Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 37 *- MorgunblaðiðA'aldimar Knstinsson ATLI Guðmundsson og Ormur fengu 7,60 fyrir skeið í úrslitum og yfir 9 fyrir bæði tölt og brokk, tölur sem sjaldan ef nokkurn tímann hafa sést fimmgangi. Ormur og Atli unnu létt í fímmgangi „Alltaf með hjartslátt í keppni um toppsætið“ „Maður fær alltaf hjartslátt í keppni um toppsætin og svo var einnig nú þótt mörgum hafí virst sigurinn fyrirhafnarlítill að þessu sinni,“ sagði nýbakaður íslands- meistari í fimmgangi, Atli Guð- mundsson, en hann keppti á yfir- burðahestinum Ormi frá Dallandi. „Eg steftidi vissulega á fyrsta sætið því hesturinn býður svo sannarlega upp á það. Aðalvand- inn var að fara skammlaust í gegn- um forkeppnina því það eru gerð- ar miklar kröfúr til þessa hests og það má ekkert klikka. Ég hef ekki gert mikið að því að leggja Orm á skeið og má nefna að fyrir síðustu keppni hafði ég tölu á skiptunum sem ég hafði tekið hann til kost- anna. Núna skilaði hann skeiðinu prýðilega; að vísu klikkaði fyrsti spretturinn í úrslitunum. Það var eins og hann áttaði sig ekki á því hvað hann ætti að gera og stytti sig á fyrstu metrunum en svo var þetta í lagi hina tvo sprettina. 011 hin atriðin voru í góðu lagi, að mínu mati,“ segir Atli. Aðspurður sagði Atli það aldrei hafa komið til tals að fara með Orm á heimsmeistaramótið en telja má víst að Sigurður Sæ- mundsson landsliðseinvaldur myndi þiggja liðsinni þeirra með þökkum stæði það til boða. „Ég á ekki Orm og ræð litlu um það hvort gefinn verður kostur á hon- um á mótið. Ef ég hinsvegar réði því færi ég hvergi með hann,“ seg- ir Atli og má ætla að hugurinn stefni á landsmótið í Reykjavík á næsta ári þar sem Ormur er vænt- anlega sigurkandídat númer eitt í A-flokki gæðinga. Atli var með sigrinum að vinna sinn þriðja íslandsmeistaratitil í fimmgangi og sömuleiðis í fimi- keppninni. Ásgeir Svan og Farsæll með gott veganesti á HM Fimm sigrar í röð í fjórgangi ÁSGEIR Svan og Farsæll frá Arn- arhóli fara með gott veganesti á heimsmeistaramótið í Þýskalandi. Nú unnu þeir það fágæta afrek að sigra í fjórgangi á íslandsmóti fimmta skiptið í röð, árangur sem seint verður leikinn eftir. Aðal spennan í fjórgangi snerist um það hvort þeim félögum tækist að sigra enn einu sinni. Asgeir mætti með Farsæl örlítið breyttan í for- keppnina; hann var reistari og meira svif og fjöðrun í töltinu. Aðal þessa hests hefur verið yfirburða brokk og stökk og fetið sömuleiðis mjög gott. Þótt hesturinn hafi verið mjög góð- ur, og aldrei spurning hvar sigurinn lenti, má setja spurningarmerki við þessa nýju stillingu hestsins. Sjálf- sagt sýnist sitt hverjum en þessi háa hálsstilling kemur niður á gæðum fetsins og jafnvel brokkinu líka. Gera má ráð fyrir að á næstu vikum verði farið yfir þessa hluti og væntanlega fær Asgeir Svan góðar ráðleggingar frá félögum sínum í landsliðinu. Ef ekkert óvænt kemur upp á má telja sigurlíkur þeirra félaga Asgeirs og Farsæls verulega miklar í fjór- gangi á heimsmeistaramótinu. Æsispennandi töltkeppni á íslandsmóti á Gaddstaðaflötum Egill og Blæja með óvænt- '• an sigur á síðustu stundu Töltúrslit íslandsmóts- ins sviku ekki, Spennan var mögnuð 1 keppni bestu töltara landsins og lífgaði upp á frekar dapran mótsbrag þar sem veður og vellir voru með versta móti. Valdimar Kristinsson fylgdist með gangi mótsins í þrjá blauta daga þar sem á þriðja hundrað knapar öttu saman fákum sínum. Töltúrslit íslandsmótanna eru óum- deilanlega hápunktur þeirra og síð- ast á dagskrá hvers móts eru úrslit hinna bestu. Spennan var kynngi- mögnuð þegar röðin kom að öðru sætinu í verðlaunaafhendingu. Ljóst var að Islandsmeistarinn Hans Kjer- úlf, með Laufa frá Kollaleiru sem kominn var í þriðja sætið, myndi ekki verja titilinn. Eftir voru Sigur- björn Bárðarson með hinn marg- reynda Odd frá Blönduósi, sem tvisvar hefur fært honum titilinn, og Egill Þórarinsson með Blæju frá Hólum. Sigurbjörn hefði verið vel að titlinum kominn en Egill bara enn betur og sú varð raunin. Ný nöfn skyldu á töltbikarinn eftirsótta en litlu munaði á þeim félögum. Egill hlaut 8,33 en Sigurbjörn 8,32 svo tæpara gat það vart orðið. Stutt leið á toppinn Egill og Blæja hafa verið að sækja sig í töltinu frá því þau komu fyrst fram á síðasta ári þótt ekki hafi þau komið oft fram í keppni, alls fjórum sinnum fyrir mótið nú. Það skemmti- lega við sigurinn nú er hversu óvæntur hann var því þótt vitað væri að þau væru sterk þá komust þau aldrei inn í umræðuna um hugsan- legan sigurvegara á mótinu nú. Erfitt hjá Hans og Laufa Eftir góða frammistöðu Laufa frá Kollaleiru og Hans F. Kjerúlfs á fjórðungsmótinu á Stekkhólma fyrir viku hafa sjálfsagt margir reiknað með sigri þeirra félaga en Laufi var nú nokkuð frá sínu besta. Utkoman Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sigurstundin URSLITIN ljés eftir magnþrungin augnablik. Bros og léttir færist yfir andlit Egils en Sigurbjörn drúpir höfði; enn einu sinni í öðru sæti í tölti á Islandsméti. ÖLLUM á évart kom nýr snillingur fram í töltkeppni meistaraflokks, Hringur frá Húsey sem Björgvin Daði Sverrisson keppti á. Hestur- inn var taminn í vetur og sýnir strax á fyrsta ári athygli verða takta og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. nú er kannski gott dæmi um það hversu erfitt getur reynst að halda hrossum í toppformi í langan tíma. Þá koma þeir félagar um langan veg rétt fyrir mótið og hefur ferðaþreyt- an ekki bætt um. þá má ætla að Hans hafi gert mistök í að skrá þá í fjórganginn þar sem það virtist nokkuð ljóst að þeir ættu aldrei möguleika á sigri. Svona eftir á að hyggja hefði líklega verið skynsam- legast að fara aðeins í töltið og freista þess að verja titilinn. Eftir hægatöltið voru Hans og Laufi með 8,70 en Sigurbjöm og Oddur með 8,67 og virtist staðan því ekki góð fyrir þá síðamefndu. Egill og Blæja vom hinsvegar með 8,10 svo allt virtist stefna í sigur Hans og Laufa. í hraðabreytingunum fær Sigurbjöm hinsvegar 8,57 meðan Hans er með aðeins 7,47 og nú virtist Sigurbjörn með pálmann í höndun- um því Egill var með 8,43. Virtist nú allt stefna í að Sigurbjörn ynni sinn þriðja titil í greininni með Oddi en Egill afgreiddi málið á yfirferðinni, hlaut 8,67 meðan Sigurbjöm hlaut aðeins 7,37 - en naumt var það. Ur- slitin vom eins spennandi og hægt var að hugsa sér, hnífjöfn keppni þar sem óvæntur sigurvegari sprettur fram á sjónarsviðið í síðasta atriði keppninnar, eitthvað sem áhorfend- um kunna vel að meta. En það vom fleiri keppendur í úr- slitum og er þar fyrst að nefna Björgvin Daða Sverrisson, ungan og lítt þekktan knapa úr Eyjafirði, með ^ ungan og efnilegan hest, Hring frá Húsey, sem fróðlegt verður að sjá á næstu ámm. Þá var Vignir Siggeirs- son með Ofsa frá Viðborðsseli og að síðustu Birgitta Magnúsdóttir með Óðin frá Köldukinn, öll með prýði- lega sýningu. Utlir bilar * Stórir bilar * Ódýrlr bilar • Dýrlr bllar Verð frá 40.000.- tif 4.000.000 Lánamögufeigar tif afft að 5 ára Tökum notaða bíla upp í notaða mmy^iwo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.