Morgunblaðið - 03.07.1999, Page 45

Morgunblaðið - 03.07.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 4 ana og þar til hann sofnaði á kvöldin. Móðir hans gat því miður ekki verið eins mikið hjá honum því Ósvald átti sjö systkini í Vest- mannaeyjum. En sambandið milli föður og sonar var sterkt og virki- lega fallegt og fínnst mér það að- dáunarvert af Ósvaldi að dveljast fjarri fjölskyldu sinni og fylgjast með veikum syni sínum sem átti bæði góða og slæma daga. Eg veit það sjálf að það er mjög erfitt að vera svo langt frá nánustu ætt- ingjum og vinum þegar barnið manns er veikt. Það hlýtur líka að vera mjög erfítt að vera móðir og vera fjarri veiku barni sínu. Starfsfólk ungbarnadeildai'innar vinnur mjög gott starf. Það leggur sig virkilega fram við að láta öllum líða vel. Fyrir Ósvald litla hefur allt þetta fólk verið eins og fjölskylda hans, því hann þekkti ekkert annað heimili. Hann fékk aldrei notið þess að sjá Vestmannaeyjar þar sem fjölskylda hans býr. Það er svo sárt að hugsa til þess að hann fékk aldrei tækifæri til að lifa lífínu. Hann fær aldrei tækifæri til að fara út í garð og leika sér í grasinu og hoppa um í sólinni eða búa til snjókarla og snjóhús með systkin- um sínum. Honum var ekki ætlað að dvelja hér með okkur nema stutta stund, alltof stutta. Þau voru fjögur börnin sem lágu mikið sam- an á þeim tíma sem dóttir mín lá inni. Við foreldrarnir vorum ákveð- in í því að halda sambandi og fylgj- ast með hvert öðru. Það er erfitt að nú skuli vera komið skarð í hópinn. Hans verður sárt saknað. Eftir lifir þó minningin um yndislegan dreng, litla hetju, sem við munum aldrei gleyma. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svarafhimniheyrirtrúin m hljóma gegnum dauðans nótt Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Björn Halldórsson.) Elsku Ósvald, Salbjörg og fjöl- skylda. Megi guðs blessun vaka yf- ir ykkur á þessum erfiðu tímum. Sigrún og Harpa Lind, Seyðisfirði. Það var 5. október sem við kom- um með litlu dóttur okkar á barna- deild. I sama herbergi varst þú, elsku Ósvald, svo agnarsmár, að- eins rúmlega mánaðargamall. Á næstu mánuðum áttum við eftir að kynnast, bæði í sorg og gleði, alltaf varst þú sólai'geislinn okkar, svo mikil hetja, allir fylgdust með þín- um framförum hvort sem það var starfsfólk eða foreldrar barna á spítalanum. Þú heillaðir alla og alltaf var talað um hve yndislegur þú værir. Dagarnir á spítalanum voru mis- langir og þá var gott að geta stuðst hvert við annað. Jólunum eyddum við saman sem ein stór fjölskylda og áttum skemmtilega kvöldstund saman. Eitt af síðustu skiptunum sem ég sá þig var þegar ég klippti þig. Þú sast í stól svo yndislega fallegur og brostir þínu bjarta brosi. Þá virtust veikindi þín svo fjarri, þú hafðir braggast svo vel, framar öll- um vonum. Nú legg ég augun aftur. Ó, guð þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Það er erfitt að hugsa til þess að við sjáum þig ekki aftur, en ég veit að þér Hður vel þar sém þú ert núna. Elsku Guð, gefðu Ósvald, Söbbu, og börnum styrk í sorg þeirra. Ég þakka guði fyrir þann tíma sem okkur var gefínn með þér, Ós- vald. Minningarnar gleymast ei, við kveðjum þig í þeirri vissu að guð geymi þig. Kristín, Baldvin, Steinunn Anna og Lilja Björt. INGIBJORG BERGMANN EYVINDSDÓTTIR + Ingibjörg Berg- mann Eyvinds- dóttir var fædd í Keflavík 30. sept- ember 1921. Hún lést 20. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Dag- björt Jónsdóttir og Eyvindur Berg- mann. Alls urðu systkinin sjö. Ingibjörg varð ekkja árið 1946 eft- ir Sigurð Pál Ebeneser Sigurðs- son, f. 29.10. 1916 og eignuðust þau tvö börn: 1) Kjartan Lárus, f. 5.10. 1939, kvæntur Jónínu Kristófersdótt- ur. Börn þeirra eru: Dagbjört Lilja, f. 1961, gift Vigni Jóns- syni, börn þeirra Heigi Gunnar og Nanna Lára; og Jón, f. 1967, Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Síminn hringdi og viðmælandinn sagði: „Hún Bubba er dáin.“ Ha, hún Bubba dáin? Hún sem var ný- lega komin heim af spítala eftir stutta dvöl og var orðin allnokkuð spræk. Hvorki við né líklega hún, áttum von á að þetta væri í aðsigi enda nær hugsunin sjaldnast til endaloka lífsins. En svona er tilver- an. Hennar heittelskaði maður, Skúli Sigurbjörnsson, lést í janúar 1998 og nú er Bubba farin. Hugurinn fyllist sársauka. Æ, en nú er hún þó komin til Skúla síns, sem hefur efa- laust saknað hennar Bubbu, en svona er það og nú söknum við hennar. Erfítt er að minnast Bubbu án Skúla því þau voru svo einstaklega samrýnd hjón og fannst okkur að hún væri sem vængbrotinn fugl eft- ir lát hans. Bubba og Skúli komu oft í heimsókn þegar við vorum yngri og þá var ævinlega kátt í húsinu þar sem þau voru miklir gleðigjafar og höfðu gaman af því að stríða hvort öðru. Já, svo rifjast einnig upp hvað var þægilegt að koma í heimsókn til þeirra hjóna, mikið hlegið og mikið sambýliskona hans er Guðrún Hjartar- dóttir. 2) Herborg, f. 10.9. 1942, börn hennar: Ingibjörg María, f. 1967, barn hennar Ragna Aðal- björg; Ragna, f. 1968, hennar maður Jón Kaldal, börn þeirra: Jón og Arna; Ágúst, f. 1970, sambýliskona hans Áslaug Gunn- laugsdóttir; Kjartan Páll, f. 1980. Ingi- björg eignaðist Sig- urð Pál Ebeneser Tómasson, f. 3.11. 1951, barn hans er Elías Hrafn. Ingibjörg giftist árið 1967 Skúla Sigurbjörnssyni, f. 18.3.1923, d. 11.1.1998. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. gaman. Svo gleymist ekki þegar Bubba var að passa okkur yngri systkinin þegai' mamma var á fæð- ingardeildinni, sem ekki var sjald- an. Alltaf var Bubba yfírveguð og með sitt bros. Það var samþykkt einróma að Bubba ætti að passa, enda var Bubba einstaklega hlý og notaleg og nú þegar þennan hlýhug vantar myndast mikið tóm. Við sem héldum að hún yrði manna fyrst í 80 ára afmæli móður okkar í nóvember nk. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Bubba var svo sannarlega uppá- halds frænka okkar allra en Bubba var ekki bara skemmtileg heldur einstaklega glæsileg kona og eftir henni var tekið hvar sem hún fór. Hún var alltaf svo vel til höfð og bar sig svo fallega og einatt með skemmtileg og hnyttin tOsvör á tak- teinum. Einlæg væntumþykja Skúla var flestum augljós enda dekraði hann við hana Bubbu sína. Til marks um það má nefna að aldrei í þeirra sam- búð teljum við að hún hafi stigið upp í kalda bifreið, því ávallt var Skúli búinn að hita bílinn og skafa og keyra upp að dyrum fyrir hana ESTER SVEINSDÓTTIR + Ester Sveins- dóttir fæddist á Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþinghá 27. apríl 1914 og ólst upp hjá fóstur- foreldrum í Jórvík í sömu sveit, en flutt- ist til Reykjavíkur um 1940 og bjó þar æ síðan. Hún lést 5. maí síðastliðinn og var útfór hennar gerð frá Fossvog- skapellu 10. maí. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama. En orðstírr, deyr aldrigi, hveims sér góðan getr. (Ur Hávamálum.) Ég býst ekki við að sá orðstír sem Ester frænka mín gat sér, væri hann metinn á nútíma mælikvarða, fengi háa einkunn þar sem auður og völd virðast höfð í mestum háveg- um. Hennar orðstír fólst í nægjusemi, trúnaði við vinnuveitendur og síðast en ekki síst í gæðum og tryggð við þá sem hún umgekkst og nutum við þess systkinabörnin hennar og okkar afkomendur. Elsku Ester mín, þú átt miklar þakkir skilið fyrir umhyggju þína og hjartagæsku, enda hændust öll börn að þér. En „tOvera okkar er undarlegt ferðalag" eins og Tómas kvað. Það var sárt að horfa upp á þig svona sjúka síðustu árin og vita ekkert hvernig þér leið í raun og veru. Þó held ég jafnvel að þú hafír þekkt mig þegar ég leit til þín um síðastliðna páska. Augun þín urðu svo hlý og blíð er þú laukst þeim upp og horfð- ir á mig. En þetta urðu okkar síð- ustu fundir. Ég mun geyma þessa mynd í hugskoti mínu, kæra frænka, ásamt öllu því góða sem ég og mitt fólk nutum frá þinni hendi. Við söknum þín, en gleðjumst jafn- framt með þér yfír að vera nú leyst frá þrautunum. Vertu ætíð Guði falin. Þín frænka, Sigurlaug. Bubbu sína. Já, ávallt tilbúinn að aka henni hvert sem förinni var heitið en ekki hvarflaði að okkur að för Bubbu væri að þessu sinni heitið yfír móðuna mildu. Bubbu sem hlakkaði svo tO að fara heim af spít- alanum „í nýja dressinu sem hún Bjögga mín“ hafði keypt. En hún Bjögga leit eftir ömmu sinni dag- lega eftir að Skúli lést. Ef tO er líf eftir þetta líf er víst að Skúli hefur beðið eftir henni Bubbu sinni með heitan bílinn tObúinn að keyra hana um ókunnar slóðir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með söknuði kveðjum við Bubbu og Skúla og biðjum góðan Guð að geyma þau hjónin. Við sendum ætt- ingjum og vinum hlýjar samúðar- kveðjur. Börn Guðrúnar Bergmann. Elsku Bubba frænka er farin frá okkur. Það er margs að minnast frá liðnum árum. Alltaf var jafn nota- legt að hitta Bubbu og Skúla, mann- inn hennar. Að koma í heimsókn tO þeirra var eins og að fara svolitla stund aftur í tímann og upplifa aftur andrúmsloftið frá því að við vorum litlar og rifjuðust upp gömlu góðu dagarnir þegar við fórum tO ömmu Dagbjartar, meira að segja lyktin var sú sama. Það var alltaf mikið hlegið og sprellað og yndislegt var að upplifa kærleikann sem vai’ á mOli þein-a hjóna og að sjá hvað þau voru ástfangin alla tíð. Þegar Bubba og Skúli komu í heimsókn var alltaf glatt á hjalla, aldrei komu þau tóm- hent, alltaf var eitthvert góðgæti með í poka, en það sem skipti mestu máli var það, að þau gáfu sér alltaf tíma tO þess að tala við okkur böm- in og sýndu þau okkur öllum mikla athygli og umhyggju. Oft sagði Bubba okkur sögur af fólki sem hú^* hafði kynnst á lífsleiðinni, t.d. þegar hún vann á HeOsuverndarstöðinni. Þar kynntist hún mörgu fólki sem hafði upplifað margt og við hlustuð- um á af miklum áhuga og fannst okkur eins og að við værum famar að þekkja allt þetta fólk án þess að hafa nokkum tímann séð það, en að- alatriðið var að það var rætt við okkur eins og fullorðið fólk og það kunnum við vel að meta. Mamma okkai', systir Bubbu, lést fyrir rúmum tíu ámm. Vora þær miklar trúnaðarvinkonur og skynj- uðum við það svo vel eftir aðW mamma dó hvað þær höfðu verið nánar. Mamma sagði alltaf að það sem maður segði við Bubbu í trún- aði færi ekki lengra. Eftir að við urðum fullorðnar fundum við hvað Bubba sýndi okkur og fjölskyldum okkar og öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur mikinn áhuga. Eins fundum við hvað henni þótti vænt um alla af- komendur sína, tengdaböm og af- komendur Skúla frá fyrra hjóna- bandi. Hún var svo stolt af þeim þegar vel gekk og tók það mjög nærri sér ef eitthvað bjátaði á hjá þeim. Bubba var glæsileg kona, sem^ hafði mikla reisn til að bera, hún* hafði fallega framkomu og góða nærvera og vildi öllum vel. Það var föst venja hjá henni þegar hún kvaddi að hún stóð við eldhúsglugg- ann og veifaði brosandi til okkar, al- veg þar til að við hurfum sjónum hennar, við skynjuðum að hún var að óska okkur velfamaðar og verndar. Þess sama óskum við þér nú, elsku frænka. Við þökkum þér fyrir allar notalegu stundirnar og allt það sem þú varst okkur. Guð geymi þig og vemdi. «*». Sigrún og Rósa. HELGIJ. SVEINSSON + Helgi J. Sveins- son fæddist í Reykjavík 7. nóv- ember 1918. Hann lést á Landspítalan- um 22. júní síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 2. júlí. Helgi J. Sveinsson var hluti af veröld minni frá blautu bamsbeini. Hann naut velgengni í starfi en ég kýs að minnast hans vegna þeirrar ræktarsemi sem hann sýndi sínum nánustu og öðrum þeim tengdum. Að slíku búa þeir sem njóta og sá sem veitir á skilið að honum sé vottuð virð- ing. Helgi var kvæntur eftirlifandi frænku minni sem ég þekkti fyrstu árin einungis undir gælu- nafni sínu, Stella. Þær móðir mín voru mjög nánar og samgangur á milli heimila mikill. Heimili Helga og Stellu var stórt, með fimm börnum. Að auki höfðu mæður þeirra hjóna hvor sína íbúð í sama húsi. Heimilið var einnig opið öðr- um vandamönnum, ekki síst ef erfiðleikar eða dauðsföll höfðu steðjað að. Nefna má eitt lítið dæmi um hjálpsemi Helga og er það jafn- framt það elsta sem ég man og hefur ekki blandast endurminn- ingum hversdagslífsins. Vestur-ís- lenskir ættingjar mínir úr föður- ætt komu til Islands þegar ég var um fimm ára gamall (um 1960). Þá bauðst Helgi til að keyra með okk- ur í skoðunarferð um Suðurland þótt hann sjálfur hefði engar skyldur gagnvart þessu frænd- fólki mínu. Slík ferð var annað og meira en samsvarandi ferð nú. Móður minni fannst síðar þetta gott dæmi um vilja Helga til að verða að liði, langt umfram það sem unnt var að ætlast tU. Eftir því sem ég stálpaðist kynntist ég Helga sem manni sem lagði mikla rækt við að tryggja hag fjöl- skyldu sinnar. Slíkur var hann einnig í síð- asta sinn er ég hitti hann. Heilsu Helga hafði hrakað en hann hélt andlegu atgervi sínu. Hann neytti allra krafta til að fylgjast vel með at- burðum líðandi stundar. Löngu áð- ur en núverandi þensla hófst á húsnæðismarkaði Reykjavíkur ráðlagði Helgi okkur hjónum að kaupa strax stærri íbúð. Þegar ég heimsótti hann viku fyrir áfall það sem dró hann síðar til dauða vissi ég að betri fréttir gæti ég vart flutt honum en þær að við hjónin værum í þann mund að festa kaup^ á íbúð. Én ég vissi einnig að ég yrði að mæta undirbúinn til þess- ara stuttu viðræðna. Ég yrði að vita hver byggði húsið og hverjir hefðu búið þar. Ekki það að ég myndi þurfa að segja honum þetta, ég þurfti að vita þetta til að geta staðfest það sem hann myndi segja mér. Svo fór sem ég hafði ætlað. Hann átti erfitt með mál og sagði mér hversu þróttlítill hann væri orðinn. Hins vegar lifnaði yfir hon- um þegar ég sagði honum frá íbúð- arkaupunum og ég var sannspár?Pt að hann myndi þekkja húsið og sögu þess. Piret Laas, kona mín, og ég verðum víðsfjarri við jarðarför Helga. En við viljum senda Stellu frænku minni, börnum þeirra og öðrum ættingjum innilegustu sam- úðarkveðjur okkar. Minning Helg^ mun lifa með okkur öllum. Sigurður Emil Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.