Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ t, 44 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 FRÉTTIR Athugasemd frá Brunamálastofnun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd Bruna- málastofnunar ríkisins við ummæli slökkviliðsstjórans í Reykjavík um úttekt Brunamálastofnunar á brunavörnum í grunnskólum: „Vegna gagnrýni slökkviliðsstjór- ans í Reykjavík í Morgunblaðinu þann 6. júlí sl. á skýrslu Brunamála- stofnunar um brunavamir í grunn- skólum skal eftirfarandi tekið fram. Skýrslan er hlutlaus úttekt á bruna- vömum gmnnskóla miðað við gild- andi reglugerðir og lög, unnin af starfsmönnum Brunamálastofiiunar. Kröfur um brunavarnir era hér í eðli sínu þær sömu og í nágranna- löndunum. Lögin gera þá kröfu að brunavamir bygginga séu í sam- ræmi við þá starfsemi sem þar fer fram. Skiptir þar ekki máli hvenær byggingin var byggð. Miklar kröfiir gerðar í grunnskólum Miklar kröfur era gerðar til brunavama grannskóla sem eiga að hýsa fjölda bama. Skýrslur Brana- málastofnunar hafa mælst vel fyrir meðal slökkviliðsstjóra í landinu, sem telja að skýrslumar styðji við kröfur þeirra um bættar brana- vamir. Þeir hafa jafnvel óskað eftir meiri þátttöku Brunamálastofnunar við eftirrekstur krafna um brana- vamir en lög gera ráð fyrir. Undan- tekning frá þessari reglu er slökkvi- liðsstjórinn í Reykjavík og starfs- menn hans. Lögum samkvæmt er það hlut- verk sveitarfélaga og slökkviliðs- stjóra þeirra að framfylgja kröfum reglugerða um branavamir gagn- vart eiganda og hafa slökkviliðs- stjórar til þess ýmis ráð lögum sam- kvæmt. Mat slökkviliðsstjóra ræður því hvaða kröfur hafa forgang og hvaða frestir era gefnir en ætíð skal stefnt að því að byggingar uppfylli kröfur reglugerða þegar upp er staðið. Ef skólabygging er gömul og erfitt eða útilokað að uppfylla kröf- ur brunavamareglugerða, er ætíð fyrir hendi sá möguleiki að nýta bygginguna undir aðra starfsemi sem gerir minni kröfur tii brana- vama en grannskóli. Skólum ekki lokað Enginn slökkviliðsstjóri né sveit- arstjóm utan Reykjavíkur gerði at- hugasemdir við skýrsluna þegar hún var gefin út, nema slökkviliðs- stjórinn í Reykjavík og starfsmenn hans. Branamálastjóri hefur ekki séð ástæðu til að grípa fram fyrir hendur þeirra starfsmanna sem hafa unnið umrædda skýrslu og breyta niðurstöðum hennar. Brana- málastjóri hefur heldur ekki í hyggju að grípa til aðgerða með því að taka ráðin af slökkviliðsstjóran- um í Reykjavík og framfylgja kröf- um reglugerða um branavamir gagnvart eigendum. Það er hlut- verk slökkviliðsstjórans og Reykja- víkurborgar. Tal um að loka skólum á hér alls ekki við. Bæta má einkunnaskalann Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík * gagnrýnir einkunnaskala þann sem notaður er við að flokka niðurstöður úttektanna. Eflaust má bæta hann en hann hefur nú verið notaður á annan áratug. Einkunnir brana- vama eru metnar á eftirfarandi hátt: Ágætt: Branavarnir era í full- komnu lagi og umfram kröfur. Gott: Brunavamir standast kröfur reglu- gerða. Sæmilegt: í lagi í aðalatrið- um, þótt sitthvað sé aðfinnsluvert. Slæmt: Stenst ekki kröfur og þarfn- ast úrbóta, þótt elcki sé um bráða hættu að ræða. Óviðunandi: Bráð hætta og verður að bæta úr tafar- laust. Spuming er, hvort ekki ætti að breyta einkunninni ágætt í framúr- skarandi og gott í ágætt. Merking orða breytist og getur þannig valdið misskilningi. Ekki er ástæða til að breyta flokkunum að öðra leyti. Ef litið er á niðurstöður þessarar tveggja ára gömlu skýrslu kemur eftirfarandi í ljós: Tveir af hverjum þremur skólum vora með ófullnægjandi branavarn- ir og fengu einkunnina slæmt eða óviðunandi. Eldri skólar uppfylltu almennt ekki reglugerðir og átak þurfti að gera til bóta. Bæta þurfti branahólfun skólanna. Það átti sér- staklega við eldri skólana sem oft voru eitt brunahólf. Sérstaklega var lokun milli hæða mikilvæg, t.d. með því að loka stigahúsum frá göngum eða loka inn á ganga með branahólf- un. Flóttaleiðum var víða ábótavant og þær sumar læstar með lykli. Víða vantaði björgunarop úr skóla- stofum. Flóttaáætlun var ekki fyrir hendi en hana þarf að æfa reglu- lega. Bæta þurfti eldvarnafræðslu. Bæta þurfti eldvarnaeftirlit. Það var sums staðar lítið sem ekkert í grannskólum. Afgreiðslu hönnunar í byggingarnefnd var víða ábóta- vant. Framkvæmdaeftirliti með byggingu grannskóla var víða ábótavant. Gera skal lokaúttekt þegar skólar era teknir í notkun. Brunavarnir í eldri skólum Skólar sem uppfylltu kröfur um brunavamir í aðalatriðum fengu einkunnina gott. Það er flóttaleiðir, branahólfun, klæðningar, neyðar- lýsing og viðvöranarkerfi, þrátt fyr- ir að um minniháttar athugasemdir væra til staðar. Skólar sem voru með grann-branahólfun í lagi, brunaviðvöranarkerfi og neyðariýs- ingu en samt allnokkrar athuga- semdir fengu einkunnina sæmilegt. Margir nýlegir skólar lentu í þess- um flokki en auðvelt átti að vera að bæta úr því. Skólar sem höfðu litla branahólfun, branaviðvöranarkerfi einungis í hluta skólans eða ekki og brennanlegar klæðningar, fengu einkunnina slæmt. Margir eldri skólar vora í þessum flokki enda vora þeir byggðir þegar ekki vora gerðar kröfur á þessu sviði og tak- markaðar endurbætur verið gerðar. Skólar í þessum flokki sem höfðu þar að auki óviðunandi flóttaleiðir, t.d. læstar, fengu einkunnina óvið- unandi. Eins og sést á þessu getur í mörgum tilfellum verið nokkuð álitamál hvaða einkunn skólar fái, en ljóst má vera að lýsingar slökkvi- liðsstjórans í Reylqavík eiga alls ekki við. Það hefur verið von Branamála- stofnunar að þessi úttekt hafi haft sín áhrif og verið til að reka á eftir bættum brunavömum. Með skýrsl- unni ná slökkviliðsstjórar og sveitar- stjórnir áttum og geta gert sér grein fyrir stöðu mála. Enda hafa þeir flestir fagnað þessari vinnu Brana- málastofnunar. Brunamálastofnun hefur ekki gert aftur úttekt á stöðu branavama í umræddum skólum en eðlilegt og áhugavert væri að endur- taka þessa könnun síðar og kanna hvað hafi verið gert.“ Bylting ¥ Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir! VIROC byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf, VIROC byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi. VIROC byggingaplatan er umhverfisvæn. VIROC byggingaplatan er platan sem verkfræöingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. Staðalstærð: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm Vlroc utanhússklsðning PP &CO Leltlð upplýslnga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100 Kasparov gegn heimin- um: 3,5 milljónir uppflettinga á vefnum SKAK Neti ð KASPAROV GEGN HEIMINUM ÁHUGI á hvers kyns skákvið- burðum á Netinu er mikill og nýjasta dæmið um það er skákin Kasparov gegn heiminum. Að þessu sinni er það Microsoft sem nýtir sér þau markaðstækifæri sem skákin býður upp á. Áður hafði t.d. IBM fengið gríðarlega góða kynningu út á einvígið Ka- sparov - Deep Blue sem sló öll aðsóknarmet á Netinu og vakti heimsathygli. Skák Kasparovs gegn heimin- um hefur nú staðið yfir í tvær vikur og á þeim tíma hefur áhugi skákmanna um allan heim skilað sér í 3.500.000 uppflett- ingum á vefnum þar sem skákin er tefld. Skákin er þar með í flokki þeirra viðburða sem draga að sér mesta athygli á Netinu. Fyrir utan opinberan vef skákarinnar er fjallað um hana á öllum helstu skáksíðum heims, þannig að heildarfjöldi uppflettinga vegna keppninnar er mun meiri. Ellefu leikjum er lokið í skák- inni þar sem Kasparov hefur hvítt: 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. Bxd7+ Dxd7 5. c4 Rc6 6. Rc3 Rf6 7. 0-0 g6 8. d4 cxd4 9. Rxd4 Bg7 10. Rde2 De6 11. Rd5 Síðasti leikur svarts, 10. - De6, hefur vakið mikla athygli. Það eru fjórir ungir skákmenn sem koma með tillögur um svarið við leikjum Kasparovs, þar af tvær skákkonur, þær Ir- ina Krush og Elisabeth Páhtz. Það vildi svo skemmtilega til að það var tillaga skákkvennanna að leika 10. - De6, en þeir Etienne Bacrot og Florin Fel- ecan lögðu þess í stað til að svartur færi hefðbundnari leið. Svar Kasparovs, 11. Rd5, er mjög eðlilegt, enda hótar hann m.a. að vinna svörtu drottning- una í næsta leik með því að skáka með riddaranum á c7. Allir fjórir ráðgjafar heimsliðs- ins leggja til að þessu sé svarað með 11. - Dxe4 sem hleypir öllu í bál og brand eftir 12. Rc7+. Þetta er svo sannarlega rétti tíminn til að skrá sig í heimslið- ið og taka þátt í skákinni, en enn er hægt að skrá sig til leiks. Nánari upplýsingar um þessa skemmtilegu keppni má finna á heimasíðu Taflfélagsins Hellis: www.simnet.is/hellir. 1.200 skákmenn að tafli í Dortmund Dortmund-skákmótið er nú haldið í 27. skipti, en þetta hefur jafnan verið eitt sterkasta skák- mótið sem haldið er á þýskri grund. Mótið hófst á laugardag- inn, en það er haldið í óperuhús- inu í hjarta borgarinnar. Eini gallinn við mótið frá sjónarhóli þýskra skákmanna er sá að eng- inn Þjóðverji tekur þátt í mótinu. Fyrsta skákin sem kláraðist var á milli Leko og Kramnik. Upp kom Petroffs-vöm og Leko valdi mjög sjaldgæfa leið í 14. leik og Kramnik þurfti að nota mikinn umhugsunartíma í fram- haldinu. í 18. leik kom hann hins vegar með afar óvæntan leik sem dugði til að jafna taflið. Þetta var leikur sem hvorki Leko né að- stoðarmaður hans, Amador Rodriguez, höfðu komið auga á í heimarannsóknum sínum. Jafn- tefli var síðan samið eftir 26 leiki. Anatoly Karpov lagði Ivan Sokolov í 39 leikjum og Adams lagði Timman. Úrslit í fyrstu um- ferð urðu annars sem hér segir: Michael Adams - Jan Timman 1-0 Anatoly Karpov - Ivan Sokolov 1-0 V. Anand - Veselin Topalov V2-V2 Peter Leko - Vladimir Kramnik V2-V2 Önnur umferð var tefld á sunnudag og þá urðu úrslit þessi: Jan Timman - Ivan Sokolov V2-V2 Vladimir Kramnik - Anatoly Karpov V2-V2 Veselin Topalov - Peter Leko 0-1 Michael Adams - V. Anand V2-V2 Staðan á mótinu eftir tvær um- ferðir er þessi: 1.-3. Michael Adams 2716 U/2 v. 1.-3. Anatoly Karpov 2710 IV2 v. 1.-3. Peter Leko 2694 U/2 v. 4.-5. Viswanathan Anand 2781 1 v. 4.-5. Vladimir Kramnik 2751 1 v. 6.-8. Ivan Sokolov 2650 V2 v. 6.-8. Jan Timman 2670 V2 v. 6.-8. Veselin Topalov 2700 /2 v. Skákhátíðin í Dortmund sam- anstendur af mörgum skákvið- burðum, en alls tefla um 1.200 skákmenn hvaðanæva að úr heiminum á hátíðinni. Shirov - Polgar Eurotel-einvígi þeirra Alexei Shirov og Judit Polgar hófst í Prag á sunnudaginn. Shirov sigr- aði í fyrstu skákinni. Það var Bessel Kok frá Eurot- el í Prag sem setti einvígið með því að kynna þau Shirov og Judit Polgar fyrir um 150 boðsgestum. Meðal gesta við setninguna var sigurvegarinn úr fyrsta Eurotel- einvíginu, Gary Kasparov. Frið- rik Olafsson var einnig meðal gesta. Farin var óvenjuleg leið við að kjósa um liti í fyrstu skák- inni, en það var gert með aðstoð töframanns og svo að sjálfsögðu GSM-síma frá Eurotel. Einvígið fer fram í Archa-leikhúsinu í miðborg Prag. Aðstoðarmaður Judit Polgar í einvíginu er stórmeistarinn Lev Psakhis, en Mikhail Rytshagov, stórmeistari, er þjálfari Shirovs. Einvígið er sex skákir og því lýkur 18. júlí. Verðlaunaféð er rúmar sjö milljónir króna. Karpov gerir jafntefli við Shredder Heimsmeistari skáktölva, Shredder, tefldi við Anatoly Kar- pov, heimsmeistara FIDE, á skákhátíðinni í Dortmund á föstudaginn. Karpov tefldi mjög skynsamlega gegn Shredder og gaf forritinu aldrei nein færi á að flækja taflið. Byrjunin var vel þekkt, en í miðtaflinu náði Kar- pov smám saman undirtökunum. Eftir að hafa þrengt sífellt meira að Shredder vann Karpov síðan peð og allt virtist stefna í sigur hans. Eins og oft hefur gerst í skákum Karpovs að undanfórnu lenti hann hins vegar í tímahraki og varð að lokum að sættast á jafntefli eftir að Shredder fórnaði biskup til að ná fram jafnteflis- stöðu í endataflinu. Karpov hefur náð ágætum ár- angri gegn skáktölvum og skák- forritum í gegnum tíðina. Hins vegar sagði hann fyrir skákina að hann hefði ekki haft tíma til að búa sig undir viðureignina við Shredder. Einn blaðamannanna spurði þá hvernig hægt væri að búa sig undir keppni við skákfor- rit. Karpov sagði að með því að skoða eldri skákir Shredder mætti finna þá veikleika sem for- ritið hefði. Svo skemmtilega vill til að Stefan Meyer-Kahlen, hinn 31 árs höfundur Shredder, býr einmitt í Dortmund þar sem Sparkassen-skákhátíðin fer fram. Ekki er að efa að þessi ár- angur forritsins á eftir að skila sér í aukinni sölu. Stefan var mjög ánægður með úrslit skákar- innar og honum var vel fagnað af áhorfendum. Berge Dstenstad Noregsmeistari Berge Östenstad varð Noregs- meistari í fimmta skipti á meist- aramóti Noregs sem lauk um helgina. Lokaspretturinn á mót- inu var mjög spennandi. Leif Er- lend Johannessen hafði leitt mót- ið allt frá upphafi og fram að síð- ustu umferð, þegar Berge náði honum að vinningum. Báðir fengu þeir IV2 vinning í 9 umferð- um. Til þess að skera úr um sig- urvegarann tefldu þeir Berge og Leif tveggja skáka einvígi með styttri tímamörkum. Berge, sem er alþjóðlegur meistari, vann báðar skákirnar og er því Skák- meistari Noregs 1999. Roy H. Fyllingen sem var að verja titil sinn frá því í fyrra varð að láta sér nægja 11. sætið að þessu sinni með 4 vinninga. 1. Berge Östenstad IV2 v. 2. Leif Erlend Johannessen IV2 v. 3. Rune Djurhuus 6 v. Leif Erlend Johannessen sigr- aði á meistaramótinu í hraðskák. Magne Sagafos varð unglinga- meistari Noregs, en allir flokkar meistaramótsins fóru fram sam- tímis. Alls tóku 413 keppendur þátt í hinum ýmsu riðlum mótsins, sem fram fór í Gausdal. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson 1 1 Stjörnuspá á Netinu mbl.is /KLLTA/= G/TTH\SA£J A/ÝT7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.