Morgunblaðið - 03.07.1999, Side 54

Morgunblaðið - 03.07.1999, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ ^ 54 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 Dýraglens Hundalíf ER EKKICEANOTHUSINN FALLEGUR í ÁR? JU, HANN FER VEL VIÐ HLIÐINA Á LAVATERUNNI POTENTTLLAN VTRÖIST ÖAFNA VEL... Engar áhyggjur, þetta lætur líkcr e/ns og golfranska í mínum eyrum! ...06 EUPHORBIAN ER STÓRKOSUE6 Ljóska Smáfólk Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því en þú hefúr mikil áhrif á mig„ Þú stendur fast á þínu Það er og þú ferð einhvem veginn áhrifa að því að gnæfa yfir öllu mikið Hins vegar lítur þú einnig út fyrir að vera fastur í þinni spennitreyju.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ljósmynd Kristján E. DRENGIR í 4. flokki fyrir framan hið nýja hús. Stór dagur í Vatnaskógi Frá Ólafí Sverrissyni: í VATNASKÓGI hefur KFUM í Reykjavík starfrækt sumarbúðir síðan árið 1923. Á hverju sumri dvelja um 1.000 drengir í Vatna- skógi, viku til tíu daga í senn. Ein vika er fyrir unglinga, pilta og stúlkur, tvær helgar fyrir feðga, ein helgi fyrir karla og um verslunar- mannahelgina er staðurinn opinn Ijölskyldum. Þegar sumar- starfi lýkur taka við tveggja til þriggja daga ferm- ingamámskeið sem um 1.600 ferm- ingarbörn sóttu sl. haust. Á vorin bjóðum við svo leikskólum til okkar í dagsheimsóknir og þetta vor komu um 350 böm í Vatnaskóg. Markmið okkar eru að boða kristna trú og stuðla að líkamleg- um, andlegum og félagslegum þroska þeirra sem í Vatnaskógi dvelja. Nýtt hús Undanfarin ár hafa heilbrigðis- og bmnamálayfirvöld gert athuga- semdir við einn af svefnskálum staðarins, vinnuskúra frá Búrfells- virkjun. Því var ráðist í byggingu nýs 380 fm svefnskála og hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 37 milljónir kr. Fyrsta skólfustungan var tekin haustið 1995 og í dag munum við taka helming hússins í notkun. Fjármögnun Tekjur af starfseminni í Vatna- skógi standa undir almennum rekstri staðarins og eðlilegu við- haldi. Allt stærra viðhald og ný- framkvæmdir em hins vegar kost- aðar með styrkjum og gjafafé. Svo er því farið með umrætt hús. Við fjármögnun þess hefur það sýnt sig að Vatnaskógur á marga velunn- ara. Fyrir framlög þeirra og ómælda sjálfboðavinnu hefur þetta hús risið. Vígsla í dag verður helmingur hússins tekinn í notkun og þar með getum við lokað vinnuskúrunum frá Búr- felli. Þetta er langþráður dagur í Vatnaskógi! Sérstök vígsluathöfn verður við húsið í dag kl. 14:30 og það helgað Guði af sr. Ólafi Jó- hannssyni, formanni KFUM í Reykjavík og sóknarpresti í Grens- áskirkju. Þá verður nafn hússins einnig gert opinbert. Þegar gestir hafa skoðað húsið munu drengimir sem nú dvelja í vinnuskúmnum frá Búrfelli flytja inn í nýja húsið. Að sjálfsögðu verður kaffi og með’í á eftir. Þakkir Við þökkum öllum þeim sem hafa styrkt byggingu nýja hússins eða stutt við starfið í Vatnaskógi á einn eða annan hátt gegnum árin. Guð laun. Verið öll velkomin til vígslunnar eða að koma og skoða húsið seinna. íbúar Hvalfjarðarstrandar- hrepps hafa löngum reynst starf- inu í Vatnaskógi vel og langar okk- ur að þakka þeim stuðninginn með því að nefna herbergin í húsinu eftir bæjum í nágrenni Vatnaskóg- ar. Herbergin í húsinu era reyndar færri en bæirnir en kannski eigum við eftir að byggja við húsið seinna! Framtíðin Æskilegast væri að geta tekið allt húsið í notkun hið fyrsta og við áætlum að það kosti 6,5 milljónir kr. að ljúka við byggingu þess. í það mun þó ekki ráðist fyrr en fjár- hagur leyfir. Fullbúið mun húsið kosta um 80% af kostnaðaráætlun. Þennan árangur má fyrst og fremst þakka mikilli sjálfboðavinnu ásamt vel- vilja margra aðila og augljóslega hefur verið farið vel með fé og styrki gefenda. Er þetta ekki frá- bært? ÓLAFUR SVERRISSON, formaður stjórnar Vatnaskógar. Ólafur Svcrrisson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.