Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Sophia Hansen hitti dætur sínar í gær í fjallaþorpinu Divrigi í Tyrklandi
Miklar tilfinn-
ingasveiflur
SOPHIA Hansen hitti dætur sínar
tvær þær Rúnu, sem er orðin 16 ára,
og Dagbjörtu, sem er 18 ára, í um
tvær og hálfa klukkustund í gær í
tyrkneska fjallaþorpinu Divrigi. Að
sögn Sophiu á hún von á að hitta þær
á ný í dag en hæstiréttur í Ankara
dæmdi henni árið 1997 umgengnis-
rétt við þær frá 1. júlí til 31. ágúst ár
hvert. „Þetta hafa verið miklar til-
finningasveiflur í dag en þrátt fyrir
það er ég alsæl,“ sagði hún.
Sophia sagðist ekki átta sig á hvað
hefði orðið til þess að Halim A1
ákvað að leyfa henni að hitta þær
Dagbjörtu og Rúnu. Hann hefði gert
sér erfitt fyrir með því að fara með
þær frá Istanbúl til Divrigi en
ákvörðun hefði verið tekin um að
hún færi til Divrigi þrátt fyrir erfitt
ferðalag og allan kostnað sem því
fylgdi. „Eg bjóst við að þetta yrði
erfitt en allt gekk ótrúlega vel,“
sagði Sophia. „Við vorum saman í
um tvær og hálfa klukkustund að ég
held, en satt best að segja tapaði ég
alveg tímaskyninu. Þær tóku mér
strax mjög vel en ég bjóst jafnvel
við að sett yrði upp leiksýning eins
og í fyrrasumar þegar þær afneit-
uðu mér í fyrstu og ég þurfti að
vinna þær til baka hægt og rólega."
Sophia sagði að þær hefðu talað
saman á tyrknesku og sagðist
Sophia ekki vita hvort þær hefðu
tapað niður málinu eða hvort þær
þyrðu ekki að viðurkenna íslensku-
kunnáttuna. „Við vorum einar í her-
berginu en fyrir utan sat lögfræð-
ingurinn minn, afi þeirra og pabbi.
Þeir röbbuðu saman og drukku kaffi
og létu okkur í friði þannig að við
áttum saman þessa stund. Þegar ég
lét í ljós áhyggjur yfir því sem okkur
fór á milli sögðu þær að ég skyldi
ekki hafa áhyggjur af Halim.“
Rúna verður 17 ára seinna á árinu
en Dagbjört er 18 ára. „Dagbjört er
orðin sjálfráða og hefði getað tekið
ákvörðun um að afneita mér í dag
sem ég jafnvel bjóst við að hún myndi
gera til að þóknast föður sínum en
hún gerði það ekki,“ sagði Sophia.
„Eg er reyndar undrandi yfir því.“
Þorpsbúar hafa tekið vel á móti
Sophiu og sagði hún að afi stúlkn-
anna hefði verið sérlega kurteis.
Á leiðinni í þorpið varð Sophia
vör við mikinn velvilja ókunnugs
fólks sem gaf sig að henni og óskaði
henni góðrar ferðar. Nefndi hún
sem dæmi að hún hefði átt von á
árás frá slæðuklæddri konu í síðri
kápu sem gaf sig að henni. „En hún
óskaði mér alls hins besta og sagð-
ist alltaf biðja fyrir mér,“ sagði
Sophia. „Hún sagðist hafa fylgst
með mér í sjónvarpinu og átti ég
ekki til orð því ég hélt að nú ætti að
ráðast að mér. Jafnvel íbúar þorps-
ins hérna kalla mig tengdadóttur
Divrigi."
Endurfjármögnun
Rauða hersins
Skýrist á
næstunni
FORRÁÐAME NN íyrirtækja
„Rauða hersins" svokallaða á Vest-
fjörðum hafa afturkallað beiðni um
greiðslustöðvun og virðast nú geta
komið í veg fyrir gjaldþrot fyrir-
tækjanna. Beiðni um gjaldþrota-
skipti hafði ekki borist Héraðsdómi
Vestfjarða í gær.
Fyrirtækin, sem eru fjögur, hafa
verið í greiðslustöðvun undanfarnar
vikur.
Forráðamenn fyrirtækjanna hafa
síðustu daga rætt við aðila sem kom-
ið geti að rekstrinum með hlutafé.
Ketill Helgason, framkvæmdastjóri
fyrirtækjanna, segir að leitað hafi
verið til fjölmargra aðila eftir nægi-
legu hlutafé til að bjarga fyrirtækj-
unum frá gjaldþroti. Um verulegar
fjárhæðir sé hins vegar að ræða og
ekki skýrist fyrr en á næstu dögum
hvort fjármögnunin takist.
Hann segir bagalegt hversu lengi
Byggðastofnun dró að svara láns-
beiðni fyrirtækjanna. „Byggðastofnun
eyddi miklu af kveikiþráðum í þetta
mál. Hefðum við fengið neitun frá
stofnuninni strax í mars hefðum við
getað notað næstu þrjá mánuði til að
vinna í þessum rnálurn," segir Ketill.
-------------------
Samgönguráð-
herra ræður
aðstoðarmann
STURLA
Böðvarsson sam-
gönguráðherra
hefur ráðið sér
aðstoðarmann og
er það Jakob Fal-
ur Garðarsson
stjórnmálafræð-
ingur.
Jakob Falur er
33 ára ísfirðingur
og stjórnmála-
fræðingur frá Háskólanum í Kent.
Síðustu árin hefur hann starfað sem
framkvæmdastjóri ICEPRO, nefnd-
ar um rafræn viðskipti. Sambýlis-
kona hans er Vigdís Jakobsdóttir
leikstjóri og eiga þau einn son.
JAKOB Falur
Garðarsson
Fóru létt með
Viðeyjarsund
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Hálendiseftirlit
fj allalögr eglunnar
Þrír ölvaðir
ökumenn
teknir
FJALLALÖGREGLAN tók þrjá
ökumenn fyrir ölvun við akstur á
hálendinu á fóstudagskvöld og af-
greiddi mál þeirra á staðnum. Tók
læknir, sem var í fbr með tveim
lögreglumönnum frá Vík í Mýrdal,
blóðsýni úr þeim í lögreglubifreið
og færði lögreglumaður bifreiðirn-
ar að skála þeirra.
Þetta var meðal verkefna í
fyrstu yfirreið fjallalögreglu um
sunnanvert hálendið í tengslum við
nýtt samstarfsverkefni ríkislög-
reglustjóra, Umferðarráðs og lög-
regluembættanna í Vík, á Selfossi
og Hvolsvelli.
Gerður var út lögreglujeppi með
tveimur lögreglumönnum og lækni
og lagðir að baki 1.400 kílómetrar
frá föstudegi til sunnudags. Kom
lögreglan við í öllum skálum á há-
lendinu sunnan jökla og hélt uppi
eftirliti með ölvunar- og utanvega-
akstri.
Enginn staðinn að
utanvegaakstri
Að sögn lögreglunnar var tals-
vert af fólki í Landmannalaugum
og í Veiðivötnum um helgina þrátt
fyrir heldur óhagstætt veður og
þar voru margir ökumenn stöðvað-
ir og ástand þeirra kannað, öku-
leyfi og ástand bifreiða.
Enginn ökumaður var hins veg-
ar staðinn að utanvegaakstri, að
sögn lögreglunnar, og í heild er
talið að eftirlitið hafi tekist vel.
Það væri þó ekki keppikefli lög-
reglunnar að standa sem flesta að
lögbrotum á hálendinu, heldur að
stuðla að forvörnum.
ÞEIR Kristinn Magnússon og
Fylkir Þ. Sævarsson gerðu sér
lítið fyrir á sunnudaginn og
syntu úr Sundahöfn yfir í Viðey
og aftur til baka. Að sögn Krist-
ins er það tæplega tveggja kíló-
metra leið og voru þeir félagar
57 mínútur á Ieiðinni. „Markmið-
ið var að klára sundið en ekki að
ná góðum tíma,“ bendir Kristinn
á. Hefðbundið Viðeyjarsund er
úr Viðey í gömlu höfnina en leið-
in sem þeir Kristinn og Fylkir
fóru var mun styttri. Þá leið sem
þeir fóru hefur samkvæmt heim-
ildum enginn áður synt fram og
til baka.
Sundmennimir áttu stutta við-
komu í Viðey þar sem þeir skráðu
nafn sitt í gestabók sem staðar-
haldarinn Þórir Stephensen kom
með niður í Qöm.
Kristinn og Fylkir em gamlir
sundkappar og kynntust reyndar
við æfingar hjá Sundfélagi Hafnar-
fjarðar tólf ára gamlir. I sumar
hafa þeir synt í Nauthólsvíkinni og
ræða gjaman saman meðan á sund-
inu stendur. Hugmyndin að Viðeyj-
arsundinu kom upp í einum shkum
samræðum. „Við höfúm alltaf kjaft-
að saman á sundi,“ segir Kristinn,
„líka þegar við vorum pollar."
Þeir segja sundið ekki hafa tek-
ið mikið á og nefna að þeir hafi
haft mikinn stuðning hvor af öðr-
um. „Margir trúðu því ekki að við
myndum synda fyrr en þeir sáu
umfjöllun þess efnis í Morgun-
blaðinu," segir Fylkir.
Sjórinn var tíu gráða heitur en
þeir félagar sögðust ekki hafa
fundið mikið fyrir kuldanum. Þeir
notuðu enga feiti til að veija sig
en það kom víst ekki að sök. Á
sundinu fylgdu þeim á gúmmíbáti
þrír meðlimir Björgunarsveitar-
innar Ingólfs og á öðmm báti
vom nokkrir vinir þeirra sem
langaði að fylgjast náið með.
Þeir Kristinn og Fylkir segjast
ekki vera búnir að ákveða hvort
þeir endurtaki sjósund af þessu
tagi í bráð, en báðir em á því að
þetta hafi verið mjög skemmtileg
reynsla.
Andlát
KRISTJAN
THORLACIUS
KRISTJÁN Thorlacius,
fyrrverandi formaður
Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, er látinn,
81 árs að aldri.
Kristján fæddist hinn
17. nóvember árið 1917
á Búlandsnesi í Suður-
Múlasýslu, sonur Ólafs
Thorlacius héraðslæknis
og Ragnheiðar Péturs-
dóttur Eggerz. Kristján
lauk gagnfræðaprófi í
Reykjavík árið 1935,
varð starfsmaður fjár-
málaráðuneytisins árið
1937, fulltrúi þar árið
1945 og deildarstjóri árið 1956. Hann
var jafnframt innanþingsskrifari á ár-
unum 1937-1941.
Kristján var varabæjarfulltrúi í
Reykjavík á árunum 1958-1962,
formaður stjórnskipaðrar nefndar
um launamál frá 1958-1960, átti
sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins frá árinu 1972, þar
af formaður árið 1981 og 1982.
Kristján var formaður BSRB frá
1973 til ársins 1988,
formaður kjararáðs
bandalagsins frá
1962-1973 og formaður
samninganefndar
BSRB. Hann var skip-
aður í endurskoðunar-
nefnd laga um réttar-
stöðu og kjarasamn-
inga opinberra starfs-
manna árið 1972 og í
nefnd til að endurskoða
lög og reglur um lífeyr-
issjóði starfsmanna rík-
isins.
Kristján sat í mið-
stjórn Framsóknar-
flokksins frá 1963-1970 og var hann
fyrsti varaþingmaður flokksins og
sat á Alþingi um tíma á hverju ári
frá 1964-1970. Hann sagði sig úr
flokknum árið 1974. Kristján sat í
stjórn NFS (Sambands verkalýðs-
félaga á Norðurlöndum) og átti
sæti í stjórn Verkamannabústaða í
Reykjavík.
Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er
Aðalheiður Thorlacius.
Sérblöð í dag
■trgiwMnMln
Heimili
FASTEIGNIR
►JÓN Rúnar Sveinsson fjallar um sérkenni fasteigna-
markaðarins hér á landi. Fjallað er um íbúðir í smíðum
við Boðagranda, Smiðjan er á sínum stað og sagt er frá
athyglisverðum fasteignum, sem nú eru til sölu.
Jóhann B. gaf KR glæsi-
mark í afmælisgjöf / B6
Páll Halldór og Jóhannes
„stálu“ sigrinum / B11
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is