Morgunblaðið - 08.07.1999, Page 54
Ý 54 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
1 AFI MINN VAR VITUR \ MADUR, SRETTIR ) f EINU þlNJNI SETTIHANN MIgX f » v A HNE SER OG SAGÐI: ‘J0N„71 “ÞU GETUR EKKIYlÍTUR ÚT FYRIR MJOLKAÖ ADAFIÞINN DAUDAKU1' J HAFIVITAD HVADHANN
A. W)
ætA PAVÍS 7. S
Hundalíf
Ferdinand
Ég er ekki svo viss um Ég var að uppgötva Þeir eru með
þennan framhaldsskóla dálítið.. kennslustundir!
eftir allt saman..
<
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Reykjavík -
borg ljóssins
Frá Lilju Petru Ásgeirsdóttur og Er-
lendi Magnúsi Magnússyni:
HVER vill ekki búa í borg þar sem
kærleikur ríkir og ljósið er yfír-
sterkara myrkrinu? Auðvitað viljum
við skapa okkur sjálfum og bömum
okkar sem best lífsskilyrði, ekki bara
hin veraldlegu, heldur einnig hin and-
legu. A undanfómum áram hefur
mikið starf verið unnið tO að gera
heim okkar kærleiksríkari og frið-
sælli. Það er kannski ekki augljóst
þegar stríð á borð við Kosovo-deiluna
hafa verið í brennidepli en engu að
síðjir staðreynd.
í gegnum aldimar hafa hugsanir
manna streymt út í himingeiminn allt
í kringum okkur og haft ósýnileg
áhrif á hugarfar okkar og vellíðan.
Við höldum oft að hugsanir okkar og
gjörðir hafi engin áhrif á þá sem ekki
heyra til okkar eða sjá okkur, en svo
einfalt er það ekki. Allar okkar hugs-
anir, góðar eða slæmar, berast með
eldingarhraða um allan alheim. Hver
hugsun er eins og dropi í haf og góðu
hugsanimar og hinar slæmu safnast
saman og hafa áhrif á allt sem er.
Hugsanir og tilfinningar eru orka
og sú orka safnast einnig saman á
upphafsstað sínum. Við verðum oft
vör við það að okkur líður ekki vel þar
sem rifrildi hefur átt sér stað. Þetta
er vegna þeirrar orku sem var leyst
úr læðingi með reiðiorðum og slæm-
um hugsunum. Græðgi, ótti og fleira
hefur einnig sömu áhrif. Þessi dökka
orka hindrar ljósið og kærleikann svo
það verður erfiðara að upplifa þessar
yndislegu tilfinningar.
Um Jörðina okkar er þéttriðið
orkunet sem nærir plánetuna og allt
það líf sem á henni er. A mörgum
stöðum þar sem orkulínur mætast
era orkustöðvar eða orkupunktar þar
sem er tenging við hærri svið Ijóssins
og við skaparann. Nærandi ljós og
kærleikur flæðir þar inn á orkunetið.
Stórborgir eru venjulega byggðar
á meginorkustöðvum. Upphafsmenn
búsetu á þessum stöðum höfðu ein-
hverja innri vitneskju um það hvar
best væri að setjast að. Slíkir staðir
hafa mikið aðdráttarafl þar sem já-
kvæð áhrif orkunnar era margvísleg.
íbúum svæðisins fjölgar og þar vex
upp miðstöð verslunar og viðskipta.
Höfuðborgir eru einnig sæti stjómar
landsins og stjómin notfærir sér orku
orkustöðvarinnar til að auka völd sín.
Með tfrnanum verður oft sú breyting
á að fólk sem í upphafi myndaði
stjóm til að h'ta eftir hagsmunum
borgaranna verður spillt og byrjar að
undiroka þegnana. Þetta orsakast af
því að inn í stjórnina hafa komið
stjórnendur sem hafa tengingu við
hina dökku bræður eða heimsstjóm-
ina (world management team) sem
stundum er einnig kölluð skugga-
ráðuneytið. Þeirra stefna er að hafa
stjóm á heiminum og fólkinu sem þar
býr. Af þessum sökum verður orku-
stöðin stífluð af dökkri og ómstríðri
orku sem hefur áhrif á alla. Jafnvel
þó ekki sé um höfuðborg og aðsetur
stjómvalda að ræða fyllist orkustöðin
af orku ringulreiðar og kærleiks-
skorts. Þetta gerist vegna þróunar-
eða þroskaferils þeirra sem þar búa.
Auðvitað veit fólkið þetta ekki og tel-
ur sig vera fómarlömb og fómarlömb
upplifa tilfinningar örvæntingar og
valdaleysis sem einnig fyllir orkustöð-
ina og stíflar hana.
Reykjavík er ein þeirra borga sem
staðsett er á meginorkupunkti. Virkj-
un borgarinnar sem borgar ljóssins
og hreinsun orkustöðvarinnar sem
hún er byggð á mun gagnast íbúum
hennar og nágrannasveitarfélögum á
margan hátt. Virkjunin mun einnig
verða mikil blessun fyrir móður jörð.
Mandalan (Davíðsstjaman) sem
virkjuð verður mun opna fyrir flæði
ljóss og kærleika sem mun valda
miklum breytingum á öllum sviðum
mannlífs á svæðinu, en þetta mun
einnig hafa áhrif á orkulínur jarðar í
heild. Afraksturinn verður kærleiks-
ríkara samfélag og aukið ljósflæði,
sem færir jafnvægi og frelsi frá ótta.
í þeim borgum þar sem slík virkjun
hefur verið framkvæmd, og þær era
nú allnokkrar víðs vegar í heiminum,
hefur komið fram lækkuð tíðni glæpa
og andfélagslegrar hegðunar.
Orkustöðin sem Reykjavík er
byggð á mun verða virkjuð og hreins-
uð seinni hluta júnímánaðar og mun
Reykjavík þá bætast í hóp þeirra
borga í heiminum sem hafa beina
tengingu við Uppsprettu ljóss og
kærleika. Þetta var gert í tengslum
við kristallanámskeið sem Haridas
Melchizedek og Kathleen Murrey
héldu í samvinnu við Shamballasetrið
dagana 26.-27. júní sl.
LILJA PETRA ÁSGEIRSDÓTTIR,
ERLENDUR MAGNÚS
MAGNÚSSON,
aðstandendur Shamballasetursins,
fræðslu- og heilunarmiðstöðvar,
Bjarkarholti 4, Mosfellsbæ.
Alnet
Frá Jóni Guðmundssyni:
GÆTUÐ þið skýrt út fyrir mér hvað
orðið alnet þýðir og til hvers á að
nota orðið. Eg hef frétt að þetta sé
þýðing á alþjóðlega sérheitinu Inter-
net, en alþjóðleg sérheiti og nöfn á
einmitt alls ekki að þýða á þjóðtungu
viðkomandi lands. Er einhver sér-
stök ástæða til að einangra ísland
enn frekar frá umheiminum? Af
hverju getum við ekki notað orðið
intemet eins og allar aðrar þjóðir í
veröldinni? Eða eiga allar hinar
þjóðirnar að nota orðið alnet líka?
Internetið er notað af flest öllum
þjóðum heims og því ættu allar þjóð-
ir að kalla það sama nafni. Þeir ís-
lendingar sem vilja kalla það eitt-
hvað annað ættu að láta af hrokan-
um. Vilja menn kannski þýða orðin
„dósent“ eða „doktorsgráða", Fróð-
legt væri að sjá þýðingar á orðunum
kílómetri eða celsius. (sbr gráður á
celsius), Auk þess fer því fjarri að að
alnet merki það sama og intemet.
JÓN GUÐMUNDSSON,
Skúlagötu 42, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.