Morgunblaðið - 08.07.1999, Side 29

Morgunblaðið - 08.07.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 29 Hald lagt á 10 tonn af kókaíni Nýr forsætisráðherra ísraels hyggst eiga fund með Yasser Arafat á sunnudag Barak heitir því að ræða við alla nágranna Israela Jerúsalem, Damaskus. AP, AFP. EHUD Barak, forsætisráðherra Israels, mun eiga fund með Yasser Arafat, forseta heimastjómar Pa- lestínumanna, á sunnudag, til þess að hefja á ný friðarumleitanir fyrir botni Miðjarðarhafs. Verður þetta eitt íyrsta embættisverk Baraks, sem tók við embætti af Benjamin Netanyahu á miðvikudaginn. Fundur Baraks og Arafats mun íylgja í kjölfar fundar Baraks með Hosni Mubarak Egyptalandsforseta í dag. Barak hefur heitið því að ræða við alla nági’anna Israels, að því er virðist fyrst og fremst til að draga úr ótta Palestínumanna um að Israelar leggi alla áherslu á að semja við Sýr- lendinga um Gólanhæðir. Slíkt myndi veikja samningsstöðu Palest- ínumanna til muna. Arafat er áfjáður í að hefja við- ræður við Barak sem fyrst, og fagn- aði yfirlýsingum hans. „Við erum reiðubúnir til samstarfs til að koma á friði hinna hugrökku," sagði Arafat. í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyt- inu ísraelska sagði að Barak hygði einnig á heimsókn til Jórdaníu áður en langt um liði og í lok næstu viku myndi hann halda til Washington. Pað varð að samkomulagi milli Baraks og Bills Clintons Bandaríkja- forseta á mánudag að Barak kæmi til Washington. Tákn um gefin fyrirheit Fréttaritari breska ríkisútvarps- ins, BBC, sagði í gær, að það, hversu fljótt Barak hæfi fundahöld með leið- togum arabaríkja, sýndi að hann vissi nákvæmlega hver næstu skref ættu að vera. Haim Ramon, ráð- herra í stjórn Baraks, sagði fyrir- hugaða fundi táknræna fyrir þau fyi-irheit sem Barak hefði gefið um að hefja friðarumleitanir á ný, og endurvekja traust leiðtoga arabaríkja á Israelsstjórn. Ramon sagði að Israelar myndu virða samkomulagið sem þeir gerðu Reuters DAVID Levy, nýskipaður utan- ríkisráðherra Israels (t.h.), á göngu með fráfarandi utanrík- isráðherra, Ariel Sharon, í gær. við Palestínumenn í október í fyrra og kennt er við Wye River, nema Palestínumenn samþykktu að gerðar yrðu breytingar á því. Samkomulag- ið kveður á um að Israelar afhendi Palestínumönnum tiltekin landsvæði á Vesturbakkanum og Gaza í þrem áfongum, gegn fyrirheitum Palest- ínumanna um öryggisgæslu. Netanyahu ógilti Wye-samkomu- lagið þegar Israelar höfðu látið Pa- lestínumönnum eftir tvö af þeim þrettán prósentum lands á Vestur- bakkanum sem samkomulagið kveð- ur á um. Sagði Netanyahu að Arafat hefði ekki staðið við loforð Palestínu- manna um öryggisgæslu. Sýrlensk stjórnvöld sögðust í gær deila friðarviljanum með hinum nýja forsætisráðherra Israels, og kváðust reiðubúin til viðræðna eins fljótt og auðið væri. Barak hafði í innsetning- arræðu sinni á miðvikudag sagt að Israelar hefðu áhuga á að semja við Sýrlendinga en friðarumleitanir þeirra á milli fóru út um þúfur fyrir þrem árum. Madrid. Rcuters. SPÆNSKA lögreglan hefur lagt hald á tíu tonn af kókaíni og rúmlega 200 grömm af heróíni í skipi nálægt Kanaríeyjum, að sögn spænskra embættismanna í gær. Þetta er einn stærsti fíkniefnafarmur sem fundist hefur í Evrópu og söluverðmæti efn- anna er áætlað um 75 milljarðar króna. Sextán rússneskir og úkraínskir skipverjar voru handteknir um borð í skipinu. Að sögn heimildarmanns í spænsku lögreglunni lét einn skip- verjanna lífið eftir að lögreglan réðst til uppgöngu. Hann vildi ekki greina frá þanameini mannsins en spænskir fjölmiðlai' sögðu að hann hefði fengið hjartaáfall. Að sögn heimildarmannsins var ætlunin að smygla fíkniefnunum til London. Fíkniefnaleitin hafði verið undir- búin í nokkra mánuði og lögreglan leitar nú forsprakka smyglaranna, þeirra á meðal nokkurra Kólumbíu- manna og Spánverja. Kanaríeyjar hafa lengi verið mikil- vægur viðkomustaður skipa, sem smygla kókaíni frá Suður-Ameríku og hassi frá N-Afríku til Evrópu. Reuters UPPREISNARMENN úr Þjdðfrelsisher Kólombiu (ELN) hafa rænt fjölda fólks á undanfömum vikum og mánuðum og krafist lausnargjalds. Ný bylgja mannrána vekur reiði í Kólombíu FJÖLSKYLDUR og aðstandendur 38 einstaklinga sem kólombískir skæruliðar úr sveitum Þjóðfrelsis- hersins (ELN) halda föngnum eftir skipulagt mannrán í kirkju í Cali fyrir um mánuði lýstu því yfir á mánudag að þeir neituðu að borga skæruliðunum lausnargjald að því er kemur fram í breska dagblaðinu The Independent. Þykja yfirlýsing- ar fólksins skjóta skökku við í Ijósi þess að mannræningjar úr röðum skæruliða hafa hingað til getað gengið að vísu fé meðal ættingja fórnarlamba sinna. Virðist nú sem langlundargeð íbúa Kólombíu, sem hefur einna hæsta tíðni mannrána í heiminum, sé þrotið. Gonzalo Gallo, talsmaður fjöl- skyldnanna, sagði í yfirlýsingu sinni að aðstandendur fólksins höfnuðu því alfarið að gi-eiða lausnargjald og styðja þannig við áframhaldandi ástand. „I aðgerðunum felst meira en fé,“ sagði Gallo. „Mannrán eru gróf aðför að mannréttindum." Mannrán eru orðin venjubundin í landinu og nota skæruliðahópar lausnargjaldið sem þeim berst til kaupa á vopnum og vistum eða þá að þeir nota gíslana til fangaskipta. Talið er að a.m.k. 1.200 manns sé haldið föngnum gegn vilja sínum af skæruliðahópum marxista. Meinsemd í samfélaginu Margii' hafa viljað kenna Andres Pastrana, forseta Kólombíu, um ástandið, sem versnað hefur að und- anförnu, og rekja það til þess að for- setinn gaf liðsmönnum Kólombíska byltingarhópsins (FARC) eftir sjálfstjórn á landsvæði við landa- mæri Panama en hefur jafnframt neitað að ræða við liðsmenn ELN sem farið hafa fram á svipaðar að- gerðir. Segja gagnrýnendur að þar með hafi forsetinn kynt undir valda- baráttu milli FARC, sem eru elstu skæruliðasamtök í Mið-Ameríku, og ELN. Til að árétta styrk sinn rændu liðsmenn ELN flugvél í apríl sl. og enn þann dag í dag halda þeir flest- um íárþeganna föngnum. Því næst rændu þeir kirkjugestunum 140 í Calí. Jorge Mora, hershöfðingi í kól- ombíska hemum, hefur lýst því yfir að ekki dugi að sýna skæruliðasveit- unum linkind og varaði Kólombíu- menn við því að átökin stæðu ekki eingöngu á milli stjómarhersins og skæraliða, heldur væri um mein- semd í samfélaginu að ræða. Hefur forsetinn stuðning eins ólíkra manna og Gerhards Sehröders, kanslara Þýskalands, og Fidels Castros, forseta Kúbu, við friðai'aðgerðir sínar, sem miða að viðræðum við skæruliða svo framar- lega sem þeir sleppi gíslum sínum lausum. Castro sagði nýlega í ræðu sem hann hélt Rio de Janeiro í Bras- ilíu við setningu ráðstefnu sem fjall- aði um samskipti Evrópu og Ró- mönsku Ameríku, að jafnvel þótt hann hefði stutt vopnaða byltingu fyrr á dögum hefði tíðarandinn breyst og meiri eining ríkti nú meðal leiðtoga ríkja í Rómönsku Ameríku. Skærar stjómarhersins og skæruliða og stéttaátök hafa verið landlæg í Kólombíu undanfarna þrjá áratugi og er talið að á síðustu tíu áram sé hægt að rekja allt að 35.000 dauðsföll til ástandsins. Bætt samskipti Bretlands og Líbýu Lundúnum. Reuters, AFP. BRESK stjórnvöld lýstu þvi yfir á miðvikudag að þau myndu taka upp stjórnmálasamband við Líbýu eftir að stjórnvöld þar í landi féllust á að greiða bætur vegna morðs á breskri lögreglukonu sem var felld fyrir ut- an sendiráð Líbýu árið 1984. Yfirlýsing þessa efnis kom frá Robin Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, síðdegis í gær og sagði hann að Bretland myndi opna sendiráð í Trípólí, höfuðborg Líbýu, innan skamms tíma. Aður en sameiginleg yfirlýsing bresku og líbýsku ríkis- stjórnanna var gefin út fundaði Cook með Abdul-Ati al-Obeidi, sendiherra Líbýu í Róm, þar sem bætur til fjöl- skyldu lögreglukonunnar Yvonne Fletcher voru ræddar. Lögi'eglukon- an lést við skyldustörf fyrir utan sendiráð Líbýu í Lundúnum en þangað hafði safnast hópur náms- manna er mótmælti valdasetu Moa- mers Kadhafis, forseta landsins. Skotið var að mótmælendunum úr glugga sendiráðsins og varð Fletcher fyrir skoti. Hafa líbýskir og breskir stjórn- arerindrekar fundað leynilega um málið og bætt samskipti ríkjanna allt frá því Líbýumenn féllust á að afhenda tvo menn, sem grunaðir eru um að hafa sprengt þotu Pan Am flugfélagsins yfir bænum Lockerbie í Skotlandi i desember 1988, til yfirvalda í Hollandi þar sem réttarhöld yfir þeim fara fram. Skipan framkvæmdastjórnar ESB að skýrast Engin „nótt hinna löngu Brussel. Reuters. ROMANO Prodi, næsti forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB), vonast til að geta á morg- un, fóstudag, nefnt alla þá 19 menn, sem eiga ásamt honum að skipa fram- kvæmdastjórnina næstu fimm árin. Samkvæmt heimildum Reuters innan framkvæmdastjórnarinnai' mun Prodi einnig ætla sér að til- kynna hvaða málefni hann ætlist til að hver meðlimur hafi á sinni könnu. Með því mun hann vilja draga úr möguleikum ríkisstjóma aðildarríkj- anna á því að ráðskast með það hvaða verkefnum hver fulltrúi í framkvæmdastjórninni sinnir. „Það verður engin „nótt hinna löngu hnífa“,“ sagði einn heimildar- maðurinn, með tilvísun til þess sem oftast hefur gerzt á fyrsta fundi nýrrar framkvæmdastjórnar, þai' sem tekizt hefur verið á um yfir hvaða málaflokka hver fulltrúi er settur. Til stendur að hin nýja fram- kvæmdastjórn Prodis komi fyrst saman í Antwerpen 15 júlí nk. Samkvæmt frásögnum fjölmiðla er listi Prodis nærri fullgerður. Bretanum Chris Patten, fyirverandi ríkisstjóra Hong Kong, verður að sögn falið að stýra „stækkunai'ferl- inu“ svokallaða, Belganum Philippe Busquin er ætlað að bera ábyi'gð á málum tengdum myntbandalaginu, Austurríkismaðurinn Franz Fischler hnífa“ mun áfram fara með landbúnaðar- málin og Hollendingurinn Frits Bolkstein verður yfir samkeppnis- málunum. írar senda ríkissaksókn- ara sinn, David Byrne, í slaginn. Lausir endar Þó var í gær greinilega enn ekki orðið fullljóst hverja sum aðildarrík- in hygðust tilnefna. Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, var til viðræðna við Prodi í Brussel, en Prodi er sagður vilja að Ritt Bjemegaard fari áfram með um- hverfismál í framkvæmdastjórninni, ekki sízt til að halda uppi hlutfalli kvenna í henni. Frakkar höfðu í gær enn ekki formlega gert upp á milli fjögurra manna í þau tvö sæti sem þeii' eiga. Prodi er hins vegai' sagður hafa á endanum samþykkt að Þjóð- verjar tilnefndu fulltrúa frá sínum hvoram stjórnarflokknum, jafnaðar- mönnum og græningjum, en ekki sinn hvorn fulltrúann frá stjórn og stjórnarandstöðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.