Morgunblaðið - 08.07.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 27
ERLENT
Bandamenn Indónesíu á A-Tímor
Saka SÞ um
hlutdrægni
Jakarta. Reuters.
STUÐNINGSMENN Indónesíu-
stjórnar á Austur-Tímor hótuðu í
gær að sniðganga atkvæðagreiðslu
á vegum Sameinuðu þjóðanna með-
al íbúa héraðsins um hvort það eigi
að fá sjálfstæði eða verða hluti af
Indónesíu með víðtæk sjálfstjómar-
réttindi.
Basilio Arajau, einn af forystu-
mönnum samtaka Austur-Tímora
sem eru hlynntir því að héraðið til-
heyri Indónesíu, sagði að þau kynnu
að hafna því að taka þátt í atkvæða-
greiðslunni og hvetja stuðnings-
menn sína til að greiða ekki at-
kvæði. Hann sakaði ennfremur
sendinefnd Sameinuðu þjóðanna á
Austur-Tímor, UNAMET, um að
draga taum sjálfstæðissinna.
Ráðgert er að atkvæðagreiðslan
fari fram undir stjórn Sameinuðu
þjóðanna 22. eða 23. ágúst. Samein-
uðu þjóðimar hafa aldrei viðurkennt
yfírráð Indónesa yfír Austur-Tímor,
sem er fyrrverandi nýlenda Portú-
gals og var innlimað í Indónesíu með
hervaldi íyrir 23 ámm.
Hiro Úeki, embættismaður Sa-
meinuðu þjóðanna í Jakarta, vísaði
því á bug að sendinefnd samtak-
anna væri hlutdræg. Hann sagði að
ásökunin kynni að vera af pólitísk-
um rótum runnin og liður í tilraun-
um til að torvelda starfsemi sendi-
nefndarinnar. „Þeir sem vilja ekki
að UMAMET geti stjómað at-
kvæðagreiðslunni með árangursrík-
um hætti reyna að draga þá mynd
af okkur að við séum hlutdrægir."
Vopnaðir hópar stuðningsmanna
Indónesíustjórnar hafa ráðist á
starfsmenn Sameinuðu þjóðanna á
Austur-Tímor og haft í hótunum við
þá. Þeir hafa einnig orðið tugum
Austur-Tímora að bana í baráttu
sinni gegn aðskilnaðarsinnum síðan
atkvæðagreiðslan var ákveðin.
Formaður UNAMET, Ian Mart-
in, fór í gær á fund embættismanna
Indónesíustjómar og yfírmanna
hersins í Jakarta til að mótmæla of-
beldinu. „Eg hef óskað eftir því að
gripið verði til ýmissa aðgerða,
meðal annars gegn þeim sem bera
ábyi-gð á árásunum... til að
tryggja að vopnaðir hópar samein-
ingarsinna geti ekki starfað þannig
að þeir ógni starfsmönnum okkar
og öðrum,“ sagði Martin eftir fund-
inn.
Oryggisviðbúnaðurinn
verði aukinn
Ráðgert var í fyrstu að atkvæða-
greiðslan færi fram 8. ágúst en Sa-
meinuðu þjóðirnar ákváðu að fresta
henni um tvær vikur vegna átak-
anna. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu
við því í fyrradag að atkvæða-
greiðslunni kynni að verða frestað
aftur ef indónesísk yfirvöld gerðu
ekki frekari ráðstafanir til að binda
enda á ofbeldið á Austur-Tímor.
Indónesíski herinn kvaðst í gær
ætla að senda þangað 1.200 lög-
reglumenn til viðbótar sem fyrst til
að tryggja öryggi íbúa héraðsins og
starfsmanna Sameinuðu þjóðanna.
Nakið lík fannst
í laug háhyrnings
í Sea World
Reuters
HÁHYRNINGURINN Tillikum í laug
sinni í Sea World. Hann var fangaður
við fslandsstrendur.
NAKIÐ lík manns fannst á
baki háhyrnings í skemmti-
garðinum Sea World í Or-
lando í Flórída að morgni
þriðjudags. Málið er allt hið
dularfyilsta, því enginn veit
hvað maðurinn var að gera í
lauginni um nóttina. Há-
hyrningurinn, sem fangaður
var við fslandsstrendur,
hafði verið fluttur til
Flórída frá Kanada eftir að
hann átti þar þátt í dauða
þjálfara síns.
Lögreglan í Orlando segir
að maðurinn hafi að öllum
Iíkindum falið sig í
skemmtigarðinum og farið
á stjá eftir lokun, klætt sig
úr öllum fötunum og klifrað
yfir girðingu umhverfís
laug háhyrningsins og farið
ofan í til hans. Ekki er Ijóst
hvernig dauða mannsins bar að,
en læknar segja að hann hafi
annaðhvort drukknað eða of-
kælst í ísköldu vatninu. Engin
sár eða áverkar voru sjáanleg á
líkama hans.
Háhyrningurinn er kallaður
Tiilikum, sem þýðir „vinur“ á
máli Chinook-indiana. Hann er
6,5 metra langur og vegur heil
24 tonn. Sea World keypti
Tillikum sem „graðhveli" í þeim
tilgangi að reyna að láta háhyrn-
ingana í garðinum fjölga sér, og
var hann ekki þjálfaður til að
sýna listir sínar. Áður hafði hann
verið til sýnis í skemmtigarðin-
um Sealand of the Pacific í
Kanada, en þar átti hann ásamt
tveimur öðrum háhyrningum sök
á því að þjálfari þeirra drukkn-
aði, en hún hafði óvart dottið of-
an í laugina til þeirra.
Að sögn dagblaðsins Orlando
Sentinel voru yfirvöld hikandi að'
gefa leyfi fyrir flutningi háhyrn-
ingsins til Sea World vegna slyss-
ins í Kanada. Sérfræðingar segja
þó að sú staðreynd að lík manns-
ins var á baki háhyrningsins er
það fannst bendi til þess að
Tillikum hafi ekki verið í árásar-
hug. Líklegra sé að hann hafi að-
eins verið að leika sér, eins og
háhyrningum sé tamt.
Dýraverndunarsamtök hafa
lýst því yfir að atvikið sýni að há-
hyrningum ætti ekki að vera
haldið föngnum í skemmtigörð-
um, og hafa gagnrýnt að örygg-
isgæsla sé ekki nógu öflug til að
vernda dýr og menn. Forsvars-
menn Sea World segja að þrír
næturverðir hafi sinnt eftirliti í
skemmtigarðinum, en öryggis-
gæsla verði nú efld.
FLAGGSKIPIÐ FRA BENEFON
Benefon ► Vegur aðeins 240 g
SpÍCCL ► Rafhlaðan endist
allt að 5 daga í bið
► Valmyndakerfi á íslensku
► Úrval aukabúnaðar
Listaverð kr. 10
MEÐAN BISQÐIK ENDASTl
Benefon
Delta
► Vegur35og
► Rafhlaðan endist allt
að 4 daga í bið eða
2,5 klst. í notkun
Listaverð kr. 52.611,-
Tilboðsverð kr. 29.980,
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!
Benefon
Sigma
► Vegur2g8g
► Rafhlaðan endist allt
að 5 daga í bið eða
2,5 klst. í notkun
► Valmyndakerfi á íslensku '
Listaverð kr. 78.926,-
Tilboðsverð kr. 59980,-
MEÐAN BIRGÐIR ENDASTl
Ldrtgdrægrii
og öryggi
o
meö hágæða Benefon
ÍSIIVIT farsfmum
o
z
SÍMINN
Armúli27 • Kringlan • Landssímahúsid v/ Austurvöll • Síminn Internet
ísafjörður • Sauðárkrókur • Akureyri • Egilsstaðir • Selfoss • Reykjanesbær
og á öllum afgreiðslustöðum íslandspósts.