Morgunblaðið - 08.07.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 08.07.1999, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Kirkjumunasýningin Heyr himna smiður Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson MAGNUS Ver Magnússon, sigurvegari í þessari keppnisgrein. V estfj ar ðavíking- urinn 1999 Sauðárkróki - Fjölmenni var við guðsþjónustu í Hóladómkirkju síð- astliðinn laugardag, sem var hluti hátíðarhalda þeirra sem marka upp- haf kirkjuhátíðarárs í Skagafirði. Við athöfnina í dómkirkjunni predikaði sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup, en fyrir altari þjónuðu sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur að Miklabæ, og sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ, Gerður Bolladóttir söng einsöng en annan söng annaðist Hallgrímshópurinn. Að aflokinni guðsþjónustu gengu kirkjugestir til Bændaskólans en þar tók karlakórinn Heimir á móti gest- um og söng nokkur lög undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar. Þá var opnuð í húsnæði Bændaskólans sýningin „Heyr himnasmiður" en þar eru samankomnir kirkjumunir úr Skaga- fjarðarprófastsdæmi, sem ýmist eru varðveittir í Þjóðminjasafni íslands, Byggðasafni Skagfirðinga eða eru í vörslu kirkna á svæðinu. í sýningarskrá segir Sigurður Sigurðarson, safnvörður í Glaumbæ: „Agæti gestur, velkominn á sýning- una. Hún er sett upp að frumkvæði Kristnihátíðarnefndar Skagafjarð- arprófastsdæmis og er samstarfs- verkefni nefndarinnar, Þjóðminja- safns Islands, Byggðasafns Skag- fírðinga og Hólastaðar. Munir og textar sem eru hér samankomnir eiga að gefa þér hugmynd um Morgunblaðið/Björn Björnsson SR. BOLLI Gústavsson og Þór Magnússon skoða eintak af Steinsbiblíu. hvernig kirkjur voru útbúnar fyrr- um, hvert hlutverk þeirra var og hvar þær voru. Það er einstakt tæki- færi að fá að skoða marga þá dýr- gripi sem hér eru komnir aftur heim, um stundarsakir. Þökk hafí Þjóðminjasafn Islands. Kristnihátíð- amefnd og Hólastaður." Sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur Skagafjarðarprófastsdæmis, setti samkomuna í skólanum, bauð gesti velkomna og gerði grein fyrir sýn- ingunni. Þá tók til máls Þór Magnús- son þjóðminjavörður og ræddi um varðveislu kirkjugripa og fagnaði því framtaki að koma sýningu þessari á laggirnar. Sagði þjóðminjavörður, að þótt margt góðra gripa hefði glatast í tímans rás og þrátt fyrir þær kring- umstæður sem þjóðin bjó við um langan aldur, væru þó margir hlutir varðveittir sem telja mætti ómetan- lega og nefndi til nokkur dæmi er væru einstök. Að lokum tók til máls herra Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands, og benti á að hér væri menningararfin- um lyft og haldið á lofti, evrópsk menning og list hefði eingöngu borist til Islands á fyrri öldum í gegnum kirkjuna og á þann hátt orðið samofin íslenskum menning- ararfi. Sagði biskup að kirkjuhátíð- arsýningin væri ekki aðgangur að veröld sem var, heldur einnig að nú- tímanum, og benti á í því sambandi að ennværu sungnir sálmar í kirkj- um á Islandi svo sem sálmur Kol- beins Tumasonar sem saminn var rétt um 1200, en við lag sem samið væri af núlifandi manni. Óskaði biskup þess að samfylgd þjóðar og kristni inn í nýja öld mætti verða sem farsælust. Að afloknum ávörpum var gestum boðið að skoða sýninguna og þiggja kaffiveitingar í Bændaskólanum. Flateyri - Yfirleitt er hreyfigeta bfla mæld í hestöflum. Fiateyr- ingar urðu þó vitni að því þegar þriggja og hálfs tonna Hummer- trukkur var drifinn áfram eftir aðalgötu bæjarins af mannlegum krafti einum saman. Og ekki vantaði kraftinn, jafnvel þótt búið væri að hleypa úr dekkjunum til að gera leikinn enn erfiðari. Enda var hér ekki um neinn venjulegan mannlegan kraft að ræða. Hér voru á ferðinni ein- hveijir sterkustu menn landsins í árlegu aflraunamóti sem haldið er á norðanverðum Vestfjörðum. Hver öðrum sterkari, reyndari og lfldegri til að hreppa hyrnda hjálminn, sem er tákn Vestfjarða- víkingsins. Keppendurnir sem að þessu sinni eru átta talsins reyna með sér í átta mismunandi greinum sem allar ættu að geta talist í anda hinna rammefldu forfeðra okkar. Samanlagður sigurvegari í keppninni hlýtur síðan nafnbótina Vestfjarðavíkingurinn 1999. Trukkadrátturinn á Flateyri var fjórða keppnisgreinin á þeim þremur dögurn sem hún stendur yfir. Þegar þar var komið sögu höfðu þeir Gunnar „danski“ Guð- jónsson, Magnús Ver Magnússon og Svavar Már Einarsson smalað saman flestum stigum. Sveitahátíð á Selfossi Selfossi - Sveitahátíðin á Selfossi fer fram næstkomandi laugar- dag, 10. júlí. Um er að ræða dagskrá í gaman- sömum stíl þar sem undirtónninn er sveita- menningin. Undirbúningur dag- skráratriða er á loka- stigi en meðal þess sem er á dagskránni er hið árlega Islandsmeist- aramót í orfaslætti sem fram fór í fyrsta sinn í fyrra. Nú verður einnig útnefnd knáasta kaupa- konan, fegurðarsam- keppni kvígna fer nú einnig fram í annað sinn og Þing- borgarleikhópur Sigurgeirs Hilmars sýnir leikþátt. Nokkrir vaskir vinnumenn og -konur munu bregða sér í að binda nokkra bagga sem reiddir verða á heybandshest- um og í framhaldi af því munu nokkrir vaskir glímumenn sýna ís- lenska glímu. Ymsar nýjungar verða á dag- skránni í ár og má þar nefna kúa- skítsskák, hrútakapphlaup og firmakeppni snigla. Gert er ráð fyrir að hestaleiga verði á svæðinu og unga kynslóðin mun komast í návígi við nokkur húsdýr. Heiðursgestur sveitahátíðarinn- ar veður Guðni Agústsson land- búnaðarráðherra en gert er ráð fyrir að innreið hans á dagskrár- svæðið verði með sérstökum hætti. Dagskráratriði sveitahátíðarinnar fara fram á túni gegnt Umferðar- miðstöðinni Fossnesti á Selfossi. Danska sjónvarpið á svæðinu Sveitahátíðin er einn liður í dagskrárheitinu Sumar á Selfossi sem stendur fyrir uppákomum fjórar helgar yfir sumarið. Þau Anna S. Árnadóttir og Snorri Sig- urfinnsson eru framkvæmdastjór- ar hátíðarinnar. Þau segja að auk dagskráratriðanna verði ýmislegt í boði á Selfossi, tilboð í verslun- um, opið hús í söfnum og afsláttur af rútuferðum milli þéttbýlisstaða í sveitarfélaginu Arborg. Þau sögðu að danska sjónvarpið, Dan- marks radio, ætlaði að gera sér- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson ÞAU voru að huga að slægjunni sem sláttu- mönnum verður boðið upp á í keppninni um íslandsmeistaratitilinn í orfaslætti og kná- ustu kaupakonuna; Lovísa Jónsdóttir, Haf- steinn Steindórsson og Árni Magnússon. stakan þátt þar sem sveitahátíðin tvinnaðist inn. Um væri að ræða þáttaröð danska sjónvarpsins um ferðamál. BÆJARFULLTRÚAR og embættismenn frá vinabæjum Stykkishólms. Morgunblaðið/Gunnlaugur 53. umdæmisþing Rótarýhreyfíngarinnar á íslandi Sextán félag- ar héldu 200 manna þing* Hellu - Rótarýfélagar víðs vegar að af landinu fjölmenntu á 53. formót og umdæmisþing Rótarýhreyfingarinn- ar á íslandi, sem haldið var 18. og 19. júní sl. á Hvolsvelli en umdæmis- stjóri hreyfingarinnar á íslandi sl. starfsár var Sváfnir Sveinbjarnar- son, fyrrum prófastur á Breiðaból- stað. Valtýr Valtýsson er forseti Rótarýklúbbs Rangæinga, en félag- ar hans, sem eru aðeins sextán, sáu um skipulagningu þingsins í ár. Það vakti athygli þinggesta hversu glæsileg dagslö-á og skipulagning þingsins var, auk þess sem veglegt blað var gefið út í tilefni þess. Rótarý- félagar alls staðar í heiminum vinna saman að starfi sem miðar að upp- byggingu og þroska einstaklingsins, að samkennd og skilningi milli stétta og byggðarlaga og jafnframt þátttöku í alþjóðlegu þjónustu- og hjálparstarfi. Formót var haldið fyrri dag þings- ins, en á því eru haldin námskeið fyr- ir verðandi forseta og ritara Rótarý- klúbbanna, en síðari daginn fór fram nk. aðalfundur umdæmisins. Avörp og tónlistaratriði settu einnig svip á Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir JÓN Ásbergsson, formaður sjóðstjórnar starfsgreinasjóðs Rótarý- hreyfingarinnar, afhendir viðurkenningu sjóðsins til ábúenda á Þor- valdseyri, hjónanna Guðnýjar Valberg og Olafs Eggertssonar, í loka- hófi umdæmisþingsins. þingið, sem og fjölbreytt dagskrá fyrir maka þingfulltrúa en þeim var boðið í skoðunarferðir um Njáluslóð- ir, á söfn og í fyrirtæki. Þingfulltrúar og gestir heimsóttu m.a. höfuðstöðv- ar Landgræðslu ríkisins í Gunnars- holti þar sem Rótarýfélaginn Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri kynnti starfsemina. Það þótti við hæfi að veita viður- kenningu starfsgreinasjóðs Rótarý- hreyfingarinnar á Islandi til bænda í héraðinu, en slík viðurkenning er ætíð veitt til aðila á heimaslóðum yf- irstandandi umdæmisþings. Að þessu sinni hlutu viðurkenning- una hjónin Guðný Valberg og Ólafur Eggertsson, bændur á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, fyrir framúrskar- andi búskaparhætti og leiðandi störf í komrækt. Þinginu lauk á laugardags- kvöldið með hátíðarkvöldverði, þar sem m.a. erlendir gestir ávörpuðu samkomuna, umdæmisstjóraskipti fóru fram og þingfulltrúar nutu skemmtiatriða og stigu dans. Næsti umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinn- ar á Islandi var kosinn Snorri Þor- steinsson, Rótarýklúbbi Borgarness, en starfsár hans hefst 1. júlí nk. Vinabæja- mót í Stykk- ishólmi Stykkishólmur - Nýlega var haldið norrrænt vinabæjamót í Stykkishólmi, þar sem bæjarfull- trúar og embættismenn frá vina- bæjunum, samtals um 30 manns, komu og dvöldu í Hólminum í nokkra daga. Auk þess að kynna fyrirtæki og stofnanir bæjarins var farið í skoðunarferðir um nágrennið, bæði á landi og sjó. Vinabæir Stykkishóms eru: Drammen í Noregi, Örebro í Svíþjóð, Kold- ing í Danmörku og Lappeen- ranta í Finnlandi. Tilgangur vinabæjaheimsókn- anna, sem haldnar eru á tveggja ára fresti, er að stuðla að aukn- um kynnum milli fulitrúa land- anna og skilningi á aðstæðum í hveiju landi fyrir sig. Vinabæja- tengslin hafa stuðlað að meiri samskiptum íbúa bæjanna og hafa ýmsir hópar s.s. nemendur grunnskóla, lúðrasveit og kirkjukór heimsótt vinabæina og einnig hafa margir hópar komið í heimsókn til Stykkis- hólms.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.