Morgunblaðið - 03.07.1999, Side 16

Morgunblaðið - 03.07.1999, Side 16
16 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tillaga valin til frekari útfærslu á skipulagi miðbæjar Kópavogs Byggt yfir gjána fyrir 200 milljónir Kópavogur TILLAGA arkitektanna Auðar Sveinsdóttur og Benjamíns Magnússonar um skipulag miðbæjar Kópavogs hefur verið valin til áfram- haldandi útfærslu. Vinnuhóp- ur um samanburðartiilögur kynnti tillöguna á fimmtu- dag. Leitað var til þriggja að- ila til að setja fram tillögu, en auk tillögu Auðar og Benja- míns komu tillögur frá ann- ars vegar Aiark og Landmót- um og hins vegar Homstein- um ehf. Samkvæmt tillögu Benja- míns og Auðar verður byggt yfir gjána, eða Hafnarfjarð- arveginn, sem skiptir Kópa- vogi í austur- og vesturhluta. Við Hamraborg verða allir stoðveggir felldir út og um- ferðarkerfi breytt. Gert er ráð fyrir bílastæðahúsi norð- an Listasafns og bílastæðum austan Tónlistarhúss. Að- komu frá Vallartröð að Fann- borg verður breytt, en þar er gert ráð fyrir ráðhústorgi. Sömuleiðis verður aðkomu að bæjarskrifstofunum og fyrir- komulagi bílastæða breytt. Göngubrú mun liggja frá Fannborg yfir á vesturbakk- ann og tengja austur- og vesturbæ. Einnig er gert ráð fyrir úrbótum á megin gönguleiðum yfir núverandi brýr þar sem gönguleið verð- ur aðskiiin frá götu með grindverki. Formaður skipulagsnefnd- ar og jafnframt vinnuhóps- ins, Armann Kr. Olafsson, segir að lausleg kostnaðará- ætlun hljóði upp á 300 millj- ónir króna. Þar sé yfirbygg- ing gjárinnar langdýrust, en gert er ráð fyrir að hún kosti tæplega 200 milljónir króna. Vinna við Hamraborgina kostar væntanlega 60-70 milljónir og annað 30 milljón- ir. Hann tekur þó fram að þetta sé afar gróflega áætlað og endanleg kostnaðaráætlun liggi ekki fyrir fyrr en endan- legar teikningar hafi verið gerðar. Yfirbygging gjárinnar á næsta kjörtímabili Bæjarstjóm á eftir að samþykkja tillöguna, en hún verður sennilega lögð fyrir í haust. Armann segir að búið sé að kynna tillöguna í bæj- arráði Kópavogs og þar hafi hún fengið jákvæðar undir- tektir. Þá hafi allir þrír flokk- amir í bæjarstjóm endur- skipulagningu miðbæjarins á stefnuskrá sinni. „Því á ég ekki von á öðm en að tillagan verði samþykkt í bæjar- stjóm,“ segir hann. Morgunblaðið/Jim Smart TILLAGA Auðar Sveinsdóttur og Benjamíns Magnús- sonar varð fyrir valinu. Á minni myndinni kynnir Benjamín tillöguna. Að sögn Armanns verður framkvæmdinni skipt í 3^1 liði og væntanlega verði tveir þeirra kláraðir á þessu kjör- tímabili. Þeim hefur þó ekki verið raðað í forgangsröð. „Hins vegar má gera ráð fyr- ir að byggingin yfir gjána komi ekki til framkvæmda fyrr en á næsta kjörtímabili, en hún er langstærsti og dýr- asti liðurinn," segir hann. Aðspurður hvað réði vali á tillögu segir Armann að þeim hafi verið gefnar einkunnir í 20 þáttum. „Hvað varðar kostnað var tiltölulega lítill munur á tillögunum að flestu leyti nema skipulagi gjárinn- ar. Þar var kostnaðurinn á bilinu 100-350 milljónir, eftir tillögum, og þar var litið til fjárhagshliðarinnar við valið.“ Auk Armanns voru í vinnu- hópnum Sigrún Guðmunds- dóttir í skipulagsnefnd, Hulda Finnbogadóttir, formaður miðbæjarsamtaka Kópavogs, Steingrímur Hauksson, deild- arstjóri hönnunardeildar, og Aðalheiður E. Kristjánsdóttir landslagsarkitekt. mamss. ŒPPNI Börn velta fyrir sér hreyfíngu og ferðalögum í þriggja vikna listasmiðju í sumar Á ferð og flugi í Barna- bergi Breiðholt BÖRN á aldrinum sjö til þrettán ára eru hvött til tjáningar og sköpunar í Iistasmiðju í Barnabergi. Myndlist, tónlist og leiklist er tvinnað saman á þriggja vikna námskeiði sem nú stendur yfir. Þegar blaða- mann Morgunblaðsins bar þar að garði gerðu börnin tilraunir með skutlur og önnur farartæki, enda meginviðfangsefni smiðj- unnar að fjalla um hreyf- ingu og ferðalög. Gerðuberg hefur staðið fyrir listasmiðju fyrir börn í rúman áratug. Eitt þriggja vikna námskeið er haldið á sumri en önnur námskeið standa í eina viku. Þá ræður ein list- grein rílqum hveiju sinni. Viðfangsefnin eru mis- munandi en hverri smiðju lýkur með sýningu á því sem börnin hafa skapað. Sigurþór A. Heimisson leikari er einn þriggja sér- hæfðra leiðbeinenda á námskeiðinu sem nú er haldið. Auk hans miðla Margrét Örnólfsdóttir tón- listarmaður og Arna G. Valsdóttir myndlistarmað- ur af þekkingu sinni. Sig- urþór segir að reynt sé að Morgunblaðið/Jim Smart BÖRNIN og leiðbeinendur þeirra fleygðu skutlum í átt að ljósmyndara. fá börnin til að velta hreyf- ingu og ferðalögum fyrir sér á ýmsa lund, til dæmis sé talað um ferðalög í draumum og listformin þrjú séu notuð til að tjá hugmyndir barnanna. Sigurþór lýsir ánægju sinni með aldursbreiddina á námskeiðinu. „Börnum er yfirleitt skipt í hópa eft- ir aldri og bekkjum,“ sagði Sigurþór en hann kveður frjálst frumkvæði yngri barnanna og reynslu hinna eldri mynda góða blöndu í listasmiðjunni. í gær héldu börnin í ferðalag í gegnum Hval- fjaröargöngin til Akra- ness. Þar átti að skoða byggðasafn og senda flöskuskeyti frá Langa- sandi. Ferðinni var ætlað að vekja börnin til frekari umhugsunar um fjölbreytt form ferðalaga á sjó og landi. GLAÐBEITTIR listunnendur í góða veðrinu. Nýr ieikskóli í haust Mosfellsbær FRAMKVÆMDIR standa yfir við byggingu nýs leikskóla við Lækj- arhlíð í Mosfellsbæ. Leikskólinn, sem þjóna á íbúum í Höfðahverfi, verður tekinn í notkun í haust. Að sögn byggingar- fulltrúa bæjarins er fyr- irhugað að grunnskóli verði starfræktur í hluta leikskólans og færanleg- um skólastofum næsta vetur. Nýlega var dæmt í samkeppni um hönnun grunnskóla á svæðinu og verður ráðist í byggingu hans á næsta ári. KEA-versl- un opnuð í lok ágúst Kópavogur UNDIRBÚNINGUR er hafinn að opnun KEA matvöruverslunar í hús- næði gömlu Borgarbúð- arinnar í Kópavogi. Sigmundur Ófeigs- son, framkvæmdastjóri verslunarsviðs KEA, segir fyrirhugað að opna verslunina seinni hluta mánaðarins. „Þetta verður þæginda- búð,“ sagði Sigmundur. „Áhersla lögð á til þess að gera hnitmiðað vöru- val og langan opnunar- tíma“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.