Morgunblaðið - 08.07.1999, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
JOAQUIN
RODRIGO
SPÆNSKA tónskáldið Joaquin
Rodrigo er látið 97 ára. Meðal verka
hans er Concierto Aranjuez,
konsert fyrir gítar og hljómsveit,
sem er talinn eitt af höfuðtónverk-
um aldarinnar.
Þegar fréttin um lát Rodrigos
spurðist um Spán léku útvarps-
stöðvar tónlist hans og tónlistar-
menn minntust hann. „Hann var
fremstur spænskra tónskálda og
vinsælastur um leið,“ sagði tenórinn
Placido Domingo. Og Miguel Groba,
stjórnandi hljómsveitar Madrid-
borgar, sagði að orðstír Rodrigos
hefði náð langt út fyrir landsteinana
og lát hans væri áfall fyrir hinn al-
þjóðlega tónlistarheim. Bæjarstjóm
Aranjuez fyrirskipaði þriggja daga
borgarsorg.
Rodrigo var yngstur tíu systkina,
fæddur 22. nóvember 1901, á degi
heilagrar Sesselju, verndardýrhngs
tónlistarinnar. Þriggja ára varð
hann blindur, en hann hóf tónlistar-
nám á barnsaldri, nam hljóðfæra-
leik og tónsmíðar og notaði sérstaka
vél til að semja tónlist sína á, eða las
aðstoðarmönnum hana fyrir. Hann
sneri heim til Spánar frá París 1939
með Concierto Aranjuez í far-
angrinum, sem árið eftir skóp hon-
um vinsældir og virðingu landa
sinna.
Rodrigo verður lagður til hinztu
hvílu í Aranjuez við hlið konu sinn-
ar, Victoriu Kamhi. Þau giftust
1933. Hún var píanóleikari, af tyrk-
nesku bergi brotin, og dó 1997.
í apríl sl. flutti kúbverski gítar-
leikarinn Manuel Barmceo Conci-
erto Ai-anjuez með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Þá skrifaði Ríkarður
Ö. Pálsson, tónlistargagnrýnandi
Morgunblaðsins, m.a.: „Gítar-
konsert gítarkonsertanna á vin-
sældalista klassíkunnenda og jafn-
vel víðar er Concierto Aranjuez
(1939) eftir blinda spænska tón-
skáldið Joaquin Rodrigo. Verkið
heitir í höfuðið á ídýllískri sumar-
höll Spánarkonunga sem var, þang-
að sem Rodrigo og tyrknesk kona
hans fluttu eftir útlegðardvöl í París
á 4. áratug. Betri helmingur tón-
skáldsins mun hafa séð um að
nótera og leika í gegn tónsmíðar
Rodrígos, er eftir velheppnaða
framuppfærzlu Aranjuez-konserts-
ins 1940 samdi ekki færri en þrjá
Joaquin Rodrigo
slíka í viðbót, Fantasía para un
gentilhomme (1954), Concierto ma-
drigal (1969) fyrir tvo gítara og
Concierto Andaluz (1967) fyrir
fjóra, án þess sjálfur að vera gítar-
leikari."
Þekktustu verk Rodrigos hafa
oftar verið flutt hér á landi. John
Williams og Pétur Jónasson hafa
flutt fantasíuna með Sinfóníuhljóm-
sveitinni, Pétur hefur einnig flutt
Concierto Aranjuez með Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands og Amald-
ur Amarsson og Einar Kristján
Einarsson hafa leikið konsertinn
eða hluta hans með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands.
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
Frumflutt messa eftir
Tryggva M. Baldvinsson
SÖNGHÓPURINN Hljómeyki
frumflytur messu eftir Tryggva M.
Baldvinsson á Sumartónleikum í
Skálholtskirkju nk. laugardag.
Hljómeyki flytur einnig trúarleg
söngverk eftir Jón Leifs, m.a.
Erfiljóð op. 35, sem þar verður
frumflutt.
Dagskrá þessarar annarrar helg-
ar Sumartónleikanna hefst kl. 14 á
laugardag í Skálholtsskóla með er-
indi Árna Heimis Ingólfssonar,
doktorsnema í tónvísindum, um
kórverk Jóns Leifs.
Kl. 15 flytur Sönghópurinn
Hljómeyki trúarleg söngverk eftir
Jón Leifs. Einsöngvari á tónleikun-
um er Þórann Guðmundsdóttir
mezzosópran, Hildigunnur Hall-
dórsdóttir leikur einleik á fiðlu og
Hilmar Öm Agnarsson leikur á org-
el. Einnig koma fram með söng-
hópnum félagar úr Kammerkór
Biskupstungna. Stjómandi er Bern-
harður Wilkinson.
Kl. 17 á laugardag framflytur
Hljómeyki verkið Missa comitis
generosi eftir Tryggva M. Baldvins-
son, en hann er annað tveggja stað-
artónskálda á Sumartónleikum að
þessu sinni. Einleikari á básúnu er
Einar Jónsson og einleikari á slag-
verk er Pétur Grétarsson.
A sunnudag kl. 15 verður messa
Tryggva M. Baldvinssonar endur-
flutt. Tónlistarstund í Skálholts-
kirkju hefst kl. 16:40 með söngvum
eftir Jón Leifs í flutningi Hljómeyk-
is. Messa með þátttöku söngvar-
anna hefst kl. 17 og Finnur Bjarna-
son tenór flytur stólvers úr íslensku
handriti í útsetningu Hróðmars
Inga Sigurbjömssonar.
Tónleikar standa yfir í um
klukkustund og er boðið upp á
bamagæslu í Skájholtsskóla meðan
á þeim stendur. Á milli tónleika er
hægt að kaupa veitingar í Skálholts-
skóla.
Aðgangur að öllum tónleikum og
fyrirlestram Sumartónleika í Skál-
holtskirkju er ókeypis. Dagskrá
tónleikanna er að finna á slóðinni
www.kirkjan.is/sumartonleikar.
Kennedymorðið
enn á dagskrá
ERLE]\DAR
BÆKIJR
Spennusaga
ARFURINN „THE LEGACY
eftir Stephen Frey. Onyx Fiction
1999. 373 sfður.
MORÐIÐ á John F. Kennedy
bandaríkjaforseta í Dallas þann 22.
nóvember árið 1963 hefur orðið
kveikjan að fleiri samsæriskenn-
ingum en hægt er að koma tölu á.
Fáir atburðir í sögu tuttugustu ald-
arinnar hafa fengið aðra eins um-
fjöllun og morðið á Kennedy eins
og vonlegt er, en líklega fær fólk
aldrei að vita hvað það var sem
raunverulega gerðist í Dallas þenn-
an örlagaríka dag. Menn hafa
reynt að geta í eyðurnar æ síðan og
af því sprottið heill haugur af sam-
særiskenningum sem ýtt hefur ver-
ið undir með ýmsum hætti en lík-
lega hefur enginn átt meiri þátt í
því í seinni tíð en kvikmyndaleik-
stjórinn Oliver Stone með mynd
sinni „JFK“.
Ný kvikmynd
af morðinu
I nýjustu bók bandaríska
spennusagnahöfundarins Stephen
Freys, Arfinum eða „The Legacy“,
sem kom fyrir skemmstu út í vasa-
broti hjá Onyx-útgáfunni, finnst
áður óþekkt kvikmynd af morðinu
sem tekin var gegnt hinum fræga
grashól við Dealeytorg og því frá
allt öðru sjónarhorni en Zapruder
- kvikmyndin, sem áhugamaður
tók af morðinu. Veldur nýja filman
talsverðum taugatitringi úti um allt
leyniþjónustukerfi Bandaríkjanna
eins og nærri má geta því hún
sannar, eins og segir á bókakápu,
að skotmennirnir voru tveir. Legg-
ur eigandi hennar á æsilegan flótta
um landið þvert og endilangt með
fjölda manns á hælum sér.
Stephen þessi Frey hefur sent
frá sér nokkrar spennubækur og
notfært sér þekkingu sína sem
fyrrum bankamaður við samningu
þeirra. Fyrsta sagan hans hét t.d.
Yfirtakan eða „The Takeover" og
vakti nokkra athygli á höfundinum
en síðan hefur hann sent frá sér
bækurnar „The Vulture Fund“ og
„The Inner Sanctum". Aðalsögu-
hetjan í Arfinum er einmitt verð-
bréfamiðlari á Wall Street svo pen-
ingamálin eru aldrei langt undan.
Sagan gerist í nútímanum og
hefst á því að verðbréfamiðlarinn
Cole Egan fær senda myndbands-
spólu á skrifstofuna til sín á Wall
Street frá föður sínum, sem er
mjög dularfullur náungi tengdur
enn dularfyllri deild innan njósna-
kerfisins. Cole kemst strax að því
að myndin sannar að Lee Harvey
Oswald var ekki einn að verki í I
Dallas og að hann sem handhafi 1
filmunnar er í bráðri lífshættu. f
Hann er ekki verðbréfamiðlari út
af engu og fyrsta hugsun hans er
að græða miklar fjárfúlgur á
filmunni með því að selja hana ein-
hverri af stóru sjónvarpsstöðvun-
um en af því verður þó ekki í bráð.
Óspennandi
Hugmyndin sem Frey byrjar
með er ekki slæm en honum tekst i
ekki að vinna úr henni sögu sem |
vekur spennu eða frekari áhuga á I
málinu og bætir í raun engu við
margtuggðar samsæriskenningar
varðandi Kennedymorðið. Óvinirn-
ir eru samsafn af einstaklega
klisjukenndum leyniþjónustu-
mönnum og baktjaldamakkið þar
sem m.a. forseti Bandaríkjanna
kemur við sögu, vekur ekki hinn
minnsta áhuga þeim sem eitthvert
minnsta vit hafa á málinu eða séð j
hafa „JFK“. Aðalsöguhetjan, verð- [•
bréfamiðlarinn Cole, er að sama I
skapi heldur óspennandi karakter
og tilraunir til þess að vekja með
honum samkennd vegna þess að
hann hitti aldrei foreldra sína í
æsku eru heldur stirðbusalegar.
Spaugilegar eru kvenlýsingarnar.
Kvenfólkið hjá Frey er ýmist
tískusýningardömur eða glæsilegir
erfingjar að milljörðum.
Þeir sem blanda Kennedymorð- j:
inu í skáldskap sinn, og þeir eru |
ófáir sem hafa gert það bæði í bíó- p
myndum og afþreyingarbókmennt-
um, eru með góðan efnivið í hönd-
unum. Um það verður ekki deilt.
Stephen Frey auðnast ekki að nýta
sér hann að neinu marki í þessum
slappa reyfara sínum.
Arnaldur Indriðason
Ljósmynda-
sýning^í List-
húsi Ófeigs
MAGDALENA M. Hermanns opnar
ljósmyndasýningu í Listhúsi Ófeigs á
Skólavörðustíg 5 laugardaginn 10.
júlí kl. 16.
Sýningin ber yfirskriftina Magda-
lena v/s Ofeigur.
Myndirnar fjalla um Ófeig, verk
hans og hjá hverjum þau hafa fundið
sér stað.
Magdalena er fædd árið 1958 á
Blönduósi. Hún stundaði nám í ljós-
myndun við De Vrije Academie í
Den Haag í Hollandi frá 1990 til
1995 og stúdíóljósmyndun við
Academie Voor Fotografie í Haar-
lem frá 1992 til 1995. Magdalena hef-
ur tekið þátt í ýmsum samsýningum
i Hollandi, m.a. Fotofestival í Naar-
den, Den Haag, Ijmuiden og Haar-
lem. Árið 1996 sýndi hún ásamt
manni sínum, Ivari Török, í Galleríi
Horninu og í Amsterdam. Hún hélt
sína fyrstu einkasýningu í Galleríi
Horninu árið 1997.
--------------
Síðasta
sýningarhelgi
SÝNINGU Rannveigar Jónsdóttur
sem hún nefnir Sjö fyrirbæri lýkur
sunnudaginn 11. júlí.
Opið daglega kl. 14-18.
Tríó Ómars
Einarssonar á
Jómfrunni
SUMARJAZZ tónleikaröð veit-
ingahússins Jómfrúarinnar við
Lækjargötu heldur áfram laugar-
daginn 10. júlí kl. 16-18.
A sjöttu tónleikum sumarsins
kemur fram tríó gítarleikarans
Ómars Einarssonar. Með Ómari
leika að þessu sinni Sigurður
Flosason á saxófón og Jón Rafns-
son á kontrabassa. Tónleikarnir
fara fram utandyra, á Jómfrúar-
torginu, ef veður leyfir, en annars
inni á Jómfrúnni.
-----♦-♦-♦---
Laugardags-
„ tónleikar
Arbæjarsafns
Á LAUGARDAGSTÓNLEIKUM
Árbæjarsafnsins, laugardaginn 10.
júlí, leikur hópur úr Tónlistarskóla
íslenska Suzukisambandsins íyrir
gesti Árbæjarsafns og hefjast tón-
leikarnir klukkan tvö.
I safnbúðinni kynnir Ina Salóme
vörar sínar en hún býr til nálapúða
með landslagsmyndum.
Á fínlegn nótunum
TONLIST
HúAIiiís Heykjavfkur
KÓRTÓNLEIKAR
Kór Karlsháskóla flutti tékkneska
tónlist undir stjórn Adolfs Melichar
þriðjudaginn 7. júlf.
í TILEFNI af þvi að Prag, ásamt
Reykjavík og nokkram öðram
borgum, er tilnefnd sem menning-
arborg Evrópu árið 2000 sækir
kór Karlsháskóla okkur íslend-
inga heim og heldur fema tónleika
hér á landi. Á efnisskrá kórsins í
Ráðhúsi Reykjavíkur sl. þriðju-
dagskvöld vora eingöngu flutt
tékknesk kórverk. Eftir að kórinn
hafði verið boðinn velkominn og
sungið eitt lag hélt Hallfreður Öm
Eiríksson smátölu og las upp úr
ferðasögu tékknesks ferðamanns,
Daniels Vetter að nafni, er var hér
á ferð fyrir tæpum 400 áram, lík-
lega um 1613, þar sem íslending-
um var lýst á skemmtilegan máta.
Síðan tók við kórsöngur og
hófust tónleikamir á tveimur lög-
um eftir Dvorák, náttúrastemmn-
ingum, það fyrra um birkitré og
það seinna nefnist Á rúgakrinum,
falleg lög, er voru ágætlega sung-
in. Eftir Bohuslav Matinu voru
sungnir tveir madrigalar, Við
þurfum hvort annað og Hesturinn
minn, ágæt lög, sem þó era ekki
eins fjörug og margt annað sem
þetta ágæta tónskáld samdi. Önn-
ur tvö lög vora sungin eftir
Dvorák, Með söng í hjarta og það
er tími til að hoppa og syngja, fal-
leg lög en annars ólík því sem fólk
utan Tékklands þekkir í tónlist
Dvoráks. Villiöndin, eftir Leos
Janacek, er sérkennilegt lag og
eitt lag enn, eftir Martinu, söng
kórinn, lag sem fjallar um að ekk-
ert sé óforgengilegt í henni veröld.
Eina nútímalagið á efnisskránni
var Rósin, eftir Lubos Fiser
(1935-1999), fallegt og nokkuð
vandasamt lag er var sungið af
þokka.
Það sem eftir lifði tónleikanna
voru flutt ein átta þjóðlög, í falleg-
um og góðum raddsetningum eftir
Petr Eben, Miroslav Raichl,
Jaroslav Krcek, Jiri Linha og
Miroslav Hronek, sem ekki voru
kynntir að öðra leyti í efnisskrá,
sem er safn alls sem kórinn býður
upp á. Slíkar efnisskrár era svolít-
ið önugar fyrir áheyrendur, og
varla er það ofverkið, að tiltaka
hvað verði sungið á hverjum stað
og þá um leið hafa með svolitlar
upplýsingar um efnisinnihald
verkanna. Tékknesk þjóðlög eru
skemmtileg og voru vel sungin,
t.d. aukalagið, Það rignir, í gerð
Hroneks og hressileg drykkjuvísa
útsett af Eben. Þá má nefna lagið
Góða nótt (Linha), sem er sérlega
fallegt, og lokaviðfangsefnið, sem,
eftir því sem undirritaður heyrði
kynninn segja, er útsett af Raichl
og heitir „Einn dag í Chodsko“,
viðamikil tónsmíð, er var eitt best
flutta verk tónleikanna. Önnur lög
voru ágætlega flutt og um margt
skemmtileg áheyrnar, þótt ekkert
skæri sig úr hvað snertir tilþrif í
styrk og hryn.
Söngur kórs Karlsháskóla er
sérlega fágaður, vel samæfður en
einum of haminn og söngmátinn
ólíkur því sem slavneskir kórar
eru frægir fyrir, sem er „heitur"
og sterkur söngur, með miklum
hrynrænum tilþrifum og óhaminni
sönggleði. Þarna var allt á fínlegu
nótunum, fallega mótað, en söng-
urinn í heild átakalaus og raddlítill
en samt fallega mótaður og öll lög-
in flutt á sama máta, svo ekki
hattaði fyrir í blæ og mótun
söngverkanna, að heitið geti.
Jón Ásgeirsson