Morgunblaðið - 08.07.1999, Side 22

Morgunblaðið - 08.07.1999, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐJÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Brynjúlfur Brynjólfsson Aðmíráls-fiðrildi á ferðinni Sendiherra Breta í heim- sókn á Tálknafírdi Morgunblaðið/Finnur Pétursson SENDIHERRAHJÓNIN við gömul fjárhús á Sellát.rum ásamt Birni Óla, sveitarstjóra. Höfn - Síðustu dagana í júní bar töluvert á stórum fallegum fíðr- ildum sem kallast aðmíráis-fiðr- iidi. Þessi fíðrildi berast til lands- ins á hverju ári en eru óvenju snemma á ferðinni núna, yfirleitt koma þau í ágúst og fram í sept- ember. Önnur svipuð tegund sem oft kemur á sama tíma, þistilfíðr- ildi, hefur ekki sést nú. Þessar tvær tegundir eru mjög algengar í Evrópu og sjást yfirleitt nokkr- ir tugir á hverju ári hér á landi og eru aðmiráls-fiðrildin mun al- gengari. Á Höfn sáust a.m.k. 12 að- míráls-fíðrildi og svo hefur frést af að minsta kosti einu á Akur- eyri og trúlegt að nokkur hafi þá sést á Austurlandi. Hálfdán Björnsson á Kvískerjum varð ekki var við að aðmíráls-fiðrildi kæmu í Öræfin, en á Kvískerjum eru fiðrildagildrur sem draga öll fíðrildi að. Á myndinni má sjá að- míráls-fiðrildi í garði á Höfn. Tálknafirði - Sendiherra Breta á Islandi, James McCulloch, heim- sótti ásamt eiginkonu sinni, Marg- aret McCulloch, Tálknafjörð ný- lega. Björn Óli Ö. Hauksson sveit- arstjóri og Finnur Pétursson hreppsnefndarmaður tóku á móti þeim hjónum og buðu þau velkom- in. Þá var haldið út með Tálkna- firði norðanverðum og byrjað á því að skoða heita potta í landi Litla- Laugardals, sem mikið eru notaðir af heimamönnum og gestum. Síðan var haldið áfram út með firði og næsti viðkomustaður var Sellátrar, en þar var skoðað gam- alt fjárhús byggt úr torfi og grjóti. Vakti það óskipta athygli gestanna að sjá rifbein úr stórhveli, notuð sem burðarvirki í þaki. Frá Sel- látrum var gengið út að Arnar- stapa, en erindi þeirra hjóna var að skoða þar gamlar sjóbúðir, sem hópur breskra sjálfboðaliða vann við að endurreisa sl. sumar. Var það fyrir forgöngu Brynjólfs Gísla- sonar, fv. sveitarstjóra, að Bret- arnir komu til Tálknafjarðar til að aðstoða við verkið. Áður en haldið var heim á leið höfðu gestirnir viðkomu á veit- ingahúsi staðarins og þágu kaffi- bolla og meðlæti í boði sveitarfé- lagsins. Við það tækifæri afhenti sendiherrann Grunnskóla Tálkna- fjarðar bók að gjöf, The Dorling Kindersley Geography of the World. Björk Gunnarsdóttir skóla- stjóri veitti bókinni viðtöku og þakkaði sendiherranum fyrir þann hlýhug og velvild sem hann sýndi skólanum með gjöfinni. Þrátt fyrir stutta viðdvöl voru sendiherra- hjónin mjög ánægð með heimsókn- ina. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson VEL fór um gesti á tjaldsvæðinu á Flúðum í góðviðrinu á laugardaginn. Nýr eigandi ferðamið- stöðvarinnar á Flúðum Hrunamannahreppi - Ferðamið- stöðin á Flúðum, sem er einkum þjónustuverslun fyrir tjaldstæðin á Flúðum, skipti um eigendur í vor. Árni Hjaltason sem á og rekur veitingahúsið Útlagann keypti húsið í vetur af Hótel Flúðum. Hann leigir einnig tjaldstæðin til þriggja ára af sveitarfélaginu og hefur umsjón með þeim. Endurbætur gerðar Árni hefur gert lagfæringar á húsinu og endurbætt útisnyrting- amar og stækkað um helming, plantað trjám o.fl. Hann segir að reksturinn verði með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og leggur áherslu á að fá einkum fjöl- skyldufólk á tjaldsvæðið. Árni opn- aði fyrstu helgina í júní og var að- sókn í júnímánuði þokkaleg. Nú um síðustu helgi var allt fullt á tjaldsvæðinu, um 200 tjöld, tjald- vagnar og hjólhýsi. Var ekki að heyra annað á gestum á svæðinu en að þeir væru mjög ánægðir þegar fréttaritari mundaði þar myndavélina í góðviðrinu á laugar- daginn. Mjög mikil aðsókn var að tjald- svæðum hér í uppsveitum Ames- sýslu um helgina og umferðin mik- iL Ekki er annað vitað en að allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Vilja auka gæði í ferðaþjónustu Egilsstöðum - Námskeið fyrir aðila í ferðaþjónustu var haldið á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Haldin hafa verið slík námskeið út um allt land. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Tómas Guðmundsson. Það eru Samtök ferðaþjónust- unnar, Fræðsluráð hótel- og mat- vælagreina og Ferðamálaráð Is- lands sem standa að námskeiðun- um. Þau taka fjórar klukkustundir og alls hafa verið haldin 27 nám- skeið á 24 stöðum. Að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferða- þjónustunnar, var aðkallandi að halda þessi námskeið fyrir aðila í ferðaþjónustu. Eitt af markmiðum samtakanna er að auka gæði í ferðaþjónustu. Námskeiðin eru einn liður í því fræðslustarfi. Ema segir að almenn samskipti og viðmót við ferðamenn skipti miklu máli. Allir þeir sem era að selja eitthvað eru þjónustuaðilar við ferðamenn. „Það er mjög þýðingar- mikið að gera sér grein fyrir því að hver ferðamaður er mikilvægur. Oft er þetta fólk sem hefur verið að safna til margra ára til þess að kom- ast í ferðalög. Ef við ætlum að standa okkur í þjónustu miðað við Fagradal - Einar Sigurður Jóns- son og Berglind Guðmundsdóttir voru í önnum við að þjarga kríu- ungum af gámaplaninu í Vík þegar fréttaritari Morgun- blaðsinns hitti þau eitt kvöldið nú Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir TÓMAS Guðmundsson, leið- beinandi á námskeiðum fyrir aðila í ferðaþjónustu. aðrar þjóðir verðum við að vera stöðugt að bæta okkur og minna okkur á mikilvægi þjónustulundar," segir Erna. í vikunni. Þau sögðust vera búin að bjarga mörgum ungum fyrr um daginn en til að verjast árás kríunnar voru þau með reiðhjóla- hjálm á höfðinu. I Vík er eitt af stærstu kríuvörpum á Islandi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Kríuungum bjargað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.