Morgunblaðið - 03.07.1999, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Nýtt
leikrit
í Brúðu-
bílnum
BRÚÐUBÍLLINN frumsýnir
leikritið I útlegð mánudaginn
5. júlí kl. 14 niður við Tjörn
við Tjarnarborg. KI. 10 þann
dag verður forsýning á gæslu-
vellinum í Barðavogi. Þriðju-
daginn 6. júlí eru sýningar í
Dalalandi kl. 10 og á
Holtsvelli, Kópavogi, kl. 14.
Leikritið er byggt upp á
þremur litlum leikþáttum og
ýmsai’ persónur koma fram.
Trúðarnir Dúskur og Hnapp-
ur segja frá Trénu í garðin-
um. I öðrum þættinum hjálpa
krakkamir litla Hvít að fá
augu, eyru, höfuð, fætur,
hendur og hjarta með því að
syngja iyrir hann Guð gaf
mér eyra. Þá verður sýnt leik-
ritið um músina Magneu sem
segir frá öllu því dularfyllsta
sem leynist í náttúrunni.
Stjórnandi leikhússins er
Helga Steffensen. Asamt
henni koma fram brúðuleikar-
arnir Aðalbjörg Árnadóttir og
Skarphéðinn Sverrisson sem
stjóma brúðunum.
Brúðubíllinn starfar á veg-
um íþrótta- og tómstunda-
ráðs.
LISTIR
Askell Másson undirritar útgáfusamning vestanhafs
Bandaríkin langstærsti mark-
aðurinn fyrir slagverkstónlist
ÁSKELL Másson tónskáld hefur
undirritað samning við banda-
ríska útgáfufyrirtækið Ho-
neyRock, sem sérhæfir sig í út-
gáfu á slagverkstónlist, um út-
gáfu á átta tónverkum. Verkin
verða öll gefin út á prenti, auk
þess sem út verður gefín sérstök
tónverkaskrá yfir verk Áskels.
„Þetta eru einleiksverk, kammer-
verk og konsertar, þar sem slag-
verk er í aðalhlutverki," segir
hann.
„Þeir hjá HoneyRock gefa út
verk eftir marga helstu höfunda
sem hafa verið að skrifa fyrir
slagverk á undanfömum ámm.
Þeir eru með mikla dreifingu um
öll Bandaríkin og að auki em þeir
með umboð fyrir marga sterka
evrópska útgefendur; í Frakk-
landi, Þýskalandi, Italíu, Sviss,
Noregi og Belgíu, svo eitthvað sé
nefnt,“ heldur Áskel) áfram.
Slagverkið hljóðfæri
21. aldarinnar
„Höfuðið á bak við útgáfuna er
Richard K. LeVan, sem er í mjög
góðu sambandi við slagverksleik-
ara og tónlistarskólana í Banda-
ríkjunum, sem skiptir ákafiega
miklu máli. Eitt af því
sem verður gefið út eft-
ir mig er lítið lagasafn
sem upphaflega var
skrifað fyrir börn. Lög-
in era hugsuð þannig
að þau sé hægt að spila
á nánast hvaða hljóð-
færi sem er. Þetta þótti
honum upplagt efni
fyrir skólana og byij-
endur í faginu,“ segir
Áskell.
Hann fagnar því
mjög að hafa fengið út-
gáfusamning vestan-
hafs, þar sem Banda-
ríkin séu langstærsti
markaður í heimi fyrir
slagverkstónlist. „Það
era tugir ef ekki hundrað þúsunda
manna og kvenna sem fást við
slagverk í Bandaríkjunum. Svo er
slagverkið náttúrulega hljóðfæri
tuttugustu og fyrstu aldarinnar og
nýjungar í faginu eru alveg gífur-
lega fljótar að ryðja sér til rúms.
Það er mikið í deiglunni og það
koma fram á sjónarsviðið æ yngri
hljóðfæraleikarar sem geta ótrú-
legustu hluti og eru að koma fram
með nýja tækni og nýja hugsun.
Hljóðfærin breytast
stöðugt, verða full-
komnari, hljómmeiri
og betri og sérhæfing-
in er að aukast."
„Sannkallað lista-
verk“
Skoski slagverks-
leikarinn Evelyn
Glennie hefur leikið
verk Áskels á allmörg-
um tónleikum að und-
anförau. Hann var
sjálfur viðstaddur þeg-
ar hún lék verk hans,
Konsertþátt fyrir
sneriltrommu og
hljómsveit, ásamt
bandarísku sinfóníu-
hljómsveitinni National Symphony
Orchestra undir sljórn hins heims-
fræga hljómsveitarstjóra Leonards
Slatkins á opnunartónleikum
þriggja daga slagverkshátíðar í
Kennedy Center í Washington 8.
apríl sl. Um þá tónleika ritaði Tim
Page, gagnrýnandi The Was-
hington Post, m.a.: „Flutningur
Evelyn Glennie var bestur í verki
Áskels Mássonar, Konsertþætti
fyrir sneriltrommu og hljómsveit.
En hugmyndin að tónverki fyrir
sneriltrommu og hljómsveit hljóm-
ar eins og ávísun á örugg mistök
fyrir hvert það tónskáld sem er
nógu kjánalegt til að reyna. Engu
að síður hefur Áskatli Mássyni tek-
ist á yfirskilvitlegan máta að semja
tíu mínútna verk sem er ekki ein-
göngu frábær stúdía á eiginleikum
hljóðfærisins heldur líka sannkall-
að listaverk. Hvort sem Glennie .
kallaði fram hljóðlátt fall sumar-
regnsins eða miskunnarlausa hríð
vélbyssuskota var flutningur henn-
ar aldrei minna en seiðandi.“
Evelyn Glennie mun flytja verk-
ið ásamt Cleveland Orchestra á
Blossom-tónlistarhátiðinni i
Cleveland í Ohio 16. júlí nk. Áskell
er um þessar mundir að leggja síð-
ustu hönd á slagverkskonsert, sem
hann tileinkar Evelyn Glennie, og
verður væntanlega frumfluttur
vestanhafs á næstunni. Konsertinn
er stór í sniðum, í fjórum þáttum,
og þar spinnur hann út frá gömlu
islensku sálmalagi, „Hvað mundi
vera hjartað mitt?“. „Einleikarinn
spilar á fjöldamörg hljóðfæri, það
er heill frumskógur sem hún spilar
á,“ segir tónskáldið.
Áskell
Másson
Meistaraverk Ellingtons
á sjötta áratugnum
GEISLAPLÖTUR
Djass
ELLINGTON AT NEWPORT 56
Duke Ellington og hljómsveit 1956. Such sweet
thunder. Duke Ellington og hljómsveit 1956-57.
Blaek, brown and beige. Duke Ellington og
hljómsveit ásamt Mahaliu Jackson 1958.
Anatomy of a murder. Duke Ellington og hljóm-
sveit 1959. First time. Duke Ellington og Count
Basie ásamt hljómsveitum sínum. 1961.
Sony/Skífan 1999.
ENN heldur Ellington-veislan mikla áfram í
tilefni af hundraðasta afmælisári meistarans.
Sony hefur nú endurútgefið fimm frægar
breiðskífur frá Columbia-árum hans með miklu
aukaefni og einn diskurinn er tvöfaldur, og
kannski sá merkasti því þar er einn frægasti
konsert djasssögunnar loksins útgefmn heill og
óskiptur og skemmdarverkum Columbiu-
manna frá 1956 rutt úr vegi og blekkingar
þeirra afhjúpaðar.
Vinsældir hljómsveitar Duke Ellingtons
dvínuðu mjög eftir 1950. Tími stórsveitanna
var liðinn. Stundum var næstum tómt á
klúbbtónleikum hans er þriðja settið hófst. EU-
ington kallaði þá oft til sveitarinnar að leika
Diminuendo and crescendo in blue, er hann
hafði samið 1937, en í stað þess að leika sjálfur
spunakaflann milli verkanna var tenórsaxófón-
meistaranum Paul Gonsalves falið verkefnið.
Og þá varð sveilfan heit og í huga Ellingtons
varð til hernaðaráætlunin mikla um að endur-
heimta vinsældir stórsveitar sinnar í breyttum
heimi. Honum tókst ætlunarverkið og í kjölfar
tónleikanna miklu í Newport fylgdi saután ára
tónleikaferð um gjörvalla heimsbyggðina sem
lauk ekki fyrr en Ellington lagðist banaleguna
snemma árs 1974. Helsjúkur hélt hann tónleika
fyrir sjúklinga og starfsmenn sjúkrahússins
þar sem hann lá og þegar hann gat ekki lengur
fylgt fötum sat Mercher sonur hans við bana-
beðinn og skrifaði tónverkin eftir fyrirsögn
meistarans uns yfir lauk.
Hvað gerðist á Newport ‘56? Ellington-band-
ið var kvatt á sviðið. Það hóf að leika Star
spangled banner og lék svo Black and tan
fantesy og Tea for two, sem sá ágæti Islands-
fari, trompetleikarinn Willie Cook, blés. Síðan
var bandið sett í þriggja tíma pásu. Paul
Gonsalves taldi að það hefði verið einn af horn-
steinum þess hversu grimmilega bandið lék
upp úr miðnætti þetta kvöld. Biðin í tjaldræfl-
inum að hurðarbaki var nær
óbærileg - trúlega varla bar þar -
og eitt er víst að þegar hljómsveit-
in sté aftur á svið og lék Take the
A train var bandið í stjörnustuði.
Newport festival svítan fylgdi í
kjölfarið, hin ágætasta EU-
ington/Strayhorn svíta, svo komu
nokkur lög þar til Duke kynnti
tónvek sitt, nær tuttugu ára gam-
alt, Diminuendo and crescendo in
blue.
í rúm fjörutíu ár höfum við verið
með falsaða útgáfu af tónleikunum
í eyrunum. Breiðskífa Columbiu,
Ellington at Newport 56, var ekki
Ellington at Newport nema að
hluta. Columbia tók upp tónleik-
ana, einnig bandaríska útvarps-
stöðin Voice of a America. Ell-
ington beindi blásurum sínum í Columbia-
míkrafóninn - en hver gat stýrt meistara Paul
Gonsalves? Hann gekk sínar götur, sem jafnan
fyrr, og lenti á Vocie of America-hljóðneman-
um og blés einn magnaðasta sóló djasssögunn-
ar - 27 kórana í Diminuendo and crescendo in
blue - í vitlausan hljóðnema.
Columbia-pródúsentinn George Avakian
heimtaði að Ellington endurtæki tónleikana í
hljóðveri daginn eftir - upptakan hefði mis-
heppnast. Meistarinn samþykkti það og lék
Newport festíval svítuna aftur en þegar George
heimtaði að Diminuendo and crescendo in blue
væri endurtekið leit meistarinn kvikum augum
á hljómsveit sína og mælti: „Við förum!“ Vissi
sem var að slíkt meistaraverk augnabliksins
yrði ekki endurgert í hljóðveri.
Eftir Gonsalves-sólóinn mikla í Diminuendo
and crescendo in blue voru áheyrendur allinn-
blásnir af tónlistinni og vildi George Waine tón-
leikahaldari slíta tónleikunum. Ellington var
honum klókari og kallaði á ballöðusnillinginn
mikla, Johnny Hodges, til að að róa liðið. Fyrst
blés hann I got it bad and that ain’t good með
eina feiltóninum sem ég hef heyrt hann blása.
Skyldi nokkur listamaður eiga jafn fáa fleiltóna
á þúsund og eitthvað upptökum og helmingur-
inn hljóðritaður á tónleikum? Síðan blés hann
Jeeps blues eins og sá sem valdið hefur.
George Waine reyndi enn að slíta tónleikun-
um en Ellington kallaði trommarann Sam
Woodyard til einleiks í Skin deep og þegar
bandið blés Mood indigo og Ellington kvaddi
var allt í himnalagi hjá tónglöðum áheyrendun-
um.
Á þessum tvöfalda diski má
heyra Newport-tónleikana í heild
og allt það sem hljóðritað var dag-
inn eftir og það í ekta stereói.
Ástæðan er sú að upptökur Voice
of America fundust - en þeir eyddu
jafnan upptökum sem þeir útvörp-
uðu - svo að Sony-menn höfðu
tvær mónó-upptökur frá tónleik-
unum. Tóngæðin eru margföld á
við þau á plötunni og nú fáum við
loksins að heyra sóló Gonsalves í
sinni réttu mynd, tekinn upp gegn-
um hljóðnemann sem hann blés í.
Þessi diskur ætti að vera í hverju
djasssafni og kostar ekki nema tvö
þúsund kall og einföldu diskarnir
fjórir helmingi minna. Svo Sony
gerir vel við Ellington-aðdáendur
á aldarafmælinu.
Such sweet thunder er ein fremsta svítan er
Duke Ellington samdi í samvinnu við Billy
Strayhom. Hún sækir innblástur til ýmissa
þeikrita Shakespeares og er titillinn fengin úr
Óþelló. Kaflarnir tólf eru hver öðrum betri en
kannski standa tveir upp úr, auk upphafskafl-
ans Such sweet thunder: The star-crossed
lovers, sem er óður til Rómeó og Júlíu þar
sem Paul Gonsalves túlkar Rómeó og Johnny
Hodges Júlíu og blæs einn af fegurri altósax-
ófónsólóum sínum, og Up and down sem var
tileinkaður Jónsmessunæturdraumi: „Til og
frá, til og frá, teyma skal ég til og frá,“ segir
Bokki álfur í túlkun Helga Hálfdanarsonar.
Hlutverk Bokka er blásið af Clark Terry á
trompet af miklum húmor og lokatónarnir
þessir: „Bara menn og hvílík flón“.
Á Such sweet thunder eru að auki tíu óút-
gefnar tökur, u.þ.b. 25 mínútur að lengd.
Eitt helsta meistaraverk Duke Ellingtons
er KoKo frá 1940. Þessi blús átti að vera hluti
af mikilli óperu er Ellington hugðist skrifa
um sögu bandaríska negrans en af henni varð
aldrei. Aftur á móti var svítan Black, brown
and begie, sem byggist á sama efniviði, frum-
flutt á tónleikum í Carnegie Hall 1943. Hún
var því miður ekki hljóðrituð utan tónleika-
halla í fullri lengd en 1958 breytti Duke svít-
unni og notaði fyrsta kaflann, Black, í fimm
fyrstu kaflana og spann svo þann sjötta með
sálmasöngkonunni Mahaliu Jackson og
hljómsveitinni. Rétti henni Biblíuna þar sem
flett hafði verið upp á 23. Davíðssálmi. Þarna
söng sálmasöngkonan Mahalia Jackson í
fyi’sta skipti á ævinni með djasshljómsveit.
Duke
Ellington
Hápunktur Black, brown and beige er sálm-
urinn Come Sunday sem Johnny Hodges blés á
Carnegie Hall-tónleikunum og æ síðan. Ein-
hvern veginn fannst manni að Come Sunday
væri óhugsandi án Johnny Hodges en þegar
Ellington hljóðritaði Black, brown and beige
1958 var Hodges á tónleikaferðalagi með Billy
Strayhorn. Annar hljóðfæraleikari hefði varla
náð að gera verkinu skil en hinn frjói heili Ell-
ingtons var sístarfandi og þótt helstu sam-
verkamennina vantaði leysti snilldarandinn
hverja þraut. Mahalia Jackson syngur Come
Sunday heillandi og á þessari útgáfu eru auka-
tökur af allri svítunni og þar er Come Sunday
jafnvel enn magnaðra en á þeirri töku er út var
gefin 1958 - aðeins einn hængur á: Mahalia
hóstar á einum stað.
Árið eftir samdi Duke Ellington tónlistina
fyrir stórmynd Otto Premingers, Anatomy of a
murder, með Jamps Stewart og Lee Remick í
aðalhlutverkum. Á nýja diskinum er mikið af
tónlist sem ekki hefur heyi’st fyrr og það firna-
góðri, meira að segja dixílandlagið sem heyra
mátti að hluta í myndinni: Happy anatomy.
Tvö meginstef ríkja í kvikmyndinni, hið
magnþrungna Anatomy of a murder (sem
Mulligan hljóðritaði seinna með stórsveit sinni
undir nafninu I’m gonna go fishin) og Midnight
indigo, Ellington-ballaða af fínustu sort þar
sem Ellington leikur á celestu, Strayhorn á pí-
anó og Harry Carney á bassaklarinett. I öðram
tilbrigðum hennar er Johnny Hodges jafnan á
altóinn.
Það er ekki mikið kvikmyndabragð að
Anatomy of a murder. Þetta er heilsteypt Ell-
ington-verk.
Yngsti diskurinn í þessari útgáfuröð er disk-
urinn þar sem Ellington- og Basie-bandið leika
saman: First time frá 1971. Átta ópusar vora á
breiðskífunni og hér era sjö til viðbótar.
Ryþmaleikarar hljómsveitanna skiptast á um
að leika, nema konungur ryþmagítarsins,
Freddie Green, er allan tímann með. Hér má
finna ýmis lög úr bókum þeirra félaga. Þekkt-
ust: Take the A train og Jumpin at the
Woodside. Meðal þeirra laga sem ekki hafa
verið gefin út áður er Blues in Hoss’ flat sem
höfundurinn, Frank Wess, lék með Stórsveit
Reykjavíkur á RúRek 1997. Þessi skífa er
kannski ekki í sama gæðaflokki og þær sem á
undan era nefndar en það er óneitanlega gam-
an að heyra tvær helstu stórsveitir tuttugustu
aldarinnar leiða saman hesta síns - og þetta er
enginn bardagi heldur ekta samspil og mikið
eiga þeir Duke og Count betur saman í píanó-
samleik sínum heldur en Count og Oscar Pet-
erson. Svo er allt fullt af klassa sólistum: Paul
Gonsalves, Frank Foster, Frank Wess, Budd
Johnson, Willie Cook, Thad Jones og Butter
Jackson svo nokkrfr séu nefndir.
Að lokum er skylt að geta þess að tóngæði
allra diskanna era frábær og ski-if og upplýs-
ingar um hljóðfæraleikara og upptökur með
slíkum ágætum að betra gerist það ekki.
Vernharður Linnet