hjá ungu fólki. Það er ekki lengur sjálfgefið, að ungt fólk kjósi sér ís- land sem framtíðarheimili og til að svo megi verða þurfa lífskjör hér á landi í reynd að verða betri en annars staðar, því ytri skilyrði em hér ekki sambærileg við það sem gerist hjá þjóðum sem búa við mildara loftslag og lægra verðlag. Til að hægt sé að bjóða upp á sh'k lífskjör verðum við að hafa vit til þess að nýta allar þær auðlindir sem okkur eru gefnar, hvort held- ur það er fiskurinn í sjónum, orkan í fallvötnum og iðrum jarðar eða sú orka sem býr í þjóðinni sjálfri. Hvað hefur þetta með urð og grjót að gera? Jú, nú skal telja þjóðinni trú um það að urð og grjót sé ein af helstu auðhndum þjóðarinnar og ekki megi hrófla við landslaginu frekar en þegar hefur verið gert. Stærsta ósnortna víðátta í Evrópu sé í hættu. Sér- staklega sé ámælisvert að nýta eigi landið til þess að framleiða rafmagn fyrir stóriðju. Stóriðjuver séu aumir vinnustaðir og þeir sem þar starfa ekki merkilegt fólk. Shkt mátti lesa í grein ónefnds rit- höfundar á síðum Morgunblaðsins fyrir nokkru þar sem hann taldi vinnu við bræðsluker hentugan undirbúning fyrir vist í því neðra. Slík hótfyndni dæmir sig sjálf en sýnir því miður dapurlegan menntahroka frá hendi rithöfund- arins. Staðreyndin er hins vegar sú að vinna í stóriðjuverum er eft- irsótt enda vel borguð og þeir sem þar starfa hafa það oftar en ekki að ævistarfi. Nútíma stórðiðja er hátæknivædd atvinnugrein sem krefst mikillar þekkingar af sínu starfsfólki auk þess að skapa fjöldamörg störf í hinum ýmsu þjónustugreinum. Virkjunarmálum Islendinga er nú svo háttað að við erum nánast með öll eggin í sömu körfunni. Með Vatnsfellsvirkjun verður búið að fullnýta fallhæð á Tungnár/Þjórsár svæðinu og öll vitum við af þeirri áhættu sem fylgir því að vera með allar þessar virkjanir, sem fæða hver aðra, á einu virkasta eldfjallasvæði lands- ins. Þó ekki væri nema vegna þessa er nauðsynlegt að hefja nú þegar undirbúning virkjana á Austurlandi. Nú .þegar er fyrir hendi áhugi álframleiðanda sem hefur fest rætur hér og sýnist ætla að verða þjóðþrifafyrirtæki á sama hátt og önnur erlend stóriðjufyrir- tæki sem sett hafa upp starfsemi hér á landi á síðustu 30 árum. Þennan áhuga eigum við að nýta okkur því nú er lag. Hvað er það sem stendur í vegi Þýsk PFEIFFER garðhúsgögn. Borð, bekkur og tveir stólar Kiw «©.©©0,- Kr. 8.9 'Blámomd -Heillandi fieimnr »° IOUC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.