Morgunblaðið - 03.07.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.07.1999, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Staðan 1 lónum Landsvirkjunar Ákall skipverjanna á Odincova bar árangur Starfsmaður Skattstofu Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald Grunaður um að hafa dregið sér 11 millj. SÉRFRÆÐINGUR á virðisauka- skattsdeild Skattstofu Reykjaness hefur verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna gruns um stórfellt brot á virðisaukaskattslög- um og brot í opinberu starfi. Mað- urinn hefur játað að hafa dregið sér rúmlega 10.869.000 krónur á 14 mánaða tímabili með því að færa inn tölur um viðskipti fyrirtækis sem var í hans eigu. Fyrirtækið var í reynd ekki með neina starfsemi. Starfsmenn skattstofunnar upp- götvuðu svikin og vísuðu málinu til skattrannsóknarstjóra sem kærði manninn til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra sl. miðvikudag. Húsleit var gerð á heimili mannsins og hann handtekinn í framhaldi af því. Hann var síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Þóttist stunda viðskipti með fisk Maðurinn, sem starfað hefur á Skattstofu Reykjaness frá árinu 1997, er sérfræðingur á virðisauka- skattsdeild og vann m.a. við að slá inn upplýsingar um virðisauka- skattsskil fyrirtækja í fiskvinnslu. Hann stofnaði í eigin nafni fyrir- tæki, sem hann síðar tilkynnti að hefði breytt um starfsemi og starf- aði nú í fiskvinnslu. Síðan skráði hann á fyrirtækið vikulegar upplýs- ingar eins og það stæði í útflutningi á fiski. Þegar virðisaukaskatts- skýrslur voru komnar inn í kerfið bánist upplýsingarnar til tollstjór- ans í Reykjavík um að fyrirtækið ætti ógreiddan innskatt sem var sendur sjálfkrafa til mannsins. Að sögn Jóns H. Snorrasonar, yf- irmanns í efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra, snýst rannsókn málsins nú um ráðstöfun þeirra fjármuna sem maðurinn er granað- ur um að hafa svikið út úr skattin- um. Jafnframt er verið að kanna hvort mögulegt er að fá peningana endurgreidda með einhverjum hætti. Manninum hefur verið vikið úr starfi hjá skattstofunni. Vatnsforðinn undir meðallagi Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Jim Smart SKIPVERJI á Odincova tekur við matargjöfínni frá unglingum í Vinnuskóla Reykjavíkur. ÁKALL skipverja togarans Od- incova um hjálp frá íslenskum al- menningi virðist ætla að bera tilætl- aðan árangur. I gær tóku unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur sig saman og notuðu útborgun sína til að kaupa mat handa skipverjunum. Innflytjendur matvæla brugðust einnig vel við hjálparbeiðninni og komu vamingi um borð í Odincova. Þá segir Gennadiy Karmanov skip- stjóri allnokkum fjölda fólks hafa lagt leið sína að skipinu í þessum sömu erindagjörðum. Kvað hann sig og menn sína afar þakkláta fyrir þennan stuðning. Útgerðarmaðurinn segist hafa greitt eina milljón Sæmundur Arelíusson, útgerðar- maður togarans Odincova, segist aðspurður hafa greitt skipverjum eina milljón króna um síðustu helgi og því séu þeir ekki með öllu aura- lausir. Sæmundur og kona hans vilja hins vegar ekki tjá sig frekar um ásakanir skipverjanna þeim á hendur. Aðspurður hver staðan í deilu hans og skipverja væri sagði Sæ- mundur henni best lýst utan á Od- incova og átti þar við þær hjálpar- beiðnir og skilaboð um óréttlæti sem skipverjar hafa málað á skipið. Sagði hann enga lausn vera í sjón- máli í augnablikinu en vonaðist þó til að leysa mætti hnútinn sem fyrst. Hann vildi ekkert tjá sig um þau orð sem skipverjar hafa látið falla í hans garð en sagðist þó hafa látið þeim eina milljón króna í té um síðustu helgi og þeir væru því ekki algerlega auralausir. Morgunblaðið náði tah af eigin- konu Sæmundar en skipverjar hafa sakað hana um að hafa komið um borð í skipið og ausið yfir þá skömm- um. Sagðist hún ekki vilja svara þeim ásökunum á nokkum hátt og vildi ekki tjá sig frekar um málið. Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, segir enga hreyfingu vera á málum skip- verjanna. Segir hann Sjómannafé- lagið hafa unnið að því að tryggja skipverjunum laun, m.a. í gegnum stjómvöld í Riga, en þaðan hafi lítil hjálp borist. Matargjafír bárust úr mörgum áttum VATNSBÚSKAPUR í lónum Landsvirkjunar er nokkra undir því sem gerist í meðalári. Vatnsforði lónanna er um 55% en Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að í meðalári sé hann yfirleitt kringum 70% á þessum árstíma. Fylgst er með vatnshæð og vatnssöfnun í lónin en þau stærstu era Þórisvatn, lónið við Blöndu og Hágöngulónið. Þorsteinn sagði að staðan í Blöndulóni væri í meðallagi en undir meðallagi í Þórisvatni. Hann segir að miðað við flokkun í gott ár, meðalgott og slæmt sé stað- an nú metin sem slæmt ár. Hann sagði þó enga ástæðu til að hafa áhyggjur enn þar sem jökulleysing- ar ættu eftir að koma fram og að yf- irleitt bættist í lónin fram eftir hausti. Hlýindi eða rigningar á næstu vikum myndu koma sér vel fyrir vatnsforðann. I TENGSLUM við kristnitökuhá- tiðina á Þingvöllum á næsta ári er nú verið að endurbyggja Grafningsveg efri frá Nesjavöll- um að Þingvallavegi. AIls eru þetta tólf kílómetrar. Hæð vegar- ins er breytt og hann breikkaður á kafla en yfirleitt Iiggur hann á sama stað og núverandi vegur. Sú breyting sem vegfarendur eiga eftir að verða mest varir við er að vegurinn verður klæddur Grafningsvegur endurbyggður bundnu slitlagi á 12 kílómetra kafla. Vegurinn verður áfram ein akrein í hvora átt. Verktaki er Völur hf. Verkið var boðið út í september á síðasta ári og hófust, framkvæmdir á síðasta ári. Ráð- gert er að verkinu ljúki 1. októ- ber næstkomandi. Verkinu miðar samkvæmt áætlun. 55.000 rúmmetrar efnis fara í burðarlög vegarins. Klæðningin er alls 81.000 fermetrar að stærð. Tilboð verktakans hljóð- aði upp á tæpar 70 milljónir króna en heildarkostnaður við verkið, með öllum efniskostnaði og fleiru, er áætlaður um 105 milljónir króna. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is íiltlMffillliÍyLE Shevchenko dýrastur í sögu Laugardalsvallar/B1 Eyjamenn ótrúlegir heim að sækja/B4 m síbur ¥ 17dÐl^*^ UjkjDl>l\ ► Málþing um stöðu ljóðlistarinnar. Þrælasalar í norð- urhöfum. Turnar á staurum í Hollandi. Sumartónleikar í Skálholtskirkju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.