Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 34
* 34 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Um hnatt-
væðingu
„Ein af meginafleiðingum hnattvœðingar-
innar er að ríki hafa æ minna hlutverki
að gegna og eru að vissu leyti að missa
vald sitt. “
Hnattvæðing er eitt
af þessum dular-
fullu hugtökum
sem skjóta upp
kollinum nánast
fyrirvaralaust, virðast gagnsæ
og auðskilin en eru í raun ísjak-
ar á rúmsjó - einungis toppur-
inn stendur upp úr. I alþjóðleg-
um stjórnmálum hefur hnatt-
væðing (e. globalization) orðið
eitt af lausnarorðunum en ís-
lenskir stjórnmálamenn hafa
verið fremur feimnir við að nota
hugtakið. Ástæðan er vafalítið
sú að það hef-
VIÐHORF ur skort á um-
ræðu um það
hér á landi
eins og hug-
Eftir Þröst
Helgason
myndalega umræðu yfirleitt.
Þetta er bagalegt því að þetta
hugtak snertir mörg viðfangs-
efni íslenskra stjórnmála og
gæti gefið okkur nýtt sjónar-
hom á þau.
Hnattvæðing er tiltölulega
nýtilkomið hugtak þó að sumir
vilji halda þvl fram að fyrirbær-
ið eigi sér langa sögu. Flestir
tengja það senniiega við tiltekna
þróun í samskiptatækni en hug-
takið hefur einnig verið notað til
að lýsa hagfræðilegum og
stjórnmálalegum breytingum í
heiminum á undanförnum árum
og áratugum (sumir segja á öld-
inni).
Upplýsingabyltingin, sem
breytt hefur hnettinum í lítinn
bandhnykil, kemur kannski
fyrst upp í hugann þegar hnatt-
væðingu ber á góma. Heims-
þorp McLuhans er títtnefnt í
þessu samhengi; ný fjarskipta-
tækni á borð við gervihnetti og
ljósleiðara hafa ásamt tölvu-
tækni gert samskipti milli
heimsálfa jafnauðveld og milli
húsa á Eyrarbakka.
Ný tækni hefur gert landa-
mæri að aukastærð í samskipt-
um manna á milli og það sama
hefur gerst í viðskiptum, þar
hafa landamæri ýmist verið
færð til eða afnumin. Hnattvæð-
ingin tekur þannig einnig til út-
breiðslu markaðssjónarmiða og
frjálsra viðskipta sem nær nú
nánast um allan heim. Hvers
konar viðskipti milli landa og
heimsálfa hafa orðið einfaldari,
ekki síst með peninga sem flæða
nánast óheft um heiminn eftir
lögmálum markaðarins. Ef til
vill hefur stofnun heimsvið-
skiptastofnunarinnar (WTO)
upp úr GATT árið 1995 markað
tímamót í þessum efnum en hún
hefur að markmiði að efla frjáls
viðskipti milli landa heims.
Þessi ótrúlega einarða breyt-
ing á viðskiptaumhverfi heims-
ins hefur auðvitað haldist í
hendur við pólitíska þróun á síð-
ustu áratugum. Óhugsandi er að
stofnun á borð við WTO hefði
verið komið á fót fyrr en eftir
fall múrsins. Með lokum kalda
stríðsins leystust hinar hug-
myndafræðilegu andstæður
hægri og vinstri upp og svo
virðist sem lönd heimsins - og
þá ekki aðeins í austri og vestri
heldur einnig í hinum svokallaða
þriðja heimi - hafi sameinast í
trú á frjáls markaðsviðskipti og
lýðræði.
Allir þessir þrír þættir hnatt-
væðingarinnar, tæknin, við-
skiptin og stjórnmálin, hafa
áhrif hver á annan en oft er
erfitt að sjá hvernig. Aðrir þætt-
ir koma einnig til sögunnar. A
sama tíma og hnattvæðing
stjórnmálanna hefur átt sér
stað, þar sem markaðssjónarmið
virðast liggja öðrum til grund-
vallar, hafa ýmsir aðrir pólitísk-
ir viðburðir eflt hnattræna vit-
und þjóða þrátt fyrir að virðast
andstæðir lögmálum fjráls
markaðar. Yfirlýsingin um um-
hverfi og þróun, sem samþykkt
var á Ríóráðstefnunni 1992, er
skýrt dæmi um þetta en sagt
hefur verið að líta mætti á hana
sem stjórnarskrá ríkja heims í
umhverfismálum á komandi ár-
um þar sem meðal annars verð-
ur glímt við eyðingu lands,
skóga og ósonlags.
Samræming umhverfissjónar-
miða og markaðssjónarmiða
(eða kannski öllu heldur mark-
aðslögmálanna) er raunar eitt af
stærstu vandamálunum sem
heimurinn þarf að glíma við. Ein
af meginafleiðingum hnattvæð-
ingarinnar er að ríki hafa æ
minna hlutverki að gegna og eru
að vissu leyti að missa vald sitt.
Til að geta hagað málum sínum í
samræmi við hugmyndafræði
(einræði) hins frjálsa markaðar
og laga sig þannig að hnattvæð-
ingunni sjá ríki sér ekki annað
fært en að standa vörð um hags-
muni einkafjármagnsins, sem
heldur þeim inni í leiknum ef svo
má segja, en á sama tíma van-
rækja þau aðrar skyldur sínar,
svo sem að vernda umhverfið.
Hvert og eitt ríki verður
þannig meir og meir að beygja
sig undir leikreglur hnattvæð-
ingarinnar sem þýðir að þau
hafa minna hlutverki aðjgegna
og minna vald en áður. Ymiss
konar sambönd og samningar á
milli ríkja, svo sem eins og ESB,
NAFTA, MERCOSUR og
ASEAN, eru svör við þessari
þróun. Með þeim setja ríki á til-
teknu svæði sér sameiginlegar
reglur og skilyrði sem allir þurfa
að fara eftir til þess að tryggja
jafna samkeppnisstöðu. Kannski
er styrkur þessara sambanda
ástæðan fyrir því að WTO hefur
ekki verið mjög áberandi stofn-
un. En jafnvel sterk sambönd á
við þessi ráða ekki við sumar
miður góðar afleiðingar hnatt-
væðingarinnar, svo sem glæpi
sem tengjast Netinu.
Vafasamt er að halda því fram
að hnattvæðingin sé öll af hinu
illa. Hún virðist til dæmis hafa
eflt sameiginlega umhverfisvit-
und þjóða heims og auðvitað
veitir tæknin ótrúlega mögu-
leika. Það er hins vegar augljóst
að hnattvæðingin leggur
ákveðna fjötra á ríki heims sem
gera það að verkum að þeim
tekst jafnvel ekki - svo vægt sé
til orða tekið - að vinna í fullu
samræmi við ýmsar þær reglur
sem þau setja sér sjálf. Af nær-
tækum dæmum má nefna
Kýótóbókunina og Ramsar-sam-
komulagið sem fjallar um vernd-
un votlendis á borð við Eyja-
bakka. Islendingar brjóta í bága
við báðar þessar samþyktir með
þeim rökum að að öðrum kosti
myndu þeir ekki standast sam-
keppnina á hinum hnattvædda
markaði.
Háskólanám Reykjavíkur Akademían og Endurmenntunar-
stofnun HI bjóða nú í ágúst upp á stutt undirbúningsnámskeið
í akademískum vinnubrögðum og annarri tækni sem auðveldar
nemendum að koma skoðunum sínum og verkefnum frá sér,
skriflega sem munnlega. María Hrönn Gunnarsdóttir settist nið-
ur með nokkrum akademíumönnum og fræddist um námskeiðið.
Morgunblaðið/Golli
NOKKRIR af kcnnurum undirbiíningsnámskeiðsins fyrir framan málverk Einars Garibalda: Soffía Auður,
Jón, Sigurður Gylfi, Steinunn og Annadís Greta.
Námstækni og aka-
demísk vinnubrögð
ÞETTA er hugmynd sem
hefur verið á sveimi lengi,“
segir Sigurður Gylfi Magn-
ússon sagnfræðingur og
formaður stjómar ReykjavíkurAka-
demíunnar um námskeiðið
Akademísk vinnubrögð: undirbún-
ingur háskólanáms sem Reykavík-
urakademían ætlar að halda nú í
byrjun ágústmánaðar í samstarfi
við Endurmenntunarstofnun Há-
skóla Islands.
„Við erum mörg stundakennarar
við Háskólann og vitum að fólk hef-
ur ekki góð tök á þessum vinnu-
brögðum og við vitum að það er
þörf á þessu námskeiði," leggur
Annadís Greta Rúdólfsdóttir félags-
fræðingur til. Undir þessi orð taka
aðrir viðmælendur menntasíðunnar,
en þeir eru Soffía Auður Birgisdótt-
ir bókmenntafræðingur, Jón Jóns-
son þjóðfræðingur, Steinunn Jó-
hannesdóttir leikstóri og rithöfund-
ur og Steinunn Hrafnsdóttir félags-
fræðingur. Við erum stödd á mikið
notaðri kaffistofu í björtu og rúm-
góðu húsnæði ReykjavíkurAkadem-
íunnar vestur við Hringbraut í
Reykjavík. Þar segja þau að fjörleg-
ar og frjóar umræður eigi sér
gjaman stað, nokkuð sem skerpi
hugsun og fæði af sér nýjar hug-
myndir.
Góðar undirtektir
Þegar félagar ReykjavíkurAka-
demíunnar viðraðu hugmyndir sín-
ar og áform við Endurmenntunar-
stofnun um að skipuleggja nám-
skeið þar sem væntanlegir háskóla-
stúdentar yrðu búnir undir námið
fengu þeir afar góðar undirtektir.
Það sama má segja um viðbrögð
nemenda, en markpóstur var send-
ur til nýskráðra stúdenta við Há-
skóla Islands. Nú þegar hafa liðlega
100 nemendur skráð sig á nám-
skeiðið og ætlunin er að allir sem
sækja um komist á námskeiðið.
Þátttakendum verður skipt upp í
hæfilega stóra hópa.
ReykjavíkurAkademían sér um
skipulagninu námskeiðsins og tíu af
liðlega 100 liðsmönnum hennar
verða kennarar á námskeiðinu.
Flestir era þeir úr hópi stunda-
kennara við HI auk þess sem þeir
starfa sjálfstætt að rannsóknum eða
öðram viðfangsefnum á sviði hug-
og félagsvísinda.
Námskeiðið er fyrsta skrefið í
viðameira samstarfi Reykjavíkur-
Akademíunnar og Endurmenntun-
arstofnunar. Endurmenntunar-
stofnun sér um skráningu nema á
námskeiðið.
Námskeiðið er ætlað þeim sem
era að hefja háskólanám sem og
þeim sem era lengra komnir en hafa
átt í erfiðleikum með að mæta þeim
kröfum sem gerðar era til nemenda
í háskólum eða gengur illa að aðlag-
ast akademískum vinnubrögðum. Þá
mun námskeiðið einnig nýtast þeim
vel sem hafa gert hlé á námi sínu og
skortir sjálfstraust til að drífa sig af
stað að nýju.
Að hugsa og þegja
„Við vitum, bæði af eigin reynslu
og sem kennarar, að fólk hefur ekki
nógu góð tök á akademískum vinnu-
brögðum á borð við heimildaöflun,
úrvinnslu heimilda og
hvernig maður getur
komið gögnunum frá
sér,“ segja þeir. Sérstök
áhersla verður lögð á að
kynna vinnubrögð við
samningu og frágang ritgerða, er-
inda og verkefna, gildi gagnrýninn-
ar hugsunar og að kunna að setja
skoðanir sínar fram á rökvísan og
aðgengilegan máta.
Námskeiðið er samtals 24
kennslustundir og skiptast þær í
fimm hluta eftir viðfangsefnum.
Ekki verður lagt fyrir mikið lesefni
en til þess ætlast að nemendur skOi
verkefnum bæði skriflega og munn-
lega. „Það skerpir hugsun fólks ef
það þarf að tjá hana munnlega,"
segir Sigurður Gylfi og bætir við að
sá háttur hafi ekki verið mjög hátt
skrifaður hjá íslensku þjóðinni í
gegnum tíðina. Henni sé tamara að
hugsa og þegja. Ymsar aðrar þjóðir,
svo sem Bandaríkjamenn, eru aftur
á móti aldar upp við það frá fyrsta
skóladegi að standa upp og segja
hug sinn og þar þykir það sjálfsagt.
„Fólk er oft með fín gögn og
tækni en það getur ekki komið þeim
á framfæri. Það gerir sér jafnvel
ekki grein fyrir mikilvægi þess að
koma gögnunum frá sér á fram-
bærilegan máta,“ segir Steinunn
Jóhannesdóttir, sem mun sjá um
framsagnarþátt námskeiðsins.
Það sama má segja um ýmsa aðra
þætti námskeiðsins, segja kennar-
arnir. „Fólk er oft komið vel á veg í
námi þegar það áttar sig á að hægt
sé að beita ákveðinni tækni, t.d.
lestrartækni og glósutækni, til að
flýta fyrir sér. Við sjáum t.d. stund-
um að nemendur á efri áram glósa
eftir manni hvert einasta orð. Þeir
biðja mann jafnvel um að endurtaka
það sem maður segir svo þeir geti
náð því niður,“ segja þau enn frem-
ur og bæta við að þegar svo sé sé
mjög erfitt að ná til nemendanna, fá
þá tO að taka virkan þátt
í kennslustundum og
fylgjast með. „Með því
að fara á svona námskeið
getur fólk fengið forskot
og flýtt mjög fyrir sér.
Þetta er einföld tækni sem krefst
tíma í fyrstu en þegar fólk hefur
náð tökum á henni sparar hún fólki
mikinn tíma,“ segir Jón og félagar
hans kinka kolli til samþykkis.
Markmiðið með námskeiðinu er
enda að stúdentar fái meira út úr
því að stunda háskólanám og að
þeir nái betri námsárangri á styttri
tíma en ella væri.
Einföld tækni
sem krefst
tíma í fyrstu