Morgunblaðið - 03.07.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.07.1999, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tillaga valin til frekari útfærslu á skipulagi miðbæjar Kópavogs Byggt yfir gjána fyrir 200 milljónir Kópavogur TILLAGA arkitektanna Auðar Sveinsdóttur og Benjamíns Magnússonar um skipulag miðbæjar Kópavogs hefur verið valin til áfram- haldandi útfærslu. Vinnuhóp- ur um samanburðartiilögur kynnti tillöguna á fimmtu- dag. Leitað var til þriggja að- ila til að setja fram tillögu, en auk tillögu Auðar og Benja- míns komu tillögur frá ann- ars vegar Aiark og Landmót- um og hins vegar Homstein- um ehf. Samkvæmt tillögu Benja- míns og Auðar verður byggt yfir gjána, eða Hafnarfjarð- arveginn, sem skiptir Kópa- vogi í austur- og vesturhluta. Við Hamraborg verða allir stoðveggir felldir út og um- ferðarkerfi breytt. Gert er ráð fyrir bílastæðahúsi norð- an Listasafns og bílastæðum austan Tónlistarhúss. Að- komu frá Vallartröð að Fann- borg verður breytt, en þar er gert ráð fyrir ráðhústorgi. Sömuleiðis verður aðkomu að bæjarskrifstofunum og fyrir- komulagi bílastæða breytt. Göngubrú mun liggja frá Fannborg yfir á vesturbakk- ann og tengja austur- og vesturbæ. Einnig er gert ráð fyrir úrbótum á megin gönguleiðum yfir núverandi brýr þar sem gönguleið verð- ur aðskiiin frá götu með grindverki. Formaður skipulagsnefnd- ar og jafnframt vinnuhóps- ins, Armann Kr. Olafsson, segir að lausleg kostnaðará- ætlun hljóði upp á 300 millj- ónir króna. Þar sé yfirbygg- ing gjárinnar langdýrust, en gert er ráð fyrir að hún kosti tæplega 200 milljónir króna. Vinna við Hamraborgina kostar væntanlega 60-70 milljónir og annað 30 milljón- ir. Hann tekur þó fram að þetta sé afar gróflega áætlað og endanleg kostnaðaráætlun liggi ekki fyrir fyrr en endan- legar teikningar hafi verið gerðar. Yfirbygging gjárinnar á næsta kjörtímabili Bæjarstjóm á eftir að samþykkja tillöguna, en hún verður sennilega lögð fyrir í haust. Armann segir að búið sé að kynna tillöguna í bæj- arráði Kópavogs og þar hafi hún fengið jákvæðar undir- tektir. Þá hafi allir þrír flokk- amir í bæjarstjóm endur- skipulagningu miðbæjarins á stefnuskrá sinni. „Því á ég ekki von á öðm en að tillagan verði samþykkt í bæjar- stjóm,“ segir hann. Morgunblaðið/Jim Smart TILLAGA Auðar Sveinsdóttur og Benjamíns Magnús- sonar varð fyrir valinu. Á minni myndinni kynnir Benjamín tillöguna. Að sögn Armanns verður framkvæmdinni skipt í 3^1 liði og væntanlega verði tveir þeirra kláraðir á þessu kjör- tímabili. Þeim hefur þó ekki verið raðað í forgangsröð. „Hins vegar má gera ráð fyr- ir að byggingin yfir gjána komi ekki til framkvæmda fyrr en á næsta kjörtímabili, en hún er langstærsti og dýr- asti liðurinn," segir hann. Aðspurður hvað réði vali á tillögu segir Armann að þeim hafi verið gefnar einkunnir í 20 þáttum. „Hvað varðar kostnað var tiltölulega lítill munur á tillögunum að flestu leyti nema skipulagi gjárinn- ar. Þar var kostnaðurinn á bilinu 100-350 milljónir, eftir tillögum, og þar var litið til fjárhagshliðarinnar við valið.“ Auk Armanns voru í vinnu- hópnum Sigrún Guðmunds- dóttir í skipulagsnefnd, Hulda Finnbogadóttir, formaður miðbæjarsamtaka Kópavogs, Steingrímur Hauksson, deild- arstjóri hönnunardeildar, og Aðalheiður E. Kristjánsdóttir landslagsarkitekt. mamss. ŒPPNI Börn velta fyrir sér hreyfíngu og ferðalögum í þriggja vikna listasmiðju í sumar Á ferð og flugi í Barna- bergi Breiðholt BÖRN á aldrinum sjö til þrettán ára eru hvött til tjáningar og sköpunar í Iistasmiðju í Barnabergi. Myndlist, tónlist og leiklist er tvinnað saman á þriggja vikna námskeiði sem nú stendur yfir. Þegar blaða- mann Morgunblaðsins bar þar að garði gerðu börnin tilraunir með skutlur og önnur farartæki, enda meginviðfangsefni smiðj- unnar að fjalla um hreyf- ingu og ferðalög. Gerðuberg hefur staðið fyrir listasmiðju fyrir börn í rúman áratug. Eitt þriggja vikna námskeið er haldið á sumri en önnur námskeið standa í eina viku. Þá ræður ein list- grein rílqum hveiju sinni. Viðfangsefnin eru mis- munandi en hverri smiðju lýkur með sýningu á því sem börnin hafa skapað. Sigurþór A. Heimisson leikari er einn þriggja sér- hæfðra leiðbeinenda á námskeiðinu sem nú er haldið. Auk hans miðla Margrét Örnólfsdóttir tón- listarmaður og Arna G. Valsdóttir myndlistarmað- ur af þekkingu sinni. Sig- urþór segir að reynt sé að Morgunblaðið/Jim Smart BÖRNIN og leiðbeinendur þeirra fleygðu skutlum í átt að ljósmyndara. fá börnin til að velta hreyf- ingu og ferðalögum fyrir sér á ýmsa lund, til dæmis sé talað um ferðalög í draumum og listformin þrjú séu notuð til að tjá hugmyndir barnanna. Sigurþór lýsir ánægju sinni með aldursbreiddina á námskeiðinu. „Börnum er yfirleitt skipt í hópa eft- ir aldri og bekkjum,“ sagði Sigurþór en hann kveður frjálst frumkvæði yngri barnanna og reynslu hinna eldri mynda góða blöndu í listasmiðjunni. í gær héldu börnin í ferðalag í gegnum Hval- fjaröargöngin til Akra- ness. Þar átti að skoða byggðasafn og senda flöskuskeyti frá Langa- sandi. Ferðinni var ætlað að vekja börnin til frekari umhugsunar um fjölbreytt form ferðalaga á sjó og landi. GLAÐBEITTIR listunnendur í góða veðrinu. Nýr ieikskóli í haust Mosfellsbær FRAMKVÆMDIR standa yfir við byggingu nýs leikskóla við Lækj- arhlíð í Mosfellsbæ. Leikskólinn, sem þjóna á íbúum í Höfðahverfi, verður tekinn í notkun í haust. Að sögn byggingar- fulltrúa bæjarins er fyr- irhugað að grunnskóli verði starfræktur í hluta leikskólans og færanleg- um skólastofum næsta vetur. Nýlega var dæmt í samkeppni um hönnun grunnskóla á svæðinu og verður ráðist í byggingu hans á næsta ári. KEA-versl- un opnuð í lok ágúst Kópavogur UNDIRBÚNINGUR er hafinn að opnun KEA matvöruverslunar í hús- næði gömlu Borgarbúð- arinnar í Kópavogi. Sigmundur Ófeigs- son, framkvæmdastjóri verslunarsviðs KEA, segir fyrirhugað að opna verslunina seinni hluta mánaðarins. „Þetta verður þæginda- búð,“ sagði Sigmundur. „Áhersla lögð á til þess að gera hnitmiðað vöru- val og langan opnunar- tíma“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.