Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 39
Kjartiin
Sigurjónsson
Hádegistón-
leikar í Hall-
grímskirkju
KJARTAN Sigurjónsson, org-
anisti Digraneskirkju, leikur í
hálftíma á Klais-orgelið í Hall-
grímskirkju í dag, fimmtudag,
kl. 12. A efnisskránni eru þrjú
orgelverk: Passacaglia í d-moll
eftir Buxtehude, Fantasie í G-
dúr eftir Johann Sebastian Bach
og Partita yfir „Veni Creator
Spiritus“ eftir Flor Peeters.
Kjai-tan lærði hjá Páli ísólfs-
syni og síðar var hann við nám
hjá Prof. Gerhard Dickel í Ham-
borg. Hann hefur starfað sem
organisti í yfir 40 ár, m.a. I
Kristskirkju, í Reykholti, Isa-
fjarðarkirkju, Seljakirkju og nú í
Digraneskirkju. Hann hefur
komið víða fram á tónleikum hér
heima og einnig í Þýskalandi,
Danmörku og á Grænlandi.
Hann er formaður Félags ís-
lenskra organista.
Hádegistónleikarnir ei'u
haldnir á vegum Kirkjulistahá-
tíðar og Sumarkvölds við orgelið
og verða kl. 12 alla fimmtudaga
og laugardaga til ágústloka. Að-
gangur að hádegistónleikunum
er ókeypis.
Tekatlar og
garðálfar á
Eskifirði
HELGA Unnarsdóttir heldur sína
fyrstu einkasýningu þessa dagana
á Eskifirði, en hún útskrifaðist úr
keramikdeild Myndlista- og hand-
íðaskólans nú í vor.
Að sögn Helgu var hún alltaf
ákveðin í að lialda fyrstu einkasýn-
inguna í heimabyggð sinni og seg-
ist hún því hafa haldið til haga
þeim skólaverkum sem henni fund-
ust bitastæð. Fjölbreytt úrval
verka er að finna á sýningunni en
þar má m.a. sjá tekatla, veggmynd,
vasa með silkiþrykk og garðálfa
sem Helga gerði fyrir sænska sam-
keppni sem hún tók þátt i.
Um hugmyndafræði garðálfa-
sainkeppninnar segir Helga að
þcmað hafi verið spumingin hvort
garðálfar væru til og hvernig þeir
væm, eða hvemig fólk vildi að
þeir væm. „Eg hafði þá þrettán
eins og jólasveinana okkar,“ bætir
Helga við og segir að hún vilji
hafa þá eilífa og hafi því unnið
með hringformið.
Hluta verkanna vann Helga á al-
þjóðlegu keramikverkstæði í Ung-
verjalandi þar sem hún lærði salt
og viðarbrennslu, en það er ákveð-
in gerð glerungsbrennslu. „Það
em brennslur sem við höfum ekki
tök á að gera héraa heima því það
em engir ofnar til. Þannig að núna
hefur maður kunnáttuna en þarf
bara að byggja ofninn," segir
Helga og kveðst hafa hug á að
koma sér upp slíkri aðstöðu á
Eskifirði.
Sýningin er haldin í kirkju sem
er í byggingu. „Eg varð svo hrifin
af þessari kirkju og rýminu sem
ég sá að hún er,“ segir Helga.
„Það er bara moldargólf og hráir
veggir og mér fannst þetta vera
svolítið táknrænt. Það er að verða
til ný kirkja sem er rétt að komast
upp úr moldinni og ég er svona
rétt að byrja.“
Sýningunni lýkur 4. júlí nk.
N^jar bækur
• ANNÓ er ljóðabók eftir Kristian
Guttesen. í bókinni er blandað safn
af nýjum og eldri ljóðum höfundar.
Enn sem fyrr fjalla ljóð Kristins um
ástina, dauðann og samspil þeirra í
lífínu, segir í fréttatilkynningu.
Kristian er 25 ára gamall, bú-
settur í Danmörku. Annó er þriðja
Ijóðabók hans.
Útgefandi er höfundur. Verð:
570 kr.
• KEIKÓ, hvalur í heimsreisu,
Keiko Home At Last er eftir Krist-
fnu Helgu Gunnarsdóttur. Enska
þýðingin er eftir Edward Barry
Rickson. Bókin skiptist í þrjá
hluta: The Zoo, The Adventure og
The Freedom.
í bókinni er að finna heimspeki-
legar vangaveltur m.a. um tilvist
dýragarða og tilgang þeirra og er
bókin ætluð börnum frá sex til tólf
ára. Bókin er fjölskyldubók.
Útgefandi er Bókaútgáfan Vöxt-
ur.
LISTIR
Lög í anda sumars-
ins á Hornafírði
í Hafnarkirlqu,
Homafirði, verða
tónleikar með
Hildigunni Hall-
dórsdóttur fiðlu-
leikara og Sólveigu
Önnu Jónsdóttur
píanóleikara á
morgun, fóstudag,
kl. 20:30. Á efnis-
skránni, sem er í
anda sumars, eru
m.a. verk eftir Lud-
wig van Beethoven,
Fritz Kreisler, Je-
an Sibelius, Johan
Svendsen, Jón Þór-
arinsson, Sigfús
Einarsson svo og
íslensk þjóðlög og
ljúflingslög eftir
ýmsa höfunda.
Ilildigunnur
Ilalldórsdóttir
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Hildigunnur lauk einleikaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
og lauk meistaragráðu 1992 við
Eastman-tónlistarskólann í
Rochester í Bandaríkjunum. Hún
var ráðin uppfærslumaður í II.
fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands haustið 1992 og starfar einnig
með Caput-hópnum og Camerarct-
ica. Hún hlaut styrk úr menningar-
sjóði Garðabæjar 1995.
Sólveig Anna Jónsdóttir er fædd
og uppalin á Akureyri og stundaði
píanónám frá 8 ára aldri, fyrst á
Isafirði en síðan á Akureyri, í
Reykjavík og í Texas í Bandaríkj-
unum. Sólveig Anna starfar við
tónlistarkennslu og píanóleik í
Reykjavík og Garðabæ og hefur
m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit
íslands og Kammersveit Reykja-
víkur.
Söngskemmtun
á Fáskrúðsfírði
BERGÞÓR Páls-
son, barítón og
Anna Guðný Guð-
mundsdóttir, píanó-
leikari halda söng-
skemmtun í Skrúð á
Fáskrúðsfirði í
kvöld, fimmtudag,
kl. 20.30.
Bergþór hefur
sungið í flestum óp-
eru-, óperettu- og
söngleikjauppfærslum íslenskra leik-
húsa síðan 1991, auk þess að halda
Bergþór
Pálsson
ijölda tónleika, ým-
ist einn eða með
ýmsum kórum
landsins. Anna Guð-
ný hefur um árabil
komið fram sem
einleikari, m.a. með
Sinfóníuhljómsveit
íslands, leikið með
þekktum söngvur-
um landsins og
ýmsum kammer-
hópum. Á dagskránni verða vinsæl
íslensk og erlend sönglög.
Anna Guðný
Guðmundsdóttir
Sýnir
í Krúsinni
STEINGRÍMUR
St. Th. Sigurðsson
opnar sína 96.
sýningu heima og
erlendis í
Krúsinni, gamla
Alþýðuhúskj allar-
anum, á Isafirði í
dag 1. júlí. Á sýn-
ingunni eru 49 ný
verk, mest olía og
akrýl. Við opnun-
ina mun Steingrímur lesa kafla úr
óprentaðri lífsbók sinni sem koma
mun út í haust. Sýningin stendur
til 5. júlí.
Nýjar bækur
• KVEDDU mig er prósabók eftir
Davíð Stefánsson.
Þetta er önnur bók höfundar, hin
fyrri bar titilinn
Orð sem sigra
heiminn og kom út
árið 1996.
Fyrsti hluti
Kveddu mig sam-
anstendur af smá-
um og látlausum
ljóðmyndum úr
daglega lífinu sem
mynda stóra og
nokkuð órjúfanlega
heild, segir í fréttatilkynningu. Ann-
an hluta hennai' mynda stærri prósa-
verk þar sem tekist er á við misljós-
ar hliðar ástar og lífs. Þriðji og síð-
asti hlutinn inniheldur þrjú samtöl
milli fólks sem virðist eiga nokkuð
bágt með að skilja hvað annað.
Útgefandi er Nykur. Bókin er 80
bls. Verð: 1.495 kr.
• SVIF er ljóðabók eftir Þórarin
Torfason. I bókinni eru fimmtíu og
þrjú ljóð sem skiptast í tíu misstóra
kafla eða hluta.
Nafn hvers hluta
dregur fram það
þema sem ljóðin í
kaflanum hverfast
um.
í fréttatilkynn-
ingu segir að Ijóð
bókarinnar séu
knöpp og hnitmið-
uð. Yfir þeim ríki
draumkenndur
blær og jafnvel leynist ógn undir
niðri í sumum þeirra. Einungis tvö
ljóð úr bókinni hafa birst áður,
Haust og Stormur, í Tímariti Máls
og menningar.
Svif er önnur ljóðabók höfundar.
Hin fyiTÍ, Dögun, kom út árið 1994.
Einnig hefur hann sent frá sér
skáldsöguna Burt.
Útgefandi er Ylur.
Davíð
Stcfánsson
Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson
HELGA Unnarsdéttir með einn gripa sinna.
Sumartónleikar
í Skálholtskirkju
SUMARTÓNLEIKAR í Skálholts-
kirkju hefjast á laugardag og er há-
tíðin nú haldin í 25. sinn og sem fyrr
verða tónleikar í Skálholtskirkju
fimm helgar í júlí og ágúst. Þá
verða einnig flutt erindi í Skálholts-
skóla um efni tengt tónleikunum og
tónlistarfólk tekur virkan þátt í
guðsþjónustum í Skálholtskirkju.
Dagskrá fyrstu tónleikahelgar-
innar hefst á laugardag kl. 15 með
setningarávarpi staðarprestsins, sr.
Egils Hallgrímssonar. Þá flytur
Hrafn Sveinbjamarson sagnfræð-
ingur erindi um Hymni scholares -
söngkver Skálholtssveina sem var
gefið út 1687 og 1717. Margrét Bó-
asdóttir sópran, Finnur Bjarnason
tenór og Hilmar Örn Agnarsson
organisti flytja söngva úr Hymni
scholares og fleiri sönghandritum í
nýjum útsetningum Hróðmars Inga
Sigurbjörnssonar.
Kl. 17 hefjast svo tónleikar
bresku barokksveitarinnar Concor-
dia og kontratenórsins Robin Blaze.
Þar verða flutt kammerverk frá
barokktíma eftir Geist, Finger,
Buxtehude, Nicolai og Bach. Tón-
leikarnir bera yfirskriftina Dauði og
sigur - föstutónlist frá Þýskalandi
um dauða og fagnandi sigur andans
yfir dauðanum.
Á sunnudag kl. 15 verða tónleikar
Concordia og Robin Blaze endur-
teknir. Tónlistarstund í Skálholts-
kirkju hefst kl. 16.40 með söng Mar-
grétar Bóasdóttur og Finns Bjarna-
sonar við orgelleik Hilmars Arnar
Agnarssonar og messa með þátt-
töku tónlistarfólksins hefst kl. 17.
Þar verður m.a. flutt stólvers úr
sönghandriti í nýrri útsetningu
Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar.
Aðgangur að öllum tónleikum og
fyrirlestrum Sumartónleika í Skál-
holti er ókeypis og boðið er upp á
barnagæslu meðan á tónleikum
stendur. Veitingasala er í Skálholts-
skóla milli tónleika. Dagskrá tón-
leikanna er að finna á slóðinni
www.kirkjan.is/sumartonleikar.
-1999/2000
ÆVINTÝRALEGT TÆKIFÆRI
* Nýr áfangi í ódýrum hágæða
Austurlandaferðum í haust og vetur
* Auðveldasta leiðin beint til Taílands
* Aðeins ein skipting í London milli
Flugleiða/Taí Airways á 1 1/2 klst. - síðan
beint áfram og vaknað í Bankok!
* Meiri þægindi - styttri flugtími - lægra verð
* Flutningar milli flugvalla/hótela - topp gisting
með morgunverði
* Rómuð fararstjórn
* Veljið réttu ferðina núna
* Kynnist hinni sívinsælu NUI á
Taíandsfynningu JíeimsfJuSSsins
A-sal Hótel Sögu kl. 21 í kvöld.
* Frábærar ferðanýjungar Taílands kynntar í
máli og myndum
* Kvikmynd af ósnortinni fegurð og hreinleika
Suður-Taflands.
* Stofnfélagar Taflandsvinafélagsins geta tryggt
sér sérkjör á kynningunni.
* Nýr Thailandsbæklingur
* Misstu ekki af tækifærinu - ókeypis aðgangur
Takmarkað húsrými - Mætum snemma!
Útvalin íeœðcisamtökin EXELLENCE IN TRAVEL
FERÐASKRIFSTOFAN
PRJMM
KI ÚRRIIR INntSl FS
Austurstræti 17,4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimaslða: hppt//www.heimsklubbur.is