Morgunblaðið - 03.07.1999, Side 21

Morgunblaðið - 03.07.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 21 ÚR VERINU Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fískvinnslustöðva, um afkomu í landvinnslu Engin ákveðin lína AFKOMA í landvinnslu er ákaf- lega misjöfn, að sögn Amars Sig- urmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. „Nokkur íyrir- tæki, Útgerðarfélag Akureyringa og fleiri, eru með tiltölulega tryggt hráefni, kaupa lítið á mörkuðum, eru með samfellda vinnslu í fryst- ingu og hafa verið að ná þokkaleg- um árangri,“ segir hann. „Hins vegar er mjög erfítt hjá fyrirtækj- um sem þurfa að byggja mikið á mörkuðum og búa við hráefnis- leysi, að ég tali ekki um erfíða skuldastöðu á sama tíma. Því er af- koman í frystingu í landi mjög mis- jöfn. Gott í saltfiskinum Arnar segir að öðru máli gegni í saltfiskvinnslu. Þar hafi margir hverjir verið að gera það ágætt vegna þess að saman hafi farið hátt hráefnisverð og mjög hátt af- urðaverð. „Varðandi frystingu í landi þá hækkaði afurðaverðið og hráefnisverðið og því þurfum við hvorki að kvarta yfír verði afurða í frystingu í landi né saltfiski. Það hefur verið gott í nokkurn tíma en afkoman hefur verið mjög mis- jöfn.“ Afkoma háð tveimur atriðum Staða sjávarútvegsmála á Vest- fjörðum hefur verið í brennidepli að undanförnu. „Þar er það að ger- ast að stærsta fyrirtækið hefur nær eingöngu byggt á innfluttu hráefni, Rússafiski. Hann hækkaði mjög í fyrra vegna þess að dollar- inn styrktist og skortur var á hrá- efni. Það er sjálfsagt ein aðalá- stæðan fyrir því hvernig komið er fyrir Rauðsíðufyrirtækjunum. Á Isafirði hefur ákveðið hráefnisleysi hrjáð sum fyrirtækin en Básafeli ætlar að snúa sér öðruvísi að mál- unum, draga saman vinnslu á sjó, selja eignir og reyna að efla vinnsl- una í landi. Það er frekar ný nálg- un.“ Að sögn Arnars er sífellt erfið- ara að reikna út heildarafkomuna þó það sé hægt þegar allar upplýs- ingar liggi fyrir. „Þeir sem eru í þessum rekstri fylgjast mjög vel með öllu, til dæmis hvert er hlutfall launakostnaðar, hlutfall hráefnis og svo framvegis en það er engin ein lína eftir að fiskverð varð frjálst. Afkoman er ákaflega mis- jöfn og háð tveimur atriðum, hrá- efnisaðstreymi og að hráefnið sé ekki of dýrt og í öðru lagi skulda- stöðunni, hvaða tökum menn hafa verið að ná á tækninni og ná niður kostnaðarliðum. Þeir sem hafa stöðugt hráefni og ekki of dýrt, hafa náð tökum á vinnulaunaliðn- um, hafa aukið afköst með bættri vinnutímanýtingu og skulda ekki of mikið kvarta ekki.“ Misjöfn afkoma Arnar segir að hins vegar séu sérvandamál eins og í rækjunni. „Þar hefur verið mikill aflasam- dráttur sem hefur þýtt að fjölmarg- ar rækjuverksmiðjur hafa dregið verulega úr starfsemi sinni og jafn- vel orðið að loka. Vonandi er það tímabundið ástand en engu að síður er þetta staðan. Góðæri hefur verið í mjöli og lýsi til nokkuð langs tíma en í íyrrasumar og sérstaklega fyrrahaust kom afturkippur með lækkandi afurðaverði sem þýddi lækkun á hráefnisverði. Því hefur afkoman ekki verið eins góð og hún var en menn hafa reynt að mæta þessu og vonandi er botninum náð. Með öðrum orðum er afkoman mis- jöfn eftir vinnslugreinum og mjög misjöfn eftir fyrirtækjum." Samræmd sumarleyfí Algengt er að frystihús loki um lengri eða skemmri tíma á sumrin. „Hætt er að tala um sumarlokanir heldur er rætt um samræmd sum- arleyfi hjá starfsfólki," segir Arn- ar. „Yfirleitt er þetta í 11. eða 12. mánuði kvótaársins þegar sáralítill kvóti er eftir og með nýjum vinnu- tímatilskipunum þurfa allir að taka fjögurra vikna frí. Því lítur fólk á það sem eðlilegan hluta af tilver- unni að gert sé ráð fyrir því að fyr- irtæki dragi verulega úr starfsemi sinni og hafi lokað í þrjár til fjórar vikur á ári, helst á tímabilinu frá 15. júlí til 15. ágúst. Þetta er hluti af breyttum tíðaranda og veldur ekki töluverðum titringi í sveitarfé- lögunum eins og áður. Nú skilja þetta allir öðruvísi og þetta verður að vera svona en óneitanlega hefur það áhrif á sumaratvinnu hjá ung- lingum sem hafa unnið mjög skamman tíma.“ Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson STRÁKARNIR gáfu sér varla tíma til að líta upp frá uppskipuninni. Leikmenn KVA í uppskipun MIKILL kostnaður fylgir rekstri knattspymudeilda og félög vinna að tekjuöflun með ýmsum hætti. Um liðna helgi kom erlent skip með 10.000 síldartunnur frá Sví- þjóð til Eskifjarðar á vegum Sam- herja. Meistaraflokkur KVA tók að sér uppskipunina og eftir að hafa unnið Þrótt 1:0 í 1. deildinni á laug- ardag voru um fimmtán strákar að við höfnina daginn eftir frá klukk- an átta um morguninn til klukkan tíu um kvöldið. Þar með sáu þeir til þess að tunnurnar verða til taks þegar söltun hefst í haust og fengu jafnframt óhefðbundna æf- ingu.Ekki er annað að sjá en hún hafi komið sér vel því í fyrrakvöld tók KVA á móti Skallagrími frá Borgarnesi, vann 3:2 og stendur vel að vígi í deildinni. Búmenn sem kvarta ekki Landvinnslan hjá IJA hefur gengið mjög vel LANDVINNSLAN hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa hf. hefur gengið mjög vel á árinu og bet- ur en undanfarin ár. „Það er margt sem kemur til,“ sagði Guðbrandur Sigurðsson, for- stjóri ÚA, við Morgunblaðið spurður um ástæður velgengn- innar. „Ytri aðstæður hafa batnað verulega. Verð á þorski og karfa hækkaði mikið á sið- asta ári, þd verð á karfaflökum hafi að vísu lækkað aftur á þessu ári, og hagræðingaað- gerðir, sem hafa átt sér stað víða, eiga eftir að skila sér vel í mikiili framleiðniaukningu, auknum afköstum og nýtingu. Skipin eru keyrð af meira afli með meiri kvóta á hvert skip en áður var. Þetta er því sitt lítið af hverju.“ ÚA er með þrjá íshústogara og tvo frystitogara og fyrir- tækið hefur keypt minna á mörkuðum í ár en áður. „Verð- ið á hráefninu skiptir lang- mestu máli í landvinnslunni og það að vera með skynsama samninga við sjómennina, en við höfum náð mjög góðu sam- starfi við Verkalýðsfélagið Ein- ingu á Akureyri sem hefur hjálpað," sagði Guðbrandur. „Við kaupum töluvert á mörk- uðum en það hefur minnkað verulega á þessu ári frá síðasta ári einfaldlega vegna þess að verðið hefur hækkað mikið auk þess sem bein viðskipti hafa verið minni í ár en í fyrra vegna þess að reglunum var breytt." Guðbrandur sagði að góð af- koma í landvinnslu ÚA væri ekki einsdæmi. Hann nefndi í því sambandi landvinnsluein- inguna hjá Snæfelli hf. á Dal- vík, Fiskiðjuna Skagfirðing hf., Fisk, á Sauðárkróki og salfisk- vinnslu almennt. „ÚA er með mjög sterka stöðu í afiaheim- ildum, tæp 19 þúsund þorskígildistonn, sem tryggir okkur jafnt flæði af hráefni í vinnslu. „Það er ekki búmaður, sem ekki kann að berja sér“ segir máltækið, en við kvörtum ekki.“ Enur 'jy BIIiiaiiiiurSSs3ía^©,í^W

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.