Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.07.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 MÖRGÚNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Um 23 hektarar bætast við hafnarsvæðið sem þrefaldast með uppfyllingu við Hvaleyri Veruleg aukning umsvifa við höfnina ✓ Aætlað er að kostnaður við fram- kvæmdirnar í Hafnarfjarðarhöfn verði um einn milljarður króna, en velta hafnarinnar er um 160 -------j, , , . milljónir á ári. I grein Eiríks Páls Jörundssonar kemur fram að tilgangurinn með stækkuninni er að skapa fleiri störf og aukin verð- mæti með frekari umsvifum. Hafnarf jörður FRAMKVÆMDIR við stækkun á höfninni í Hafnai’- firði munu gjörbreyta allri aðstöðu í Hafnarfjarðarhöfn. Að þessum framkvæmdum loknum verður athafnasvæð- ið nálega þrefalt núverandi svæði að flatarmáli. Fyrsta skipið lagðist að nýjum bryggjukanti á miðvikudag og áætlað er að flotkvíamar verði komnar á nýjan stað um miðjan ágúst. Talsverð eftirspum er eftir aðstöðu við höfnina og nú þegar hafa borist umsóknir um lóðir á öllu nýja svæðinu, án þess að þær hafi verið auglýstar tii úthlutunar. Umsvif við höfnina hafa vaxið að meðaltali um 11% árlega síðustu tuttugu árin og tóku mikinn kipp á áran- um 1994-96. Frá þeim tíma hefur höfnin verið fullnýtt og hefur í sumum tilfellum þurft að vísa umferð frá höfninni að sögn Más Sveinbjömsson- ar, framkvæmdastjóra Hafn- arfjarðarhafnar. A síðustu tíu áram hafa flutningar aukist úr 500.000 tonnum í tæpa milljón tonna á ári, en sú aukning kemur einnig til vegna stækkunar á höfninni við Straumsvík. Meðalþyngd skipa sem lagt hafa að bryggju í Hafnarfirði hefur aukist úr 900 tonnum í 1.880 tonn á síðstu tveimur ártugum. Stækkunin var því orðin tímabær og þrýstingur vegna aukinna sMpaviðgerða hefur jafnframt ýtt á eftir framkvæmdum. Hafnarbakkinn yfir 500 metrar Aðalathafnasvæðið nú, Ós- eyrarsvæðið, er um 12 hekt- arar. Nýja hafnarsvæðið verður hins vegar um 23 hektarar og því alls um 35 hektarar. Byrjað var á fram- kvæmdum við uppfyllinguna í fyrravor og á rúmu ári hef- ur verið eMð tæplega 600.000 rúmmetram af efni í uppfyll- inguna undir nýja hafnar- svæðið og sjóvarnargarðinn þar utan við. Eftir er þó að fylla upp í talsvert svæði og verður það gert á næstu 5-8 árum. Búið er að taka í notkun nýtt 200 metra langt viðlegu- rými á nýja svæðinu, en hafn- arbakMnn verður í framtíð- inni yfír 500 metrar. Flotkví- ai-nar verða í víMnni sem myndast innan við sjóvamar- garðinn. Þar verður dýpið 15 metrar en annars staðar við hafnarbakkann verður dýpið um 8 metrar. Beðið verður fram á haustið með að flytja grjót í sjóvarnargarðinn og sagði Már að það væri ekM síst gert til að leyfa efninu í garðinum að síga áður en grjótvamargarðurinn verður hlaðinn. Dýpið niður á botninn er um 11 metrar en Már sagði að ekM væri vitað hve djúpt væri niður á fastan botn. Undir væri djúpur dalur, fullur af leir og vatni sem uppfyllingin væri að pressa „ Morgunblaðið/Rax SEÐ yfir nýja hafnarsvæðið við Hvaleyri í átt að gamla miðbænum í Hafnarfirði. úr, og því væri nauðsynlegt að leyfa þessu að síga. Efnið í nýja hafnarsvæðið kemur úr námu í Hamranesi sem er skammt ofan við bæ- inn upp með Krýsuvíkurvegi. Sú náma er nú að verða upp- urin. Til stendur að dýpka gömlu höfnina og mun efni sem dælt verður úr henni fara í að ljúka uppfyllingu á nýja svæðinu. Að sögn Más hafa fram- kvæmdir gengið mjög hratt fyrir sig, jafnvel stundum svo hratt að sumum þótti nóg um. Uppfyllingunni hefur fylgt þung umferð vörabíla niður Asbrautina framhjá íbúabyggð, en nú hillh’ undir að þeim flutningum ljúM á næstu dögum. Umsvif aukast verulega Hafnarfjarðarhöfn er sér- hæfð sem þjónustuhöfn fyrir fisMskip, að sögn Más. Við höfnina er allt sem þarf til að veita fisMsMpum góða þjón- ustu, bæði löndunaraðstaða og viðgerðaraðstaða. Fyrir- tæM sem sérhæfa sig í þjón- ustu við sjávarútveginn eru nálæg, s.s. fyrirtæM í skipa- viðgerðum og fyrirtæki eins og Hampiðjan og Marel sem útvega skipum veiðarfæri og annan útbúnað. Þjónusta við físMsMp er og verður þunga- miðjan í starfsemi hafnarinn- ar að sögn Más. Stefnan er sú að auka um- svifin veralega við höfnina, enda er ekM annað sýnilegt en að þörfín sé fyrir hendi. Búið er að sækja um allt svæðið við nýja hafnarbakk- ann án þess að úthlutun hafi verið auglýst. Már taldi að framtíð hafnarinnar væri því björt en hafði áhyggjur af því að þessi stækkun yrði ekM nægjanleg í nógu langan tíma. Hann taldi að þörfin yrði jafnvel svo miMl innan skamms að huga þyrfti innan fárra ára að því að sMpu- leggja frekari stækkun. Már sagði þó að meta þyrfti meiri stækkun í sam- hengi við höfuðborgarsvæðið allt. Astæðulaust væri að byggja upp sambærilega að- stöðu á tveimur stöðum í einu. Aukning skipaviðgerða Talsverð uppsveifla hefur verið undanfarið í skipavið- gerðum í Hafnarfirði og hef- ur sá uppgangur þrýst nokk- uð á stækkun hafnarinnar. Að sögn Más hefur rekstur minni flotkvíarinnar gengið vel og farið hafi saman ákvörðun um stækkun hafn- arinnar og kaupin á stærri flotkvínni. Viðgerðir standa nú yfir á þeirri kví en áætlað er að báðar kvíarnar verði komnar á nýjan stað um miðjan ágúst. Aðstaða til skipaviðgerða verður yst á nýja svæðinu og mun allur mengandi þunga- flutningur færast á nýja svæðið og fiskflutningar fara fram á Óseyrarsvæðinu. Sagði Már að sú þróun ætti sér víða stað að gróf hafnar- starfsemi væri færð utar í hafnir. Ekki er fyrirsjáanlegt að um frekari umsvif verði að ræða á norðurbakka hafnar- innar, þar sem Bæjarútgerð- in var. Þar væri íbúðarbyggð of nálæg og erfitt um aðflutn- ingsleiðir. Höfnin borgar sjálf Kostnaður við þær fram- kvæmdir sem nú standa yfir verður nálægt einum millj- arði króna. VerMð er fjár- magnað með lánsfé og sagði Már að ef ekki yrðu nein stórslys gæti höfnin sjálf greitt afborganir af láninu og þannig staðið sjálf undir stækkuninni. Sótt hefur verið um styrk frá ríkinu en fram- kvæmdirnar hafa ekki komist inn á hafnaáætlun og óvíst er hvort höfnin fær ríkisstyrk upp í kostnað við stækkun- ina. Hafnarfjarðarhöfn er rek- in sem sjálfstætt fyrirtæki með eigin kennitölu, en er í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Velta fyrirtæMsins er um 160 milljónir en áætlað verðmæti þeirrar vöra sem fer um höfnina er að sögn Más um •30—40 milljarðar á ári. Tilgangurinn með stækk- uninni væri því óneitanlega að skapa fleiri störf og aukin verðmæti með frekari um- svifum. Már tók sem dæmi að margir hefðu notið góðs af þegar minni flotkvíin var tek- in í gagnið, s.s. veitinga- og gististaðir, bflaleigur og aðrir aðilar. Hann taldi að aukning yrði í slíkri þjónustu þegar umsvif vegna flutninga og sMpaviðgerða ykjust í fram- tíðinni. Ymsir aðilar hafa komið að framkvæmdum við höfnina. Aðalhönnun hefur verið í höndum Bjöms Jóhanns Bjömssonar hjá Stuðli. Nokkrir verktakar hafa kom- ið að verMnu en stærstan hluta verksins hefur Istak séð um, varnargarðinn, flot- kvíafestingarnar og hafnar- bakkann. Björgun sér um sjódælingar og Suðurverk og Sæþór hafa einnig komið að verkinu. • SJÁ EINNIG BLS. 22 Morgunblaðið/Eiríkur Páll UNNIð að dýpkun á svæðinu þar sem flotkvíamar verða f framtiðinni, en ráðgert er að þær verði fluttar þangað í næsta mánuði. STÓRVIRK tæki á nýja hafnarsvæðinu, en þangað hafa verið fluttir 600.000 rúmmetrar af efni í uppfyllingu undir nýja svæðið og í sjóvarnargarðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.