Morgunblaðið - 03.07.1999, Síða 27

Morgunblaðið - 03.07.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 2 7 Minnisleysi tengt E- vítamínskorti VÍSINDAMENN hafa dregið fram í dagsljósið marktæka fylgni á milii E-vítamínmagns í blóði og minnisleysis hjá eldri borgurum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að eldra fólk sem sleppti iðulega máltíðum eða neytti matar með óreglulegum hætti átti frekar við minnsleysi að stríða en þeir sem snæddu á fyrirfram ákveðnum tímum. Frá þessari rannsókn er greint í nýjasta hefti American Jouvnal of Epidemiology en hún fór fram við Rannsóknarmið- stöð í öldrunarfræðum sem starfrækt er við Indiana-há- skóla í Bandaríkjunum. Fyrir hópnum fór Dr. Anthony J. Perkins. Rannsóknin miðaði að því að leiða í ljós fylgni vítamínskorts og minnisleysis hjá eldra fólki og voru tilraunirnar gerðar með A, C og E-vítamín auk fleiri efna. AIls tóku 4.809 manns þátt í rannsókninni og voru þeir allir komnir yfir sextugt en fylgst var með fólkinu í sex ár. Minni viðkomandi var kannað með tveimur prófum, auk þess sem blóðprufur voru teknar og „bakgrunnur“ fólksins var kannaður. Alls áttu um 7% þeirra sem þátt tóku í tilrauninni við alvar- legt minnisleysi að stríða. Þetta fólk átti m.a. í erfiðleikum með að halda utan um fjármál sín og að laga mat. í ljós kom að greinileg fylgni var á milli E- vítamínmagns í blóði og minnis- leysis. „Aukið magn E-vítamíns reyndist tengt betra minni í þessum hópi,“ segja höfundar skýrslunnar. Ekki kom fram sams konar tenging minnisleys- ELDRA fólki virðist hollt að gleyma ekki E-vítamíninu. Reuters is og magns annarra vítamína í blóði. Að auki sýndist E-vítamín úr fæðu frekar tengjast góðu minni en slíkt vítamín í tilbúnu formi. Flestar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði hafa leitt í ljós að vítamínskort- ur tengist ekki minnisleysi. Höfundar greinarinnar benda hins vegar á að þær rannsóknir hafí gjarnan verið gerðar á af- mörkuðum hópum, oft vel menntuðu, hvítu millistéttar- fólki. Könnun þeirra hafi hins vegar tekið til fólks í ólíkum samfélagshópum og af mismun- andi kynþáttum. t Gangráður hlaðinn með leysigeilsa The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN í Japan hafa hannað nýjan hjarta- gangráð, sem hægt er að endurhlaða án skurðaðgerð- ar með því að beita sömu leysitækni og geislaspilarar byggjast á. Gangráðarnir sem nú eru notaðir endast aðeins í flög- ur til tíu ár og þeir sem nota þá þurfa að gangast undir minniháttar aðgerð til að hægt sé að skipta um raf- hlöður. Nú hafa hins vegar vísindamenn við verkfræði- skóla Osaka-háskóla hannað þráðlausan gangráð, sem þeir segja endast í nánast ótakmarkaðan túna. Osamu Nakamura, pró- fessor í nytjaeðlisfræði, sagði endurhleðslu nýja tæk- isins byggjast á geislun í gegnum líkamann. „Geisl- inn, sem er næstum innrauð- ur, kemst auðveldlega í gegnum líkamann án þess að hafa áhrif á húðina eða aðra vefi.“ Enn á frumstigi Tækið er enn á algjöru frumstigi lflrt og sést á því að eftir að því hefúr verið kom- ið fyrir í sjúklingnum geng- ur það í sólarhríng eftir að hafa verið meðhöndlað með leysigeislum í tvær klukku- stundir. Vísindamennirnir vinna nú að því að stytta endurhleðslutúnann. Nýja tækið er minna en venjuleg ir gangráðar, er fjögurra sm langt, þriggja sm breitt og 0,5 sm þykkt, og búið tveggja fersenti- metra sólrafhlöðu. Talsmaður Bresku hjartaverndarstofniHiarinn- ar (BHF) hefur fagnað þessari nýju uppfínningu. „Ef þeir sanna að þetta tæki sé hættulaust og ár- angursríkt þá gæti það hugsanlega reynst mjög gagnlegt fyrir marga sjúk- linga.“ ENN fjölgar visbendingum um skaðsemi reykinga á meðgöngu. Auknar líkur á hegðunarvanda Bylting í hj artalækningum? Reuters. NÝ tækni kann að gera læknum fært að framkvæma ákveðnar teg- undir hjartaaðgerða án þess að opna brjóst sjúklingsins. Hér er um að ræða nýja tegund kanna sem sendir frá sér hátíðnihljóðbylgjur er aftur framkalla myndir af hjarta og æðum. Tæknin nýja er enn á frumstigi en það var Dr. James B. Seward sem starfar við Mayo-sjúkrahúsið í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum sem gerði grein fyrir henni á fundi hjartalækna í Washington D.C. á dögunum. Að sögn James B. Seward er unnt að stýra kannanum um æðar sjúklingsins og afla um leið upplýs- inga um starfsemi hjarta viðkom- andi með því m.a. að mæla þrýsting í æðum og blóðstreymi. Tækið nýja gerir læknum einnig kleift að framkvæma ákveðnar skurðaðgerðir m.a. að skipta um hjartalokur auk þess sem unnt er að gera aðgerðir á ófæddum böm- um sem greinst hafa með hjarta- galla. „Við getum nú framkvæmt Reuters NÝ tækni ryður sér nú til rúms í hjartalækningum. aðgerðir inni í sjálfu hjartanu án þess að gera opna hjartaaðgerð á sjúklingnum,“ segir James B. Seward. Að hans sögn vísar þessi nýja tækni til „næstu kynslóðar" búnað- ar er gerir kleift að framkvæma að- gerðir á hjarta og æðum með könn- um sem þræddir eru inn í æðakerfi sjúklingsins. Er almennt talið að sú tækni geti í framtíðinni haft í för með sér verulegan sparnað í heil- brigðiskerfinu þar sem legudögum vegna hjartaaðgerða muni fækka stórlega. Alnæmisfaraldur í Moskvu Medical 'Tribune News Service. NIÐURSTÖÐUR bandarískrar rannsóknar benda til þess að tengsl kunni að vera á milli reykinga móð- ur á meðgöngu og tiltekinna hegð- unarvandamála hjá börnum þeirra. Vitað hefur verið um tengsl á milli reykinga móður og fæðingar- þyngdar barna og aukinnar hættu á fósturláti, en hingað til hafa vís- bendingar um tengsl við geðrænan vanda bamanna verið óljósar. I rannsókninni tóku þátt 50 manns sem áttu móður er hafði reykt meira en tíu sígarettur á dag á með- göngu, og 97 manns sem áttu móður er hafði ekki reykt á meðgöngunni. Fjórfaldar lfkur á hegðunarvanda I Ijós kom, að sonum mæðra er reyktu var fjórum sinnum hættara við hegðunarvanda, s.s. mikilli óhlýðni, áreitni og andfélagslegri framkomu. Dætrum mæðra er reyktu á meðgöngu var fimm sinn- um hættara, en dætrum mæðra er ekki reyktu, á að verða háðar fíkni- efnum á táningsárum. Niðurstöðumar eru birtar í júlí- hefti The Joumal of the American Academy of Child Adolescent Psychiatiy. Einn höfunda rannsókn- arinnar, Myma M. Weissmann, pró- fessor í faraldursfræði og geðlæknis- fræði við Columbiaháskóla í New York, segir þessar niðurstöður í sam- ræmi við áður þekktar vísbendingar, og séu því mjög athyglisverðar. Við rannsóknina var tekið tillit til annarra áhættuþátta, s.s. skilnaðar foreldra og slæmra tengsla á milli foreldra og bama, og hvort foreldr- amir hefðu átt við geðræn vanda- mál að stríða. __________ Reuters. ALNÆMISTILFELLUM hefur fjölgað svo stórlega í Moskvu á þessu ári að líkja má útbreiðslunni við far- aldur. Tilfellum fjölgar raunar ört um allt Rússland en stjórnvöld þar eystra segja erfitt að bregðast við sökum fjárskorts. Talsmaður Alnæmisvamastofnun- ar Rússlands skýrði frá því að fjöldi nýrra alnæmistilfella í Moskvu og ná- grenni hefði tólffaldast á fyrstu sex mánuðum þessa árs. „Hér er um að ræða nýjan faraldur sem tók fyrst að láta á sér kræla fyrir sex til átta mán- uðum,“ sagði talsmaðurinn Dr. Vadím Pokrovskíj. Kom fram í máli hans að meginskýringin á þessari óheillaþró- un væri sú að alnæmissýktum eitur- lyfjaneytendum hefði fjölgað mjög í höfuðborg Rússlands. „Mjög takmörkuðum fjármunum er varið til alnæmisvarna. Þróunin verður sú að smitið verður ekki bund- ið við eiturlyfjaneytendur og veúan mun taka að herja á gagnkynhneigt fólk,“ sagði Poki-ovskíj. „Yfirvöldum ber að bregðast við strax og verja þeim fjármunum sem nauðsynlegir eru til að unnt reynist að berjast gegn þessum faraldri," bætti hann við. Skráð alnæmistilfelli í Rússlandi eru alls 15,189 en í máli talsmannsins kom fram að sú tala gæfí engan veg- inn rétta mynd af ástandinu. Kvaðst hann ætla að tilfellin væru tíu sinnum fleiri, hið minnsta. Sagðist hann telja að alnæmistilfellin yrðu um milljón að tölu innan fárra ára, yrði ekki brugð- ist við þegar í stað. Þróunin í Rússlandi þykir sérlega skuggaleg í ljósi þess að alnæmistil- fellum hefur víða farið fækkandi á síðustu árum, ekki síst í Norður-Am- eríku og Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.