Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Ásta Guðbjörg
Guðmundsdóttir
fæddist 18.12. 1915
í Vestmannaeyjum.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Krist-
jánsdóttir, f. 23.6.
1889 í Áuraseli í
Fljótshlíð, d. 8.6.
1960 og Guðmund-
ur Helgason sjó-
maður og vigtar-
maður í Vest-
mannaeyjum, f. 5.2.
1884 á Grímsstöð-
um í V-Landeyjum,
d. 15.12. 1977. Al-
systkini Ástu eru Hafsteinn
Guðmundsson prentsmiðjustjóri
og bókaútgefandi, f. 7.4. 1912,
kvæntur Helgu Hobbs og Ágúst
Guðmundsson prentari, f. 23.8.
1913, d. 26.4. 1980. Hálfsystkini
samfeðra var Friðrik Guð-
mundsson verslunarmaður, f.
15.9. 1906, d. 20.4. 1988. Hálf-
systur Ástu sammæðra voru
Alda Ágústsdóttir húsmóðir, f.
Elskuleg frænka mín Ásta Guð-
mundsdóttir hefur lokið lífshlaupi
sínu og kveður okkur nú þegar
sumarið er í blóma. En sumar-
blómin hennar Ástu blómstruðu
ekki í gluggunum hennar heldur
fengu þau undursamlegt líf í hann-
yrðum hennar.
Útsaumur Ástu var aðdáunar-
verður, hrein listaverk. Sam-
kvæmistöskur saumaði hún út með
svo smáum þræði að rýna varð
gegnum stækkunargler svo finna
mætti örgrönnum þræðinum far-
veg. Sígild tónlist ómaði um stof-
una hennar, stóru tónskáldin áttu
þar heima og undarlegir og blíðir
englar sátu á hillum og borðum og
hlustuðu agndofa. Dagurinn,
kvöldið og nóttin runnu oft út í eitt
og þegar morgunninn vaknaði
lagðist hún til svefns á hörðum dív-
an því ekkert rúm var nógu fallegt
fyrir hana. Haustið með húmi, gul-
um laufum, brúnum og rauðum
spegluðu litina hennar og tindr-
andi blá augun sem voru svo fersk
eins og fjallasýn sindruðu í þessari
torræðu litasamsetningu. Haustið
var tíminn hennar Ástu, dulúðugt,
hverfandi. En þegar sólin skein
dró hún drapplituðu gardínurnar
sínar fyrir. Það var allt of bjart.
Ásta var haustsins bam. Hún fann
ástina sína í hamförum stríðsins,
missti hana út í friðinn og sumarið
og lifði ein með móður sinni á
Klapparstíg 13.
Lítil stúlka fæddist, systkina-
barn, uppáhaldsbam. Tómar versl-
anir og biðraðir eftir skóm, stígvél-
um og fatnaði var daglegt brauð
eftirstríðsáranna. En uppáhalds-
frænkan var mætt fyrst í röðina til
að kaupa hvíta skó, fallegan kjól
eða mjúka dúkku. I minningunni
lifir mynd af hvatvísu augnaráði,
dulúðugu brosi, leiftrandi hlátri,
dekri við litla stúlku og þegar litið
var inn í Helgafell, þar sem helstu
skáld og rithöfundar þjóðarinnar
fólu Ástu sín ástfólgnu verk í hend-
ur sagði hún stolt: „Þetta er hún
Dröfn litla frænka mín“.
Hvað var hægt að gera elsku-
legri frænku annað en skýra fyrsta
stúlkubarnið sitt í höfuð hennar.
„Nafna mín,“ sagði hún alltaf og
þegar lítil stúlkan færði til fígúr-
urnar í Betleheminu hennar á jól-
unum, sagði hún. Uss, ekki sussa á
barnið, ætli hún megi þetta ekki!
Sérstakar skoðanir, dugnaður,
harka, aldrei að gefast upp, kyn-
slóð stoltra Islendinga sem bratu
okkur leiðina er að kveðja smátt og
smátt. Hálfan dag sat félagsfræð-
ingur á Landspítalanum hjá henni
fyrir nokkrum árum er hún lagðist
inn vegna samfallinna hi'yggjaliða
og reyndi að fá hana til að sam-
þykkja að fá heimilisaðstoð. „Og
hvað?“ spurði ég hana. „Nú ég
varð að segja já, svo hún færi. Svo
13.3. 1919, d. 1985,
hún fluttist til Nor-
egs ung að árum; og
Kristín Ágústsdótt-
ir húsmóðir, f. 23.1.
1926, d. 1987 sem
fluttist til Svíþjóðar.
Ásta ólst upp í Vest-
mannaeyjum en
fluttist á sextánda
ári til Reykjavíkur
með móður sinni.
Ásta lærði hár-
greiðslu og starfaði
að iðn sinni í nokk-
ur ár en réðst síðan
til skrifstofustarfa
til Ragnars í Smára, kenndur
við smjörlfldsgerðina Smára en
hóf siðan fljótlega störf þjá hon-
um við bókaútgáfuna Helgafell
og starfaði þar síðan óslitið til
sjötugs. Ásta var ógift og barn-
laus.
Ásta verður jarðsett frá Foss-
vogskapellu í dag, þriðjudag
13. júlí og hefst athöfnin klukk-
an 13.30.
þegar sendingin kemur til mín, þá
segi ég bara nei, takk, ég get nú
líklega gert þetta sjálf.“ Þetta var
Ásta, lögð inn á Landspítalann fyr-
ir nokkram vikum svo langt gengin
með sjúkdóm sinn að læknar undr-
uðust. Hörð fram á síðustu stundu
og kvaddi svo í faðmi bróðurbarna
undir fögrum tónum Mozarts.
Næstu jól sér enginn gamla konu í
Gnoðarvoginum með stórt jólatré á
bakinu á leiðinni heim. Því hún
getur sjálf. Þarf ekki að láta Hjálp-
arsveitina senda sér það heim.
Lífþráður minnar elskulegu
frænku fléttast í handskrift hennar
í sálminum fallega eftir Hallgrím
Pétursson.
Gegnum Jesú helgast hjarta
í himin upp ég líta má
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá,
hryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.
En svo haustar aftur og litimir
hennar Ástu koma til baka dular-
fullir og seiðandi. Þá hugsa ég til
uppáhalds frænkunnar minnar
með djúpu þakklæti fyrir allt og
allt og bið Guð að blessa henni
heimförina.
Dröfn H. Farestveit.
Elsku Ásta frænka! Nú ert þú
farin til þeirra heimkynna, sem
bíða okkar allra, þegar við yfirgef-
um þessa jörð. Við Guðný getum
því miður ekki kvatt þig eins og við
helst vildum með tónum, sem okk-
ur er tamast, en þess í stað vildi ég
senda þér örlitla kveðju í orðum.
Ég var ekki hár í loftinu, þegar
þú komst inn í líf mitt og ég man
eftir þér. Ætli ég hafi ekki verið
u.þ.b. þriggja ára. Ég skynjaði
strax sem barn þá hjartahlýju, sem
stafaði frá þér. Þú sýndir okkur
systkinunum ætíð ástúð og fylgdist
grannt með því, sem við vorum að
gera. Okkar sigrar voru jafnframt
þínir sigrar. Þú byi-jaðir að gefa
mér bækur þegar flestir aðrir gáfu
mér leikföng. Þannig eignaðist ég
allar Nonnabækurnar barnungur.
Þetta var ungum dreng holl og góð
lesning. Síðar gafstu mér margar
bækur Halldórs Laxness, sumar
meira að segja áritaðar af Nóbels-
skáldinu sjálfu. Starf þitt hjá bóka-
útgáfunni Helgafelli í áratugi, þeg-
ar hugsjónamaðurinn og menning-
arfrömuðurinn Ragnar í Smára
var og hét, gerði það að verkum, að
þú kynntist mörgum af fremstu
listamönnum þjóðarinnar. Þessi
kynni hafa vafalaust haft mikil
áhrif á líf þitt. En þú áttir ekki ein-
ungis kunningja og vini meðal
listamanna þvi í þér sjálfri blund-
aði ætíð listakona eins og hannyrð-
ir þínar og útsaumur bera fagurt
vitni um. Þar fór saman mikil
kunnátta og næmur listrænn
smekkur. Á mannamótum var jafn-
an eftir þér tekið, því bæði hafðir
þú til að bera sterkan persónu-
leika, en jafnframt léstu í ljós skoð-
anir þínar á mönnum og málefnum
umbúðalaust. Sýndist þá sitt hverj-
um eins og jafnan er í þvílíkum til-
fellum.
Þú hafðir miklar mætur á fögr-
um listum, ekki síst tónlistinni, en í
áraraðir varstu áskrifandi að tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands. Viku fyrir andlát þitt heim-
sóttum við hjónin þig á Landsspít-
alann. Þú varst fárveik, en algjör-
lega skýr andlega. Við undruðumst
hversu vel þú varst upplýst um það
nýjasta sem var að gerast í lista-
og menningarlífinu.
Að endingu vil ég segja þetta:
Ég er ekki viss um að þú hafir tök
á að lesa þessar línur þar sem þú
ert stödd núna, en eitt þykist ég
fullviss um: Að þú skynjir andblæ
þessara orða hvar sem þú ert nið-
urkomin. Hafðu hjartans þökk fyr-
ir gjafmildi þína, trygglyndi og
hjartahlýju.
Megi sá sem öllu ræður blessa
þig og varðveita eilíflega.
Gunnar Kvaran.
Ásta Guðmundsdóttir, föður-
systir mín, er fallin frá; senn
höggvast skörð í þá kynslóð sem
stóð í blóma lífsins þegar ég var að
alast upp, var í augum barns kjarni
mannfélagsins, skorður þess og
merking.
Ásta var lærð hárgreiðslukona
en starfaði stutt við þá grein. Hún
hóf í stríðsbyrjun störf hjá Ragn-
ari í Smára, fyrst sem skrifstofu-
stúlka í Smjöriíkisgerðinni en
nokkra síðar hjá bókaforlaginu
Helgafelli, þar sem hún vann við
afgreiðslustörf þar til hennar
starfsdegi lauk árið 1985. Ég held
að mér sé óhætt að segja að Ásta
hafi þjónað því fyrirtæki af stakri
trúmennsku og velvild sem gekk
nokkuð umfram að gegna þar
skyldum sínum, og marga hef ég
hitt sem borið hafa henni gott orð
fyrii’ hlýtt og hjálpfúst viðmót á
Veghúsastíg þar sem bóksala
Helgafells var til húsa meðan Ásta
starfaði hjá forlaginu.
Samband Ástu við fjölskyldu
mína var mest um stórhátíðir og
tyllidaga og vora slíkir viðburðir
óhugsandi án hennar nærvera. Var
hún einstakur höfðingi í lund, bæði
sem gestur og gestgjafi, gjafmild
af stolti en ekki síður af örlæti þess
sem hefur gleði af að gefa. Var
ekki laust við að manni fyndist hún
hljóta að ganga of nærri fjárhag
sínum á stundum. Átti hún það til
að taka myndir af veggjum eða
aðra einkamuni af heimili sínu og
gefa fólki léti það í ljós hrifningu
yfir einhverju sem þar var. En sér-
stakt yndi hafði Ásta af því að
gleðja börn. Hún talaði aldrei til
barns án þess að beita sérstökum
tóni, blíðum og innilegum rómi
sem börn skynjuðu sem velvild í
sinn garð, og hún setti sig aldrei úr
færi að gleðja þau með einstakri
gjafmildi sinni.
Ásta frænka mín hafði um margt
óvenjulega og upprunalega skap-
gerð, og í henni fundust miklar
andstæður. Hún hafði ríkulegt
skopskyn en vakti mönnum einnig
kátínu með óvenjulegum skoðun-
um sínum, athugasemdum og at-
höfnum. Til að mynda leist henni
ekki vel á þekktan sjónvarpsmann
hér á áram áður vegna þess að
henni þótti hann illur á öðra aug-
anu. Og þyngsta gagnrýni fékk
undirritaður er þessi ágæta
frænka mætti á tónleika hjá hon-
um með tappa í eyrunum.
í listirnar sótti Ásta gjarnan
andlega næringu og samræmdist
það vel því andrúmslofti sem ríkti
á vinnustað hennar í Helgafelli;
tónlistin skipaði þó ótvírætt önd-
vegi í hennar huga. Sótti hún tón-
leika mikið svo lengi sem ég man
og mat mest hið stórbrotnasta
allra tónskálda, Beethoven.
Ásta hafði listrænt handbragð á
ÁSTA GUÐBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 °41
því sem hún snerti, en best kom
hin listræna taug hennar í ljós í út-
saumi sem hún lagði oft hart að sér
við. Ástundaði hún í saumaskap
sínum hið undursmáa og saumaði í
afar þéttofinn dúk með örfínu spori
svo að furðu sætir. Hafði hún sank-
að að sér töluverðum fjölda mjög
öflugra gleraugna sem hún notaði
oft fleiri en ein og fleiri en tvenn í
einu á löngum vökum yftr listiðju
sinni.
Sjálfstæð lund Ástu olli því að
hún leitaði lítt ásjár annarra
manna en reyndi að vera sjálfri sér
nóg um flesta hluti. Fremur en að
dvína óx sá skapgerðareiginleiki
með árunum. Þótt hún ætti við ill-
vígan og banvænan sjúkdóm að
stríða í að minnsta kosti ár fékk
enginn að vita það fyrr en rétt fyr-
ir andlát hennar. Hefur þurft mik-
inn sálarstyrk og sjálfsaga til að
neita sér um hjálp annarra og lin-
an þjáninga í svo miklum þrautum.
Éjölskylda hennar kveður með
söknuði góða konu og litríka mann-
eskju.
Guðmundur Hafsteinsson.
Kæra Ásta. Nú sest ég niður til
þess að skrifa nokkur orð um þig
elsku frænka og það er svo ótal
margt sem flýgur í gegnum huga
mér á þessari stundu.
Þú ert alveg einstök persóna og
átt sjálfsagt fáa þér líka. Þú varst
alla þína tíð svo grönn og ungleg í
hreyfingum. Samanber þegar
börnin mín komu til þín á jólunum
til þess að skoða betlehemið hjá
þér sem var undir jólatrénu, svo
einstaklega fallegt, þá hentir þú
þér á gólfið og sýndir þeim. Einnig
lagðistu alltaf á gólfið með Bjarna
þegar þú hittir hann þó svo að þú
værir orðin áttræð. Aldrei var
neitt þér um megn. f fyrra eða
hittifyrra keyptir þú þér jólatré
eins og svo oft áður og fórst gang-
andi til skátanna að kaupa það.
Drengirnir buðu þér að senda jóla-
tréð heim þér að kostnaðarlausu
en þú hélst nú ekki. Baðst um
spotta og bast um tréð og svo
dróstu það á eftir þér langa leið og
upp á 3. hæð þar sem þú bjóst. Já,
þetta er nú bara smádæmi um
hversu hress og spræk þú varst.
Því kom það mér svo á óvart að þú
skyldir veikjast og fara frá okkur
svona skyndilega. Ég hefði nú
alltaf haldið að þú yrðir mjög lang-
líf.
Það var alltaf svo gaman að
koma til þín í Gnoðarvoginn því þú
áttir svo ótal margt af hlutum og
fallegum munum. Einnig lagðir þú
þig svo mikið fram þegar þú áttir
von á gestum. Enginn mátti koma
til þín óvænt því þú vildir alltaf
undirbúa komu okkar svo vand-
lega.
Húmorinn þinn var alveg ein-
stakur því þú gast gert grín að
sjálfri þér og fengið alla til þess að
hlæja. Einu sinni kom ég ásamt
syni mínum að sækja þig fyrir eitt-
hvert boð sem var hjá foreldrum
mínum og við biðum dágóða stund
úti í bíl. Svo loksins komstu og þá
afsakaðir þú hversu lengi við
þurftum að bíða og sagðir: „Ég er
svo klikkuð að ég þarf að skrúfa
fyrir alla krana tíu sinnum og
henda mér sjö sinnum á hurðina
áður en ég fer út þverju sinni.“ Svo
kallaðir þú þig Ástu klikk. Sonur
minn sagði síðan, þá þriggja ára
gamall, eftir langan umhugsunar-
frest: „Ásta, þú ert ekkert klikk.“
Þú varst svo glöð með þetta að litla
barnið skyldi segja þetta svona
ungur að þú talaðir um þetta það
sem eftir var við hvern sem heyra
vildi. Börnin mín höfðu mjög gam-
an af þér og voru ávallt spennt
þegar þau hittu þig. Við eigum eft-
ir að sakna þín mikið, Ásta mín, og
það verður tómlegt án þín.
Með þessum örfáu orðum vil ég
kveðja þig frænka og þakka þér
fyrir allar skemmtilegu stundirn-
ar. Þú varst einstakur persónuleiki
og fáir sem gætu farið í þín spor.
Megi guð vera með þér.
Ólöf Ásta.
Legsteinar
í Lundi
v/Nýbýlaveg
sOLSTElNAK 564 3555
3lómabúðin
öaúSskom
v/ Possvogskirkjwgarö
5ími: 554 0500
jxiiiijfxiEiníixxixc
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
*-
P E R L A N
Sími 562 0200
HrriTTTi 11111 ixii i*.
1
ac;.. .•.......•
LEGSTEINAR
.
p
Guðmundur Jónsson
F. 14.11.1807
D.21.3.1865
^ Qpaníf
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
HEIMASÍÐA: www.granit.is
Xjossar á (áði
Xyðfrítt stáC- varanCegt efni
Xrossamir em framCeiddir
úr fwítFtúðnðu, ryðfríu stáCi.
Xíinnisvarði sem endist
um ófpmna tíð.
Sóífjoss m/fjeistum.
Jíæð 100 smfrájörðu.
&
I -
‘IvöfaCdur fross.
Xœð 110 smfrájörðu.
'Xringið í síma 431-1075 og
fáið (itahtCjing.
BLIKKVERKsf
Dalbraut 2, 300 Akranesi.
Sími 431 1075, fax 431 1076