Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Seðlabankar EMU-ríkjanna Nýtt en ekki minna hlutverk Líkt og aðrir seðlabankar EMU-ríkjanna hefur fínnski seðlabankinn þurft að endurskoða hlutverk sitt, eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði er hún ræddi við Esko Ollila bankastjóra. Reuters ÞESSAR finnsku konur klæddust þjóðbúningi í Brussel í gær, þar sem þær stóðu undir regnhlíf með merki Evrópusambandsins. VÍ heyrist oft fleygt í Finnlandi núorðið að með aðild Finna að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, sé finnski seðlabankinn að- eins útibú frá Seðlabanka Evrópu, ECB og vegi því ekki þungt. Esko Ollila bankastjóri við finnska seðla- bankann lítur stöðu bankans heima og heiman öðrum augum. „Við eig- um hlut í ECB, höfum eitt atkvæði í stjórn hans líkt og stóru löndin. Hver áhrif okkar eru er undir okk- ur sjálfum komið,“ segir Ollila. Hvort tekin verður upp einhvers konar verkaskipting milli bankanna er enn of snemmt að segja um, en á Ollila má heyra að hann telur það ekki útiiokað. Þar stendur bankinn vel að vígi, því það má heyra á ýmsum í finnska stjómkerfinu að bankinn hafi ein- staka þekkingu á rússnesku efna- hagslífi og hefur því miklu að miðla. Heima fyrir er bankinn orðinn virk- ari þátttakandi í þjóðfélagsumræð- unni, sem er mikil breyting frá því sem áður var. Finnland er í uppsveiflu líkt og írland og fleiri af minni EMU-lönd- unum, meðan Frakkland, Þýska- land og Italía, þungavigtarlönd EMU, eiga við erfiðleika að stríða og lítinn hagvöxt. Hér gæti reynt á pólitískan vilja í löndunum til að gera þær breytingar, sem þörf er á og eins skilning á að í EMU eru öll löndin í sama báti. Seðlabankarnir gætu sérhæft sig „Við metum það sem svo að staða okkar nú sé önnur en áður, ekki veikari," segir Esko Ollila, er talinu víkur að breyttri stöðu bankans í kjölfar finnskrar EMU-aðildar. „Finnar eiga hlut í ECB. I stjórn hans sitja aðalbankastjórar seðla- banka þeirra ellefu landa, er eiga aðild að EMU og sex stjómarmenn. Jafnt fulltrúar stóm landanna sem litlu fara með eitt atkvæði. Vægi okkar hefur því vaxið við EMU-að- ild miðað við það sem áður var, en það er undir okkur komið hver áhrif okkar em. Við verðum að vera vel að okkur, svo við höfum einhverju að miðla, séum ekki aðeins þiggj- endur,“ bendir Ollila á. „Hugsan- lega munu bankarnir á einhvern hátt sérhæfa sig á ákveðnum svið- um í framtíðinni.11 Um það hvort slík sérhæfing verði tekin upp og þá hvemig, segir Ollila að enn sé of snemmt að spá. „Hér í bankanum búum við yfir mikilli þekkingu á hagkerfum á breytingaskeiði, sem helgast af ná- lægð okkar við Rússland og Austur- Evrópu og það er oft leitað til okkar um upplýsingar og úttektir á því sviði. Eins og er gera allir evrópsku seðlabankamir eigin spár, en hvort það á eftir að breytast kemur í ljós.“ Að sögn Ollila er finnski Seðla- bankinn ánægður með upphaf evr- unnar, þó Finnar fyrir því, sem hann kallar „íslenskt vandamál", það er fámenni. Það er ekki einfalt að manna þrettán vinnuhópa á veg- um ECB og aðrar tilfallandi nefnd- ir. Bankinn hefur alla tíð verið fremur sjálfstæður, svo aðlögunin að nýjum aðstæðum í EMU var auðveld, en nauðsynlegar laga- breytingar vom gerðar til að upp- fylla Maastricht-sáttmálann. Sú gagnrýni heyrist í Finnlandi líkt og í öðrum EMU-löndum að með aðildinni glatist efnahagslegt sjálfstæði, en því tekur Ollila fjarri. „Við verðum að átta okkur á að hvað peningastefnuna varðar þá er- um við öðram háðir. Hér áður fyrr var sjálfstæðið aðeins fólgið í hversu margar mínútur eða klukku- stundir finnski seðlabankinn beið með að hækka vexti, eftir að þýski Bundesbank hafði gert það. Nú eru aðrar aðstæður og allt EMU-svæðið tekið með í reikninginn." Passar ein stærð öllum? Hagvöxtur er ekki sá sami í öllum EMU-löndunum og vaxandi munur gæti valdið erfiðleikum og aukið spennu milli landanna. Bent hefur verið á írland sem hugsanlegt fórn- arlamb þess að ein stærð eigi að passa öllum, tii dæmis hvað vexti varðar og Maurice O’Connel aðal- bankastjóri írska seðlabankans hef- ur verið skorinorður um þennan vanda. Ollila tekur undir að Finnar gætu lent í sömu erfiðleikum. „Það er meiri uppsveifla í Finnlandi en í EMU-löndunum að meðaltali og al- mennt má segja að útlánaaukning sé meiri á útjöðranum, í Finnlandi, á Irlandi, í Hollandi, Portúgal og á Spáni, meðan það er kyrrstaða eða samdráttur í Þýskalandi, Frakk- landi og á Italíu. Finnar þurftu sannarlega ekki á vaxtalækkun ECB í aprílbyrjun að halda.“ Hér áður gátu einstakar stjómir og seðlabankar spilað á vexti og gengi til að hafa áhrif á efnahagsá- standið heima fyrir, en þegar hvort tveggja er á valdi ECB vaknar sú spuming hvaða stjómtæki seðla- bankar hafi. „Leiðin nú er að vinna að því að koma finnskum sjónarmið- um á framfæri innan ECB og heima fyrir að skýra hlutverk og ákvarð- anir ECB fyrir Finnum. Svo er að vona að bæði finnska stjórnin og að- Uar vinnumarkaðarins geri sér grein fyrir nýjum aðstæðum. Aður var hægt að hækka laun og láta verðbólgu draga úr mætti launa- hækkana. Þetta er liðin tíð. Nú geta launahækkanir og meðfylgjandi hækkun launakostnaðar einfaldlega leitt til atvinnuleysis." Nýjar aðstæður kalla á nýjan skilning og það gætir víða kvíða um hvort ríkisstjómir allra EMU-land- anna átti sig á því. „Það er auðvitað stóra spurningin,“ segir OUila, sem situr í einni veigamestu nefnd ECB, er sér um að undirbúa skýrslur fyr- ir ECOFIN, ráð efnahags- og fjár- málaráðherra ESB-landanna. „Yið finnum glögglega fyrir að það ríkir ákveðin stríðsþreyta, svo ekki sé nú meira sagt, eftir að löndin tóku sig á í EMU-samranaferlinu. Löndin náðu takmarkinu og nú er erfitt að halda áfram að feta hinn mjóa veg.“ OllUa er þó bjartsýnn á að skUn- ingur á nýjum aðstæðum sé vax- andi. „Samkvæmt fréttum fjölmiðl- um var ECOFIN-fundurinn í Köln tíðindalítUl, en þar gætti einmitt skUnings á að án nauðsynlegra kerf- isbreytinga í löndunum væri hætta fyrir höndum. I EMU era allir í sama báti. Það hafa allir einbeitt sér ákaflega að sameiginlegu myntinni og stofnun ECB, en EMU er ekki takmark í sjálfu sér, heldur leið tU að breyta og skapa hagkerfinu trygga undirstöðu. Hér snýst allt um pólitískan vUja.“ Eitt af því sem Finnar ætla að einbeita sér að það hálfa ár, sem þeir fara með formennsku í ESB er að yfirfara ýmsar þær áætlanir, sem era í gangi í ESB varðandi efnahagsmál, svo sem hagvaxtará- tak, átak til að skapa atvinnu og fleira í þeim dúr. Að mati OllUa er alltof margt í gangi á þessu sviði og því brýnt að yfirfara bæði sjálf ferl- in og hinn pólitíska vUja. Finnski seðlabankinn virkur þátttakandi í samfélagsumræðunni Seðlabankar hafa löngum verið lokaðir gagnvart almenningi og þetta hefur að sögn Esko Ollila einnig gUt um finnska seðlabank- ann. „Það eru gerðar auknar kröfur um gagnsæi í stjórnkerfinu, það era ný lög um opinbert aðgengi og það snýr þá einnig að okkur. Nú birtum við spár okkar opinberlega, en slíkt var óhugsandi fyrir áratug eða svo,“ segir OllUa og bætir við með glettn- isglampa í augum að menn hafi vís- ast verið hræddir um að spámar rættust ef þær yrðu birtar. Fyrir skömmu setti finnski fjár- málaráðherrann ofan í við finnska seðlabankann. Matti Vanhala aðal- bankastjóri hafði komið með at- hugasemdir um nauðsyn aukins að- halds af hálfu ríkisstjómarinnar og fékk þá það svar að bankinn gæti ekki verið að setja sig á háan hest, heldur ætti að líta í eigin barm, þar sem of margir væra í vinnu við bankann miðað við minnkandi um- svif eftir tilkomu ECB. „Það er meðvituð stefna bankans nú að taka virkari þátt í samfélags- umræðunni og því hefur verið vel tekið í fjölmiðlum," segir Esko OllUa í tUefni af þessum orðaskipt- um. „Þetta er ný stefna og stórt skref frá því sem áður var, þegar viðvaranir bankans, til dæmis vegna hugsanlegrar ofþenslu, vora svo varlega orðaðar að það var aðeins á færi sérfræðinga að skUja viðvaran- imar.“ OUUa bendir á að gagnsæi og að- gengi einkenni Norðurlöndin al- mennt í ríkari mæli en tU dæmis lönd Mið-Evrópu. Þessari norrænu afstöðu væri æskUegt að halda á lofti innan ECB og reyndar innan ESB almennt. Augnn á hættumerkjum Efnahagslíf Finna stendur með blóma og þeir hafa náð sér vel upp úr kreppunni sem reið yfir í byrjun þessa áratugar meðal annars vegna samdráttar í verslun við Rússa. í fyrra jukust lán tU heimUanna um þrettán prósent, éinkum í takt við hækkandi fasteignaverð. En það var ekki fyrr en í vor að skuldir heimilanna náðu hlutfallslega aftur sama stigi og 1989, áður en krepp- unnar fór að gæta. Hagvöxtur í Finnlandi hefur verið tæp fimm prósent undanfarin þrjú ár, var 4,7 prósent í fyrra, þegai’ ESB-meðal- lagið var tvö prósent. Um leið bein- ist athyglin að því hvort hætta sé á þenslu. „Við höfum augun á þáttum eins og verði nýbygginga og fasteigna, sem gæti hugsanlega gefið tUefni til smá áhyggna," segir Ollila. „Al- mennt virðist þó ekki liggja við of- hitnun í efnahagslífinu, því launa- hækkanir hafa verið hóflegar. Aðal- bankastjóri bankans hefur þó komið með vamaðarorð og bent á nauðsyn þess að gripið verði til aðgerða fyrr en seinna, svo hugsanlegur niður- skurður komi nú í byrjun kjörtíma- bUsins, ekki að beðið verði með hann þar tU síðar, þegar það verður pólitískt erfiðara að koma honum við. A tímum velgengni er hætta á að launakröfur aukist og þá reynir á skUning á nýjum aðstæðum, því launahækkunum verður ekki lengur mætt með gengislækkun. Það er því fyllsta ástæða til aðhalds." Aðspurður um ástæðurnar fyrir velgengni Finna vitnar OUUa í aðal- bankastjóra norska seðlabankans, sem hafi nefnt að norska kreppan í byrjun áratugarins hafi stafað af óskynsamlegri stefnu og óheppni. „Öfugt má segja að ástæðan fyrir finnskri velgengni sé skynsamleg stefna og heppni. Það hefur verið gætt mikUs aðhalds í ríkisútgjöldum og það hefur vissulega verið sárs- aukafullt. Finnsk fyrirtæki hafa einnig lært sína lexíu og aukið fram- leiðni." Finnskur iðnaður byggði áður fyrr á skógariðnaði og þungavéla- iðnaði, en nú hefur hátæknnðnaður bæst við. Nokia er heimsþekkt, en OlIUa bendir á að Finnar eigi mörg hátæknifyrirtæki. Kjarasamningar hafa ýtt undir sveigjanleika og allt þetta hefur ýtt undii- velgengni Finna. „Svo höfum við Finnar verið heppnir og heppni skaðar aldrei,“ bætir Ollila við. Kynslóðabyrðar - dreifbýlisflótti Þrátt íyrir góða_ stöðu nú leynast hættumar víða. í úttekt Alþjóða gjaldeyrissjóðsins frá í júní á efna- hag Finna er sterklega varað við að brátt komi að því að stóra árgang- amir frá miðri öldinni nái eftirlauna- aldri, sem minni kynslóðir þurfi þá að sjá fyrir. Því sé brýnt að hækka hinn raunveralega eftirlaunaaldur. Þó opinber eftirlaunaaldur í Finn- landi sé 65 ár eins og víðar, þá hefur atvinnuleysi gert það að verkum að fólki hefur verið gert kleift að fara mun fyrr á eftirlaun. Meðaleftir- launaaldur er 59 ár og sjóðurinn bendir á að þessari tölu þurfi að hnika upp um 2-3 ár. Stjómin hefur þegar byrjað að undirbúa slíka breytingu, en varlega, því þetta er mikið hitamál hjá stóram hópi fólks á sextugsaldri, sem þegar hefur augun á að fara á eftirlaun 59 ára. Um tíu prósenta atvinnuleysi er óskaplegt í íslenskum augum, en hafa ber í huga að atvinnuleysið var tvöfalt fyrir nokkram áram. En hin þversagnakennda hlið atvinnuleysis- ins er að sögn Ollila skortur á vinnu- afli, það er skortur á vinnuafli með menntun. Vinnuafl fyFinnlandi færir sig til eftir vinnu. I upphafi áttunda ára- tugsins fluttust um 300 þúsund Finnar til Svíþjóðar í atvinnuleit. Slíkt gerist þó ekki lengur, því þar hefur ekkert verið að hafa undanfar- in ár. Nú liggur leiðin ekki aðeins úr dreifbýli í þéttbýli, heldur frá litlum og meðalstóram borgum í þríhym- inginn Helsinki, Ábo og Tampere. „Þessir flutningar eru meiri en fólksflutningamir í ki'ingum 1970,“ segir Ollila „og skapa bæði vanda fyrir þau byggðarlög, sem verða af fólki og þau svæði, sem straumurinn liggur til. Innviðir á yfirgefnum svæðum verða umframir, svo sem íbúðarhúsnæði og skólar, en á svæð- um, sem straumurinn liggur til dug- ir innviðauppbyggingin ekki til. En það er ekki hægt að taka á þessu með lögum, ekki hægt að banna fólki að flytja.“ Ráðstafanir á þessu sviði í gegn- um árin era Ollila vel kunnungar, því hann starfaði um árabil í finnskri hliðstæðu Iðnþróunarsjóðs. „Ráð- stafanir af því tagi, sem slíkir sjóðir stóðu fyrir í eina tíð era aflagðar og um það er full samstaða, en þá er spumingin hvað sé til ráða.“ Velheppnað finnskt dæmi að mati Ollila er Öulu. Þar var stofnaður há- skóli 1959, sem hefur sérhæft sig í rafmagnsfræði og annarri hátækni, sem sér fyrir vinnuafli á því sviði. Þar er símafyrirtækið Nokia með verksmiðju, sem starfar á sviði þró- unar og rannsókna. „Þetta hefur stöðvað fólksflutninga frá þessu svæði og er gott dæmi um hvemig haga má byggðastefhu í framtíð- inni,“ segir Óllila. Það er erfitt að halda um hag- stjóm á tímum samdráttar og kreppu, ekki síður erfitt að finna skynsamlegar leiðir á tímum vaxtar, halda góðærinu stöðugu í stað svigs milli þenslu og samdráttar. Þó vöxt- urinn hafi undanfarið grundvallast á eftirspumaraukningu innanlands, ekki á útflutningsaukningu er Ollila bjartsýnn á að vöxturinn í Finnlandi beri sig. „Það er eðlilegt að eftir- spumaraukning fylgi löngu tímabili vaxandi útflutnings. I finnskum iðn- aði ríkir trú á framtíðina og þar má rnerkja vaxandi útflutning undan- farna mánuði. Þriggja prósenta hag- vöxtur ætti að geta vera nokkuð stöðugt ástand.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.