Morgunblaðið - 03.07.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 25
Nýkjörinn forsætisráðherra ísraels ósáttur við orð Clintons
Ehud Barak og
Arafat ræðast við
Jerúsalem. AP.
NÝKJÖRINN forsætisráðherra
ísraels, Ehud Barak, átti í gær
símafund með forseta heimastjórnar
Palestínumanna, Yasser Arafat, og
var það í fyrsta sinn sem leiðtogam-
ir ræddust við síðan Barak náði
kjöri í kosningunum fyrir einum og
hálfum mánuði.
Barak er lentur upp á kant við
Bandaríkjastjóm vegna orða sem
Bill Clinton Bandaríkjaforseti lét
falla um palestínska flóttamenn. Tók
Barak óstinnt upp það sem hann
skildi sem tillögu CUntons um að
palestínskir flóttamenn ættu að fá
að snúa aftur til heimila sinna, sem
þeir yfirgáfu þegar ísraelsríki var
stofnað 1948.
Clinton hafði sagt á fréttamanna-
fundi í Washington, þar sem Hosni
Mubarak Egyptalandsforseti var í
heimsókn, að palestínsku flóttafólki
ætti að vera fijálst að búa „hvar sem
það vill“. Barak lítur á þetta sem
stuðningsyfirlýsingu við kröfu Pa-
lestínumanna um að endurheimta
lönd sín í Israel, og sagði í yfirlýs-
ingu frá honum að „nýkjörinn for-
sætisráðherra [sé] ekki sáttur við“
þessi orð forsetans.
Talsmaður ísraelska sendiráðsins
í Washington sagði seinna að banda-
rískir ráðamenn hefðu fullvissað sig
um að það væri ennþá stefna þeirra
að deilan um palestínsku flótta-
mennina skuli leyst með samninga-
viðræðum ísraela og Palestínu-
manna.
í fótspor Rabins
Barak tjáði Arafat í gær að hann
myndi feta í fótspor fyrrverandi for-
sætisráðherra Israels, Yitzhaks Ra-
bins, og stuðla að því að leggja niður
deilur Israela og Palestínumanna,
að því er sagði í yfirlýsingu frá skrif-
stofu Baraks. Leiðtogamir urðu
ásáttir um að hittast fljótlega eftir
að ríkisstjóm Baraks tekur við í
næstu viku.
Aðstoðarmaður Arafats tjáði AP
að þeir hefðu ákveðið „að halda frið-
ammleitunum áfram“. Arafat hafði
gagnrýnt Barak fyrir að hafa ekki
haft samband við sig frá því hann
bar sigurorð af Benjamin Netanya-
hu, fráfarandi forsætisráðherra, í
kosningunum 17. maí. Aðstoðar-
menn Baraks sögðu að það væri
óviðeigandi að nýkjörinn forsætis-
ráðherra héldi fundi um stefnu-
mörkun áður en hann tæki formlega
við embætti.
I samtalinu í gær fullvissaði
Barak Arafat um að hann myndi
ganga til friðarviðræðna við Palest-
ínumenn um leið og Sýrlendinga og
Líbani, en Palestínumenn munu
hafa óttast að Barak héldi áfram að
ræða við Sýrlendinga, en skildi Pa-
lestínumenn eftir.
íþróttir á Netinu úi> mbl.is
/\LL.TyKf= eiTTH\SA£> ASÝT7
Vilja sumartíma
KLUKKUR á útsölu í Tókýó í
Japan í gær. Hópur þarlendra
þingmanna reynir nú að fá sam-
þykkt frumvarp sem myndi leiða
i lög sumarti'ma í landi hinnar
rísandi sólar. Segja þingmennirn-
ir þetta leið til að spara orku, en
margir Japanar hafa áhyggjur af
því, að ef klukkunni verði flýtt á
vorin muni það leiða til lengri
vinnudags fremur en aukinna frí-
stunda.
Kóreurfkin
slíta viðræðum
Peking, Seoul. Reuters.
FULLTRÚAR Suður-Kóreu slitu í
gær viðræðum við sendinefnd Norð-
ur-Kóreu sem fram hafa farið í Pek-
ing undanfarna daga. Sökuðu þeir
N-Kóreumenn um að hafa brotið
gefin loforð um viðræður um mál-
efni fjölskyldna sem sundruðust í
Kóreustríðinu 1953. Þá hefur rílds-
stjórn S-Kóreu ákveðið að hætta við
landbúnaðaraðstoð sína við N-Kóreu
uns viðræðum verði fram haldið.
Samdægurs lýstu n-kóresk hermála-
yfirvöld því yfir að átök blöstu við ef
s-kóreski flotinn hætti ekki að sigla
inn fyrir lögsögu N-Kóreu í Gula-
hafL
„Á meðan N-Kórea heldur við-
horfum sínum til streitu er tilgangs-
laust að halda viðræðum áfram,
þannig að sú ákvörðun var tekin að
halda heim á leið,“ sagði Yang Yong-
sik, yfirmaður s-kóresku sendi-
nefndarinar, í Peking í gær. Sagði
hann við blaðamenn að S-Kóreu-
menn hefðu betra við tímann að
gera en að funda eingöngu fundanna
vegna. Park Yong-soo, yfirmaður n-
kóresku sendinefndarinnar, hafði
lýst því yfir á fimmtudag að hann
myndi fara fram á það við S-Kóreu-
menn að þeir héldu viðræðum
áfram, en talið er að ekkert hafi orð-
ið af því.
Meðal þeirra mála sem eftir
standa eru mál fjölskyldna sem
sundruðust er landamæri voru dreg-
in upp í lok stríðsins árið 1953.
U.þ.b. 10 milljónir manns urðu við-
skila í átökum stríðandi aðila og búa
nú beggja vegna markalínunnar, er
dregin var um Kóreuskagann miðj-
an. Hafa s-kóresk stjórnvöld lengi
leitað leiða til að fá stjórnvöld í
Pyongyang til að fallast á samein-
ingu fjölskyldnanna, sérstaklega í
Ijósi þess að flestir fjölskyldumeð-
limir eru nú orðnir aldurhnignir.
Yang sagði í gær að frestun
fundahaldanna merkti ekki að þeim
væri lokið. Reynt yrði að beita áhrif-
um til að halda þeim senn áfram í
þorpinu Panmunjom, á landamær-
um ríkjanna.
N-Kóreumenn hóta
grönnum sínum
N-kóresk hermálayfirvöld vöruðu
S-Kóreu við því í gær að aukin átök
kynnu að vera yfirvofandi á næst-
unni ef herskip s-kóreska flotans
hættu ekki að sigla inn fyrir lögsögu
N-Kóreu, sem hefur verið bitbein
ríkjanna allt síðan á dögum kalda
stríðsins. Lýsti Ri Chan Bok, flota-
loringi í n-kóreska flotanum, þessu
yfir á fundi með yfirmanni gæsluliðs
Sameinuðu þjóðanna á Kóreuskaga.
Hinn 15. júní sl. sökkti s-kóreskt
herskip n-kóreskri freigátu eftir
skammvinna sjóorrustu í Gulahafinu
og lýstu N-Kóreumenn því yfir í
kjölfarið að þeir hefðu sökkt tíu s-
kóreskum skipum. Telja n-kóresk
stjórnvöld að grannar þein-a hafi
farið alls 63 sinnum inn fyrir lög-
sögu sína á þeim rúmu tveimur vik-
um sem liðnar eru frá því atburður-
inp ^tti.sér stað. .
í HÁSKÓLABÍÓI
. POLYGRAM
FILMÍD ENTFRTAINMENT
WOBKINE TITII
WOODY BiLLY „„ PATRICIA
HARRELSON CRUDUP 00 ARQUETTE
HLAUT SILFURBJÖRNINN FYRIR BESTU LEIKSTjÓRN Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI í BERLlN
STEPHEN FREARS
(THE GRIFTERS OG DANCEROUS UASONS)
-------^the^-------
HHLO COUNTRY
HÁSLÉTTAN