Morgunblaðið - 03.07.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.07.1999, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýr tvívirkur sími frá Ericsson Úthlutað úr Pokasjóði verslunarinnar í fjórða sinn Bæði GSM- og gervihnattasími ERICSSON, fjarskiptarisinn í Sví- þjóð, hefur kynnt nýjan farsíma sem bæði er ætlaður til símtala gegnum GSM-símkerfi og gegnum hið væntanlega Globalstar gervi- hnattasímkerfi sem ná mun um mestallan hnöttinn, og byrjað verð- ur að gangsetja í október næstkom- andi. Síminn ber tegundarheitið R290, og er af fyrstu kynslóð fjöl- virknisíma, sem nota svokallaða CDMA-tækni sem er grunnur- inn að arftaka GSM-kerfanna á næstu 2-5 árum, segir í fréttatilkynningu frá Martel á Húsavík, sem er uppbyggingar- og þjónustuaðiii Globalstar gervi- hnattasímkerfisins á íslandi. Jóhann F. Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Mar- tel, segir að síminn muni koma til með að kosta kringum 130-140 þús- und krónur með virðisaukaskatti á Islandi, en þegar Globalstar-kerfið fer af stað muni fleiri tegundir einnig verða komnar á markað. Þessi sími sé tæknilega fullkominn, en ódýrari gerðir tvívirkra síma muni kosta kringum 100 þúsund krónur. Jóhann segist búast við að not- endur á hafi úti verði fyrirferðar- mestu notendur þjónustunnar hér- lendis, en einnig verði það þeir sem SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur öðumv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Ericsson R290 GSM- og gervi- hnattasími. hingað til hafa þurft, ör- yggis vegna, að vera í sam- bandi utan al- faraleiða með talstöðvum, NMT- símum eða dýrum gervihnattabúnaði á borð við Inmarsat. „Þetta kemur einnig sem þjónustuviðbót fyrir GSM- ______ notendur, en allir þekkja hverjar eru takmarkanir GSM-kerfisins,“ segir Jóhann. Að sögn Jóhanns mun gjaldskrá verða með þeim hætti að þegar hringt er úr Globalstar-síma í síma í almenna kerfinu muni mínútan kosta kringum 140 krónur. Verðið milli tveggja Globalstar-síma verð- ur hins vegar talsvert lægra. „Farsímabyitingin hefur ekki náð almennilega út á sjó. Nánast allir sem vettlingi geta valdið í landi ganga með GSM-síma í vasanum, meðan þeir sem eru í mestri þörf fyrir samskipti hafa verið sam- bandslausir," segir Jóhann. „Byrjað verður að opna fyrir almenna notk- un kerfisins í október, svæði fyrir svæði. Það verður ekki opnað fyrir allan heiminn með því að ýta á einn hnapp. Við búumst við að Globalst- ar-símkerfið verði tekið í notkun hér á Islandi í byrjun desember," segir Jóhann F. Kristjánsson. I fréttatilkynningunni kemur fram að kostnaður við að byggja upp fullkomið GSM-kerfi í löndum á borð við Brasilíu, Ástralíu, Rúss- land eða Kína yrði óyfirstíganlegur, en með uppsetningu Globalstar- kerfisins verði komið á GSM-sam- band við öll þessi lönd á einu augna- bliki í lok þessa árs. 100 milljónir veittar í styrki frá upphafí Morgunblaöiö/Jim Smart ÚTHLUTAÐ var úr Pokasjóði verslunarinnar í fjórða sinn í gær. Af þeim ríflega 100 umsóknum sem bárust voru 27 verkefni einstak- linga og fyrirtækja styrkt með 30 milljónum króna samtals. Með þessu hefur verið úthlutað 100 millj- ónum króna úr sjóðnum og var áfanginn markaður með því að skreyta grenitré á Miklatúni með pokum frá verslunum og fyrirtækj- um sem aðild eiga að sjóðnum. Hæsta styrknum var úthlutað til verkefnisins Hafnarskógur eða 6,5 milljónum króna. Þetta er jafnframt hæsti styrkur sem sjóðurinn hefur veitt. Verkefnið er samstarfsverk- efni Pokasjóðs og bænda undir Hafnarfjalli en undir stjóm Land- græðslu ríkisins. Takmarkið er að landsvæðið undir Hafnarfjalli verði skógi vaxið frá fjöru til fjalls, að því er segir í fréttatilkynningu frá sjóðnum. Að sögn Bjarna Finnssonar, stjómarformanns Pokasjóðs, er stefna sjóðsins að vera með eitt stórt verkefni í gangi hveiju sinni. Þar sem uppgræðslunni á Hóla- sandi, um þrettán þúsund hektara eyðimörk norðan Mývatns, miðar mjög vel þótti verkefnið undir Hafnarfjalli mjög fysilegt, sagði Bjami enn fremur, því búið væri að vinna mikla undirbúningsvinnu, kanna umhverfisþætti, gera upp- drætti, rannsaka landið og ásig- komulag þess. Fjórar milljónir til skógræktar Skógræktarfélagi íslands var jafnframt veittur styrkur til verk- efnis meðal skógræktarfélaga og var upphæðin fjórar milljónir. Þá hlaut Húsgull einnig fjögurra millj- óna króna styrk vegna uppgræðslu Hólasands. Þá var tveimur milljón- um veitt til framleiðslu kvikmyndar um umhverfismál. Umhverfisvemd- arsamtök Islands hlutu eina og hálfa milljón króna til að standa að ráðstefnum, skoðunarferðum og rannsóknum. Grenitréð á Miklatúni er kallað 100 milljón króna pokatré í fréttatilkynn- ingu frá Pokasjóði. Frá vinstri: Eggert Jóhannesson, forstöðumaður Husls, Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, Óskar Magnússon, Bjarni Finnsson og Sigurður Á. Sigurðsson, allir þrír í stjórn Pokasjóðs, Gísli Jónsson, bóndi á Nýhöfn undir Hafnarfjalli, Jónatan Garðarsson, formaður Umhverfis- og útivistarfélags Hafnarfjarðar, og Bjöm Jóhannsson, framkvæmdastjóri Pokasjóðs. Einnig hlaut Husl, verndaður vinnustaður á Selfossi, einnar millj- ónar króna styrk til endurvinnslu á umbúðapappír til nota við upp- græðslu og jarðvegsbætur. Hálfri milljón króna var veitt til Umhverfis- og útivistarfélags Hafn- arfjarðar til uppbyggingar útivist- arsvæðis í Hraunum. Pokasjóður verslunarinnar var stofnaður 1995. Ríflega 1/3 af and- virði plastpoka, kr. 3,50, rennur til Pokasjóðs. Pokarnir era seldir í um 60% verslana, eða 160 verslunum. Með blaðinu á morgun 52 síðna ferðahandbók, Sumarferðir ‘99, fylgir Morgunblaðinu sunnudaginn 4. júlí. SKttgtutHafrifr Morgunblaöiö/Jim Smart Landsbankinn greiðir 338 milljónir í arð til ríkissjóðs LANDSBANKI íslands hf. hef- ur greitt hluthöfum sínum arð að fjárhæð 400 milljónir króna eða sem samsvarar um 6,2% af hlutafé. Eignarhlutur ríkis- sjóðs í bankanum nemur um 85% og nemur arðgreiðsla rík- issjóðs því um 338 milljónum króna. Arðgreiðslan til ríkissjóðs var lögð inn á Kjörbók í Lands- bankanum sem Geir Haarde, fjármálaráðherra, veitti viðtöku í gær frá Halldóri J. Kristjáns- syni, bankasfjóra Landsbank- ans. Arður til annarra hluthafa hefur einnig verið lagður inn á innlánsreikninga í bankanum. fg'mbl.is Dilbert á Netinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.