Morgunblaðið - 08.07.1999, Page 46

Morgunblaðið - 08.07.1999, Page 46
ÍJI6 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN , ÞORGEIRSDÓTTIR + Guðrún Þor- geirsdóttir fæddist í Reykjavík 17. júlí 1915. Hún lést á Borgarspítal- anum 25. júní síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 6. júlí. Með nokkrum orð- um langar okkur bræðurna til að minn- ast hennar ömmu Gu. Það er okkur huggun að vita að hún er í góð- um höndum þar sem hún er. Hún sem var ávallt sannfærð um lífið fyrir handan og óttaðist ekki að kveðja þennan heim. Hún vissi að afi, mamma, langafi og langamma, systur hennar, bróðir og aðrir samferðamenn í lífinu, sem þegar hafa kvatt þennan heim, myndu taka vel á móti henni þegar kallið kæmi. Fyrir okkur er andlát henn- ar engu að síður afar sár missir. Hún skilur eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. Eftir standa góðar /jninningar um einstaka atburði og þau kraftaverk sem hún gerði fyrir okkur og fjölskyldu okkar. Fyrir ungan dreng er það sárt að missa móður sína og fyrir ung- barn er það sárt að uppgötva það skarð sem móðurmissirinn er. Amma Gu gerði unga drengnum hins vegar missinn og söknuðinn eins auðveldan og hollan og hægt var. Þegar ungbarnið varð að ung- um dreng kenndi amma Gu honum hvert móðurhlutverkið raunveru- «^ega var. Amma Gu var allt i senn móðir okkar og amma. Með því að hjálpa okkur að sigr- ast á móðurmissinum afrekaði hún eitt af kraftaverkum sínum á lífsleiðinni. Hún var gædd mik- illi hugarró og kenndi okkur allt um lífið fyr- ir handan. Einn dag- inn sagði hún okkur frá skilaboðum sem hún hafði fengið um að mamma og afi fylgdust með okkur og pössuðu uppá okkur. Að heyra slíkt frá henni ömmu færði okkur ákveðna hugarró. Amma var einhver sú jákvæð- asta kona sem við höfum kynnst. Það er alveg sama hvað það var, ef það snerti hennar fólk þá var það yndislegt og gott. Hún var ávallt til taks þegar á þurfti að halda og gerði allt fyrir alla en fór aldrei fram á neitt í staðinn. Hún vildi öllum allt hið besta. Hún var skap- góð með eindæmum og átti það ekki til að kvarta. Hún vildi alls ekki að fólk hefði áhyggjur af því hvernig henni liði. Bara að ekkert amaði að hennar nánustu þá leið henni vel. Skipti ekki máli hvort um væri að ræða fjölskyldu, vini eða starfsfólk á spítalanum, allir tóku eftir þessum eiginleika henn- ar. Það var oft sagt um ömmu Gu að hún væri sérstaklega barngóð. En amma var ekki bara barngóð hún var einfaldlega manngóð. Hún hafði mjög gaman af fólki og allir höfðu gaman af henni. Ótal minn- ingar hlaðast upp i huga okkar frá þeim stundum sem við áttum með ÁGÚSTA SIF HÓLMS TEINSDÓTTIR + Ágústa Sif Hólmsteinsdótt- ir fæddist á fæðing- ardeild Landspítal- ans 11. mars 1999. Hún lést 3. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Hólm- steinn Eiríksson, f. A 15.3. 1971, og Elín Oddrún Jónsdóttir, f. 9.12. 1979. Bróðir Ágústu er Eiríkur Jón Hólmsteinsson, f. 23.5. 1997. Ágústa Sif verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ágústa Sif færði okkur svo mikla hamingju, gleði og ást. Hvað getur maður skrifað um lítinn, bráðum fjögurra mánaða yndislegan engil sem gaf okkur svo mikið? Við minnumst þess þegar hún kom .heim af fæðingardeildinni og bróðir ^hennar vildi lúra í vöggunni hjá henni og sagðist eiga hana, og hann var svo glaður þegar við leyfðum Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands SuðurhUð 35 ♦ Sími 581 3300 r' Alian sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ henni að fara í bað með honum. Þegar hann lagðist í rúmið sitt áttum við að setja hana ofan í til hans og hann langaði alltaf til að halda á henni. Eitt skipti þegar afi Jón kom í heimsókn og hann var að fara, stóð- um við í dyrunum að kveðja. Fór Eiríkur Jón inní stofu þar sem Ágústa sat í stólnum sínum, tók hana upp og kom röltandi með . Við stirðnuðum upp og hlupum tO að grípa hana. Hann skildi ekkert í því af hverju hann mátti ekki rölta með hana um gólf- in. Þegar við skiptum á henni á morgnana, þvoðum henni og gáfum að drekka brosti hún allan hringinn og hjalaði og hjalaði. Hún var svo geðgóð og kitlin. Amma Jóhanna var stundum að kyssa hálsinn á henni og hún skrikti svo og bablaði og brosti svo. Og þegar við tókum í hendurnar á henni og reistum hana upp, var hún að rifna úr monti. Hún var alger mömmu- og pabbastelpa. Það máttu fáir aðrir halda á henni. Fólk mátti tala við hana en ekki taka. Við vorum svo montin og lukkuleg úti að labba með yndislegu börnin okkar að sýna öllum þessar yndislegu guðs- gjafir. Þegar við vorum í sumarbústað fengum við okkur göngutúr og hún vaknaði á leiðinni heim. Við reist- um hana við og settum við bakið svo hún gæti séð þennan stóra heim með fallegu bláu augunum sínum og hún sat með uppglennt augun, steinhissa, og gat varla deglað þeim. Ágústa Sif var svo til nýfarin að velta sér af maganum og yfir á bak- ið og þegar hún var á gólfinu með hana fram MINNINGAR henni og hægt væri að skrifa enda- laust um samverustundir í Birkilaut, á Sunnuflötinni, á Bjark- argötunni og víðar. Við erum afar þakklátir fyiár að hafa átt hana ömmu og erum henni ævinlega þakklátir fyrir þau áhrif sem hún hefur haft á líf okkar og lífsviðhorf. Stærsti minnisvarðinn um ömmu eru góðverkin sem hafa eilíft gildi. Elsku amma, við kveðj- um þig með söknuði. Andri Vilhjálmur og Arnar Þór Sigurðssynir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lifsins degi, hin ljúfu og góúu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku amma mín. Guð blessi þig og þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur gert fýrir mig og okkur öll. Hildur Georgsdóttir. Mín kæra amma, Guðrún Þor- geirsdóttir, er fallin frá og þó ald- urinn hafi færst yfir og mikil veik- indi hafi hrjáð hana síðustu ár er söknuðurinn mikill og svo margs að minnast og vera þakklátur fyrir. Elsku amma, þegar afi Villi og Hildur dóttir þín féllu frá langt fyr- ir aldur fram með aðeins tveggja ára millibili fluttir þú á neðri hæð- ina á Sunnuflötinni, þar sem við bræðurnir gátum alltaf leitað til þín og var ómetanlegt að hafa þig svo nærri í okkar daglega lífi. Jafn- framt tókstu stóran þátt í uppeldi frændsystkina minna sem höfðu misst móður og seinna komu frændur, frænkur og langömmu- börnin í næturgistingar hjá þér meðan heilsan leyfði. Öll höfðum við þau forréttindi að fá að um- gangast þig, kynnast þeirri hlýju, ástúð og umhyggju sem þér veittist svo létt að gefa. Ég er þess fullviss að nú ertu hjá afa Villa, Hildi, Siggu, Mundu, Dottý, Einari, ömmu Jóu, Þorgeiri og öllum þeim sem þú misstir, og þér líður vel. Amma, þú skilur eftir þig tóma- rúm sem aldrei verður fyllt því þú varst svo stór hluti af lífi mínu. Ég mun aldrei gleyma þér. Benedikt Jónsson. Þá er Gunna frænka dáin. Ég á ekkert nema góðar minn- ingar um hana. Það var gaman á Öldugötunni þegar systurnar þrjár bjuggu í húsinu og frændsystkinin. Þá var nú fjör. Gunna var trúuð og var gaman að tala við hana um lífið fyrir hand- an, mér fannst líka gaman að tala við hana um drauma. Hún var mjög fróð um alla hluti. Það var gaman þegar við vorum lítil og fengum að vera í Birkilaut, þar var líka Sigga, systir Gunnu, þær voru mikið saman. Gunna var einstaklega jákvæð, hún sá alltaf björtu hliðamar á öllu og þó var hún búin að reyna margt. Hún var trygg og traustur vinur vina sinna. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, ég veit að þér líður vel núna með öllu fólkinu þínu. Farðu í friði. Þín frænka, Þórdís. Kveðjustundin er komin. Elsku „Gu“ mín er búin að fá hvíldina eftir langt veikindatímabil. Auðvitað á maður að þakka guði fyrir að hafa tekið á móti þessari heiðarlegu og yndislegu sál, en samt öriar fyrir smáeigingimi í þá vem að hún var ómissandi héma megin móðunnar miklu, betri manneskju er vart að finna. Það var undarleg tilviljun að tvær góðar vinkonur mínar skyldu hefja sitt dauðastríð á sömu sólarhringun- um (hin var Helga Claessen), en það merldlega við það var, að báðar voru orðnar rígfullorðnar, báðar höfðu þær misst eiginmenn sína fyr- ir allmörgum árum, báðar urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa aðra dóttur sína vegna ólæknandi sjúk- dóms og það sem er athyglisvert, hvorug þeirra lét biturleikann ná yf- irhöndinni. Þær unnu svo fallega úr sorgum sínum og báðar sjálfsagt lif- að svona lengi til þess að boða fagn- aðarboðskapinn og kærleikann til lífsins og samferðamanna sinna. Tengdó, orð eins og ég sagði oft, var tilkomið vegna þess að hún var tvíburasystir tengdamóður minnar heitinnar sem lést fyrir sex árum, en líf þeirra systra var svo samofið að einstakt var. Þær giftust bræðrum sem höfðu sama vinnustað, sameiginlega áttu þau sumarbústað sem þau dvöldu í öllum sumarstundum, öll bjuggu þau í sama húsi um árabil, ásamt tveimur öðrum systkinum, en for- eldrar þeirra reistu það af ótrú- legri eljusemi. í því húsi hófu mörg barna þeirra og barnabarna sinn búskap. Mig langar að lokum að þakka fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með henni „Gu“ minni, þakka fyrir hversu vel henni tókst að milda allt og koma svo vel til skila, hún var alveg einstök. Vonast ég til að mannkostir hennar og æðruleysi verði okkur sem eftir lifum til ævarandi eftir- breytni. Jódísi, dóttur hennar, og öllum afkomendum vottum við Baldur Eyþór innilega samúð okkar. Guð leiði hana og blessi í nýjum heimkynnum. Gyða Jónína Ólafsdóttir. dót að skoða snerist hún í milljón hringi. Eiríkur Jón var svo dugleg- ur að syngja fyrir hana, sýna henni dót og rugga vagninum þegar hún grét. Hún var alltaf svo brosmild og áhugasöm þegar hann talaði við hana, sat með hana og bara þegar hann var hjá henni. Þau voru snill- ingar í að vekja hvort annað. Stundum var maður orðinn svolítið þreyttur en það stóð ekki meira en sekúndu. Við foreldrar hennar gát- um setið með hana og tárast yfir því hvað hún var falleg, yndisleg og dugleg lítil prinsessa. Hún fékk viðumefnið frúin áður en hún fæddist og hún var alger frú. Ef hún vildi t.d. ekki mjólk þá þýddi ekki að bjóða henni mjólk. Þá kannski hentaði henni vatn og hún hætti ekki fyrr en hún fékk vatn. Svona gætum við endalaust hald- ið áfram að rifja upp yndislegar minningar um fallega engilinn okk- ar sem góður guð geymir vonandi og passar vel þangað til okkar tími kemur. Ágústa Sif, við þökkum þér fyrir stuttan en yndislegan tíma og minningamar. Pabbi, mamma og stóri bróðir. Elsku litla Ágústa mín, mig lang- ar að kveðja þig með fáeinum orð- um. Ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem ég fékk að njóta með þér og horfa á þig vaxa og gleðina sem þú veittir okkur. Og hvað það var yndislegt að labba með þig um Eden, sjá þig brosa um leið og ég gekk með þig innan um blómin. Bros þitt mun ég geyma í hjarta mér. Guð geymi þig, elsku litla Ágústa mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Elsku Elín mín, Holli og Eiríkur. Ég bið algóðan Guð að styrkja ykk- ur í sorg ykkar. Megi hann vaka yf- ir ykkur. Þín amma Jóhanna. T Kristján Sig- 1 urðsson fæddist á Siglufirði 4. nóv- ember 1902. Hann lést 16. j'úní síðast- liðinn. Utför hans fór fram 26. júní. 16. júní hringdi Gó- gó og sagði mér að Stjáni væri farinn. Þótt þú hafir verið orðinn gamall og las- inn, löngu farinn að tala um að þig langaði að fara og gerðir jafn- an grín að því þegar þú værir dauður, þá þyrfti nú ekki að syrgja þetta gamla skar, þá geri ég það nú samt og allir þeir sem þekktu þig og þitt hjarta. í þér átti ég minn besta vin allt frá því að leiðir okkar lágu saman fyrir 36 árum, ég 3 ára og þú 61 árs. Margar góðar stundir átti ég hjá ykkur Ólu, bæði á Eyri og úti á verkstæði hjá þér. Hjá ykkur lærði ég margt sem hefur haft varanleg áhrif á mig og bý ég vel að því. Ekki átti að gera hlutina með hangandi hendi heldur strax og skila þeim hundrað prósent því ekki dugði minna. Útlit og staða fólks skipti ekki máli heldur ein- staklingurinn og verk hans og var dæmt út frá því. Að standa við bak- ið á þeim sem minna máttu sín og passa að réttlætið gengi fyrir. Þetta lærði ég af þér. Þú varst alla tíð kletturinn minn því það þurfti bara eitt símtal eða bréf þá fannst mér ég vera örugg, svo sterk áhrif hafðir þú á mig alla tíð. Þú varst og ert sá besti afi sem ég hef átt þótt við værum ekkert skyld, við bjuggum jú við sömu götu, en einhver leiddi mig til þín og þakka ég það. Með þér hverfur hafsjór af visku og þekkingu um liðna tíð og mann- legt eðli, en erfitt var oft að fá að kíkja í kistu fortíðar þinnar þótt stundum fengi ég að lyfta lokinu örlítið. Aðrir vita meira og betur um þína fortíð. Ég á margar góðar myndir og minningar um þig sem ég get huggað mig við. Fannst mér líka yndis- legt að sjá söguna okkar byrja að endur- taka sig þegar ég fór að koma heim á Sigló með dætur mínar þrjár á svipuðum aldri og ég var sjálf þegar við hittumst fyrst, þannig að það var augljóst að sag- an endurtekur sig í sífellu. Oft sjá bömin hlutina í skýrara ljósi en við sem erum fullorðin, því elsta dóttir mín, sex ára, sagði við mig eftir að ég sagði henni að gamli afi væri dá- inn: „Ekki vera leið mamma mín því nú er hann hjá konunni sinni.“ Nú ert þú farinn, það er stað- reynd sem enginn fær breytt. Þú með þín nærri 97 ár færð loksins hvíldina eftir langa og erilsama ævi. Mitt lán var að hafa kynnst þér og Ólu og að eiga þig að sem vin og afa. Ég á eftir að sakna þín en er þó glöð yfir að þið Óla eruð saman á ný. Fjölskyldu og vinum votta ég dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk. Kristjana Páisdóttir. Handrit afmœlis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. KRISTJÁN SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.